Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 9
FJmmtudagur 24. des. 1959 *# ORGVNBÍ.AÐIB 33 garð Mozarts, þótt hann gæti ekki annað en dáðst að snilligáfu hans. Sú saga er sögð, að þegar ópera Mozarts, Don Giovanni, var frum- sýnd í Vín og leikhúsgestir hlust uðu hugfangnir, í djúpri þögn, á hina guðdómlegu tónlist, heyrð ist skyndilega skerandi blístur frá aftasta bekk. Áheyrendur sneru sér undrandi við í sætum sínum, og þrátt fyrir hálfrökkrið í salnum, þóttust margir hafa þekkt þar Salieri, sem reis úr sæti sínu, náfölur af gremju og öfund — og strunzaði út um dyrnar. Þegar Salieri lézt, árið 1825, Constanze, kona Mozarts. — Myndin máluð skömmu eftir að þau giftust. mátti lesa frásagnir í ýmsum þýzkum blöðum, þar sem því var haldið fram, að hann hefði á banasænginni játað hinn óhugn- anlega glæp sinn: að hafa myrt hinn mikla tónsnilling, Mozait, með því að byrla honum eitur í víni. • Pushkin Einn þeirra, sem trúðu því, að Mozart hefði verið myrtur — og að Salieri væri morðinginn — var hið mikla, rússneska skáld, Alexander Pushkin. — Hann samdi meira að segja leikþátt um þetta efni, og ber hann nafnið „Mozart og Salieri“ — en tón- skáldið Rimsky-Korsakov gerði síðar óperu út af leikþætti þess um. — Þetta verk Pushkins er raunar harla lítils virði frá bók- menntasjónarmiði, borið saman við önnur verk þess mikla skáld jöfurs, en við skulum þó at- huga það nokkru nánar hér, því að ekki verður því neitað, að þar ber mörg.u saman við ýmis- legt það, sem tina má saman af upplýsingum í hinum og þessum frásögnum af síðustu dögum Mozarts og andláti hans í Vínar- borg í desember 1791. Aður en að því kemur í leikn- um, að Salieri laumar eitrinu í vínglas Mozarts, talar hann við sjalfan sig löngum stundum. í eintölum þessum gerir hann upp reikningana við eigin örlög og reynir að skilgreina fyrir sjálf- hans eigin verk — öfundin nag- ar hjarta hans, hvenær se<m hann heyrir tóna Mozarts. Þeir þekkjast þó all-vel og umgangast með vinsemd. í>egar Mozart er að semja Sálumessu sína, vinnur hann oft svo að segja dag og nótt, enda er hann um sömu mundir að leggja síð- ustu hönd á Töfraflautuna — er til dæmis ekki búinn með forleik- inn, en Mozart hefir aðeins skamman tíma til þess að ljúka þessum verkum. Það stendur honum í rauninni fjarri að semja verk eins og Sálumessuna, og reynist hún honum allerfið við- fangs. Hánn er óviss um hvernig honum muni takast og heimsækir Salieri til þess að heyra álit hans á verkinu. — Hann tekur Mozart yfrið vel og heilsar honum með mörgum hjartnæmum orðum (lauslega þýtt á óbundið mál): Mozart, þú ert guö — en hefur ekki huqmynd um þaö. En ég veit þaðf Mozart tekur lítt undir gull- hamrana og svarar: Kann aö vera — en sá guö er satt aö segja qlorsoltinn. Salieri: Eigum viö þá ekki aö koma og snœöa saman í óullna Ijóninu? Mozart: Það vil ég gjarna — svo sann- arlega. En fyrst verö ég aö skjótast heim, svo aö konan bíöi ekki eftir mér meö miö- degisveröinn. (Hann fer). Salieri situr einn eftir og hugsar upphátt: Ég hef veriö útvalinn til þess aö stööva liann á göngu sinni ■—- annars er úti um okkur, presta tónlistarinnar og þjóna. Hver hefur gagn af því, aö Mozart lifi áfram og nái hœsta tindi frœgöarinnar?. ... Ef hann fellur frá, þá munu tónverk hans einnig hverfa í þoku gleymskunnar! Lokaatriðið fer fram í „sér- stöku herbergi með píanói" í veitingahúsinu Gullna ljóninu. Tónskáldin sitja við' borðið. Salieri virðist Mozart fálátur og óglaður. Hann gerir lítið úr því í fyrstu, en segir svo: „Ja, ég skal játa það, að Sálumessan min hefur djúp áhrif á mig“. — Og síðan segir hann fyrrgreinda sögu um dökkklædda manninn.. Hann veitir mér aidrei stundar- ró, þessi myrki maöur. Hann fylgir mér dag og nótt, og alls staöar finn ég nálœgö hans. Þaö er sem viö séum nú þrír saman hér í stofunni. • Eiturbyrlunin Salieri ræður Mozart til þess að reka svo dapurlegar hugsanir á brott með freyðandi kampa- vini. — Þeir sitja yfir glösunum og ræða um hitt og þetta. Talið berst m. a. að Beaumarchais, en báðir hafa þeir samið óperur við verk eftir hann. Mözart spyr, hvort Salieri trúi því, sem sagt sé um Beaumarchais, að hann hafi eitt sinn byrlað manni eitur. „Varla“, svarar Salieri, „Beau- marchais var alltof grunnfær ná- ungi til þess að láta sér koma tii hugar að gera slíkt“. — „En þó var hann snillingur", segir Moz- © i Unðrabarnið Moz- art — sjö ára. — Teikning þessi hirt- ist í frönsku blaði, þegar Mozart litii kom í fyrstu hljóm leikaför sína tii Parísar. — Er Salieri hefur enn talað um stund við sjálfan sig og reynt að lægja öldur hugans, lætur Push- kin leiknum lokið. Bragðarefur Ekki er gott að segja, á hvaða heimildum rithöfundurinn hefur byggt, er hann skrifaði leikþátt sinn um 1830, eða fimm árum eftir dauða Salieris. — Enginn • Mozart • Knattborösleikur (billiard) var helzta tómstundagaman Moz- arts. — Ekki mun það fyrst og fremst hafa verið leikurinn sjálf- ur, sem heillaöi hann, heldur er talið, að hann hafi fundið þar eitt- hvað — hreyfingar kúlnanna, eða annað — sem hafði örvandi á- hrif á hinn frjóa og sístarfandi huga hans. við „Ástargjöfin“ Og Salieri heldur áfram ein- tali sínu. Hann talar m. a. um það, að hann hafi í 18 ár haft eitur í fórum sínum — „hinztu gjöf Isoru minnar", kallar hann það. — Eftir því sem segir í leiknum, hefur Isora þessi gefið honum eitrið til þess að hann fylgdi henni í dauðann. En hann skorti hugrekki til þess, þótt hann hafi oft á einmanalegum stundum, eins og hann segir síð- ar í eintalinu, „hlustað á rödd freistingarinnar, en ekki þorað, þó að þráin eftír dauðanum hafi oft gripið mig“. En á slíkum stundum hefur hann enn eygt möguieika þess að fá einhverju sinni notið sætleika hinnar miklu frægðar — já, aðeins „eina nótt, fulla af sköpunarþrá og glóð“. Þá og ekki fyrr virðist honum • Oft stanzaði haxm í miöjum leik, greip nótnahefti sitt, sem haim hafði alttaf við höndina, og hripaði niðor stef, sen homim hafði komið í hug. — Yfirleitt var hann sí- raulandí fyrir munni sér, meðan hann var i — og : oft síðar heyra þau stef í verbmn hans. undi sér aleinn við 9 löngum | stundum. t>á lá „skissu í? bókin** oftast opin á k borðánu — «E h»e- 1) myndirnar flugu á blað i«, gerðar örfáum drátt § *f- — Sköpun verks- knattborðið anum, og oft var hið Mozart hafi átt margar ur. — K>að er eitt slíkt þweytandi „handverk". smar frjóusta stundir andartak frjórrar : köp að skrifa það, dregið viS knaUborðið, ekki unar, sea ieiknarinn i lengstu fög. sízt, er hann dvaldist Batt reynir hér að • Ým»r telja, að þar eiu og ótruflað- hregða npp snynd af. .. í leikriti sínu lætur P u s h k i n Salieri lauma eitri í vín- glas Mozarts, er þeir hittast i „Gullna ]jóninu“ og spjalla saman. — um sér hina djúpstæðu og sterku hvöt, sem sífellt rekur hann áfram í leit að meiri frægð og frama. Hann segir frá því, hvernig honum hefir að nokkru tekizt að ná marki sínu — og hann talar um, að hann hafi ánægju og nautn af því að hlusta á tón- smiðar annarra höfunda — nema Mozarts. Hann getur ekki notið snilldar þeirra, vegna þess, að honum finnst þær skyggja á upprunnin hin rétta stund til að deyja. — En svo mátti líka nota eitrið á annan verðugan hátt: .... Ef til vill hugsaöi ég þá. eignast ég einhvern tíma óvin — hinn mikla. eina óvin......... Og nú er tíminn kominn. — Látum því í dag þessa ástargjöf hverfa í bikar bróöurkœrleik- ans! art, „eins og þú og ég. - Snilligáfa og fúlmennska — heldurðu að siíkt geti búið saman í einum manni?“ Salieri svarar með því að spyrja aftur: ,,Hvað heldur þú?“ — og þar með hellir hann eitrinu i glas Mozarts, sem horfir tdl hliðar, annars hugar. —- Þeg- ar hann hefur tæmt glasið, sezt hann við hljóðfærið og leikur kafia úr Sálumessunni. — Skyndi lega verður hann þess var, að Salieri grætur. Hann spyr, hverju það sæti, en ítalinn biður hann að hugsa ekki um tár sín — „haltu bara áfram að leika og fylla hjarta mitt með tónum þín- um“, segir hatin. Og Mozart leikur enn um stund, en kvartar loks um, að hann sé þreyttur og vilji halda heim. Hann kveður Salieri, sem situr einn eftir og hugsar upp- hátt: Brátt munt þú sofna, Mosart — og sofa lengi........ En hefur hann rétt fyrir sér? Er ég þá ekki snillingur? Snilligáfa og mannvonzka geta ekki fariö saman! Jú — víst .... vafi virðist leika á þvi, að ítal- inn hafi verið hinn mesti bragða refur og efeki alltaf verið vandur að meðulum til þess að koma málum sínum fram — en það er engin sönnun þess, að hann hefði iíka getað myrt mann með köldu blóði. Samtíðármaður Mözarts, próf’. Franz Niemtsohek, skrifar á ein- um stað í ævisögu sinni um meistarann svo, að Salieri hafi sagt við einn kunningja sinn rétt eftir dauða Mozarts: „Vissulega er bágt, að slíkur höfuðsnilling- ur, skuli horfinn af sjónarsvið- inu — en ég segi þér satt, ef hann hefði lifað lengur, hefðum við hinir brátt fallið í gleymsk- unnar djúp“. — Niemtschek seg- ir, að það hafi verið á allra vit- orði, að Salieri var „hatramm- asti andstæðingur meistarans" — og leggur á hann höfuðsök þeirra óviðunandi starfsskilyrða, sem Mozart varð að búa við í Vin. — í sama streng taka margir fleiri, sem um Mozart hafa skrifað, svo sem t. d. Rudolf Freisauf í bók sinni um óperuna Don Giovanni. Alexander Wlibischleff hefur ritað ýtarlega um líf og starf Mozarts, og þar dvelur hann tals vert við síðustu daga og andlát meistarans. Eitt atriði í frásögn hans er einkum athyglisvert í sambandi við fyrrgreint verk Pushkins. —Það er þegar Mozart er að ljúka við Töfraflautuna og vinnur jafnframt öllum stund- um að Sálumessunni. Hann er að ganga fram af sér með vinnu, og kona hans Constanze, er mjög áhyggjufull. — Henni tekst loks að fá hann til þess að hvíla sig © | í } um stund. Þau leigja sér vagn, þótt þau hafi raunar ekki efni á því — en Mozart er of mátt- farinn til þess að ganga. Þau aka til Prater, stíga þar af vagn- inum og setjast í grasið, en fersk ur haustblærinn blæs frá Dóná og leikur um þau. — Sáiumess- an var honum jafnan efst í hug þessa daga, og hann fer enn að tala um hana við konu sina. Og loks segir hann: — Trúðu mér, Constanze — Þessa tónsmið skrifa ég handa sjálfúm mér. Ég er búinn að vera. Mér hefur verið byrlað eitur! Þetta er haft eftir Constanze — en spurningin er hvort hún hefur haft ummælin rétt eftir Mozart, og þá jafnframt, hvort þau eru rétt endursögð í frásögn Wlibischleffs. Ef svo væri, mundi maður óneitanlega verða að skoða leikþátt Pushkins í nýju ljósi. — En Vm þetta vitum við ekkert — og fáum víst aldrei að vita. • Keimur dauðans í frásögninni, þar sem lýst er banalegu Mozarts og andláti, rekur maður augun m. a. í það, er höfundurinn talar um, hvern- ig sjúklingurinn stirðnar meira og meira. — Oftast hefui verið talað um, að Mozart muni hafa látizt úr heilabólgu, en ekki virð ist frásögn Wlibischleffs koma heim við þá sjúkdómsgreiningu. Hann segir einnig frá því, að við- staddir hafi veitt því athygli, Framh. á bls. 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.