Morgunblaðið - 23.12.1959, Qupperneq 23
Miðvilcudagur 23. des. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
23
Sveifin rotaði
mannmn
AKRANESI 22. des.: — f gær-
kvöldi var einn af starfsmönnum
Sementsverksmiðjunnar, Sig-
valdi Ragnarsson, að setja raf-
magnsvél í gang. Sveif við vél-
ina sló Sigvalda, kom höggið á
nefið og rotaðist hann. Var Sig-
valdi fluttur meðvitundarlaus í
sjúkrahúsið. Heima var hann í
dag, en fer til vinnu í fyrramál-
ið, harður af sér eins og hann á
ætt tiL — Oddur.
Myndin er úr jólablaði Hamars og er frá Víðava ngshlaupi í Hafnarfirði árið 1920. — Eru þarna
þekktustu bæjarbúar á myndinni, svo sem Árni h eit. Mathiesen, sem er merktur nr. 1, Gísli Sig-
urðsson nr. 2, Jakob Sigurðsson nr. 3, Marinó Si gurðsson nr. 5 og Sigurður heit. Gunnarsson nr.
6. Maðurinn á miðri myndinni, sem er að ræsa h lauparana, er Bjarni Bjamason skólastjóri. Mað-
urinn yzt til hægri er Stígur Sæland og Þorleifu r Jónsson við hlið hans.
Myndarlegt Jólablað
Hamars komið út
HAFNARFIRÐI — Jólablað Ham
ars er komið út, 32 bls. að stærð
og prýtt fjölda mynda. Á forsíðu
er litmynd af Firðinum og Jóla-
minning eftir Matthías Jochums-
son. Þá er jólahugvekja eftir séra
Bjarna Sigurðsson á Mosfelli,
Spjallað við Guðbjart Ásgeirs-
son matsvein, sem er sjötugur i
dag (Þorláksmessu). Nefnist
greinin Hálfa öld á hafinu. Á 9.
síðu er Ávarp fjallkonunnar eftir
Finnboga F. Arndal, en það
flutti ungfrú Kristbjörg Kjeld
leikkona, 17. júní sl. Gísli Sigurðs
son lögregluþjónn skrifar um
Herjólfshöfn, og fylgja gamlar
myndir úr Hafnarfirði. Grein er
eftir Pál Kolka héraðslækni, sem
nefnist Fyrirtækið „Mannabein
Sf.“ Ferðaþáttur er frá Noregi
Helgi Sæmundsson
formaður Mennta-
málaráðs
Á FUNDI Menntamálaráðs í gær
var Helgi Sæmundsson kosinn
formaður ráðsins, Vilhjálmur Þ.
Gíslason, varaformaður, og Krist-
ján Benediktsson, ritari.
eftir frú Elínu Jósefsdóttur. Við-
tal við Ásgeir Long, sem nefnist
Dagleg störf og tómstundir. Á 16.
og 17. síðunum er eftirfarandi:
Á kvöldvökunni, Fermdir í
Garðaprestakalli 1904, Jólasiðir,
mynd af skipshöfn Júní gamla,
önnur mynd af stúlkum í sund
bolum síðan 1914 (auðvitað hafn
firzkum), mynd af Hafnarfirði
1920 og mynd af gömlum Hafn
firðingum. Á 20. síðu eru köku-
uppskriftir, Tunglskinssónata
Beethovens (þýtt). Á 20. síðu er
mynd af 3. flokki Hauka sumarið
1932. — Ýmislegt fleira er
þessu jólablaði Hamars, sem boð
ið verður til sölu í húsum bæjar-
ins í dag, en einnig fæst það
bókabúðum. — G. E.
Jólasveinn ó Saudarkroki
Árekstur í akrein
í Bankastræti
1 GÆRKVÖLDI um kl. 8 varð
árekstur tveggja bíla á gatnamót-
um Ingólfsstrætis og Bankastræt-
is. Var annar bílanna leigubíll en
hinn einkabíll að vestain. Eftir
því sem nærstaddir skýrðu frá
hafði þessi árekstur verið lær-
dómsríkur á vissan hátt. Utan-
bæjarbíllinn, sem verið hafði í
hægri akrein, hafði þegar græna-
ljósið kom, ekið yfir í hægri ak-
rein, ætlaði inn í Ingólfsstræti og
varð áreksturinn þá, en úr þessari
akrein má ekki undir neinum
kringumstæðum sveigja yfir til
vinstri og þótti sýnt að utanbæj-
arbíllinn væri í algjörum óréti.
— Eisenhower
Framh. af bls. 2.
eitthvað fyrir Serki. Fjöldi ann
arra spjalda fagnaði komu for-
setans.
Múhameð Marokkokonungur
hélt Eisenhower dýrðlega veizlu
og var aðalrétturinn svonefnt
„Pastilla“, en það er þjóðréttur
Araba, gerður úr steiktum dúf-
um. í Casablanca dvaldist Eisen-
hower sex klukkustundir. Síðan
þaut hann með þotu sinni vest-
ur yfir hið mikla úthaf.
SAUÐÁRKRÓKI 20. des. — Ungt
erlent ferðafólk heimsækir Sauð
árkrók. í gær var mikið um að
vera hjá börnum á Sauðárkróki.
Kl. 9 um morguninn var byrjað
að spyrjast fyrir um komu flug-
vélar til Sauðárkróks og gekk á
með símahringingum og fyrir-
spurnum, þar til vélin lágði af
stað frá Reykjavík. Tilefnið
þessa mikla áhuga barnanna var
að jólasveinn Flugfél. íslands var
meðal farþega ásamt 7 enskum
börnum sem F. í. hafði boðið
með í ferðina til Sauðárkróks, á-
samt fylgdarliði. Vélin lenti á
Sauðarkróki kl. 14,30. Á flug-
vellinum voru margir bílar eða
milli 40 og 50 og mikill fjöldi
barna og fullorðinna. Fararstjóri
F. í. var Njáll Símonarson.
Þegar jólasveinninn steig út
úr vélinni var honum ákaft fagn-
að og var haldið til samkomu-
hússins Bifröst. Húsið var þétt
skipað börnum. Þar flutti Ólafur
Gunnarsson, sálfræðingur, ávarp
og lýsti tilgangi fararinnar, en að
því loknu birtist Kertasníkir, er
söng og börnin tóku undir. Ólaf-
ur las þjóðsöguna um Höfða
Þórð ,en ensku börnin sungu jóla
sálma. Þá var og happdrætti.
Alvarlegt ílugslys
í Brazilíu
I RIO de Janeiro 22. des. NTB:
Óttast er, að yfir 60 manns
hafí farizt í flugslysi í Rio
de Janeiro, höfuðborg Brasil-
iu. Slysið varð með þeim
hætti, að brasilísk farþega-
vél af tegundinni Viscount og
æfingaflugvél brasilíska flug-
hersins rákust á. Hröpuðu þær
báðar brennandi til jarðar og
féllu á sjö íbúðarhús.
Á æfingaflugunni var að-
eins einn maður og bjargaðist
hann með því að varpa sér út
í fallhlíf. I farþegaflugvélinni
var sex manna áhöfn og 26
farþegar. Þeir fórust allir. Að
minnsta kosti um 30 manns
létu lífið í húsum þeim, sem
flugvélarnar féllu á og fjöldi
manna særðist bæði í húsun-
um og meðal vegfarenda, sem
' áttu leið um götuna.
Matstofa
Austurbæjar
hefur opið jóladag á matmáls
tímum, vegna fjölda óska
viðskiptavina.
Matstofa Austuróæjar
Laugavegi 116.
Einar Ásmu idsson
■* hæstaréttarlögmaður.
Hafsteinn Sigurðsson
héraósdómslögmaður
Skrifstofa Mafnarstr. 8, II. hæð.
Simi 15407, 19113.
Meðal vinninga var reiðhjól, á
vísun á flugferðir, 10 bækur o.fl,
Að samkomunni lokinni þakk-
aði Valgarð Blöndal F. í. fyrir
hina ágætu heimsókn, en enskur
drengur þakkaði fyrir hönd út-
lendingana og óskaði öllum gleði
legra jóla.
Aðkomufólkið naut góðgerða í
Hótel Villa Nova frá gestgjafan-
um og bæjarstjórinn Rögnvaldur
Finnbogason afhenti börnunum
jólapakka sem í voru ljósmyndir
af Sauðárkróki, gerðar af Stef-
áni Petersen ljósmyndara. Flug-
vélin, sem flutti gestina til R-vík
ur, hóf sig á loft kl. 18,18 og
hafði þá einn farþegi bæzt við,
Ólafur Magnússon frá Mosfelli.
— jón.
— Skothrið
Framhald af bls. 1.
hann allt í einu í ljósinu manns-
andlit. Þessi óþekkti maður stóð
á stéttinni framan við húsið.
Maðurinn hljóp niður í garð-
inn og hrópaði til annars sem
fylgdi honum: „Reynum að kom-
ast undan. Lögreglan, allt þýð-
ingarlaust. Þeir hurfu inn í mik
inn og þéttan skóg, sem er þarna
skammt frá.
Lögreglumaðurinn skipaði körl
um þessum að nema staðar og
þegar þeir hlýddu því ekki,
hleypti hann skotum af skamrfl-
byssu sinni. Hann hæfði þó ekki.
Sl. föstudag fékk Brandt borg
arstjóri hótanabréf í pósti. Síð-
an hefur lögregluvörður lun bú-
stað hans verið efldur.
- NATO
Framhald af bls. 1.
Var því samþykkt að „þótt r4ð-
stefnan fagni horfum á auknum
skilningi, álítur hún nauðsynlegt
að endurtaka grundvallarstefnu
þá, er tekin var 16. des. 1958
varðandi Berlín á þá leið að
Vesturveldin mættu ekki hlaup-
ast undan skyldum sínum þar,
og að ítreka þá staðreynd að sam-
tökin verði að halda áfram að
vera árvökul og sterk.“
Skýrslu ráðstefnunnar lýkur á
því að lýsa samstöðu í þeirri von
hinna fjögurra ríkisleiðtoga að
væntanlegur aprílfundur megi
stuðla að sameiningu friðar og
réttlætis.
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem gáfu mér gjafir
og sendu mér skeyti á sjötugasta fæðingardegi mínum
17. des. 1959.
Sigurður Berndsen.
Þakka hjartanlega vinarhug á 60 ára afmæli mínu með
heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðríður Halldórsdóttir, Borgarnesi.
Lokað
fyrir hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Almenna Byggingaf. h.f.
Öxull hf.
Eiginmaður minn og faðir okkar
HÁLFDÁN ÁRNASON
Valshamri, Mýrum,
andaðist að heimili dóttur sinnar þann 20. des.
Elín Jónsdóttir og börnin.
SIGRtÐUR INGIMUNDARDÓTTIR
lézt í Landsspítalanum að morgni hins 21. þ.m.
Vandamenn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og fósturmóðir
SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR
andaðist mánudag. 21. desember í Bæjarspítala Reykja-
víkur.
Jónína Stefánsdóttir, Jón Finnbogason,
Guðrún Guðnadóttir, Ágúst Stefánsson,
Málfríður Stefánsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
Stefania og Einar Jósepsson.
Maðurinn minn og faðir okkar
PÁLL PÁLSSON
aíidaðist í Landspítalanum 22. þessa mánaðar.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir og böm
Hugheilar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlá,t og útför föður okkar, tengdaföður
og afa
SIGURJÓNS ARNLAUGSSONAR
fyrrverandi verkstjóra í Hafnarfirði
Ennfremur þökkum við fyrir margvíslega vinsemd og
virðingu er honum var sýnd við útför hans.
Böm, tengdabörn og barnabörn.
Hugheilar þakkir öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við fráfall og jarðarför móður okkar og
tengdamóður
KRISTlNAR JÓNSDÓTTUR
Fálkagötu 13.
Börn og tengdabörn.
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem með
nærveru sinni eða öðrum vinahótum heiðruðu útför
ÞÓRÐAR KRISTINS JÓNASSONAR
Stóru-V atnsley su
Þórunn Einarsdóttir og börn