Morgunblaðið - 05.01.1960, Page 12
12
MoncTnvniAÐiÐ
Þriðjudagur 5. jan. 1960
Sendisveinn
Röskan og duglegan sendisvein vantar
okkur nú þegar.
Vinnutími kl. 6—12 f.h.
Sími 22480.
Stúlka
óskast í frágang allan daginn.
Uppl. milli kl. 1—3 í dag.
Prjónastofa
Onnu Þórðardóttur h.f.
Grundarstíg 12.
Dagbók 1960
fyrir einstaklinga og fyrirtæki
í bókinni er ein strikuð síða fyrir
hvem dag ársins auk minnisblaða,
samtals 376 síður.
Bókin fæst í bókabúðum í Reykjavík og kostar í
góðu bandi aðeins kr. 45.00.
Bóksalar og fyrirtæki í Reykjavík og utan Reykja-
vikur geta pantað bókina hjá Prentsmiðjunni Hólum
h.f., Þingholtsstræti 27, sími 24216.
Nýju námskeiðin
hefjast þann 15. janúar.
Verður skrifstofan opin
frá kl. 10—7 alla daga
meðan innritun stendur
yfir.
Námið við Málaskólann
Mími hefur aldrei verið
verið jafn fjölbreytt og nú.
Hin sívaxandi aðsókn hef-
ur gert oss kleyft að skipta
nemendum nákvæmlega í
flokka eftir kunnáttu, og
jafnframt því hefur skóla-
gjald lækkað ár frá ári.
Við skólann eru nú kennd ellefu tungumál og starfa
fjórtán kennarar á vegum hans.
Náminu sjálfu er þannig hagað, að nemendur hafa
bækur, sem þeir lesa heima eftir því sem þeir hafa
tíma og tækifæri tiL, en í skólanum er alltaf talað um
lesefnið á því máii, sem verið er að kenna. í öllum
framhaldsflokkum kenna útlendingar, og kennir hver
þeirra sitt eigið móðurmál. Nemendur venjast því að
heyra málið hreint og ómegnað og að mynda setningar
án mikillar fyrirhafnar. Er þetta ómetanlegt fyrir þá
sem vilja kynnast hinni lifandi tungu og æfast í notk-
un hennar.
1 byrjendaflokkum er námið gert eins auðveit og
kostur er, og skýra Islendingar byggingu hinnar er-
lendu tungu á einföldu og auðskildu máli. Losnar nem-
andinn því við mikla erfiðleika og tímatap, sem jafnan
íylgir þurrum utanbókarlærdómi og málfræðistagli.
Málaskólinn Mímir er í miðbænum og strætisvagna-
ferðir því sérstaklega hagkvæmar. Allar nánari upp-
lýsingar gefnar í síma 22865.
MÁI.ASKÓI.INN MlMIK
Hafnarstræti 15 (sími 22865).
Hafrannsóknarstöð á ströndinni.
— Brazilía
Framh. al bls. 11
mikla mun lá því fyrir höndum
að vinna upp á sem allra skemmst
um tíma og að því er unnið.
— Hvað er helzt um haffræð;-
deildina að segja?
— Hún nefnist réttu nafni
„Instituto Oceanografico" og er
eina stofnunin í landinu, sem
nokkuð kveður að á þessu sviði —
og raunar í álfunni allri. Það eru
því naumast aðrir, sem stunda
hafrannsóknir á Suður-Atlants-
hafi, og köllum við það því stund
um mare nostrum — eða hafið
okkar. Þarna er nú unnið af mikl-
um krafti við oæði hafrannsókn-
ir og kennslu, m. a. hafa verið
haldin þar að tilhlutan UNESCO,
Menningar- og vísindastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, mörg nám-
skeið fyrir ungt fólk víða að úr
Suður-Ameríku. Við stofnunina
starfa um 120 manns, þar af eru
um 20 háskólamenntaðir. Stofn-
unin er um 60 km frá sjó, en
gagnasöfnun og ýmis önnur starf-
semi á vegum hennar fer fram
i 3 rannsóknarstöðvum niðri á
ströndinni. Er sú næsta í Santos,
hafnarborg Sao Paulo, önnur um
100 km þar fyrir sunnan en hin
þriðja nokkru lengra í norður-
átt. Á þessum stöðum eru athug-
uð nákvæmlega ýmis sjávarskif-
yrði og áherzla lögð á að le:ta
uppi ný sjávardýr. Það sem aðal-
lega hefur háð okkur er skips-
leysi, en skip það, er við áttum
áður, brann. Við höfum nú að-
eins einn bát til ranrsókna. Sem
betur fer er þó séð fram á lausn
á þessu, því að ákveðið hefur ver-
ið að láta smíða nýtt hafrann-
sóknarskip í Danmörku. Stendur
för mín hingað raunar í sambandi
við undirbúning þess máls.
Baðgestum veitt mikilvæg aðstoð
— Hvaða verkefni önnur en bú
hefur þegar getið um hafa komið
til þinna kasta, síðan þú byrjaðir
störf í Brazilíu?
— Eins og flestir vita, eru sér-
staklega glæsilegar baðstrendur
þarna suður frá, sandurinn fín-
gerður og svo hvítur að engu lík-
ist fremur en mjöll. Baðstrandir
þessar eru mjög vinsælar og ligg-
ur fólkið þar gjarna daglangt,
t. d. fara mæður þangað oft með
króa sína og halda þar til frá
því snemma á morgnana og
fram til kvölds. Þykir slíkt líka
heilnæmt mjög — þ. e. a. s. þar
sem ekki vill svo illa til, að skolp-
ið úr nágrenninu, sem þarna eins
og annars staðar er leitt til sjáv-
ar, sækir að ströndinni afturistað
þess að hverfa á brajt En þannig
hefur einmitt verið ástctt víða og
af því stafaði mikil vandræði. Það
er ekki einungis óskemmtilegt fyr
ir baðgesti að geta stöðugt átt á
hættu að drekka sama vatnið
tvisvar, heldur er líka mikil sýk-
ingarhætta samfara svona a-
standi. Þessu afleita vandamáli
hefur okkur tekizt að ráða bót á
með því að finna, hvar við ströad
ina straumar liggja með botni út
til hafs, en á slíkum stöðum hefur
reynzt öruggt að láta skolpið
skilja við leiðslurnar. í þessum
erindagjörðum hef ég ferðazt
milli allra borga, stórra og
smárra, á strandlengjunni eða
7—8000 km, og hefur sannast að
segja mjög verið eftir því sótzt,
að fá leyst úr þesuro erfiðleikum.
Börnin tala a. m. k. 4 tungumál
— Segðu mér að lokum, Ingvar,
er mikið um Norðurlandabúa í ná
grenni við ykkur? Af hvaða þjóð-
ernum er helzt runnið það fólk,
sem þið umgangizt?
— Það er talsvert af Norður-
landabúum þarna, Danir, Svíar
og Norðmenn skipta hverjir um
sig hundruðum, og félag þeirra er
orðið um 80 ára gamalt, elzt
slikra félaga og mikið líf í því. Á
næstu grösum við okkur búa ana-
ars mest Hollendingar, margir
komnir frá Austur-Indíum, þar
sem framtíðarmöguleikar þeirra
eru nú minni en áður var. Svo er
allmikið um Englendinga og inn-
flytjendur úr öllum áttum. Þesst
fjölbreytni hefur m. a. orðið til
þess, að börnin, sem eru á þeim
aldri, að þeim veitist létt að læra,
tala meira eða minna tungumál
allra þesara þjóða, auk islenzku
og portúgölskunnar, sem er aðal-
málið í landinu. Þau leika sér líka
til skiptis við þessa nágranna,
sem okkur fellur yfirleitt mjög
vel við.
— Eruð þið nokkv.ð farin að
ræða heimflutning af alvöru?
— Nei, ætli það verði næsta
árið a. m. k. Eins og ég sagði þér,
var ég upphaflega ráðinn til 2ja
ára, en nú erum við búin að vera
þarna í sex. Það er ekki hægt að
hlaupa frá hálfköruðu verki
V A N X A R
Aukastarf
Maður, sem vinnur vaktavinnu óskar eftir auka-
starfi. Hefi mjóg góðan tíma. Þaulvanur öllum skrif-
stofustörfum m.a. bókhaldi og vélritun. Góð mála-
kunnátta. Allt kemur til greina. Hefi góðan bíl til
umráða. Tilb. sendist Mbl. fyrir 10. jan. merkt: „Hag-
kvæmt — 8111“.
Til sölu
alveg nýr og ókeyrður, FALCON 1960.
Mjög glæsilegur.
BÍLLINM
Varðarhúsinu — Sími 18-8-33.
R afmagnsperur
. Langhæzt sala s.l. ár. (S.l. 5 ár 4500000 stk.)