Morgunblaðið - 03.01.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1960, Blaðsíða 1
ttitM 47. árgangur 1. tbl. — Sunnudagur 3. janúar 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins íslendingar verða um sfefnu í efna hagsmálunum Uppbótakerfið hefur leitf ——■ " ^ þjóðina út í ógöngur IJtvarpsávarp Ólafs Thors á gamlárskvöld að breyta fafarlaust ÞAXJ hin miklu mál, sem ríkis- stjórnin hefur verið að fjalla um að undanförnu, þ. e. a. s. efna- hagsleg viðreisn þjóðarinnar, hafa gripið svo hug minn allan og liggja mér svo þungt á hjarta, að ég get ekki náð flugtakinu, ekki lyft mér yfir þau og valið mér annað og ef til vill ýmsum hugþekkara umræðuefni á þess- ari hátíðlegu stund. En hver veit þá líka nema að rétt á litið séu það einmitt þessi mál, sem öðru fremur ber að ræða nú, þegar þjóðin á örlaga- stundu stendur á vegamótum. ★ Sá vandi er mér á höndum að forðast að verða lagður undar réttmætt ámæli fyrir rangtúlkun. Bið ég menn að hafa hugfast, að auðvitað eru viðhorfin mismun- andi, eftir því á hvaða sjónarhól er staðið og margt, sem kann að vera matsatriði 1 svo miklum málum, sem hér um ræðir. Þurfa menn því ekki að vera á eitt sátt- ir, þótt allir vilji hafa það, sem sannara reynist. ★ Fram til síðustu aldamóta höfðu íslendingar lengst af lifað fábreyttu lífi, við litil lifsgæði og oft og einatt hungur og hor- felli í þessu fagra landi, sem stöð- ugt verður gæðaríkara, eftir því sem tækninni fleygir fram. í upphafi þessarar aldar hefst að heita má nýtt landnám á ís- landi. Þá breyttu hinir miklu hugsjóna- og atorkumenn árabát- unum í vélbáta og togara og skópu með því íslenzkum sjó- mönnum aðstöðu til að sýna, að þeir eru fremstir allra fiski- manna margir úr fátækt til bjargálna, en kjör ails almennings stórbötnuðu, svo að oft mátti mannsæmandi teljast. Voru þó nær ævinlega nokkur vanhöld á, sem þeir bezt vita, sem muna t. d. þegar verka- mennirnir við Reykjavíkurhöfn hömuðu sig á bersvæði meðan þeir biðu þess, að sú náð félli þeim í skaut að fá stritvinnu, greidda með nokkurra aura tímakaupi. En stundum brást líka sú vonin og oft var atvinnu- leysið hörmulega mikið. ★ Allt breyttist þetta snemma í síðari heimsstyrjöldinni. Þá skeði allt í senn, að framleiðsluvara landsmanna margfaldaðist í verði og að hér settist að herlið, að tölu á við hálfa þjóðina, með full- Kínverjar sitja sem fastast en Sjú En Lai vill enn tala við Nehru um ,,friðsamlega lausn44 landamœra- deilunnar ÓLAFUR XHORS ar hendur fjár, sem það dreifði eins og gullúða yfir þjóðina, en falaðist auk þess eftir þúsundum íslenzkra handa til vinnu í þágu ófriðarins. Peningaflóðið, sem þá streymdi yfir þjóðina, setti hér margt úr skorðum. Myndi raunar engin þjóð með okkar fortíð hafa fótað sig í þeirri iðu. ★ Síðan höfum við lifað í vellyst- ingum pragtuglega. í mörgum höfuðefnum hefur þetta leitt til velfarnaðar fyrir þjóðina og eru þó á ýmsir og stórir annmarkar, svo sem verðbólgu-vandinn, sem nú er að vaxa okkur yfir höfuð. Framhald á bls. 6. HONG KONG og Nýju Dehli, 2. janúar. — Sjú En Lai hefur ena lagt til, að þeir Nehru hittist og reyni að jafna landamæradeilii Indverja og kínverskra kommúnista. Kínverska fréttastofan birti í dag orðsendingu, sem kínverska utanríkisráðuneytið sendi ind- versku stjórninni 26. desember. Það er í svipuðum dúr og fyrri orðsending Kínverja og svar við bréfi Nehrus 26. desember og orðsendingu indverska utanríkisráðuneytisins til Kínverja 4. nóv. Nehru hefur áður hafnað fundi með Sjú Én Lai til þess að binda endi á landamæradeiluna. Nehru hefur látið svo um mælt, að á meðan Kínverjar hafa her sinn á indversku landi og engrar und- anlátssemi sé að vænta frá þeim telji hann tilgangslaust að ræða við Sjú En Lai um landamærin, Indverjar muni aldrei láta und- an ofbeldinu, þeir muni aldrei láta þvinga sig til þess að gefa Kínverjum yfir 40 þúsund fermíl- ur af indversku landi. Kínverjar tóku þetta landsvæði Rússar aftur farnir að falsa hagskýrslur sínar Krúsjeff þorir ekki að segja fajóðinni sannleikann um 10&/o minnkun landbúnaðarframleiðslunnar MAÐUR var farinn að ímynda sér, að rússnesk yfirvöld væru upp úr því vaxin að falsa hag- skýrslur. En það er langt í frá. Jafnskjótt og eitthvað mistekst eða fer öðru vísi en áætlað var, í veröldinni. Hófust þá l þá virðast rússnesku valdamenn- Nasser sprengir 30 fonn KAIRO, 2. jan. — Á laugardag- inn munu framkvæmdir form- lega hefjast við Aswan-stífluna miklu í Níl með því að Nasser einræðisherra sprengir 30 tonn af dynamiti á stað, þar sem miklar sprengingar eru fyrir höndum. Nasser verður með fríðu föru- neyti, en heiðursgesturinn verður 10 0 0 0 0 00 00 0 0 0'- 0 0: 0 0 Kennedy gefur kost á sér |WASHINGTON, 2. janúar — J ÍÖldungadeildarþingmaðurinn Ijohn Kennedy mun gefa kostl |á sér til framboðs af hálful Idemokrataíiokksins við næstul [forsetakosningar í Bandaríkj-f [unum, seii. _i ðu í haust. Ken-| íedy er 42 u a að aldri. Haniil ler kaþólskur, en kaþólskurl Imaður heíur aldrei verið kjör-f ?inn forseti Bandaríkjanna. Múhameð konungur V í Marokko. Þá verður fjöldinn allur af hátt settum rússneskum stjórnarermd rekum viðstaddur, því Rússar munu annast þessar framkvæmd- ir að miklu leyti jafnframt því sem þeir hafa lánað Egyptum sem svarar 93 milljónum doilara til byrjunarframkvæmdanna. Síðar mun verða þörf á miklu meira fé svo að lokið verði við stíflugarð- inn og öll orkuverin. —o— — Þegar stíflan verður full- gerð mun vatn flæða yfir geysi- stór svæði í efri hluta Nílardals- ins. Þar eru í hættu merkar og miklar fornmynjar, sem verða þá væntanlega undir yfirborði vatns ins. Ætla Egyptar að senda öllum þjóðum bænaskrá um stuðning til að reisa stíflugarð umhverfis fornleifarnar. Er áætlað að garðurinn kosti um 25 milljónir dollara og munu Egyptar ekki vera færir um að leggja fram nema lítið brot af upphæðinni. irnir stöðugt falla í sömu freistn- ina og fela staðreyndirnar bak við falsaðar framleiðsluskýrslur. Þetta sýnir ótrúlega minnimátt- arkennd rússneskra ráðamanna, þrátt fyrir spútninka og geim- flaugar. Síðastliðið sumar og haust var tíðin slæm í ýmsum helztu rækt- unarhéruðum Sovétríkjanna, sér- staklega í Ukrainu og gresjunum kringum neðanverða Volgu, en einnig niður eftir Kákasus-héruð- unum. Kom ekki deigur dropi úr lofti á þessu svæði svo vikum og mánuðum skipti. Þetta er einmitt þar sem hin gróðursæla svarta mold er. Það er beztu landbúnað- arhéruð Sovétríkjanna. En samt er við engan að sakast um þetta. Það vill nú einu sinni svo til, að það eru einmitt gróðursælustu ræktunarhéruð Sovétríkjanna, sem er hættast við ofþurrkum. I rauninm væntir enginn þess, að svarta moldin í Ukrainu gefi góða uppskeru ár eftir ár, engir nema þeir sem semja framleiðsluáætl- anir Sovétríkjanna. En forustumennirnir þora ekki að standa upp og segja: Félagar, þetta hefur verið myrkt ár fyrir bændurna. Svona kemur alltaf fyrir og það verða önnur myrk ár, en það gerir ekkert til, við gerðum ráð fyrir þeim í áætlun- um okkar. Næsta ár verður von- andi betra og ef ekki það, þá þarnæsta ár. Og uppskeran í góðu árunum er svo stórkostleg, að við komumst yfir slæmu árin.“ — f stað þess að segja þetta og þora að horfast í augu við sannleik- Framh. á bls. 15. Gyðingar fá nafn- laus hótunarbréf BONN, 2. janúar. — Talsmaffur v-þýzku stjórnarinnar lét svo ummælt í dag, aff stjórnin og öll þýzka þjóffin væri uggandi vegna margendurtekinna árása á Gyff- inga i V-Þýzkalandi undanfarna daga. Ber framkoma þessi mjög nazistiskan keim. í mörgum bæj um og borgum hefur hakakross- inn veriff málaður á bænahús og eignir Gyffinga á næturþeli og nckkrir hafa fengiff hótanabréf. Lögreglan í Bayern hefur m.a. heitiff 1,000 mörkum þeim, sem upplýsingar getur gefiff um slík- an bréfritara. ★ ★ ★ Lögreglan hefur verið beðin að vera vel á verði um allt Þýzka- land. Sérstaklega að hafa auga með bænahúsum Gyðinga og minnismerkjum, sem reist hafa verið um fórnardýr Nazistanna. — Rannsókn þessara atburða er enn skammt á veg komin. Að vísu hafa tveir menn verið hand- teknir í Bayern og fundnir sekir herskildi sl. sumar og í þessari síðustu orðsendingu Kínverja er ekkert aff finna, sem bent getur til þess aff þeir ætli sér að draga úr landakröfum sínum í Indlandi. • í orðsendingunni segir m.a., að ekki ætti að vera erfitt fyrir Indverja og Kínverja að jafna deilur sínar, ef báðir aðilar sýni gagnkvæman skilning. Ef svo fari að afstaða Indverja reynist frek- ar í anda friðarins en framkoma Kínverja, þá gætu Kínverjar vel fallizt á sjónarmið Indverja. — En reynist málstaður Kínverja hins vegar betri ætti það aff vera sjálfsögff sanngirniskrafa aff Ind- verjar féllust á hann í anda friff- ar og vináttu. Ennfremur segir í kínversku orðsendingunni, að Kína ásælist ekki annarra landsvæði, kín- verska þjóðin sé friðelskandi og þarfnist friðar. • Indverjar hafa hins vegar sak- að Kínverja um vopnaða árás og krafizt þess, að þeir flyttu her sinn af Indversku landi. Síðari hluta sumars og í haust réðust Kínverjar inn yfir indversku landamærin í Longju í N-Austur Indlandi, felldu níu indverska landamæraverði og tóku tíu til fanga. Voru indversku fangarnir pyndaðir og þeim misþyrmt áð- ur en þeir voru látnir af hendi við indversku stjórnina. Kínverj- Frh. á bls. 15 ! íslendingar í öðru sœti BANDARISKT fyrirtæki hef- ur látiff fara fram athugun á notkun talsímans í meira en 200 löndum. Samkvæmt niður stöðunum nota Kanadamenn símann allra þjóffa mest og engir affrir en. Islendingar skipa annað sætiff. Það er sem sagt áætlaff, aff hver Kanada maður hafi talað 511 sinnum i símann á síffasta ári. Jafnað- artalan fyrir íslendinga er 486 símtöl á mann og Banda- ríkjamenn eru þriðju í röð- inni með 472 símtöl hver. í þessari rannsókn var ekki kannað hvort kvenfólk eða karlmenn væru þaulsætnari viff símann. Þaff hefur a'ilrei þótt leika neinn vafi á því hvor hefffi vinninginn. — En Kanadamenn hafa hér greini- lega yfirburffi, hver u öfunds verðir sem þeir eru annars af metinu!! Framh. á bls. 14 >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.