Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 3
T’immtudagur 24. des. 1959
MORGTJNfíT.AÐlÐ
27
EIN þeirra bóka, sem
Almenna bókaféktgið gef-
ur nú út, nefnist Þrjú
Eddukvæði, og hefur Sig-
urður Nordal búið hana til
prentunar. Er hún prýdd
myndum, sem Jóhann
Briem hefur gert og birtast
nokkrar þeirra hér á síð-
unni. — í formála segir
Sigurður Nordal meðal
annars:
„Hvað um Eddukvæðin?
Þeirri spurningu má vitanlega
svara á ýmsa vegu: að þau séu
heimildir um norræna goða-
trú og goðafræði, um norræn-
ar og germanskar hetjusögur,
um norræna og germanska lífs
skoðun og mannshugsjónir o.
s. frv. — og slá ýmsa varnagla
við öllum þeim svörum. En
einfaldasta og öruggasta svar-
ið er, að þau séu skáldskapur.
Sigrún reið að skipum Helga og kvað:
„Hverir láta fljóta
fley viö bakka?
Hvar hermegir
heima eiguö?
Hvers bíöiö ér
í Brunavogum?
Hvert lystir yöur
leið aö kanna?“
(Völsungakviða
hin forna)
greyjum sínum
gullbönd snöri
og mörum sínum
mön jafnaöi.
(Þrymskviða)
Myndir eftir Jóhann Briem
Um það er einskis fyrirvara
þörf, hvort sem hugsað er um
tilætlun höfunda eða eðlileg-
asta viðhorf lesenda. Þau voru
ort vegna þess, að andinn kom
yfir höfundana, svo að þeim
var hversdagslegt, sundur-
laust mál ekki fullkosta tU
þess að tjá það, sem fyrir
þeim vakti. Að vísu urðu þau
ekki öll jafngóður eða jafn-
mikill skáldskapur, hvorki öll
kvæðin, ef þau eru borin sam-
an hvert við annað, né allar
visurnar í beztu kvæðunum.
En jafnvel á þeim kvæðum og
visum, sem minna þykir til
koma, er svipur og bragur,
sem sver þau í ætt við göfugt
eðli og yfirbragð þessarar
Ijóðakvislar og skáldaskóla.
Jafnvel á þeim kvæðum, sem
í fljótu bragði virðast helzt
ort til þess að festa í minni
tiltekin atriði úr goðafræði, á
nafnaþulum Völuspár og
Grímnismála og ekki síður
heitunum í Alvissmálum, er
þetta svipmót aðalborins stíls.
I Eddukvæðunum er ekkert
láglendi. Þar sem þau láta
minnst yfir sér, eru þau há-
slétta. Þar sem andagift skáld-
anna lyftir þeim hæst, ber
hvita tinda þeirra við himin.
Aldrei hefur íslenzk tunga að
tign og fegurð komizt nær því
að vera tungumál guðanna en
í frábærustu erindum þessara
kvæða. Hverjum Islendingi,
sem kynnist þeim, hlýtur að
hitna um hjartarætur af þakk-
látssemi við kynslóðirnar, sem
með ræktarsemi sinni við
tunguna gerðu honum kleift
að lesa þessi fornu kvæði á
móðurmáli sínu. Hvilíkur hé-
gómi er það ekki fyrir aðrar
þjóðir að eigna sér Eddu-
kvæðin og verða siðan að lesa
þau eins og torvelda „texta“
á erlendri tungu eða í þýðing-
um, sem aldrei geta orðið
nema dauft endurskin af
Ijóma frumkvæðanna.
En eru þessi kvæði ekki
ósköp torskilin, líka fyrir ts-
Meyjar flugu sunnan
myrkviö í gögnum,
alvitur unga,
örlög drýgja.
Þær á sœvar strönd
settust aö hvílast,
drósir suörænar,
dýrt lín spunnu.
(Völundarkviða)
lendinga? Geta þeir lesið þau
nema með miklum og margvis
legum skýringum? Þetta fer
mjög eftir marki og miði les-
enda. Ef einhver texti er t. a.
m. notaður sem tilefni mál-
fræðilegrar og málsögulegrar
greinargerðar, sundurliðunar
og ættfærslu orða, getur jafn-
vel ein samstafa orðið drjúgt
viðfangsefni. Má minna á það
sem dæmi þessa, að i H. bindi
Njálu-útgáfu sinnar varði
Konráð Gislason 327 blaðsíð-
um (fyrir utan allar viðbætur
og leiðréttingar) til þess að
skera úr því til hlitar, hvort
nafn bóndans á Bergþórshvoli
hefði að fornu verið borið
fram Njáll eða Níall. Ef á að
fjalla um öll hugsanleg vanda-
mál, sem Eddukvæðunum
koma við, er torvelt að setja
þvi takmörk, sem koma má að
í þess háttar rökræðum. En
hversu fróðlegt sem það alit
getur orðið, er vafasamt, hvað
af því er nauðsynlegt — og
hvað nauðsynlegast —, þegar
kvæðin eru lesin. Víst má
telja, að Jónas Hallgrímsson
hafi á síðustu skólaárum sin-
um og fyrstu stúdentsárum
Iesið þau i útgáfu Rasks, sem
er skýringalaus, — látið suma
vafastaði lönd og Ieið og ef til
vill misskilið aðra. En það,
sem hann skildi, bar ávöxtu í
öllum skáldskap hans, bein-
linis og óbeinlinis. Má ekki ef-
ast um, að nokkur fræðimaður
hafi nokkurn tíma lesið Eddu-
kvæðin sér að sannarlegu
gagni?
★
Málfar Eddukvæða er frá
upphafi óbrotið, orðaröð eðli-
leg og kenningar fáar og ein-
faldar í samanburði við það,
sem er i dróttkvæðum. Eigi
Kom þar af veiði
veöureygur skyti,
Slagfinnur og Egill,
sali fundu auöa,
gengu út og inn
og um sáust.
(Völundarkviða)
að siður getur nútímalesandi
hnotið þar um fágæt, torskilin
og ef til vill afbökuð orð, slitr-
ótt samhengi, sem getur stafað
frá ófullkominni varðveizlu o.
fl. En vilji hann fyrst og
fremst lesa kvæðin eins og
skáldskap, má hann um fram
allt ekki láta þessa farartálma
vaxa sér í augum eða beina
athyglinni of mikið að þeim.
Því má sízt af öllu gleyma,
að fegurstu visurnar í þessum
kvæðum eru nær þvi undan-
tekningarlaust óbrenglaðar og
auðskildar. Og í flest af hinu,
sem torveldara virðist, má í
meginatriðum ráða af sam-
henginu. Börn, sem óspillt eru
af lærdómi og ótta við að mis-
skilja, geta hlustað á ævintýri
á bókmáli, þar sem f jöldi orða
er þeim ókunnur áður, sér til
fullrar ánægju og skemmtun-
ar, — jafnvel haft sérstakt
yndi af því að renna grun i
merkingu nýstárlegra orðatil-
tækja. Og svo mundi alþýða
manna hér á landi hafa lesið
Eddukvæðin, ef hún hefði
haft þau handbær fyrr á tím-
um. Það getur líka verið þeim
lesendum til hughreystingar,
sem vilja ganga stigu Eddu-
kvæðanna óstuddir, að víðast
hvar, þar sem þeir steyta fót
sinn við steini, eru skýringar
lærðu mannanna ekki örugg-
ari en svo, að ein tilgátan get-
ur verið jafngóð sem önnur.
Bezta ráðið til þess að skilja
allt það, sem er mergurinn
málsins í þessum kvæðum,
eins og öllum góðum skáld-
skap, er að læra þau utanbók-
ar og lifa sig svo inn i þau,
að tilfinning og eðlisávísun
taki þar við, sem sundurhlut-
an hinnar þurru og bláköldu
skynsemi þrýtur".
.j