Morgunblaðið - 05.01.1960, Side 1
20 s'iður
Nohelsskáldið
Camus
fórst f
bílslysi
13 ára kærður
fyrir morð
Á GAMLÁHSDAG var 13 ár»
fiamall drengur kærður fyrir
morð fyrir rétti í Glasgow &
Skotlandi. — Drengurinn er tal-
inn hafa myrt 37 ára gamlan
mann, Stephen Craven að nafni,
en hann fannst látinn í íbúð
sinni. Nafn drengsins hefur ekki
verið gefið upp. Hann hefur nú
verið færður til geðrannsóknar.
hefjast í Vestmannaeyjum,
mestu verstöð landsins. Er
nánar sagt frá vertíðarund-
irbúningi og fleiru á bls. 3.
Þessi mynd sýnir um helm-
ing þess bátaflota sem verð-
ur á veiðum með netum og
línu á þessari vertíð. Flot-
inn liggur í „Friðarhöfn". —
Ljósm.: Sigurgeir Jónasson.
PARÍS, 4. janúar (Reuter):-
Franski rithöfundurinn og
leikritaskáldið, Albert Camus,
sem hlaut Nobelsverðlaunin
árið 1957, lét lífið í dag í bíl-
slysi skammt frá París — á
aðalveginum milli Parísar og
Niee. — Camus var 46 ára
gamall. Hann var kvæntur og
átti tvö börn. — Hann var
fæddur 7. nóv. 1913 í Mondovi
nálægt Oran í vestanverðu
Alsír. Faðir hans, sem var
franskur, var landbúnaðar-
verkamaður þar, en móðir
hans var af spænskum ættum
Menntun sína hlaut Camus í
háskólanum í Algeirsborg.
★
Bifreiðin, sem Camus var í,
er slysið varð, fór út af veg-
inum suðaustur af París og
rakst á stórt tré af miklu afli.
— Orsök slyssins var sú, að
hjólbarði sprakk og bifreiðar-
stjórinn missti þá stjórn
á farartækinu. Með Camus í
bifreiðinni voru Mishel Galli-
mard, sem var við stýrið
(hann er frændi franska út-
gefandans Gastons Galli-
mards), kona hans, Jeanne
Gallimard, og 15 ára dóttir
þeirra, Anne. Þau hlutu öll
nokkur meiðsl og voru flutt i
sjúkrahús.
★
Camus var viðkunnur sem
helzti forystumaður existenti-
alistanna frönsku — næst á
eftir Jean-Paul Sartre — þótt
þeir sjálfir teldu hann flestir
„villutrúarmanninn" í hreyf-
ingunni. — Árið 1948 stofnuðu
þeir Sartre óháða stjórnmála-
hreyfingu, en hún leystist upp
þegar Sartre tók að hallast æ
meir að kommúnismanum, en
Camus aftur á móti varð hon-
um æ fráhverfari. — Opin
Framh. á bls. 19.
Hafursherferðin gegn
Gyðingum breiðisf út
,Heil Hitler, við komum aftur" krotað
á húsvegg í vestur-þýzkri borg
BONN og LONDON, J,. jan.
— (Reuter) —
ÓHRÓÐURSHERFERÐIN
gegn Gyðingum breiðist
enn
Vilja
vars
fá að leita
við ísland
út. í dag hafa borizt fregnir
frá mörgum löndum um, að
haturs- og svívirðingarorð um
Gyðinga og einkennismerki
nazista hafi verið máluð á hús,
og haft hefur verið í hótunum
við nokkra nafnkunna Gyð-
inga í London. Herferð þessi
vekur hvarvetna reiði og ugg,
en þó hvergi meiri en í Vest-
ur-Þýzkalandi, þar sem hún
„Brezka nazistahreyfingin"
Komin er upp í Bretlandi áður
ókunn hreyfing, er nefnir sig
„Brezku nazistahreyfinguna". —
Maður, er kynnti sig sem formæl-
anda hreyfingar þessarar, kom á
framfæri tilkynningu við frétta-
stofu nokkra í Bretlandi í dag,
þar sem því var lýst yfir, að í
hvert sinn, sem stjóm Adenauets
í V-Þýzkalandi láti refsa nazista
vegna Gyðingaandróðurs, yrði
einhver kunnur gyðingur i Bret-
landi látinn sæta sömu örlögurr.
Sagði maður þessi, að hreyfingin
hefði þegar valið nokkra „gisla“
Framhald á bls. 19.
Brezkir togaramenn hafa lagt fram beiðni
um það, og rœða málið við dr. Kristinn
Guðmundsson, sendiherra
GRIMSBY, 3. janúar.
(Einkaskeyti til Mbl.)
BREZKIR togaramenn hafa
snúið sér til dr. Kristins Guð-
mundssonar, sendiherra ís-
lands í Bretlandi, með beiðni
þess efnis, að brezkum togur-
um verði veitt leyfi til að leita
vars inni á íslenzkum fjörð-
um, þegar þörf gerist veðurs
vegna, eins og oft má búast
við á vetrum — án þess að
þurfa að óttast, að þeir verði
færðir til hafnar og sóttir til
saka fyrir landhelgisbrot.
Framkvæmdastjóri félags yfir-
manna á togurum í Grimsby,
Dennis Welch, sagði í dag, að
sendiherrann hefði tjáð sig reiðu-
búinn að ræða við fulltrúa tog-
aramanna hvenær sem væri. ■—
Welch sagði, að nú þegar búast
mætti við stormum og illviðrum
hvenær sem væri, „gætu alvarleg
slys af hlotizt, ef skip okkar fá
ekki leyfi til að leita vars, án
þess að eiga á hættu að verða
tekin af íslenzkum varðskipum".
Togaramenn hyggjast einnig
ræða við skipaeigendur, og mun
á þeim fundi einkum verða fjall-
að um fisklandanir íslenzkra
skipa í Bretlandi.
atti upptök sín og hefur verið
einna hatrömmust.
Mannað
geimfar
VÍN, 4. jan. — Samkvæmt
heimildum frá Búdapest í
kvöld, ráðgera rússneskir
vísindamenn að senda á loft
innan skamms mannað
geimfar, eða áður en fund-
ur austurs og vesturs hefst
í París 16. maí. Segist hin
ungverska fréttastofa hafa
þessar heimildir eftir
rússneskum vísindamönn-
um í Moskvu.
Stáldeilan leyst
Verkamenn fá launahœkkun, sem nem-
ur 30 centum i
WASHINGTON, lf. jan.
— (Reuter) —•
HIN mikla kjaradeila í stál
iðnaði Bandaríkjanna hefur
nú loks verið leyst, en hún
hefur staðið nær sex mánuði,
ef miðað er við daginn, sem
verkfallið hófst, 15. júlí í
sumar, en samningar runnu
út 30. júní. — Atvinnumála-
ráðherrann, Mitchell, til-
kynnti í dag, að samkomulag
í klukkustund
hefði náðst um miðlunartil-
lögu, er hann lagði fram, en
hann kvað Eisenhower forseta
og þó einkum Nixon varafor-
seta eiga mikinn þátt í því, að
samkomulag náðist loks. —
Þessi síðasti fundur deiluaðila
stóð heilan sólarhring.
0 30 centa hækkun
Seint í kvöld samþykktu bæði
meðlimir sambands stáliðnaðar-
Framhald á bls. 2.