Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 7

Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 7
Fimmtudagur 24. des. 1959 MORCVTSBLAÐIÐ 31 Black Label og allir hinir hafa sama háttinn á, en enginn bland- ar eins. Þetta er efnafræðileg blöndun fyrst og fremst, en auð- vitað verður maður að „smakka“ við og við. — Ég greini muninn á öllum whiskytegundum á stundinni, á „bragðinu“. Sjáið þið t.d. Hér hef ég tvær tegundir. Getið þið fund- ið muninn? Hann helti úr flösk í glas — og síðan úr annarri í annað glas. Svo hristi hann glösin, lyktaði upp úr þeim til skiptis og sagði: — Þegar ég „smakka" whiskyið, þá lykta ég bara. Lyktarskynið er miklu næm ara en bragðskynið, sem dofnar Ííka fljótt, ef maður þarf að „smakka“ 100—200 blöndur á dag. Síðan var okkur boðið að „smakka“ og við stungum nef- inu niður í glösin til skiptis. — Nei, sagði Tasker. Ég held að ég finni ekki muninn nema að smakka á — og vonbrigðin leyndu sér ekki í röddinni. PéSur Ottesen gerðist háseti og vonaðist til að vera HINN MIKLI þingskörungur og bondi, Pétur Ottesen, var ferða- klæddur er einn af blaðamönn- um Mbl., mætti honum á förnum vegi hér í bænum í byrjun jóla- föstunnar. — Þú ert náttúrlega í kaup- staðarferð svona fyrir jólin? — Það stendur nú meira til en það, segir Pétur, því ég er að fara um borð. Ég er búinn að kveðja fólkið heima, óska því gleðilegra jóla og nýjárs, því ég verð ekki heima um hátíðarnar. — Ertu að fara eitthvað með skipi? — Ferðinni er heitið til er pabbi sál. kom á fætur, sá hann bát með þremur mönnum á reki fyrir framan lendinguna í Hólmi. Átti báturinn örskammt eftir að lenda í brimgarðinum við hólmann, því landsýnings- rok var á og stórbrim. Pabbi brá skjótt við, mannaði út sex manna far og tókst að koma kaðli í bát- inn og draga hann að landi. Hér skall hurð nærri hælum. Bátur- inn var á þriðju báru frá brim- garðinum og mennirnir í bátn- um voru komnir úr stígvélunum, svo þeir gætu synt, er bátnunr hvoldi, en það sáu þeir fram á að verða myndi. Þetta var- skipsbátur og í hon- um voru þrír Englendingar, skipstjóri af brezkum togara og tveir hásetar. Þeir höfðu farið úr landi er dimmt var orðið, kvöldið áður til að komast út í togara er lá utarlega á Reykja- víkurhöfn. Bátinn hrakti í hvass viðrinu fram hjá honum og var báturinn á reki alla nóttina. — Mjög var af mönnum dregið. En við góða aðhlynningu hresstust þeir furðu fljótt og varð ekki ir minn og hann. Ég var um langt árabii, að hausti og vetra- lagi hjá þessum ágæta manni. Var það mikið lán fyrir mig að vera langdvölum á heimili hans, Morten Hansen bjó í barnaskólahúsinu og hafði þar bóka- og ritfangaverzlun, sem ég aðstoðaði hann við. Höfðu skóla- börnin þar mikil viðskifti en það leiddi til mjög náinna kynna minna af æskulýð Reykjavíkur á þessum árum. Ég bý enn að þessum kunningsskap mér til mikillar ánægju. Þegar ég var kosinn á þing 1916 var einhver Reykvíkingur að því spurður, hvort hann kann aðist nokkuð við þennan Pétur Ottesen. Har.n hélt að hann kannaðist við hann. Þetta væri gamall grifflasali hjhonum Morten Hansen. — Jæja, við erum komnir nokkuð út frá efni samtalsins, er það ekki? Að komast í snertingu — Hvernig leggst jólaferðalag- ið í þig, Pétur? — Þér hafið rangt fyrir yður, herra minn, sagði hr. Smart og lagði glösin frá sér. Lyktarskyn- ið er sterkara. Það veit ég. — Ég er kvefaður, sagði Task- er afsakandi. — Þá finnið þér heldur ekkert bragð, herra minn, svaraði hr. Smart. Ég þekki þetta. Ég fékk einu sinni kvef, það var eftir stríð. Þurfti að fara til læknis og var frá vinnu í tvo daga. Annars verða þeir sjaldan veikir, sem hafa vín mikið um hönd, eins og t.d. ég. — Eg fæ mér stundum neðan í því, hélt hr. Smart áfram, þeg- ar ég er búinn í vinnunni. Þegar maður hefur staðið við að „smakka" allan liðlangan dag- inn er oft gott að fá sér hress- ingu eftir vinnutíma. — Og hvenær hættið þér að vinna, spurði Tasker og var nú allur annar maður. — Eftir 15 mínútur, herra minn. Tyllið ykkur. Við skulum drepa tímann. Mig langar til að skála við ykkur, sagði hr. Smart. — Er það ekki full snemmt. Eigum við ekki að bíða til kl. 6. Eg er vanur að hátta kl. 10, sagði hr. Gilbert. — Þú ferð þá bara að hátta kl. 9, sagði hr. Smart. Þú getur þá slökkt ljósið klukkutíma fyrr en venjulega. Og hr. Gilbert varð að sætta sig við það. Á slaginu 5 var tekið til óspilltra málanna. Það var ekki lyktað lengur, heldur smakkað — rækilega. Tilraunaglösin voru öll tæmd í fyrstu atrennu og síðan tekið til við stærri glös og flösk- ur. — Svona lýkur okkar vinnu- degi oft, sagði hr. Smart og klapp aði á öxl hr. Gilberts, sem bland- aði whiskyið á sinn ómetanlega hátt fyrir okkur alla. En það fylgir ekki sögunni hverjir sofn- uðu áður en þeir háttuðu það kvöldið. , Betlehem á jólanótt „Landsins helga“. Ég vonast til þess að geta verið í Jerúsalem um jólin og helzt af öllu í Betle- hem á jólanóttina, sagði Pétur Ottesen. — Þetta er nokkurs konar pílagrímsför „Suður- ganga“, eins og það var nefnt hér í gamla daga. Nú er ég orðinn háseti á Drangajökli og við leggjum bráð- lega úr höfn. Tökum beina stbfnu yfir Atlantshafið til suðurs og höfum enga landkenningu fyrr en undan ströndum Portúgals, áð- ur en skipið sveigir inn á Mið- jarðarhafið. — Komið þið við í Gíbraltar, hinu mikla hervirki Bretanna? Mér er sagt, segir Pétur, h.j.h. 1 að það sé venja að byrgja sig þar upp með eldsneyti og vistir | til hinnar löngu siglingar á Mið- ! jarðarhafinu. Því leiðin frá ís- i landi til Haifa í Palestínu er ekki nema hálfnuð í Gibraltar. Ekki dugir að liggja á spýjustokknum — Þú ert sjóhraustur. — Ég er gamall sjómaður og þótt ég kynni að kenna sjóveikis fyrsta dægrið, ef illt er í sjó, þá eru þau óþægindi rokin út í veð- ur og vind óðar, og ég fer að sjóast. Enda færi ekki vel á því að lögskráður háseti lægi á spýjustokknum til lengdar! — Þetta er í fyrsta sinn, sem ég fer út fyrir pollinn á skipi. — Samt hefur þú gert harla viðreist um dagana, Pétur? — Já. Þó byrjaði ég ekki að ferðast til útlanda fyrr en árið 1949. En síðan hef ég líka all- víða farið um hinn Gamla heim og nýja, en alltaf í flugvél. Það er dásamlegt að fljúga, svífa um háloftin — ofan við öll veður — ef svo býður við að horfa. Ég hef haft ákaflega gaman af þessum ferðalögum og þegar ég frétti um þessa siglingu Drangajökuls héldu mér engin bönd. Forráða- menn Jöklaútgerðarinnar voru strax svo elskulegir að taka mig á skipið hjá sér. Veðurtepptur í Reykjavík —• Hefurðu verið að heiman áður á jólunum? — Einu sinni hefur það komið fyrir. Var það á fyrsta þinginu, sem ég átti setu á 1916. Það var aukaþing og hófst 1. desember, en var ekki lokið fyrr en í janú- arlok. Fyrir og um hátíðarnar var illviðrahamur og samgöngur milli Akraness og Reykjavíkur þá mjög slæmar. Ég komst ekki heim fyrir jólin, En nú er öldin önnur. Akraborgin fer nú dag- i lega tvær til þrjár ferðir, þegar frá eru teknir stórhátíðadagarn- ir. Nú heftir það ekki ferðir okkar Akranessbúa til Landsins helga, að við ekki komumst til Reykjavíkur í tæka tíð. — Voru samgöngur milli Akra ness og Reykjavíkur svona slæm ar í gamla daga, að menn kom- ust ekki á milli dögum saman? — Já, vertu blessaður. Ég skal segja þér, til dæmis, að þegar ég átti í fyrsta skipti að fara til Reykjavíkur fyrri hluta vetrar 1902, til Mortens Hansens skóla- stjóra, þá var ekki um að ræða aðrar ferðir en á árabátum. Ég lagði tvisvar af stað, með Jóni Gunnlaugssyni í Sjóbúð, síðar á Bræðraparti, miklum formanni og sægarpi. En hann varð að snúa aftur í bæði skiptin. — 1 fyrra skiptið rauk hann upp á útsunnan, en í síðara skiftið lokaði ísspöng leiðinni, sem kom út. úr Hvalfirði. En hvernig held urðu að ég hafi svo, eftir þessar hrakningar, komizt til Rvíkur? Með brezkum togara til Reykjavíkur — Það er nú saga að segja frá því. Morgun nokkurn í birtingu meint af. Er á daginn leið slotaði veðrinu. Sást þá til togara á leið upp á Akranes og þekkti skip- stjórinn, úr glugganum heima, þar skip sitt og vissi sem var að skipverjar hans myndu vera að grennslast um afdrif bátsins. — Vindstaða var þannig að ráða mátti i að bátinn hefði rekið upp á Akranes. Var nú enn mannað út áraskip sem fór með skips- bátinn í eftirdragi að togaran- um, er hann hafði lagzt við akkeri á Krossvík. Með þessum brezka togara fór ég hina fyrstu för til Reykjavíkur. En sagan er ekki öll sögð, því þá beið byrjar á Akranesi, hópur aðkomu- manna, sem, eins og ég, fékk að fljóta með til Reykjavíkur. Þetta kemur annars ekki Suð- urgöngunni beint við, sagði Pét- ur. Þessi stutta saga sýnir ótví- rætt hinar stórstígu framfarir, sem á eru orðnar á sviði sam- gangna á landi voru á þessari öld. Gamall grifflasali! — Þú sagðir að för þinni hafi verið heitið til Mortens Hanse ’, skólastjóra. Þekkturðu hann7 — Þeir voru miklir vinir, iað- — Maður guðs og lifandi. Ég hlakka til þess eins og ungling- ur, sem fer sína fyrstu för í kaup- stað. Þú skalt ekki halda það að maður hafi skilið unglingseðlið við sig. Nei, blessaður vertu. Það er vissulega ánægjuleg tilhugs- un að eiga þess kost að komast í snertingu við sögu hinnar helgu borgar og rifja upp atburðina, sem maður lærði um í Biblíu- sögunum og varðveitzt hafa æ síðan í hugskoti manns. — Ég verð að fara um borð! sagði hinn virðulegi háseti á Drangajökli og kvaddi. — Þú hugsar til okkar þegar þú átt stýristörn suður í Mið- jarðarhafi, Pétur. — Góða ferð. — Sv. Þ. , Cb&L ; eg j o uerzfar C an

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.