Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 6
30 MORCVHfíLAÐI Ð Fimmtudagur 24. des. 1959 MARGIR vilja halda þvi fram, að lífið sé allt tilviljunum háð. Flestir diaga þó sennilega í efa að gaeðavara sem whisky hafi orðið til fyrÍT einhverja tilvilj- un. En menn þykjast samt geta rakið sögu hins skozka whiskys til upphafs síns — og þar var það tilviljunin, sem réð gangi mál- anna. A. m. k. segir sagan svo, að eitt sinn í fyrndinni hafi búið á Skotlandi bóndi nokkur, sem varð var við einhvern slappleika hjá hrossum sínum. Tók bóndinn að malla lyf handa þeim og gerði margs konar tilraunir. Það kost- aði ekkert. Ein blandan hans hafði staðið í kúti í nokkur ár. Hann hafði næstum gleymt kútnum, þegar hross tók skyndilega sótt. Svo að bóndi lét það drekka af kútn- um. Og viti menn: Hrossið hristi af sér slenið og varð hið spræk- asta. Skotinn varð í senn undrandi og glaður. Og honum datt í hug að bragða sjálfur á skólpinu. Sagan er ekki lengri, néma hvað rétt er að taka það fram, að hross Skotans drukku aldrei whisky eftir þetta. Hann drakk það sjálfur. Síðan hefur whisky verið hálfgerður þjóðardrykk- ur í Skotlandi, en reynt hefur mann, sem þurfti eitt sinn að skreppa í vikutíma að heiman. Hann kvaddi konuna með kossi, en hrópaði síðan í dyragættinni: — Og Katrín, gleymdu ekki að taka gleraugun af Donna litla, þegar hann er ekki að horfa á neitt sérstakt! Þetta er bara venjuleg Skota- saga, hélt hr. Gilbert áfram. En Skotar eru nízkir, það er orð að sönnu. Black and White framleiða daglega um 120.000 flöskur af whisky. Af þessu er 85% flutt til útlanda. En við gætum fram- leitt meira fyrir heimamarkað, ef Skotar tímdu að kaupa meira whisky. Þess vegna eru þeir líka að verða smávaxnari með hverju ári, þeir drekka ekki nógu mikið af whisky. Og svo tyllti hr. Gil- bert sér á tær, — En I sumar var mikill þurrk- ur á Bretlandseyjum. Þá varð allsherjarvatnsskortur. — Vatnið var víða skammtað og þá jókst whiskysalan dálítið. En ekki nógu mikið! Og hann brýndi röddins. — Mönnum var skammtað vatn til að þvo sér um hendur og fæt- ur. En fæstir þvoðu sér. Þeir helltu vatninu út í whiskyið sem fyrr, til þess að drýgja það. — Hreinlátír menn drukku það samt óblandað. fyrir að reglurnar séu brotnar á þennan hátt höfum við eftirlits- mann með eftirlitsmanninum og annan eftirlitsmann með þeim eftirlitsmanni til þess að hann taki ekki við að drekka af stútii- um, þegar sá fyrsti hefur fengið (ty i&íú^huíijkimci pai verið að finna upp ýms önnur lyf til að taka slén úr hrossum. A.m.k. var okkur sagt svo, er við komum til Glasgow ekki alls fyrir löngu og röbbuðum við einn af starfsmönnum Flugfélags Is- lands þar í borginni, að nafni Tasker. — En hefurðu veitt því athygii hve Glasgowbúar eru lágvaxnir? spurði Tasker. það er dálítið ein- kennilegt, því Skotar eru yfir- lejtt hávaxnir menn og hér í Glasgow er líka mikið írskt blóð. Ekki eru frar sagðir neinir dvergar. — Ég skal segja þér, hélt hann áfram. Ég held að Glasgowbúar séu of sparsamir. Menn segja að þeir séu svo stuttir af því, að þeir drekki og mikið whisky, en ég held að þeir drekki of lítið*. Ef þeir drykkju meira næðu þeir vafalaust eðlilegum vexti. • o Og það var ekki að ástæðu- lausu, að farið var áð ræða um whisky. Við vorum einmitt á leið til eins stærsta whiskyfyrirtækís á Skotlandi, Black and White. Tasker, sem er risi að vexti, og þekkir þar af leiðandi whisky- bragðið, var þegar farinn að hugsa um hverju hann ætti að bera við, þegar hann kæmi heim um kvöldið. Menn heim- sækja ekki Black and White á hverjum degi. Og með kenningu Taskers í huga um að allt of lítið væri drukkið af whisky í Glas- gow örkuðum við inn til BlacK and White, upplitsdjarfir og glað- ir í bragði. —o-- Okkur til mikillar furðu hitt- um við þar fyrir samvalið lið smá vaxinna manna, önnum kafinna við störf sín í ilmandi whiskylykt inni, sem yfirgnæfði allt annað. Herra Gilbert tók á móti okk- ur. Hann spurði ekki einu sinni hvort við værum þyrstir, en byrj- aði strax á fræðslufyrirlestri um fyrirtækið. — Herrar mínir. Ég þekki Og það er einmitt það, sem við viljum. Við leggjum aðaláherzl- una á að fá gott bragð af whisky- inu. Þá er það skemmdarverk að blanda það með vatni. Ef þörf er talin á að blanda whisky, þá á að blanda það með whisky, en tveimur tegundum af whisky á aldrei að blanda saman. ★ Ræðunni var lokið og hr. Gil- bert fékk okkur skreflangan fylgdarmann til þess að sýna okk ur fyrirtækið. Við fórum niður í kjallara þar sem tunnurnar eru fluttar inn eftir að whiskyið hef- ur staðið í þeim í 3—5 ár. Sáum hvernig tappað var af tunnunum í stóra geyma og hvernig lykt- in smaug í allra nasir, lika toll- varðanna, sem gættu þess að ekki læki dropi út fyrir. Við sáum hvernig vökvinn rann í víðum leiðslum upp í áfylling- arvélina, fylgdumst með flöskun- um í gegn um límmiðavélina — og allt þar til þess er þeim var raðað í kassa og lokið neglt á. —o— — Sjáið þið manninn, sem sit- ur við áfyllingarvélina. Hann gegnir ábyrgðarmesta starfinu í fyrirtækinu. Hann er eftirlitsmað ur, lítur eftir því að borðið sé jafnhátt í öllum flöskunum, í miðjum stút. Margir hafa verið óhlutvandir í þessu starfi. Þegar komið hefur flaska, sem meira hefur farið í en aðrar, hafa þeir drukkið af henni til að lækka borðið. Og hafi þeir drukkið of mikið — hafa þeir líka drukkið af næstu flöskum til þess að ekki yrði meira í þeim. En auð- vitað á ekki að drekka úr flösk- unum. Það á að hella úr þeim í pott. — Og til þess að koma í veg nóg. Mjög fullkomið kerfi, finnst ykkur það ekki? En hvað er þá gert við menn, sem verða ölvaðir í vinnunni? spyrjum við. — Þeir eru auðvitað reknir. En það gerir ekkert til. Þeir halda áfram að drekka. Og svo sagði hann okkur frá því, að Black and White væri selt á 240 mismunandi flöskum, stórum og smáum. Til nokkurra landa eru aðeins seldar flöskur, sem eru þannig útbúnar, að ekki er hægt að hella í þær aftur eftir að þær hafa verið tæmdar. Brögð eru víða að því, að litað vatn sé sett á flöskurnar eftir að þær hafa verið tæmdar — og svo seld- ar í annað sinn. — Og þá segja rnenn að Black and White sé svindlfyrirtæki, að Skotar séu nízkir og hvað eina. Finnst ykkur lyktin ekki annars góð? —- Nú er hr. Gilbert farinn að drekka, eigum við ekki að koma til hans, sagði fylgdarmaðurinn. Það lifnaði heldur betur yfir Tasker vini okkar. Jú, við færum ekki án þess að kveðja hr. Gil- bert. Hann sat við skrifborðið sitt í skrifstofunni og fyrir framan hann á borðinu var bolli. — Má ekki bjóða herrunum te- sopa? spurði hr. Gilbert og brosti út undir eyru. Okkur vafðist tunga um tönn, en hr. Gilbert spurði, hvort við vildum ekki út í það. — Jú! Við héldum nú það. Og hr. Gilbert hellti mjólk í teið. — Við drekkum aldrei nema te hér á vinnustað, sagði hr. Gilbert afsakandi. Menn eiga aldrei að byrja á whisky fyrr en kl. 6—7 á kvöldin. Þá fara'þeir í rúmið áður en þeir sofna. Ef menn byrja fyrr sofna þeir áður en þeir hátta. En byrji menn snemma dags vakna þeir til að hátta. — Ég, persónulega, vil alltaf vera kominn í rúmið, þegar ég sofna. Annars gleymi ég kannske að fara í náttfötin og setja vatn í hitapokann. Svo gæti maður líka gleymt að slökkva ljósið. Raf- magnið kostar lika peninga, sagði hr. Gilbert og brosti góðlátlega og sötraði úr bollanum. — Finnst ykkur whisky-lyktin góð piltar? spurði hann. Við sátum um stund í lyktinni hjá hr. Gilbert og okkur var hugs að til sögunnar um MacCracken, sem hafði að atvinnu að bera kol í hús. Kaldan vetrardag kom hann með kolapoka til hefðarfrúr einnar, sem aumkaðist yfir vesa- lings MacCracker, hann var svo veðurbarinn. Hún fór með whiskyglas fram í kolageymsluna og rétti honum. MacCracken drakk í einum teyg, en sagði svo: — Ojæja, kæra frú, aldrei var það nú svona í gamla daga! — Hvað? sagði frúin undrandi. Höfðuð þið ekki whisky? — Jú, jú, biddu fyrir þér. Nóg af whisky, en aldrei svona lítil glös! ★ En' hr. Gilbert var ekki allur þar sem hann var séður. — Herrar mínir, sagði hann. Á næstu hæð er rannsóknarstof- an. Þar er „smakkarinn“, sá, sem bragðar allt wþiskyið okkar og leggur blessun sína yfir fram- leiðsluna. Eigum við ekki að heim sækja hann? Og við spruttum auðvitað á fæt ur. Hr. Gilbert hafði lög að mæla. Það var sjálfsagt að heimsækja „smakkarann", þann heiðurs- mann. Hann er sennilega sá eini hjá fyrirtækinu, sem vaknar á kvöldin til þess að hátta, hugs- uðum við. — Sá hlýtur að vera risavax- inn, sagði Tasker. f rannsóknarstofunni sat hr. Smart við „vinnu sína“. Hann er einn af þessum Skotum, sem ekki standa út úr hnefa. Á borðinu fyrir framan hann voru ósköp af glösum og flöskum með whiskydreggjum. — Þetta var samt eini staðurinn í bygging- unni þar sem við fundum enga whiskylykt. Hér réði pípan hans hr. Smart lyktinni. Hann stóð upp og gekk á móti okkur — ó- studdur. Handtak hans var þétt- ingsfast og málrómurinn skýr. Hr. Smart var ekki með stúku- merki í barminum, en hann hefði getað verið það. — Hér er mitt riki, sagði hr. Smart — og hér eru varðveitt leyndarmálin um það hvernig Black and White er blandað. Á Skotlandi eru 97 whiskyfram- leiðendur og við kaupum frá þeim öllum. Það gera líka flest stærri whiskysölufyrirtækin. Við blöndum svo þetta whisky frá ýmsum landshlutum á okkar vísu. Stundum blöndum við whisky frá 40—50 framleiðendum sam- an á viðeigandi hátt. White Horse

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.