Morgunblaðið - 03.01.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.01.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. janúar 1960 M op nr n n r 4 rti ð 9 I»essi skemmtilega mynd var tekin um hátíðarnar. Gullfoss var meðal þeirra skipa, sem lágu í Reykjavíkurhöfn, fagurlega skreyttur. REYKJAVÍKURBRÉF LaugarcL 2. jan. Naumast í frásögur fært Einhvern jóladaginn var sagt frá því í útvarpi, að í Bretlanai hefði látizt Halifax lávarður. Ekki þótti andlát hans samt sæta meiri tíðindum en svo, að íslenzk blöð, sem komu út eftir jól, gátu ekki um það. Halifax lávarður var þó um langt skeið einn af helztu stjórnmálamönnum Breta, Hann varð ungur vara konungur í Indlandi og sýndi þá frjálslyndi og samúð með Indverjum. Síðan varð hann m. a. utanríkisráðherra og gegndi þeirri stöðu þegar Múnchen-sáttmálinn var gerður. Fékk hann eftir á óorð af þvi sem undanhaldsmaður gegn yfir- gangi nazista. Ekki munaði samt nema hársbreidd, að hann yrði forsætisráðherra vorið 1940 þegar Neville Chamberlain sagði af sér. Churchill segir frá atvikum að þessu í stríðssögu sinni. Eftir að Chamberlain hafði orðið fyrir miklum árásum í neðri málstof- unni, einkum fyrir hrakfarir Breta í Noregi og duglausa for- ustu, sem lýst hefði sér í þeim, ákvað hann að segja af sér, og kvaddi Churchill á sinn fund kl. 11, hinn 10. maí 1940. Þar var þá fyrir Halifax lávarður og settust þeir Churchill við borð gegnt Chamberlain. Þá var liatin þögull Chamberlain skýrði þeim frá því, að hann væri ráðinn í að segja af sér og væri þess vegna spurningin sú, hverjum hann ætti að ráða konungi til að fela stjórn armyndun. Churchill segir: „Hann horfði á okkur báða yfir borðið. Ég hefi tekið þátt í mörgum mikilvægum samtölum á stjórn- málaævi minni, og þetta var á- reiðanlega hið þýðingarmesta. Venjulega tala ég töluvert, en í þettp skipti var ég þögull." Eru síðan raktar bollaleggingar Chamberlains og varð ljóst, aö hann hefði fremur kosið Halifax lávarð í sinn stað. Churchill held- ur .. ram: „Þar sem ég hélt áfram að þetóJa, varð mjög löng þögn. Hun vi; ust áreiðanlega lengri en tvær minúturnar sem menn þegja vrð m,nningarathöfnina á vopnahlés- dagmn. Loks þá talaði Halifax lá- va, óur. — — — Hann talaði í nokkrar mínútur, og þegar harm var búinn, var ljóst að skyldan mundi lenda á mér — var í raun og veru lent á mér. Og há fyrst talaði ég.“ Voíibrigði konungs Með þessu var þó ekki öllu lok- ið, því að þegar Chamberlain gekk á fund konungs, og var bú- inn að beiðast lausnar, þá áttu þeir viðræður um hver eftirmað- ur hans skyldi verða. Georg kon- ungur VIX. hefur í dagbók sinnr skrifað: „Ég stakk auðvitað upp á Hali- fax.“ Síðan segir konungur frá þvi, að hann hafi orðið fyrir vonbrigð um þegar hann heyrði að Halifax vildi ekki, þar sem „ég taldi liggja í augum uppi, að H. væri maðurinn.“ Síðan ákvað konung- ur að ráðum Chamberlains, að fela Churchill stjórnarmyndun- ina. En daginn eftir, 11. maí hinn sama og Churchill lauk stjórnar- myndun sinni, ritaði konungur aftur í dagbók sína: „Ég get ekki enn hugsað mér Winston sem for- sætisráðherra — Ég hitti Hali- fax í garðinum, og sagði honum að mér þætti leitt að hafa ekki fengið hann sem forsætisráð- herra“. Ekki skal um það sagt, hversu Halifax hefði tekizt, ef hann hefði orðið forsætisráðherra Breta vor- ið 1940, í stað Winston Churchihs. Staðreynd er, að nú við dauða sinn er hann nánast gleymdur maður, a. m. k. utan Englands en Churchill þegar alviðurkenndur sem eitt af mikilmennum sögunn- ar. Má nuina tvenna tíma Tregða þeirra, Chamberlains og Georgs konungs, til að gera Churchill að forsætisráðherra, var þó ekki á sínum tíma eins ó- skiljanleg og nú virðist. Sá, er þetta ritar, minnist ætíð viðtals, sem hann heyrði tvo brezka al- þýðumenn eiga í réttarhléi í dóms sal í Lundúnum sumarið 1939, fa um vikum áður en síðari heims- styrjöldin braust út. Þá lá í loft- inu, að mikil tíðindi væru í vænd um, og ræddu Bretarnir tveir um hverjum helzt væri treystandi tii pð ráða við vandann. Þeir nefndu Churchill, en kom innilega saman um að hann kæmi ekki til greina. „Hann bar ábyrgð á óförutn Breta á Gallipoli vígstöðvunum í stríðinu mikla, og þegar hann var fjármálaráðherra, gerði hann Breta nærri gjaldþrota með geng ishækkuninni", sagði annar þeirra og hinn samsinr.ti Á þess- um árum ríkti rótgróið vantraust gegn Churchill meðal hárra sem lágra. Þegar í harðbakkann sló, og stríðið brauzt út í september 1939, var Churchill þó þegar gerður að flotamálaráðherra og hinn 10. maí 1940, sem sagt, falið að mynda stjórn. Þremur dögum síðar hélt hann eina sína mestu ræðu í neðn málstofunni, þar sem hann mælii þau orð, sem e. t. v. öðrum frem ur verða ætíð tengd við nafn hans: „Ég hef ekkert að bjóða annuð en blóð, erfiði, tár og svita.“ Var það spásögn ? Hin einkennilegu umskipti í lífi Churchills hljóta að rifjast upp fyrir, mönnum þegarþeir lesa grein, sem dr. Helgi Pjeturss skrif aði í Skírni 1912, þar sem harm sagði frá heimsókn sinni í neðn málstofuna brezku. Grein þessi er endurprentuð í Ferðabók dr. Helga, sem kom út skömmu fyrir jólin. Þar segir: „'Skaði mikill þótti mér að sjá ekki Winston Churchill ráðherra, af hinni frægu Marlborough ætt (eða hvað á að kalla hana); kom það nokkuð til af því, að mér var grunur á að aðalstúlku forkunnar fríðri, sem ég hafði kynnzt dálít- ið, hefði litizt meir en í meðal- lagi vel á Churchill, en hann ekni haft vit á að taka eftir því eða meta það. Winston Churchill er sagður manna fríðastur og giftu- samlegastur, en mér eru dálítið tortryggilegir þeir, sem lánið leik ur mjög dátt við í þessum undar- lega heimi, sem er áreiðanlega talsvert verri en efni erutil.Væru þeir lánsamastir, sem mest eru verðir og mest gæti orðið úr, þá mundi lengra komið mannkyninu en nú er, þar sem allar horfur virðast á, að þetta mikla fyrir- tæki, sem hefur kostað svo mikið af kvölum, blóði og tárum, ætli að misheppnast. Þeir sem halda að þessi mikil heimur og þessi litla en í okkar augum þó svo óendanlega stóra jörð, og allt sem á henni er og hrærist, sé svona rétt út í bláinn, og ekki búi þar neitt meira undir en í fljótu bragði virðist, þeir skilja auðvit- að ekki við hvað ég á við. En ég vona að geta útlistað það betur seinna, og held áfram að segja frá enska þinginu." Hverja skoðun, sem menn hafa á kenningum dr. Helga Pjeturss, verður vart um það deilt, að ein- kennilegt er og eftirminnilegt, að hann skuli nær 30 árum áður en Winston Churchill mælti sín fleygu orð um blóð og tár, ein- mitt nefna þau í sambandi við hinn sama mann og á þann veg, að vart sé þeim að treysta, cr ekki hafi lent í þeirri raun sem Churchill og brezka þjóðin sann- anlega var í stödd, þegar hann hélt ræðu sína 13. maí 1940. Margvíslegir örðugleikar örðugleikar manna eru mis- jafnir, og sem betur fer lenda fæstir í slíkri eldraun sem Churchill á stríðsárunum. Og þótt mikils sé um það vert, að menn standi sig vel er út í vanda er komið, hvers eðlis sem hann er, þá er þó þýðingarmeira að afstýra vandanum, ef unnt er. Að alásökunarefnið gegn Chamber- lain, Halifax lávarði og félögum þeirra, var að ófriðurinn 1939 hefði brotist út vegna undanláts- semi þeirra áður við nazista. Þess vegna naut Churchill meira trausts en þeir meðal almennings, þegar í ófæruna var komið, þótt hann bæri miklu fremur en þeir ábyrgð á herförinni til Noregs, sem var undanfari þess, að Chamberlain hrökklaðist frá. Góðvild mannanna, sem réðu í Englandi fyrir 1940, efaði enginn, en þeir létu fljóta sofandi að feigðarósi, á meðan Churcbill varaði æ ofan í æ við hættunni. Þá skorti raunsæi og þess vegna fór fyrir þeim eins og fór. Ef menn hafa ekki getu eða þor til að gera sér grein fyrir vandan- um, þá tekst þeim ekki að leysa hann, heldur magnast hann og eykst í höndum þeirra. Áramótaliugleið- mgar Nú um áramótin hafa menn venju samkvæmt heyrt og lesið ræður og greinar forseta íslands og forsætisráðherra og formanna stjórnmálaflokkanna. Auðvitað getst mönnum mismunandi að þeim boðskap eins og gengur enda fer hann harla mikið á misvíxl. Enginn, sem hugleiða vill málefni þjóðarinnar, getur þó komizt hjá því, að gera sér grein fyrir því, að hún er nú í mikilli hættu stödd. í raun og veru vita allir‘landsmenn þetta, en ýmsir vilja leyna sjálfa sig og aðra, hvers eðlis hættan er. Þægilegast er að treysta því, að fljóti á meðan ekki sekkur, ein- hvern veginn ráðist fram úr öll- um vanda. Það er sama hugsun- in, sem stjórnaði gerðum ráða- manna Breta fyrir seinni heims- styrjöldina. Ekki var að ástæðu- lausu, að einn þeirra vitnaði oft til þess, að Bretar væru vanir að „muddle through“ að þvælast einhvern veginn í gegn. Vera kann, og er þó harla óvíst, að fs- lendingum tækist með sama hætti að fleyta málum sínum áfram enn um sinn, jafnvel þótt allt væn látið reka á reiðanum. Víti V-stjórnarinnar Stjórnarhættir V-stjórnarinnar einkenndust mjög af þessum hugsunarhætti. Þar með er ekki sagt, að hana hafi, a.m.k. í fyrstu, skort góðan ásetning. Töluvert var og til í því, sem forustumenn hennar sögðu lengi vel, að þeir ættu öðrum fremur að hafa tök á að ráða við vandann, Þeir höfðu sjálfir átt mestan þátt í að skapa hann. En á þeim sannaðist, að hægara er að vekja upp draug en kveða hann niður. Erfiðleikar okkar íslendinga koma nú einkum af því, að þjóð- in hefur lifað og lifir enn um- fram efni. Jafnvægi hafði tekizt að koma á fyrir árið 1955. Verk- föllin miklu á því ári áttu hins vegar, að sögn forgöngumanna þeirra, að skapa almenningi betri lífskjör, en hann hafði bú- ið við þá um sinn. Víst var þetta eftirsóknarvert, ef ráðið hefði dugað. En úrræðið var haldlaust, því að það var fólgið í því, að skipta meira en aflað var. Sú aðferð gat aldrei blessazt eins og rækilega var fyrir fram bent á af ýmsum. Varnaðarorðin voru að engu höfð og þar af kemur verð bólgan, sem síðan hefur ætið orð ið erfiðara við að etja. V-stjórnin lofaði að leysa vand ,ann með varanlegum úrræðum og skýra þjóðinni hiklaust og rétt frá því, hvernig komið var. En þegar verkfallsforingjarnir frá 1955 voru komnir í ráðherrastól- ana og sáu afleiðingar eigin verka, féllust þeim hendur. Þeir lögðu að vísu þungar álögur á þjóðina hvað eftir annað, en æt- íð var svo um búið að tjaldað var til einnar nætur. Bjargráðin voru botnlaus og hlutu innan stundar að leiða til enn meiri örðugleika en áður. Þar af kom uppgjöfin skammarlega 4. des- ember 1958, þegar Hermann Jónasson, sem "átt hafði megin- þátt í að skipuleggja verkföllin 1955, tók það ráð að hlaupast frá öllu saman í fullkomnu ósam- lyndi við félaga sína, eftir að ný verðbólgualda var risin. r Aii ravmsæis cngu áorkað Bjargráð V-stjórnarinnar urðu öll að einskis verðu fálmi og verra en það, vegna þess að raun sæið skorti. Þjóðinni var ætíð sagt, að unnt væri að lækna mein in án þess að skerða hag al- mennings. Tvískinnungurinn náði hámarki vorið 1958, þegar meiri álögur voru lagðar á en nokkru sinni áður, en jafnframt lögboðin kauphækkun. Eftir það var algjör ófarnaður óumflýjan- legur. Engin von var til þess að fólk fengist til þess að taka á sig byrðar, er því var jafnframt sagt, af ríkisstjórninni, að því færi svo fjarri að þörf væri að þyngja byrðarnar, að þvert á móti væri með lögboðinni kauphækkun ver- ið að bæta kjörin! Alþýðuflokksstjórninni tókst að leysa sitt takmarkaða verkefni einkanlega vegna þess að — gagn stætt fyrirrennara sínum — hafði hún kjark til að koma beint fram an að mönnum, og segja hrein- lega hvers eðlis þær ráðstafanir voru, sem hún beitti sér fyrir. Þá var og ekki farið dult með, að þær væru einungis til bráða- birgða, að meira þyrfti að gera áður en yfir lyki. Sjálfstæðismenn mörkuðu þeg- ar í desember 1958 leiðina, sem síðan hefur verið haldin, bentu á, að bráðabirgðaráðstafanir yrðu að nægja, þangað til þjóðin hefði sjálf fengið færi á, með nýrri og réttlátari kjördæmaskipun, að mæla fyrir um hvað gera skyldi. Nú er senn að úrslitaákvörðun- um komið. Ríkisstjórnin hefur unanfarnar vikur ósleitilega unn- ið að samningu skýrslna og grein- argerða um fjárhagsástand lands ins. Allt veltur á því, að nógu rækilega verði skýrt hvernig kom ið er, og 1 hverju vandinn raun- verulega er fólginn. Úrræðin ekki mörg Urræðin sem um er að velja, eru ekki mörg. E. t. v. er hægt í bili að þvælast áfram eftir hinni troðnu braut V-stjórnarinnar með því að taka eyðslulán. En þau fást ekki nema með þeim skilyrðum, sem lánveitendur setja. Og nú er svo komið að öllum venjulegum lánastofnun- um er lokað fyrir Islendingum. Erlend lán fást einungis fyrir íhlutun erlendra ríkisstjórna eða af þeirra fé. Ef þær veita slíkt lán, gera þær það sjálfra sín vegna, en ekki íslendinga Sér- stakur sjóður ætlaður til að tryggja öryggi Bandaríkjanna varð drýgsta gullnáma V-stjórnar innar. íslendingar verða að hugsa um sitt eigið öryggi. Ef það getur farið saman við það að treysta öryggi annarra, er vel. Þar verð- um við að treysta okkar eigin dómgreind en ekki lánveitend- anna. Öllum þvilíkum lánum hlyti og hvaðan sem þau kæmu, að fylgja harðnandi höft innanlands, aukin Framh. a bis. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.