Morgunblaðið - 09.01.1960, Síða 13

Morgunblaðið - 09.01.1960, Síða 13
Laugardaerur 9. jan. 1960 MOnr.Tnvnr ánio 13 Viki Bak . . . Ein uppáhaldsleikkona Dana, Vivi Bak, lék í einni kvik- mynd á s.l. ári, „Stúlkan í leit arljósinu“ og þótti bara takast vel. Vivi Bak er kornung stúlka, varð tvítug á s.l. sumri, og hefur aðallega leik- ið I þýzkum myndum. ★ Hlekkurinn . . . Og hér sjáum við negrann Sidney Poitier í bandarísku kvikmyndinni „Hlekkurinn", sem þykir ógleymanleg öllum, sem á hafa horft. **■.-*:* 00*0*00, Krlstmann Gubmundsson skrifar um BÓKMENNTIR DÝRASTA kvikmynd, sem gerð var á árinu 1959, er án efa kvikmyndin Ben-Húr; en hún mun hafa kostað rúmlega 15 milljón dollara. Kvik- myndatakan hefur staðið yfir í 5 ár og var kvikmyndin loks frumsýnd í desember s.l. Aðalsögupersónan Ben Húr er leikinn af Charlton Heston og Ester er leikin af naer óþekktri leikkonu frá ísrael, Haya Harareet. Segir sagan, þar var hún að leika í ítalskri kvikmynd, sagði hann við hana mestmegnis af kurteisi: — Nú já, þér eruð frá ísrael. Mig hefur alltaf langað til að heimsækja það land. Og hún svaraði ertandi: — Þetta segið þið Ameríkumenn alltaf, en látið samt aldrei verða afi því. Ég geri ráð fyrir að þið mein- ið ekkert með því. Þetta samtal skaut upp í huga Wylers, er hann var að líta tftir stúlku, sem mundi sóma sér vel í aðalkvenhlut- verki kvikmyndarinnar. Gerði hann henni samstundis boð um að hitta sig að máli, en þá var hún að svipast upp eft- ir hlutverki í Frakklandi. Var hún ekki lengi að venda sínu kvæði í kross og undirskrif- aði samninginn í Róm 10 klukkustundum eftir að hún fékk skilaboðin. Sviðstjórinn er, eins og fyrr segir, William Wyler — en hann hefur tvisvar unnið Oscar-verðlaun fyrir myndirn ar „Frú Miniver" og „Beztu( ár ævinnar", eirinig sviðsetti, hann „Prisessan fær sér frí“ með Audrey Hepburn í aðal- hlutverki. Er talið að hann eigi mestan heiðurinn af, hversu myndin sé vel heppn- uð. Kristur er látinn koma fram í myndinni, þó nafnlaus, og myndir aðeins teknar af honum aftan frá eða á hlið og þess gætt vandlega að láta ekki andlit hans sjást. Myndin er nokkuð löng, alls voru notaðir 400,000 metrar af filmræmu, en hún stytt niður í 6,300 m., en það svarar til þess að kvikmyndasýningin standi yfir í rúmar fjórar klukkustundir. Októberljóð. Eftir Gunnar Dal. Bókaútgáfan Norðri. ÞETTA er glæsilegasta ljóðabók sem út hefur komið um árabil, bæði að innihaldi og ytra frá- gangi. Hún er safn beztu ljóða Gunnars Dal, en hann ber nú hæzt allra yngri Ijóðskálda á ís- landi. Þeir sem ekki viðurkenna það, hafa aðeins tvær afsakanir, ef afsakanir skyldu kalla: póli- tiska andúð eða algert skilnings- leysi á skáldskap. Eftir útkomu þessarar bókar verður skrambi erfitt að láta eins og hann sé ekki til; það er að minnsta kosti á- kveðin krafa allra Ijóðunnenda í landinu, að úthiutunarnefnd lista mannalauna láti ekki framar þá smán um sig spyrjast! Þegar fyrsta bók Gunnars, „Vera“, kom út árið 1949, varð flestum bókmenntamönnum ljóst að þar var á ferðinni athyglis- vert skáldefni. En íjórum árum síðar kom „Sfinxinn og hamingj- an“, og var þá ekki lengur um neitt að efast: Við höfðum eign- ast nýjann ljóðsnilling. — Síðan gaf svo skáldið út þrjár frábær- lega snjallar bækur um heim- speki ,sem vöktu athygli aimenn ings og voru lesnar upp til agna. Og nú eru „Októberljóð“ á markaðinum. — Hún hefst á nokkrum ljóðum úr „Veru“. Bezt þeirra eru: „Til þin“ og „Á jóla- nótt“, en öll bera þau nokkur merki æsku höfundar, þótt skáld gáfan sé augljós. Annar kafli bókarinriar nefnist „Myndrím“, þar sem höf. gerir skemmtilegar og athyglisverðar tilraunir með nýtt ljóðform: „Dísirnar leituðu að vöggu gleðinnar. Vofur fegurðarinnar leita að gröf sorgarinnar". Þetta eru aðeins þrjú ljóð, öll fersk og nýstárleg. — Næsti kafl- inn er svo októberljóð. Þar eru ýms kvæði, sem lestandinn kann- ast við úr bókinni: „Sfinxinn og hamingjan“, snilldarkvæði, eins og: „Morgunn", „Dagur“, „Nótt“, „Jörð“ og „Sær“, að nokkur séu nefnd. Þá er þarna litla ljóð- perlan „Líf‘, og meistaralega gerð kvæði, eins og „Fljótið rauða“, „Höllin hvíta“, og „Hrya ur lauf“. Hið síðastnefnda er hauststemning: „Að fótum jarðar fellur nótt og grætur. — Fegurð þín af le'ði sínu stígur, svipur hennar fornar leiðir flýgur flögrar inn í rökkurheima nætur. Hrynur lauf í haustskóg minn- inganna, horfið sumar rauðum blöðum þekur, og yndi mitt, sem ekkert framaí . vekur, undir sínum mjúka feldi grefur. Stíga tregans ungu álfafætur á allt, sem hér í þessum skógi sefur. Að fótum jarðar fellur nótt og grætur“. Loks er dulrænt snilldarljóff; „Sfinvinn og hamingjan", — en dulrænt undirspil er í mörgum kvæðum Gunnars og eiga sumir erfitt með að fyrirgefa honum það! Næst eru nokkur órímuð Ijóð —■ ekki „atómljóð", — og eru þau vel gerð, en tvö þeirra hefði ég óskað að væru ekki í þessu safni: „Formaður úthlutunarnefndar“ og „Að kosningum loknum". — „Þú sem áttir allan heiminn" er ' aftur á móti snjallt: „Þú sem áttir allan heiminn að vinna og engu að tapa nema hlekkjun- um. Framhald á bls. 19. Hólmganga BUENOS AIRES, Argentínu, 30. des. (Reuter): — Hermálaráð- herrann Rodolfo Larcher hers- höfðingi og Augustin Rodriguez Araya, þingmaður stjórnarand- stöðunnar háðu í dag einvígi með sverðum, og lauk því á þann hátt að Araya særðist á enni. Larcher skoraði Araya á hólm eftir að Araya hafði ásakað Alsogaray fjármálaráðherra og háttsetta yfirmenn í hernum um óheiðarleik í stjórnarstörfum. Hermálaráðherrann hafði áður tilkynnt Frondizi forseta að hann segði af sér embætti til að geta komið fram án hindrunar. Hólmgöngumennirnir, sem vorn berir niður að mitti, börðust i þrjár mínútur með flugbeittum sverðum, en áhorfendur og blaða ljósmyndarar fylgdust með bar- daganum frá nálægu húsi. Sár Araya var ekki álitiS hættulegt. Hann fékk einnig sár á öxl, en yfirgaf vígvöllinn ó- studdur eftir að gert hafði verið að sárunum. Larcher, sem var ósærður, var hylltur er hann yfirgaf hólm- göngustaðinn. Forsetinn tók ekki gilda lausnarbeiðni hans. Alsogary hefur krafizt þess að þinghelgi Araya verði afnumin og heimtar af honum 500.000 pe* os í bætur (ca. kr. 90 þús.) ‘*0'0*0'0 00 0^0 0*0*0*0T0*0b^0B0*0*01010'00 0) Ung stúlka óskast á skrifstofu til að vinna við spjaldskrá. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „Skrifstofustúlka — 8086“ fyrir 12. þ.m. VÖRUHAPPDRÆTTI S. í. B.S. Býður nokkurt happdrætti hérlendis fram eins marga stórvinninga sem Vöruhappdrættið? Gjörið svo vel að rannsaka þetta. *' * MiSar sem ekki verSa endurnýjaðir £yrir kl. 1 0 í kvöld, verða lagðiir £ram til sölu á morglin 'WJ Umboðin opin allan daginn á morgun (sunnud.) DREGID Á MÁNUDAGINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.