Morgunblaðið - 03.01.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1960, Blaðsíða 16
VEÐRBÐ Sjá viðurkort á bls. Z. orfimifjila 1. tbl. — Sunnudagur 3. janúar 1960 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 9. Skrílmennska á hástigi Hafmeyjan í molum í vörzlu lögreglunnai. 'T.jósm, Mbl.: Ól. K. M.) Auður stöpullinn eftir sprenginguna. Hætíuleg sprengja á Flókagötunni Á NÝJÁRSNÓTT klukkan eitt var hafmeyjan á Tjörn- inni sprengd í loft upp og eyðilögð. Ekki hefur lögregl- unni enn tekizt að hafa hend- ur í hári afbrotamannsins. Hafmeyjan er eins og Hafmeyjan í Tjörninni kunnugt er eftir Nínu Sæ- mundsson myndhöggvara, og var myndin sett upp í Tjörn- inni samkvæmt fyrirmælum listaverkanefndar bæjarins á síðastliðnu sumri. Ekki er blaðinu kunnugt um hvað hafmeyjan kostaði, en að fróðra manna viti, hefir hún ekki kostað minna en fjórð- ung milljónar. Enn er óráðið hvort ný hafmeyja verður steypt í kopar og sett upp í Tjörninni, en einn af fulltrú- um listaverkanefndar skýrðí blaðinu frá því í gær, að sér þætti ólíklegt að svo yrði. Fáránlegt skemmdarverk Eins og mönnum er kunnugt, hafa verið skiptar skoðanir um þetta verk listakonunnar, en þó margir væru andvígir, að því yrði valinn staður í Tjörninni, rétt- lætir það auðvitað ekki þá skríl- mennsku, sem hér hefir komið fram. Flest listaverk fá misjafna dóma eftir smekk manna og per- sónulegum viðhorfum án þess gripið sé til fáránlegra skemmd- arverka. Þegar fréttárrraður Morgun- blaðsins skrapp niður á Tjörn í gærmorgun að athuga verksum- merki, sást ekki annað af irsta- verkinu en stöpullinn og bolt- arnir, sem hafmeyjan var fest niður með. Nokkrir menn stóðu við stöpulinn og ræddu sín á milli um það, sem gerzt hafði. Vel þekktur borgari sagði við fréttamann Morgunblaðsins: — Þetta er ágætt, við þurftum að losna við hana, en það hefði mátt gera það á kristilegri hátt. Ann- ar, ekki ómerkari borgari, lét sig hafa það að segja við fréttamann Mbl.: — Þetta var ágætt, næst sprengjum við .............. og svo nefndi hann frægt listaverk hér í bænum og hafði augsýni- lega mjög gaman af þessu ára- mótaævintýri og virtist ánægður með þann skerf, sem hann hafði lagt til menningarmála bæjarins! Aðrir viðstaddir lýstu hneykslun sinni yfir þessu tiltæki. Sprengd á nýjársnótt 1 gærkvöldi fékk Morgunblað- ið eftirfarandi upplýsingar hjá lögreglunni um mál þetta: Um klukkan eitt á nýársnótt hringdi Paul Heide, Tjarnargötu 30 til lögreglunnar og skýrði henni frá því, að hann hefði heyrt mikla sprengingu kl. 0,30. Kvaðzt hann hafa litið út um gluggann á stofn sinni, en ekki orðið neins var, — og ekki hafði hann heldur tekið eftir því að hafmeyjan var horfin af stöpli sínum í suðvestur horni Tjarnarinnar. Nokkru síð- ar kvaðzt hann hafa farið út að ganga og þá tekið eftir því að hafmeyjan vár horfin. Gerði hann lögreglunni þá þegar að- vart. Lögreglumenn fóru á vettvang og fundu hafmeyjuna í sjö pört- um á ísnum, og hafði styttan sýnilega verið sprengd af stall- inum. Upplýsinga leitað Á nýársnótt fóru rannsóknar- lögreglumenn í öll hús við Tjarnargötu og spurðust fyrir um upplýsingar varðandi mál þetta. Páll Sigfússon, Tjarnargötu 34, skýrði þeim frá því, að hann hefði heyrt mikla sprengingu eftir miðnætti, og var hún svo öflug að rúður nötruðu í glugg- um. Þá sagði Páll frá því, að hann hefði skömmu eftir að sprengingin mikla varð, séð ur glugga sínum mann spígspora fram og aftur við suðvesturhorn Tjarnarinnar, og var sá með ljós- myndavél og annan útbúnað til myndatöku. Kvaðzt Páll hafa sett það í samband við þennan ljósmyndara þegar hann sá í hálfa öld BISKUP landsins, herra Sigur- björn Einarsson flutti messu á nýjársdag í Dómkirkjunni. Þó nýjársdagsmorgun sé heldur deyfðarlegur í Reykjavík að jafn- aði, var Dómkirkjan fullskipuð kirkjugestum, er komu til að hlýða á messu biskups. Dómprófasturinn, séra Jón Auð uns, þjónaði fyrir altari. Biskup skrýddist hctnpu og rikkilíni n,eð stólu. Er það dálítili borði, sem lagður er yfir herðax biskups og táknar ok Krists. í ræðu sinni talaði biskupinn um mikilvægi tímans og þýðingu bregða fyrir skærum Ijóslampa skömmu síðar. Skal þess getið, að Páll hafði þá ekki hugmynd um örlög hafmeyjarinnar. Lög- reglan biður ljósmyndara þennan að gefa sig fram og hvern þann, sem getur gefið upplýsingar um málið. Þess að að lokum geta, að brot- in af hafmeyjunni eru í vörzlum rannsóknarlögreglunnar. Rólegl n ganlaórskvöld ÁRIÐ 1959 kvadi og 60 heilsaði án þess að til tíðinda drægi í Reykjavík, utan þess spellvirkis er framið var á ísilagðri Reykja- víkurtjörn, og skýrt er frá á öðr- um stað hér í blaðinu. Mikið fjölmenni var á ferl gamlárskvöld, einkum um kluK. an 11 er aðalbrennurnar hófust. Var þá dálítil gola og þó nokkuð frost. Yfirmenn lögreglunnar segja að gamlárskvöld hafi verið mesta friðsældarkvöld og hafi drykkju skapur á almannafæri oft á tíð- um verið meiri og verri. Að vanda . safnaðist saman hópur unglinga í Miðbænum og lét nokkuð ófriðlega um stund. Tók lögreglan nokkra úr hópnum inn á lögreglustöð, en flutti síðan heim til sín. Slys eða önnur óhöpp urðu ekki svo teljandi sé. líðandi stundar og þá lausn, sem nafnið Jesús felur í sér til hjáip- ar manrikyriinu. Vígslubiskupinn, séra Bjarni Jónsson, flutti messu í Neskirkju á nýjársdag klukkan 2 rð við- stöddu fjölmenni. Talaði hann að- allega L.m Faðir vor, er skyldi vera le’ðarstjarna þjóðarinnar eg einstaklinga á nýbyrjuðu ári. Þetta var þriðja guðsþjónusta vígslubiskups utn Iiátíoarrar. Þetta voru 50. jólin, sem rann flutti messu á, en á aðfangadags- kvöld messaði hann við aftan- söng í Hallgrímskirkju, og danska messu "lutti hann á jóladag. Kirkjusókn hafði verið góð hér í Reykjavík um áramóun, sem og um jó’in. RÚÐUR brotnuðu í þrem hús- um við Flókagötuna ofanverða á gamlárskvöld, er sprenging varð í mjög stórri rakettu á miðri Flókagötunni. Munaði litlu að stórtjón hlytist af. Þetta gerðist klukkan um 11,45 um kvöldið. — 19 ára piltur bar þá út á götuna á móts við húsið nr. 10, stóran járnhólk. Síðan lét hann ofan á botninn í hólknum flöskulagaða rakettu, svonefnda Caracas-rakettu, leiddi langan kveikinn frá henni upp úr járn- hólknum og bar eld að. Raketta þessi sem kostaði hartnær 200 krónur, átti að vera sérstæð fyr- ir ljósmagn og annað skraut. Rétt eftir að pilturinn hafði bor- ið eldinn að kveiknum, kvað sprengingin við. Maður, sem stóð álengdar, hef- ur skýrt svo frá, að við hinn mikla þrýsting hafi pilturinn, sem kveikti í rakettunni, skollið brotnuðu fjórar rúður, tvær rúð- í götuna, en mikil brothljóð kváðu við, því í húsinu nr. 10 ur í húsinu Flókagötu 7, ein rúða hafði sprungið í húsinu nr. 6 og önnur í nr. 5. En það gerðist meira. — Við hina miklu sprengingu í botni hólksins, rifnaði botnplatan und- an og þaut hún í gegnum eld- húsglugga í húsinu Flókagaia 10, braut þar loftljós og fór út í vegg. íbúðin var mannlaus er þetta gerðist. Rannsóknarlögreglan hafði þá þegar samband við piltinn, sem rakettuna átti. Hafði hann keypt hana í búð og gat lagt fram sönn- unargögn máli sínu til stuðnings. Kvaðst hann hafa farið í einu og öllu eftir leiðbeiningum um meðferð rakettunnar. 1 stað þess að springa upp fyrir sig, hefði hún sprungið niður. Kvaðst rann- sóknarlögreglan álíta að rakettan hafi verið skakkt tengd og því hefði sprengingin orðið. Hefur predikað á jólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.