Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. jan. 1960
MORCVyfíLAÐIÐ
9
„Álitamál"
Símon Jóh. Ágústsson: Álitamál,
299 bls. ísafoldarprentsmiðja
hf. 1959.
FLESTAR góðar bækur berast
rétta boðleið til lesenda sinna, um
það er lýkur, þótt hljóðlega fari,
en aldrei samir að þegja um það
sem vel er gert, og þykir þó sum-
um fínt.
Fyrir skömmu kom út hjá for-
lagi ísafoldarprentsmiðju safn af
ritgerðum eftir Símon Jóh.
Ágústsson, Álitamál, og haefir
ekki að leyna þakklæti sínu fyr-
ir höfundi, útgefanda og væntan-
legum lesendum. Jpetta eru fimmt
án ritgerðir auk formála. Fjalla
þær einkum um siðfræðileg, upp
eldisfræðileg, félagsfræðileg og
sálfræðileg efni.
I>að auðkennir þessar ritgerðir
sem önnur rit Símonar, að hugs-
un og framsetning er með af-
brigðum skýr. Stundum hvarflar
að vísu að lesandanum, að hann
dragi stöku sinnum fram sjálf-
sagða hluti og auðsæja í rök-
leiðslu sinni, en hitt mun þó
sönnu nær, að lesandinn telur
það sjálfsagðan hlut, sem ljóst er
sagt og hugsað, og varast hann
þá ekki ætíð, hver hugsaði fyrir
hann.
1 ritgerðum þessum er líka
brýn þörf skerpu og skýrleiks,
því að höfundur glímir þrátt við
mikilvægustu, flóknustu og
flæktustu viðfangsefni mennskr-
ar hugsunar, t. d. Skilningstréð
góðs og ills, Um lífshamingjuna,
HvaS varðar mestu í lífinu? og
Hugleiðingar um Hávamál. Enn
aukennast ritgerðir Símonar af
hófsemi og víðsýni, virðingu fyr-
ir staðreyndum og sjónarmiðum
annarra mannaunair trúmennsku
við kröfuna að hafa það heldur,
er sannara reynist. — í siðfræði-
legu ritgerðunum er fjallað um
meginspurningar, t. d. breytni
einstaklinga, hamingju þeirra og
hlutskipti, lífsreynslu og lífs-
gildi, þekkingu og trú. En höf-
undur spyr ekki einungis um
einstaklingana, heldur einnig
mannkynið sjálf og framtíð þess.
Hann er bjarsýnn, er hann horfir
til hennar. Rök hans hafa að vísu
ekki sannfært mig í einu og öllu,
enda bendir hann á ýmis vanda-
mál og óleystar spurningar, sem
gera svæsnustu deiluefni á líð-
andi stund að hégóma einum, ef
litið er á mannkynið og framtíð
þess í heild. Um slík efni má t. d.
lesa i ritgerðinni Greind og frjó-
semi.
Af uppeldisfræðilegum ritgerð-
um fer fyrst Nokkrar vafasamar
kennisetningar í uppeldisfræði.
Þar eru ekki aðeins gagnrýndar
ýmsar hæpnar fullyrðingar fræði
manna og fúskarar í uppeldis-
fræði, heldur og minnt á nauð-
syn þess að hrapa ekki að álykt-
unum um mikilvæg efni. Á rit-
gerð þessi óskipt erindi til for-
eldra, kennara og sjálfkjörinna
postula um uppeldismál
Foreldrum fatlaðra barna eða
örvhendra er hollt og lesa rit-
gerðirnar Áhrif líkamslýta á
skapgerð barna og Hægri hönd
og vinstri. Móðurvernd og föður-
handleiðsla, segir frá gildi heils
fjölsyldulífs og á erindi til allra,
sem á einhvem hátt fást við upp
eldismál, framfærslu eða félags-
mál almennt.
Aðrar ritgerðir í bókinni eru
Rannsóknir Alfreds C. Kinseys,
og mun þetta vera skilmerkileg-
asta frásögnin á okkar tungu af
þeim svo mjög umræddu athug-
unum. Þessi ritgerð og hin næsta
Ofvitar, hafa ekki verið prent-
aðar áður. Segir i.ún frá því ein-
kennilega gáfnafari, sem ofvita-
háttur er kallað; skemmtileg rit-
gerð og fróðleg, en kemur ekki
ýkjamörgum beinlinis við. — í»á
er aðbúð og geðvernd kennara,
hinn þarfasti lestur kennurum
og húsbændum þeirra, því að her
er hreinskilningslega rætt um
starfsskilyrði kennara, örðug-
leika þeirra, bresti í fari þeirra
og framkomu og nauðsynina á
sæmilegum viðurgemingi við
þennan hóp manna, sem vinnur
vandasöm störf, oft við lítið þakk
læti.
Uppeldisgildi íþrótta og líkams
rækt, Þjóðlegar barnabókmenntir
og Um ættleiðingn barna, varða
allar mikilvæg efni, og tvær þær
fyrr nefndu koma öllum við, a.
m. k. þeim, er eitthvað hirða um
likams- og vitrækt.
í hinu mikla riti, Hagnýt sál-
arfræði, er út kom 1959, gerði
Símon skýra grein fyrir mörg-
um helztu viðfangsefnum og nið-
urstöðum nútíma sálvísinda. Sú
bók er rituð af þekkingu og hlut-
lægni. Er hún að því leyti braut-
ryðjandaverk, að þar er fyrsta
sinn ritað um fjölmörg efni á
íslenzka tungu. Þessi merka bók
kynnir lesandanum undirstöðu-;
fræði höfundarins, en Álitamál,
birta lífsvoðhorf hans.
Símon Jóh. Ágústsson er í hópi
snjöllustu rithöfunda íslenzkra.
Mál hans prýðir skrumleysi, heið
arleiki og heiðríkja, og ekki munu
aðrir menn samlendir glíma við
verðugri viðfangsefni.
Broddi Jóhannesson.
Ford 1959, taxi. — Skifti
á ódýrari bíl æskileg.
Chevrolet ’54, 2ja dyra,
einkavagn. — Skifti á
ódýrari bíl æskileg.
Verzlið þar sem úrvalið
er mest og þjónustan
bezt.
Laugavegi 92.
Sími 10650 og 13146.
Til sölu
Opel Caravan 1955
Mjög glæsilegur, allur vel
með farinn.
Chevrolet 1960
alveg nýr og ókeyrður.
Ford-Fairlane 1955
Góðir greiðsluskilmálar. —
Mercury 1957
Alls konar skifti koma til
greina.
Chevrolet 1955, 1956
Góðir greiðsluskilmálar. —
Volga 1959
Keyrður 14 þús. km. Góðir
greiðsluskilmálar.
B í L L I l\i IM
Varðarhúsinu
StMI 18833.
bímsminiii
við Vitatorg.
Sími 12-500.
Ford ’54 2ja dyra
Ford ’58, taxi
Uppgerður. —
Ford ’58, taxi,
Uppgerður, í skirtum fyTÍr
Chevro' eða Ford - ’55,
sjálfskiftan.
Chevrolet ’53
í góðu lagi.
Buick ’55
Volvo Station ’55
Skifti koma til greina. —
Taunus Station de luxe
’58
Opel Caravan ’59
Opel Capitan ’55
Skifti koma til greina. —
Opel Recora ’55
Opel Caravan ’55
í mjög góðu lagi. —
Standard 8 ’46
Moskwitch ’55
í skiftum fyrir Skoda ’58,
sendiferðabíl.
WiIIy’s jeppi ’47
í fyrsta flokks lagi.
BÍLASALINN
við Vitatovg.
Sími 12-500
Til sölu i dag
Buick ’56
í góðu standi. Skifti á vöru
eða sendiferðabifreið æski-
leg. —
De Soto ’54
Einkabifreið. Skifti á nýj-
um eða nýlegri sendiferða
bifreið. Milligjöf í pening-
um.
Oldsmobile ’54
einkabifreið, í topp-standi.
Skifti á nýjum eða nýleg-
um fólksbíl möguleg.
Dodge ’55
í góðu standi. Margs konar
skifti hugsanleg.
Chevrolet ’52
fólksbifreið til sölu eða 1
skiftum fyrir nýlega fólks-
bifreið.
Höfum verið beðnir að útvega
vel tryggða víxla eða skulda
bréf til stutts tíma, fyrir ca.
350 þúsund.
Vöru- og bifreiðasalan
Snorrabraut 36. Sími 23865.
Btla- 09 búvélasalan
selur
Ford ’56
sendiferðabíla, nýkomna
til landsins. —
Ford ’58, ’59 (taxar)
Chevrolet ’55
nýkominn til landsins. —
Skipti á bil sem er ekki
sjálfskiptur.
Chevrolet ’57
sendiferðabíll.
Spil á jeppa
Verð krónur 6500,00.
Overdrive gírkassi í Ford
’52—’54
Opel Record ’60 model
4ra dyra
ISíia- og btívélasalan
Baldursgöiu 8. — Sími 23136
r/i söiu
CHEVROLET 1954 vörubíll. Allur í fyrsta
flokks lagi.
BÍLLIMV
Varðarhúsinu — Sími 18-8-33.
Afgreiðslutími okkar
er frá kl. 3—6 síðd. allavirka daga
nema laugardaga.
Raftækjavinnustofa HEKLtJ
Laugavegi 170 — Simi 17295.
Byggingafélag Alþýðu Reykjavik
íbúð til sölu
2ja herb. íbúð í öðrum byggingaflokki til sölu. Um-
sóknum sé skilað í skrifstofu félagsins Bræðia-
borgarstíg 47 fyrir kl. 12 á hádegi þriðjud. 12. þ.m.
STJÓRNIN.
SAYONARA
hin heimsfræga japanska ástarsaga, sem
seldist upp fyrir jólin er komin aftur,
aðeins nokkur eintök til.
Lesið bókina áður en þér sjáið myndina.
Bókaútgáfan L O GI
Stúlka óskast
IHatstofa Austurbæjar
Vélamaður
óskast til að læra meðferð prjónavéla, þýzkukunn-
átta æskileg. Meðmæli ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 8. jan.
merkt: „Prjónavélar — 8125“.
Langholtshverfi — Nágrenni
IJTS AL A
Opnum aftur á morgun á miðvikudag með útsölu
Af vörum vatns og reyks seljast ýmsar vöru á lágu
verði. T.d. matvörur, prjónagarn, sokkar, leikföng
o. fl.
VerzL Guðm. H. Albertsson
Langholtsvegi 42.