Morgunblaðið - 03.01.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1960, Blaðsíða 3
oSjannuðagur 3. Janúar 1960 1MOR G VNR LAÐl Ð Q Sr. Óskar J. Þorláksson: ■i \ B a ic ^r • r Hio nyja ar 11 ■■ *■ „Leiðið fyrst ríkis Guðs og réttlætis, þá mun allt þétta veitast yður að áuki. Verið ekki áhyggjufullir um morg- undaginn, því að morgundag- urinn mun hafa sínar áhyggj- ur; hverjum degi nægir sín þjáning. (Matth. 6. 33—34).“ Mér finnst það eigi ekki illa við, að minna á þessi orð Frels- arans, þegar vér erum að fagna nýju ári, og horfum til framtíð- arinnar. En það er eins og alltaf, að framtíðin er í óvissu. Vér reiknum að vísu með því, að lífið gangi sinn gang með svip- uðum hætti og áður, en það eru áreiðanlega mörg atvik, sem hið nýja ár ber i skauti sínu, sem eru oss gjörsamlega hulin. Vér vitum ekki einu sinni það, sem vér teljum þó mestu máli skipta, hvort vér fáum að lifa þetta ár til enda. En með hvaða hug vilj- um vér horfa til framtíðarinnar? Viljum vér taka undir það, sem stendur í nýjárssálminum. „I Jesú nafni áfram enn með ári nýju kristnir menn". Og hvað höfum vér svo lært af liðna árinu? Það hefur, eins og alltaf áður, flutt oss margvíslega Vertíð hafin ÞÁ ER vetrarvertíðin hafin í Reykjavík. Fyrstu bátarnir fóru í róður í gærkvöldi, þótt spáin væri ekki sem bezt. Hafþór, skipstjóri Þor- valdur Árnason og Björn Jónsson, skipstjóri Halldór Benediktsson. Fara bátarnir í útilegu vestur undir Jök- ul og var gert ráð fyrir 5 daga útivist. Bátarnir eru báðir á línu- veiðum og var búið að beita um 120 lóðir á hvorum bát. Hér sjást skipverjar af Haf- þóri, sem var með allra hæstu bátum á vetrarver- tíðinni í fyrra, leggja síð- ustu hönd að undirbúningi fyrsta róðursins á vetrar- vertíðinni. — Hafþórsmönn- um og vertíðarsjómönnum fylgja óskir um gæfu og gengi á byrjaðri vertíð. H. C. Hansen veihur Forsætisráðherra Dana, H. C. Hansen var lagður á Ríkissjúkra- húsið í Kaupmannahöfn sl. þriðju dagskvöld með lungnahimnu- bólgu. Mun hann ekki geta sinnt störfum í nokkrar vikur. H. C. Hansen hafði verið í jólaleyfi á norður Sjálandi, en kom aftur sl. mánudag. Hafði hann kennt kvefs og haft hósta, svo hann leitaði læknis. Eftir að gegnumlýsing hafði sýnt bólgu í lungnahimn- um og vökvamyndun í öðru lung- anu, var ráðherrann strax lagður á sjúkrahús. Líður honum vel eít- ir ástæðum. Enn hefur ekki verið settur forsætisráðherra til að gegna störfum í veikindum Han- sens, og mun það ekki gert fyrst um sinn. — Lækriar hafa tekið það fram, að veikindi forsætis- ráðherrans séu ekkert í sambandi við sjúkdóm þann, sem ráðherr- ann kenndi í hálsi í fyrra og leiddi til þess að hann gekkst undir uppskurð. Mikið brunatjón í bókbands- stofu og prentmyndagerð Eldur gaus i bakhusi að Á GAMLÁRSKVÖLD og nýjárs- nótt varð mikið brunatjón hér í Reykjavík, er eldur kom upp í bakhúsinu að Laugavegi 1, en þar er bókbandsvinnustofa feðganna Brynjólfs Magnússonar og Magn- úsar sonar hans, svo og prent- myndagerðin Prentmyndir h.f. — Þar hafa Reykjavíkurblöðin flest látið gera myndir sínar. Klukkan var rúmlega 8 á gamlárskvöld er hringt var á slökkvistöðina og tilkynnt, að mikinn reyk legði út úr húsinu. Er þetta bakhús tvílyft á kjall- ara. Þegar brunaverðir komu á vettvang, var allt húsið fullt af reyk. Fljótlega sáu brunaverðirn- ir að eldurinn var í kjallaranum, og rétt á eftir sáu þeir bjarma af eldi á fyrstu hæð hússins. Þar var bókbandið til húsa, en það mun einnig hafa haft kjallarann tii afnota. Hófst nú tæplega tveggja klukkustunda slökkvistarf, sem varaslökkviliðsstjórinn, Gunnar Sigurðsson, sagði að hefði verið erfitt, vegna þess hve þröngt var í bókbandssalnum. Eldur var þá á tveim stöðum í salnum. Laust fyrir kl. 10 um kvöldið var slökkvistarfinu lokið. Fjórir menn voru þó áfram á bruna- staðnum til þess að drepa í þeim glæðum, er enn kynnu að leynast. Voru þeir fram undir miðnætti. Töldu þeir sig þá hafa gengið úr skugga um, að hvergi leyndist eldur. Klukkan laust fyrir 3 um nótt- ina eru brunaverðir að koma úr sjúkraflutningi og óku þeir nið- ur Laugaveginn áleiðis á slökkvi stöðina. Er þeir komu á móts við brunastaðinn, urðu þeir þess var- ir að reyk lagði frá bakhúsinu. Hlupu þeir inn í portið, til þess að ganga úr skugga um hvað valda myndi. Sáu þeir þá að reyk lagði út um gluggana á efn hæð hússins, þar sem vinnustofur Prentmynda voru. Var kallað á slökkviliðið um talstöðina í sjúkrabílnum og kom það að tvisvar upp Laugaveg I vörmu spori. Gaus þó nokkur eld- ur á móti brunavörðunum, er þeir réðu til uppgöngu. Voru tveir menn sendir inn í vinnustofuna með reykgrímu til að slökkva eldinn. Hófst nú rúmlega hálfs annars tíma slökkvistarf í vinnu- stofu prentmyndagerðarinnar. — Um það er yfir lauk var ljóst að skemmdir höfðu orðið miklar einnig þar, af völdum elds og vatns. í gær hófst svo rannsókn máls- ins. Var hún skammt á veg komin í gærdag og með öllu óljóst hver væri orsök eldsins. Ljóst var að samband var milli brunans á neðri hæðunum í bókbandsstof- unni og prentmyndagerðinni. Gífurlegt tjón hafði orðið á báð- um stöðunum. Mikið af bókum brann í bókbandsstofunni, t. d. bækur frá Bæjarbókasafninu, Annálar er binda átti inn, enskt orðasafn og fleira og fleira. í Prentmyndum var einnig svo mik ið tjón að óvíst er með öllu, hve- nær stofan getur tekið til starfa á nýjan leik þar í húsinu. Bæði bókbandsstofan og prent- myndagerðin voru tryggðar, en ekki mun tryggingin hafa verio há, í samanburði við það tjón, sem þessi fyirtæki urðu fyrir. Það hefur komið fram við rannsókn málsins, að eigendur prentmyndagerðarinnar telja sig hafa beðið lögregluna að halda vörð við húsið um nóttina. Húsbœndaskipti á Hótel Borg NÚ um áramótin urðu húsbænda skipti á Hótel Borg. Jóhannes Jósefsson, sem þar hefur búið rausnárbúi i hart nær 30 ár, af- henti þá alla lykla hinum nýja Borgar-bónda, Pétri Danielssyni hótelstjóra. Pétur var meðal þriggja veitingaþjóna, sem Jó- hannes á Borg sendi til Kaup- mannahafnar nokkru áður en Borg tók til starfa til þess að full numa sig í starfi sínu. Hefur síð- an verið góður kunningsskapur á milli þeirra, svo Jóhannes veit að hinir nýju eigendur og húsbænd- ur á Hótel Borg, munu ekki slaka á klónni. Húsbændaskiptin fóru fram síðdegis á nýjársdag. Klukkan 7 um kvöldið hafði Pétur Daníels- son tekið við hótelinu og voru þá salir Borgarinnar opnaðir fyr- ir gestum. Hátíðamatur var á borð borinn, svo sem vera ber, en hljómsveitin lék létta klass- iska tónlist fyrir gestina. Voru salirnir brátt þéttsetnir prúð- búnu fólki, sem komið var til þess að fagna nýbyrjuðu ári. í gærmorgun voru fastagestir Borgarinnar, í morgunkaffi, gest- ir hótelsins. 1 þeim hópi var margt kunnra manna, sem ræða landsmálin, og jafnvel heimsmál in líka og ráða þeim til lykta venjulega á svo sem hálf tíma eins og ritstjóri Spegilsins sagði í gærdag. Hann bætti því við, um leið að hann lét aðra brúnina síga að nokkur vanhöld hefðu verið af eðlilegum og skiljanleg- um ástæðum. í stuttu samtali við hinn nýja hótelstjóra, Pétur Daníelsson, sagði hann, að starfað yrði sem fyrr undir vígorðinu: Búið á Borg — borðið á Borg. Hér var að- koman i alla staði hin ánægju- legasta fyrir mig. Hér bíða mörg verkefni. Um þau er bezt að tala sem minnst á þessu stigi. Jafnan er það hyggilegast að láta verkin tala, sagði hinn nýi bóndi á Borg. lífsreynslu, það hefur orðið sum- um gleði og hamingjuár, þeir háfa tekið mikilsverðar ákvarð- anir, sem munu hafa þýðingu fyrir allt þeirra líf. En öðrum hefur árið flutt vonbrigði og sorg ir, eða einhverja erfiðleika, sem ekki hefur verið svo auðvelt að sigrast á. En allt mótar þetta lífsreynslu vora. Lífið er nú einu sinni svo undarlegt, að vér vitum ekki allt- af hverju fagna ber og hverju ekki. Stundum fögnum vér þvi, sem á ef til vill eftir að verða oss sorgarefni, en stundum höf- um vér hinar mestu áhyggjur af því, sem á eftir að. verða oss til mestrar blessunar. Þessvegna segir líka Kristur við oss, að vér eigum ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni, heldur treysta Guði, gera skyldu vora og taka því með ró og festu, sem að höndum ber. En vér viljum læra af reynslu hins liðna, bæði af því, sem vel hefur tekizt og eins hinu, sem miður hefur farið. Guð fyrirgef- ur þeim, sem sýna einlægan vilja til lífernisbetrunar. Og með nýju ári fer vel á því að taka nýjar ákvarðanir, og þá eigum vér einnig að leita styrks hjá Drottni, til þess að styrkja vilja vorn, því að án Guðs náðar er allt vort traust óstöðugt veikt og hjálparlaust. II. Um áramót finnum vér þaS kannski bezt, hve tíminn er fljótur að líða og hve dýrmætt hvert augnablik mannsævinnar getur verið. Margir kannast við það, sem skáldið Steingr. Thor- steinsson sagði um augnablikið: „Eins augnabliks sigur, sé ákvörðun rétt oss eilífðarhnossi fær gætt. Eins augnabliks tjón það er annað en létt, vart eilífðin getur það bætt". Þessvegna er það svo þýðingar- mikið að fara ekki gálauslega með tímann, því að það, sem skeð hefur verður ekki aftur tekið og liðinn tími kemur aldrei til baka. Auðvitað þýðir aldrei að barma sér yfir því, sem er liðið, það er framtíðin sem skiptir máli, eða eins og postulinn orð- ar það: „Eitt gjöri ég, ég gleymi því, sem er að baki, en seilist eftir því sem framundan er.“ (Fil. 3. 13). Vér lærum af reynslunni og byggjum upp framtíðina, með Guðs hjálp, á grundvelli þeirrar reynslu, sem vér höfum öðlazt. III. . Vér höfum byrjað þetta ár með því að óska hvert öðru gleðilegs nýárs, þá árnaðarósk vil ég flytja ykkur, sem lesið þessa hug leiðingu mína. Alltaf eru einhverjir erfiðleik- ar framundan, bæði í lifi ein- staklinga og þjóða, en með Guðs hjálp og góðum vilja má sigr- ast á flestum erfiðleikum. Þó að vér vitum ekki, hvað nýjárssólin kann að boða oss, þá vitum vér, að ef vér horfum allt- af í sólarátt, í átt til hans, sem er ljós heimsins og Frelsari mannanna, verða allir skuggar oss að baki. Sjálfsagt verðum vér einnig að horfast í augu við ýmis vanda- mál í opinberu lífi þjóðar vorr- ar, en ef reynt verður að leysa þau á grundvelli sannleika og réttlætis, þá trúi ég ekki öðru en að þjóðin sýni einhug og festu. Þess skulum vér minnast, að sjálfstæðisbaráttu einnar þjóðar er raunverulega aldrei lokið, og ef til.vill reynir nú fyrst á það í alvöru, hvað vér viljum gera fyr- ir frelsi og sjálfstæði þjóðar vorr ar. Heill og blessun fylgi þjóð vorri á þessu nýbyrjaða ári. Ó.J.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.