Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 1
20 siður Bretar veiða í landhelgi frlands skáldsins VINSTRI hjólbarðinn sprakk og svona lét heimsfrægt skáld lífið. Síðastliðinn mánudag var Albert Camus, hið franska nóbelsverðlauna skáld, á leiðinni til Par- ísar með vinum sínum, bókaútgefendaf jölskyld- unni Gallimard. — Þau höfðu verið að skemmta sér yfir helgina suður á Bláströnd, en voru á heimleið í mjög hrað- skreiðri bifreið Galli- mards af tegundinni Far- cel Vega. — Gallimard stjórnaði bílnum, en Camus sat við hlið hans í framsætinu. í aftur- sætinu voru frú Galli- mard og 18 ára dóttir þeirra hjóna. Bifreiðin var á mjög mikilli ferð í um 10 km fjarlægð frá París, þeg- ar fram-hjólbarði sprakk og kastaðist bifreiðin snögglega út af veginum og á tré sem stóð við vegkantinn. Camus var örendur á samri stundu, Gallimard hjónin mikið slösuð, en dóttirin nokkuð meidd. Camus var stundum kallaður skáld örlag- anna. Slík voru örlög hans. — Rússar hefja eldflauga- tilraunir á Kyrrahafinu MOSKVU og CANBERRA, . 8. janúar — (Reuter) — I'AÐ hefur vakið mikla furðu, sérstaklega í Kyrrahafslönd- unum, að Rússar tilkynntu í dag, að þeir ætluðu að hefja tilraunir með eldflaugar á miðju Kyrrahafinu. Hafa þeir afmarkað hafsvæði milli Marshall og Gilbert-eyja, sem þeir kalla hættusvæði og eru rússnesk eftirlitsskip komin þangað til að fylgjast með tilraununum. Rússar segja að þeir ætli að gera eldflaugatilraunirnar ein- hverntíma á tímabilinu 15. janú- ar til 15. febrúar. Segja þeir, að svæði það sem þeir hafa afmark- að sem hættusvæði sé fjarri öll- um flugvéla- og skipaleiðum. Einn af helztu eldflaugasér- fræðingum Rússa, Bronstein að nafni lét í það skína í viðtali við blaðamenn í dag, að kjarni þess- ara nýju eldflaugatilrauna væri að reyna miklu stærri og þyngri eldflaugar en þekkzt hefðu fram til þessa. Munu Rússar ætla að skjóta þeim út frá Síberíu en síð- ACCRA, 8. jan. — Macmillan forsætisráðherra Breta er í heim- sókn í Ghana. Hann skoðaði m. a. hafnarmarinvirki í Tema og raf- orkuframkvæmdir í Volta-ánni. Hinn brezki forsætisráðherra hyggst heimsækja fleiri Afríku- lönd á næstunni þ. á m. Nigeríu, Ródesíu og Suður-Afriku. an eiga þær að falla i hafið á fyrrgreindu hættusvæði í 9000 km fjarlægð. Einnig lét Bron- stein að því liggja, að þetta væru eldflaugategundir þær, sem Rúss- ar hygðust skjóta i nálægri fram- tíð til reikistjarnanna Venus og Mars. í Kyrrahafslöndum eru fullyrð ingar Rússa um að hættusvæðið sé fáfarið bornar til baka. Slysa- varnarsamband Japana hóf í dag að senda aðvaranir til japanskra fiskiskipa á hættusvæðinu, en fjöldi túnfiskibáta mun vera þar að veiðum. >á hafa Ástralíumenn mótmælt því að hættusvæði Rússa er lagt þvert yfir flugleið- ir og skipaleiðir til og frá Ástra- líu. undir her- skipq- vernd Dublin, 8. jan. (NTB). BREZK herskip hafa undanfarna daga haldið á miðin undan suðui> strönd írlands til vernd* atr brezkum fiskiskipum eftir að írland hefur með einhliða ráðstöfunum stækkað landhelgi sína. Hafa írar tekið upp þá reglu að mæla landhelgi sína frá grunnlínum, sem dregnar eru milli yztu annesja, en áð- ur fylgdi landhelgislínan strandlengjunni, og hefur þessi nýja regla orsakað tölu- verða útfærslu landhelginnar, í einstaka tilfellum nemur út- færzlan níu sjómílum. í sambandi við þessa frétt ber að geta þess að landhelgl íra er áfram aðeins 3 mílur, breytingin er eingöngu sú að tekið er upp grunnlínufyrir- komulag svipað því sem notað er hér og dæmt var lögmætt af Alþjóðadómstólnum í Haag hinn 18. des. 1951, þegar Norð- menn og Bretar deildu um þetta atriði. En varðskipafloti Íra mun ekki vera hættulegur brezka flotanum. Framh. á bls. 19. Dennison Jerauld Wrigrht flotaforingi hefur verið yfirmaður flota styrks NATO á Atlantshaf- inu siðan 1954 eða í nær 6 ár. Hefur hann þá um leið verið æðsti yfirmaður þess herliðs sem dvelst hér á landi. En bækistöð hans er í bænum Norfolk á austur strönd Bandaríkjanna. Wright Fyrir nokkru baðst fekur við aí Wrig-ht iausnar og mun hann láta af störfum þann 1. marz n.k. Hann hefur ver ið vel látinn í þessu starfi og reynzt röggsamur stjórn andi. Við starfi hans mun nú taka Robert Lee Dennison flotaforingi, sem að undan- förnu hefur verið yfirmað- ur bandaríska flotastyrks- ins á .Miðjarðarhafinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.