Morgunblaðið - 05.01.1960, Qupperneq 19
Þriðjudagur 5. jan. 1960
MORCVNBL4Ð1Ð
19
— Nobelsskáldið
Framh. af bls. 1.
bréf, sem þeir Camus og
Sartre skrifuðu hvor öðrum,
vöktu mikla athygli og ollu
pólitískum deilum í Frakk-
landi á sínum tíma. — Camus
tók mikinn þátt í andspyrnu-
hreyfingunni gegn nazistum á
stríðsárunum og var um skeið
ritstjóri sósíalistablaðsins
Combat, sem nazistar bönn-
uðu, en gefið var út á laun
eigi að síður.
★
í skáldverkum sínum setti
Camus fram kenningu sína
um hið fráleita og fjarstæða
(absurd) í tilverunni. Einna
þekktust af verkum hans eru
skáldsögurnar „L’Etranger“
(Hinn ókunni) og „La Peste“
(Plágan — sem komið hefir
út á íslenzku í þýðingu Jóns
Óskars). Hafa skáldsögur þess
ar verið þýddar á fjölda tungu
mála og öfluðu honum heims-
frægðar.
★
Ritari sænsku akademíunn-
ar, Anders Österling, sagði í
dag, að Camus hefði verið
meðal yngstu rithöfunda, er
Albert Camus
Nobelsverðlaun hafa hlotið —
og svo hafi virzt, sem hann
stæði enn við upphaf ferils
síns, sem rithöfundur, þrátt
fyrir þau afrek, sem hann þeg
ar hafi unnið. —
Italska skáldið Salvatore
Quasimodo, sem hlaut Nobels
verðlaunin sl. ár, lét svo um
mælt, að með Camus hefðu
Frakkar misst einn gáfaðasta
rithöfund sinn og einn af sín-
um mestu stílsnillingum.
— Utan úr heimi
Frarnh. af bls. 10
því fólgið að „rækta kynþokk-
ann“ úti í sveitunum, ef svo
mætti að orði komast.
*
Atvinnumálaráðherrann leggur
til, að sendir verða hópar fagurra
og íturvaxinna Parísarmeyja út
á landsbyggðina. i>ær skulu síðan
leiðbeina ungum sveitastúlkurn í
öllum þeim margvíslegu „brögð-
um“, sem kvenfólk hefir yfir að
ráða til þess að vekja athygli
karlmanna — og halda henni vak
andi. — Og þótt ekki verði öllum
sveitastúlkum breytt í „Brigitt-
iu-“, þá telur ráðherrann, að slík
„námskeið“ hlytu að stuðla að
því, að ungir sveitamenn hugs-
uðu sig um tvisvar áður en þeir
rykju til Parísar til þess að leita
uppi „draumadísir" sínar. —
Hvað sem öðru líður, er hug-
myndin býsna „sniðug“ ....
Ljóðatónleikar í Melaskólanum
FJÓRIR ungir hljómlistarmenn
munu halda nokkurs konar stofu-
hljómleika í Melaskólanum á
morgun. Koma þar fram þrír
ungir söngvarar, þau Sigurveig
Hjaltested, Snæbjörg Snæbjörns-
dóttir og Sigurður Bjömsson,
ásamt undirleikara sínum, Ragn-
ari Björnssyni, sem hefur um-
sjón með hljómleikunum.
AUnýstárlegt snið verður á
þessum hljómleikum. Söngvararn
ir syngja ekki á upphækkuðu
sviði, heldur verða þeir fyrir
miðjum sal í sömu hæð og áhorf-
endur. Ætlunin er að reyna að
ná nánara sambandi við áheyr-
endur, en venjulegt er á hljóm-
leikum í stórum sal. Vitað er, að
hughrif verða allt önnur og
meiri, þegar sungið er og leikið
í litlum sölum. Menn njóta betur
þess, sem fram fer á sviðinu og
listamönnum ber yfirleitt saman
um, að þeir nái mun betur til
áheyrenda sinna. Þetta form
hljómleika og leiksýninga er
algengt erlendis, einkum hjá
ungu listafólki.
Söngvararnir eru allir á förum
til náms í Þýzkalandi. Snæbjörg
og Sigurveig fara til Salzburg,
en Sigurður heldur áfram námi
hjá Gerhard Riiss í Munchen. —
Sigurður hefur fengið boð frá
Brúckner Rúggeberg í Hamborg
um að syngja í Requiem Mozarts,
sem fært verður upp í marzmán-
uði nk.
Á hljómleikunum á morgun
syngur Sigurður lagaflokkinn
Dichterliebe eftir Schumann, Sig-
urveig Hjaltested syngur laga-
flokkinn Kinderstube eftir
Moussorgsky og Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir syngur lög eftir
Sjalfsmorð vegna
wþungaw frankans
PARÍS, 4. jan. (Reuter) —
Frönsk blöð hafa sagt frá
tveim sjálfsmorðum þessa
fyrstu daga janúar — og
sett þau í samband við gild-
istöku hins nýja — eða
„þunga“ — franka á nýárs-
dag.
Rúmlega sjötugur maður,
Maurice Louvrier, drekkti
sér, og frú Marie Eloy, 65
ára gömul, fannst látin í
íbúð sinni — skorin á háls.
Sagt var, að þau hefðu bæði
óttazt að þau mundu verða
öreigar við peningaskiptin.
Menn fá 1 „þungan"
franka fyrir hverja 100
þeirra, sem áður voru í
gildi. Yfirleitt liefir lítið
borið á, að peningaskiptin
yllu mönnum verulegum
áhyggjum.
Richard Strauss og Brahms.
Hljómleikarnir á morgun hefj-
ast kl. 9 síðd. Aðgöngumiðar
verða seldir við innganginn, en
salurinn tekur einungis 150
manns í sæti.
— Hatursherferð
Framh. af bls. 1.
og varað þá við, hvað kynni að
bíða þeirra. — Hefir hann að lík-
indum átt við þrjá þingmenn af
Gyðingaættum og einn fyrrver-
andi þingmann, sem kváðust hafa
fengið nafnlausar tilkynningar
um, að þeir væru „gislar brezku
nazistahreyfingarinnar“. Er hév
um að ræða Sydney Silverman,
dr. Barnett Stross, Ian Mikardo
og frú Barnett Janner. — Scot-
land Yard setti lögregluvörð við
heimili þeirra.
★
Fregnir bárust frá ýmsum
borgum Bretlands, svo sem
Leeds, Bolton, Bournemouth,
Belfast og Dublin, um að þar
hefðu verið málaðir haka-
krossar og ókvæðisorð um
Gyðinga á hús. — Yfirleitt er
litið svo á tiltæki þessi í Bret-
landi, að hér sé frekar um að
ræða óknytti unglinga en að
skipulögð nazistahreyfing sé
þar að verki. — Þá hafa bor-
izt fregnir um sams konar at-
vik frá Noregi, Danmörku,
Svíþjóð, Ítalíu og Bandaríkj-
unum — og „faraldurinn“
heldur áfram að breiðast út í
Vestur-Þýzkalandi.
í Vestiur-Berlín voru málaðir
hakakrossar á húsveggi og orðin
„Burt með Gyðinga". — Lögregl-
an þóttist geta rakið málningar-
slóð heim til ungs manns, Rolfs
Wollny að nafni, og tók hann
fastan. — Sams konar atvik áttu
sér stað í Dingen nálægt Wies-
baden og þar voru orðin „Heil
Hitler, við komum aftur“ krotuð
á húsvegg.
Mikil og almenn andúð og
gremja ríkir í Vestur-Þýzkalandi
vegna atburða þessara. Eru flest
blöðin mjög harðorð og lýsa ein-
dreginni fyrirlitningu á slíku
framferði, um leið og þau hvetja
stjórnarvöldin til að gera allt,
em unnt er til þess að hafa hend
ur í hári hinna seku. — Háværar
raddir heyrast um að hafa beri
sérstaka umræðu í þinginu um
málið, og eru þar í flokki nokkr-
ir þingmenn stjórnarflokksins.
Afstaða stjórnarinnar mun hins
vegar vera sú, að með slíku væri
of mikið gert úr ósómanum, og
kynni það jafnvel að verða til
þess að gefa þessari hatursher-
ferð byr undir báða vængi.
Vestur-þýzka stjórnin hefir
gefið út yfirlýsingu vegna und-
angenginna atburða, og er hún
birt á öðrum stað í blaðinu.
Hjartanlega þakka ég öllum nær og fjær, sem glöddu
mig á sjötugsafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum
og heillaskeytum og gerðu mér þannig daginn ógreym-
anlegan. Guð blessi ykkur.
Kristján Guðmundsson frá Arnarnúpi.
Ég þakka hjartanlega öllum vinum mínum og vanda-
mönnum sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 29. des.
s.l. með heimsóknum, blómum, skeytum og stórum og
veglegum gjöfum. Beztu kveðjur.
Guð blessi ykkur öll um ár og eilífð.
jRagnhildur Davíðsdóttir, Hringbraut 50.
Móðir okkar og fósturmóðir
VALBOG S. JÓNSDÓTTIB
frá Flatey,
andaðist 31. desember. Útfaradagur auglýstur síðar.
Sigríður Jóhannsdóttir,
Sigurjón Jóhannsson, Ólafur Tr. Andrésson.
Maðurinn minn
EINAR JÓHANNSSON
múarameistari,
andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins laugardaginn 2.
janúcur.
Fyrir mína hönd og annara vandamanna.
Olafía Guðnadóttir
Maðurinn minn
GUNNAB SALÓMONSSON
andaðist 3. janúar 1960 í Sjúkrahúsi Akraness. Kveðju-
athöfn fer fram miðvikudag. 6. þ.m. kl. 10 f.h. frá
Akraneskirkju. Jarðarförin fer fram að Helgafelli, en
verður ákveðin síðar.
Elín Þórarinsdóttir
Kveðjuathöfn sonar okkar
BALDURS JAFETSSONAB
fer fram miðvikudaginn 6. jan. kl. 2 frá Þjóðkirkjunni
í Hafnarfirði.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Jafet Sigurðsson og systkinL
DÓRÓTHEA HELGADÓTTIB
sem lézt 30. des. á Kópavogshæli, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. jan. kl. 1,30.
Vandamenn.
Jarðarför
hálfdAns Arnasonar
Valshamri, Mýrum
fer fram miðvikudaginn 6. jan. kl. 10,30 frá Fossvogs-
kirkju. Athöfninni verður útvarpað.
Eiginkona og böra
Við þökkum innilega öllum er auðsýndu okkur vináttu
og samúð við fráfall og jarðarför móður okkar og tengda-
móður
GUÐBJARGAR HELGADÓTTUR
Rannveig Jónsdóttir,
Ari Jónsson, Ottó Jónsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
JÖNASAR KR. JÓNSSONAR
Greniteig 9, Keflavík.
Birna Þorsteinsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar
för móður, fósturmóður, tengdamóður og ömmu okkar
ÖNNU EINARSDÓTTUR
frá Sölfholti.
Börn, fósturdóttir, tengdabörn, barnabörn.
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlut-
tekningu við andlát og útför eiginmanns míns,
JÓNS JÓNSSONAR
frá Flatey Breiðafirði, Heiðavegi 57, Vestmannaeyjum
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda:
Rósa Oddsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður
okkar,
GUÐMUNDAR J. GUÐMUNDSSONAR
prentara, Lokastíg 5
Guðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson