Morgunblaðið - 29.12.1959, Page 11

Morgunblaðið - 29.12.1959, Page 11
Þriðjudagur 29. des. 1959 MORCUlSnLAÐlÐ 11 Pétur Eggerz Nokkrar hugleiðingar um bók Jóns Krabbe ÉG hef mestan hluta ævi minnar | í rauða húsinu, eins og við köll- en ég nefni hann vegna þess að ur til samninga og þyrfti þá að búa á hóteli við Ráðhústorgið, þá yrði hann að muna að beita allt- af fyrst fyrir sig vinstra fætin- um, þegar hann stigi út úr hót- elinu. Gagnvart mér var Sigurður Eggerz alltaf elskulegur og þakk látur fyrir ráðleggingar um það hvaða form væri vænlegast til verið mikill aðdáandi hr. Jóns uðum hann, stríð á hendur. Krabbe. Þeir urðu til þess jöfnum hönd- um Thorvald og faðir minn að stofna til þessa aðdáunarsam- bands, en þó hver upp á sinn máta. Hin og þessi atvik hafa síðan nært þann ævintýraljóma, sem Jón Krabbe hefur alla tíð verið umvafinn í hugskoti mínu. Nærri má geta, að mér var for- vitni á að lesa bók hr. Jóns Krabbe, „Frá Hafnarstjórn til lýðveldis“. Það eru vissir töfrar yfir hinni látlausu, eilítið þurru frásögn höfundarins. Bókin býr yfir seið- magni, sem lokkar fram úr fylgsnum hugans geymdar og hálfgeymdar æskuendurminning- ar, eða svo var um mig. Hvað ætli maður hafi verið gamall, þegar maður byrjaði að leika sér á túnunum milli Suður- götu og Tjarnargötu annarsvegar og Skothúsvegar hinsvegar? Kannski 6 ára. Túnin voru að mestu óbyggð. Þarna átti ég marga skemmtilega stund með góðum leikfélögum. Við sentumst um túnin í fótbolta eða hand- bolta, skítugir, óhamdir, frjálsir Og með hornös. Ef nokkrar líf- verur hafa komizt nálægt því að öðlast alsælu þá voru það við strákarnir í leik okkar þarna á túnunum. En útlendur maður, sem mikið hefur hugsað um trúmál, sagði mér, að okkur væri ekki ætlað að ná alsælu á þessari jörð. Skap- arinn hefði komið þessu þannig fyrir til þess að við festum ekki of mikilli tryggð við þetta líf, heldur leiddum hugann að því, sem væri í vændúm. Það er eng- inn spámaður í sínu föðurlandi, og því hefði ég sjálfsagt ekki tek- ið eftir þessu, nema af því að út- lendingur sagði það. Á horninu á Tjarnargötu og Skothúsvegi stóð rautt hús, og kannski er það ennþá rautt. Það var ákaflega snyrtilegt og umlokið fallegum, vel hirtum garði. Húsið og garðurinn voru til sóma fyrir hverfið. Þarna bjó hr. Thorvald Krabbe, bróðir Jóns. I keppni og hita dagsins, þá varð okkur strákunum það stund um á að missa boltann inn í garðinn hjá hr. Thorvald. Hópur- inn hljóðnaði skyndilega. Inni í garðinum stóð hr. Thorvald bein- vaxinn eins og hermaður, ósveigj anlegur og vel upp alinn, með dönsk umvöndunaryrði á tungu, og beið. Hann var ekkert barna- meðfæri. Þá skutu skítugir strákar á fundi og kjarkmaður hópsins var valinn til þess að sækja bolt- ann inn í garðinn. Það hefur oft verið mitt hlut- skipti að vera viðstaddur þegar menn hafa verið sæmdir opin- berum heiðursmerkjum. En samt hef ég aldrei séð neinum auð- sýnda eins mikla virðingu og að- dáun og þeim, sem kom með boltann út úr garðinum. Stundum, þegar við komum heim á síðkvöldum, þreyttir, með fótbolta undir hendinni og fórum of nærri garði hr. Thorvalds, þá heyrðum við aðvörunar iss og uss og fuss innan úr garðinum. Þessar umvandanir á erlendri tungu og með framandi hreim espaði okkur strákana upp. Auk þess smaug sú hugsun inn í vit- und okkar og settist þar að, að herra Thorvald teldi íslenzku þjóðina standa talsvert að baki þeirri dönsku hvað háttvísi og umgengnismenningu snerti, og að hann vildi gjarnan gera sitt til þess að betrumbæta þetta ástand. Þar með smaug þjóðernis- kenndin inn í spilið, og við strák- arnir sögðum danska manninum Ef ofangreind kenning hins út- lenda manns fær staðist, þá hef- ur skaparinn sennilega ætlað okkur það hlutverk að varna því, að hr. Thorvald næði alsælu á íslandi, og honum að verða okk- ar kross. Auðvitað var allt þetta stríð eintóm barnabrek. Mér er sagt, að hr. Thorvald hafi reynzt mjög vel á sviði vitamála á ís- landi. Hann leit líka þannig út eins og hann ætlaði sér að takast á við mikil verkefni. Það var oftar en einu sinni, sem ég hafði orð á því við föður minn hversu erfið sambúðin við rauða húsið væri. Hann bar alltaf klæði á vopnin og sagði: „Sýndu Þorvaldi sömu kurteisi og tillits- semi eins og hann sýnir blómun- um í garðinum hjá sér og þá mun þér vel farnast". En svo bætti hann að jafnaði við: Veiztu, að Þorvaldur á slíkan öðling fyrir bróður, sem Jón Krabbe heitir, að fáir eru hans jafningar. Viltu, að ég segi þér sögu af honum?“ Þannig var það, að í hvert sinn, sem ég kvartaði undan hr. Thorvald, þá sagði faðir minn mér nýja hróssögu af Jóni Krabbe. Ég held ég hafi aldrei séð Jón Krabbe, en oft hafa þessi orð föður míns hljómað í eyrum mér: „Veiztu, að hann Þorvaldur á þann öðling fyrir bróður, sem Jón Krabbe heitir, að fáir eru hans jafningjar". Ég var að ljúka við að lesa bókina hans Jóns Krabbe, „Frá Hafnarstjóm til lýðveldis". Eins og margra er siður, þegar þeir hafa lokið lestri góðrar bók- ar, þá hallaði ég mér aftur á bak í stólnum og fór að hugleiða efnið. Sennilega hefur fallið á mig einhver höfgi, því allt í einu fannst mér eins og ég og nokkrir aðrir lesendur bókarinnar, séum staddir í lítilli vistlegri danskri skólastofu með bjálkalofti. Þá finnst mér Jón Krabbe koma inn í stofuna í gervi barna- kennara og ávarpa okkur eitt- hvað á þessa leið: Eftir að búið er að birta há- tíðarskólaskýrsluna mína á tveimur tungumálum hef ég gaman að segja ykkur nokkuð frá því hvernig sumar einkunnir hann kom við og við inn í skóla- stofuna til mín og alltaf fyrir- varalaust. Hann gekk hiklaust upp að kennarapúltinu hjá mér, hallaði sér upp að mér og hvísl- aði inn eyrað á mér tvisvar sinn- um: Nú má ekki hopa Krabbe, nú má ekki hopa Krabbe. Svo gekk hann snúðugt út. Bjarni frá Vogi hét hann. svekkt kennara sinn. í dönskui* þarnaskóla á næsta leyti við okk- ur var útfarinn handboltaleikari, sem Edvard Brandes hét. Þrátt fyrir það, að Sigurður væri ný- kominn frá íslandi, og ekki búinn að læra að ganga á dönskum göt- um ennþá, þá hefur hann þá ó- skammfeilni til ao bera að skora Brandes á hólm. Sigurður Eggerz Hugsið ykkur sjálfstraustið í litlum dreng á heima saumuðum íslenzkum matrosafötum að tala svona til reynds kennara úti í Kaupmannahöfn. Eru þetta mannasiðir? Ég reyndi að læra að elska þennan dreng, en mér tókst það ekki. Mér stóð stuggur af honum. Enginn hefur þó valdið mér meira hugarangri heldur en Sig- urður Eggerz. Ég kenndi honum að stafa og kveða að á dönsku, og ég kenndi honum almenna umgengnismenningu. — Eg kenndi honum það, að ef hann einhverntíma hlyti þá frægð síð- ar að verða sendur til Danmerk- árangurs. En hann var svo kvið inn og hræddur við það, að hon- um kynni að fipast í reglunum, að það var ákaflega þreytandi að vera kennari hans. Klukkustundunum saman gát- um við stafað og kveðið að og æft fótaburð í einkatímum, og þegar niðurstaða hafði náðst, hélt ég heimleiðis. En klukku- tíma seinna símar hann til mín og segist hafa uppgötvað, að það færi fullt eins vel á því að beita fyrir sig hægra fætinum, og er þá svo upptekinn af þessari nýju hugdettu, að hann biður mig að koma inn í bæ og byrja að æfa á nýjan leik. Einu sinni, þegar hann hring- ir svona til mín rétt eftir að ég var setztur í góða stólinn, þá spratt ég upp og svo yfir mig reiður, að eitt augnablik flaug mér í hug sú léttlynda hugsun að fara að dæmi Skarphéðins og stökkva hæð mína í loft upp. En þá minntist ég þess, að Krabbe-fjölskyldan er að megin reglu á móti léttlyndi og geð- sveiflum og á móti þeim, sem skapa geðsveiflur. Ég neitaði mér því um þann munað að svífa upp í háloftin á vængjum til- finninganna, og hélt áfram að vera jarðbundinn. Hlýddi kalli skyldunnar og byrjaði að æfa með Sigurði á nýjan leik — einn, tveir, þrír. Einn, tveir þrír. Þegar hugsanlegt var, að Sig- urður Eggerz ætti að vera enn einn vetur í mínum bekk, þá hlaut ég að svara því til, að ég mundi ekki geta enst til þess til lengdar að kenna honum, og myndi því leggja niður kennslu. Seinna var allt komið í svo fastar og rólegar skorður og ég búinn að ná svo góðum tökum á sjálfum mér, að ég gaf kost á mér til kennslu, eins þó Sigurð- ur Eggerz yrði í bekknum. (Sjá nánar um þetta í hátíðarskóla- skýrslunni). Ég nefni hér eitt dæmi til sönn unar því hve mikið Sigurður gat Eftir siðasta boltaleikinn, sem þeir háðu, tjáði Sigurður Eggerz mér, og það var ekki alveg lauslt við að hann fyndi til sín, að' Brandes hefði að lokum sagt, að ef hann þyrfti á aðstoðarmanni að halda í handboltalið sitt, þá mundi hann skilyrðislaust leita til Sigurðar. Sigurður Eggerz fór ákaflega í augarnar á mér og réttlætis- kennd mín hlaut að banna mér að geta hans að góðu í hátíðar- skólaskýrslunni minni. Mér þótti leiðinlegt af þessum sökum að geta ekki stutt að þeim frama Sigurðar Eggerz, að hann hlyti góða einkunn hjá mér. Ef nokkur hér inni skyldi draga þá ályktun af orðum mín- um, að Sigurður Eggerz hafi verið hæfileikalaus maður, þá hlýt ég að leiðrétta það. Hann var gæddur góðum gáfum. Ég, sem kennari, vil unna homrni sannnmælis. Þess vegna get ég sérstaklega um það í skólaskýrsl unni minni, að hæfileikar han3 hefðu m.a. fengið útrás í því að taka þátt í að gefa mér hest. En svo sundurleitir sem þessir þrír litlu nemendur voru, þeir Jakob, Bjarni og Sigurður, þá áttu þeir eitthvað sameiginlegt, og það hef ég aldrei skilið. Eftir að hafa hlustað á þessa hrífandi skýringu hins grandvara gamla kennara, sem var að kveðja, þá varð ég svo gagntek- inn af hrifningu, að ég gleymdi allri feimni og spratt upp á eitt skólaborðið og kallaði: Herra Jón, herra Jón, megi Guð af gnótt sinni launa yður fyrir hvað þér hafið menntað hann pápa um dagana. Og þar með var draumurinn búinn. Ég enda þessar línur með þvi að þakka hr. Jóni Krabbe fyrir þær gleðistundir, sem bók hans hefur veitt mér. París, 13. desember 1959. Pétur Eggerz. Bréf um nýjungar y t r nyviuig ouuic»i viuiv unuii , nemendanna hafa orðið til. í 1 GÆR barst Mbb eftirfarandi barnadeildinni minni hef ég kennt mörgum efnilegum íslenzk- um sveinum um dagana. Áber- andi góðir og hugljúfir nemend- ur voru þeir Sveinn, Kristján, Hannes, Klemenz, Jón og Einar. Ég hlaut að gefa þeim öllum ágætiseinkunn. Þá eru það þrír litlir drengir, sem ég ætla sérstaklega að geta um. Jakob Möller, þessi hyggni, elskulegi nemandi, hlýtur að fá góða fyrstu einkunn hjá mér, en ágætiseinkunn fær hann ekki af því að hann vildi ekki ganga troðnar slóðir. Hann var sjálf- stæður og hafði sitt eigið lestrar- lag, en neitaði að fara eftir for- skriftum. Og því verður náttúr- lega ekki neitað, að tregða Jakobs Möllers á því að taka þátt í barnaboðum Kaupmannahafnar gat dregið úr þeim kunningsskap við dönsk skólabörn, sem hefði getað orðið ungdrengjaskólanum mínum til góðs. En hann var náminu vaxinn þrátt fyrir sjálf- stæðar námsaðferðir og naut þar þeirrar undirbúningsmenntunar, sem hann hafði hlotið í heima- húsum. Þá var það íslenzkur drengur, sem mér er sérstaklega minnis- stæður. Hann var ljóngáfaður, skarpeygður og aðsópsmikill og fullur af sjálfstrausti. Hann var ekki minn nemandi, bréf frá Ragnari Jónssyni, sem hann kallar „skýrslu um það sem ég las yfir jólin“, en blaðið hafði beðið hann að skrifa nokkr- ar línur um bókaútgáfuna: „Auðvitað las ég ekki margar bækur til enda, en ég fletti mörg- um bókum, lærði það af Erlendi í Unuhúsi, sem „smakkaði“ á bókum eins og graut, og vissi þá oft nóg um þær og gat sparað sér það verk, sem hann hafði ofsalega fyrirlitningu á, að lesa mjög bragðdaufar bækur, hvað þá vondar. Ég þekkti fáa menn sem voru jafnlesnir án þess að lesa mjög margar bækur. Það er ekkert upp úr því að hafa að lesa vondar bækur, eins og að éta sangan braut. Oft er nóg að lesa tvær blaðsíður. Ég held það hafi verið venju fremur litið af reglulega góðum bókum fyrir þessi jól. Ég las metsölubækurnar, bækur Björns Th. og Kristmanns og leit laus- lega yfir bækur Ólafs Briem, Kristjáns Eldjárns og bók Haga- líns, sem ég þarf að lesa betur. Ef bók Sigurðar Nordal um Stephan G. væri ekki að mestu prentuð áður fyrir um 20 árum, og þá lesin af flestu fólki á mínu reki, þá mundi ég ekki vera í vanda að velja bók ársins, en að henni frátaHnni er bók Hannesar Péturssonar eflaust merkasta bókin. En það sem vakti sérstaklega athygli mína voru tvær bækur frá Almenna bókafélaginu, Þrjú Eddukvæði, búin til prentunar af Sigurði Nordal, og 6 Ijóðskáld. Það er tvennt sem gerir bók Sig- urðar merkilega, og á ég þar ekki við það sem hann telur henni sjálfur einkum til gildis og ástæðuna fyrir útgáfu hennar, að koma á framfæri myndum Jó- hanns Briem, heldur á ég við formálann, sem er í senn afar snjöll og tímabær hugvekja, og stafsetning kvæðanna, en þau eru gefin út með nútímastafsetn- ingu. Er ég hafði lesið kvæðin fannst mér satt að segja að hér hlytu að vera einhvér brögð i tafli og rauk í að bera þau saman við eldri útgáfur þeirra, til þess að sannfærast um að hér væri einhverju fleiru breytt en að- eins stafsetningunni. Þessi út- gáfa mun marka tímamót í út- gáfu fornrita. Nú rýk ég í að gefa fleira út af fornritum með nútíma stafsetningu. Lestur þessara þriggja kvæða varð mér hrein opinberun. Önnur bók, sem ber vitni hug- kvæmni forráðamanna forlagsins, er Sex ljóðskáld. Útgáfan sjálf er smekkleg og ljóðin vel valin, en það sem gefur henni alveg sér- stakt gildi er grammófónplatan sem fylgir, þar sem skáldin sjáif lesa ljóð sín. Auðvitað kemctr platan dálítið upp um skáldin, læðir inn þeim grun að sum kvæðanna hefðu mátt meltast dálítið betur og lengur, blandast betur eigin sýrum og blóði, en hún gefur okkur þó einkum tæki- færi til þess að lifa ljóðið með skáldunum í stað þess að með- taka það í formi orða, sem lesa má úr á furðu marga vegu. Mað- ur er satt að segja orðinn dálítið leiður á ýmsum svokölluðum ný- ungum, sem fólgnar eru í þvi einu að snúa ranghverfunni út i bili, en góð list er alltaf ný og gott og lifandi starf bregður ávallt upp nýju ljósi. Þessar tvær nýjungar bera vott skemmti legri og alvarlegri viðleitni, sem fólk eflaust kann að meta“. • R. J. Njósnarar dæmdir Kaupmannahöfn, 21. des. (Frá Páli Jónssyni). KVIÐDÓMUR Kaupmannahafn- ar kvað í morgun upp dóm yfir sjö mönnum, þeirra á meðal Hegner, sem áður var frambjóð- andi kommúnista við þingkosn- ingar í Danmörku. Allir hinir sjö ákærðu voru sakaðir um njósn- ir í þágu Rússa og hlutu þeir frá IVz til fimm ára fangelsi. Réttarhöldin yfir þeim hafa stað- ið í hálfan mánuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.