Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUl\rtT.4Ð1Ð Laugardagur 9. Jan. 1960 Hafnarframkvæmdir hafnar á Reyðarfirði Síldarverksmiðja eitt mesta hagsmimamálið REYÐARFIRÐI, 3. jan.: — S.l. sumar og haust hefur verið hér næg atvinna og allir, sem vilja vinna hafa haft nóg að gera. Skal nú nefnt það helzta, sem skapað hefur þessa atvinnu. Mörg íbúðarhús hafa verið í smíðum eða nánar tiltekið 8—10 hús. Einnig er hér í smíðum stór og myndarlegur barnaskóli, sem kominn er undir þak. >á má geta þess að ríkið hefur látið byggja á staðnum stórt vélaverkstæði og hafa margir haft vinnu við það. Þá voru lagðar á land 2000 tunnur af síld í sumar á vegum m/b Snæfugls, en lítið hefur ver- ið um slíkt á seinni árum. Hér hefur einnig verið byrjað á hafn- arframkvæmdum. Búið er að gera 85 m. langan varnargarð og tekur þá við næst að reka niður stálþil og rhun verða byrjað á því verki í vor. Bryggjan verður 68 m. löng og við annan enda henn- ar verður bátakví fyrir 8 báta. Má af þessu sjá, að hér er um stórbætta aðstæðu að ræða, enda hefur byggðarlagið enga bryggju átt, því að þær bryggjur, sem fyrir eru, eru einkaeign Kaup- félags Héraðsbúa og ekki nema önnur þeirra í notfæru standi. Tveir bátar eru nú gerðir út frá staðnum, og von á þeim þriðja á sumri komanda. Ég vil geta þess hér, að þegar þessir bátar eru í heimahöfn, þurfa þeir að hrekjast frá bryggju, hvort heldur er að nóttu eða degi, þegar skip koma, og má raunar segja, að þeir séu í stór- hættu, þegar þau liggja við bryggju og geta allir séð, hve mikið nauðsynjamál það er að ráðizt skuli hafa verið í þessar hafnarframkvæmdir. Ber að þakka þeim, sem að því hafa unnið. Verkstjóri við fram- kvæmdirnar er Jón Björnsson. Áður en skihð verður við þennan fréttapilstil, vil ég fara nokkrum orðum um mál, sem efst er á baugi meðal Reyðfirð- inga um þessar mundir. Hér þarf að koma upp síldarbræðsla á næsta sumri og raunverulega er það mál málanna í dag. Eins og flestum er kunnugt hafa síldar- göngur mjög breytzt síðastliðin 2—3 ár, síldin hefur gengið meira að Austurlandinu og má segja að góð veiði hafi verið hér síðastliðin tvö sumur. Meira að segja fylltist Reyðarfjörður svo af síld í sumar, að í firðinum mátti líta 50—60 skip og mörg skipanna fengu stór köst. En þá gerðist það sorglega, að skipin urðu að stíma til Raufarhafnar eða norður fyrir Langanes til að losna við aflann, vegna þess að hér var engin aðstaða á landi til að hagnýta þetta silfur hafsins. Við svo búið má ekki standa. Hér er verk fyrir þingmenn kjördæmisins að vinna að nú á þessu þingi, að hér verði reist 2500 til 500 mála verksmiðja á komandi sumri. Hér eru öll skil- yrði fyrir hendi til slíkra fram- kvæmda og ég veit að þegar ég segi, að ég skora á alla þingmenn kjördæmisins að vinna ötullega að þessu velferðarmáli, þá mæli ég fyrir munn allra Reyðfirðinga og jafnvel Austfirðinga allra. — J.Þ. EFTIRFARANDI spil er gott og skemmtilegt dæmi um öryggis- útspil. Suður er sagnhafi og spil- ar 3 grönd og Vestur lætur út spaða 5. — Til þess að hafa meiri ánægju af spili þessu, skulum við til að byrja með aðeins atliuga spil Norðurs og Suðurs. ir A K 10 6 V A G ♦ 8 4 * K 10 7 5 4 2 A A G V K 9 8 7 ♦ D 10 6 5 * A G 9 'k Hvemig á nú Suður að spila spilið þannig, að hann fái örugg- lega 9 slagi? — Augljóst er að hann hefir sjö örugga slagi og viðbótarslagirnir verða að fást á lauf. Þar sem tigulliturinn er frekar lélegur, er einnig aug- ljóst að Austur má ekki komast inn og liggur því beinast við að svína laufinu gegnum Austur. — it Hafi Vestur laufadrottningu og spili þvínæst tigli, þá geta Austur og Vestur aðeins fengið þrjá slagi í þeim lit og sögnin þar með unn- in. Þar sem nú virðist liggja ljóst fyrir, hvernig spila eigi spilið, þá föllum við ekki fyrir þeirri freistingu að fá ódýran slag í spaða, heldur drepum strax á spaðakóng, því allar innkomur í borði þarf að nota. Nú er rétt að athuga allar hendur: ★ A Á G V K 9 8 7 ♦ D 10 6 5 * A G 9 i\ Nú sjáum við, að óttinn við tigullitinn var ekki ástæðulaus. Ef Austur hefði komizt inn í laufadrottningu. Vestur drepur, spilar lágtigli og Austur drepur á kóng og lætur tigul 2 út og Austur og Vestur fá þannig 5 slagi. En nú kemur enn eitt í ljós. Austur á fjögur lauf og til þess að vinna spilið þarf að láta út laufa 10, og svína henni. Ekki er nóg að spila lág laufi úr borði og svína níunni eða gosanum, því þegar farið er aftur inn á borðið til að svína laufi á nýjan leik fer síðasta innkoman á borðið og laufaliturinn nýtist ekki. — Sést á þessú spili hve margt þarf að varast og er spilið mjög lær- dómsríkt að því leyti. ÞESSI laglega stúlka er komin til íslands frá Bret- Iandi, til að syngja fyrir gesti á Röðli. Hún heitir Shelley Marshall og byrjar þar í kvöld. Ungfrú Mars- hall hefur komið fram í næturklúbbum og kabarett- um víða í Englandi, sl. sum- ar m. a. í Blackpool-reví- unni. Hún mun syngja með hljómsveit Árna Elvar á Röðli út janúarmánuð. Fréttir i stuttu máli WASHINGTON, 6. janúar. — Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og kariadísku stjórnarinnar rædd- ust við í dag um verzlunarbanda- lögin í Evrópu og samvinnu þeirra í mill' MOSKVU, 6. janúar. — Rússnesk tr vísindamenn telja sig hafa reynt nýtt lyf við krabbameini með góðum árangri. Er lyfið úr trjáberki. skrifar úr daglegq lífinu 3 • Kynþáttaofsóknir Eftirfarandi bréf barst fyrir nokkru síðan frá Suðurnesja- karli: Mér datt sú spurning í hug, þegar ég las í blöðunum, að Bandaríkjastjórn teldi sig.fara eftir óskum íslendinga, með því að útiloka blökkumenn frá herþjónustu á Keflavíkur- flugvelli, hvort íslendingar vildu leggja fram sinn skerf til kynþáttaofsókna. Ég varð, ef satt skal segja undrandi yfir að íslenzku blöð in skyldu birta þessa fregn at- hugasemdalaust. Ég hélt að eitt af því sem við höfum stært okkur af undanfarin ár, væri sú staðreynd ag hér ríkti al- gjört frelsi. Skoðana og trú- arbragðafrelsi og frelsi frá of- sóknum vegna þjóðernis eða litarháttar. Við höfum með mörgum hörðum orðum for- dæmt Faubus ríkisstjóra í Little Rock og kynþáttaofsókn irnar þar, við höfum einnig fordæmt Apartheid stjórnar- iinnar í Suður-Afríku og full- trúi okkar hjá Sameinuðu þjóð unum Thor Thors hefur ekki aðeins greitt atkvæði til styrkt ar málstað hinna kúguðu kyn- þátta, heldur einnig haldið ræður þar sem hann hefur lýst íslenzku þjóðina andvíga kyn þáttastofnunum og hverskon- ar kúgunum. * Áfangi í mann réttindabaráttu Það var ekki fyrr en eftir lok síðustu heimsstyrjaldar að negrar í Bandaríkjunum náðu þeim áfanga í mannréttinda- baráttu sinni að hljóta jafn- rétti við hvita menn innan allra deilda herliðs Bandaríkj- anna. Forystumenn blökku- manna töldu þetta einhvern mikilvægasta áfangann, sem þeir hefðu náð frá dögum þrælastríðsins. Það hlýtur því að koma eins og hnefahögg framan í frels- isunnandi fólk víðsvegar um heim, þegar ymprað er á því að íslenzk stjómarvöld líti á blökkumenn sem einhverja óæðri manntegund, sem sé hættulegri í umgengni við ís- lenku þjóðina, heldur en aðrir Bandaríkjamenn. Ég hef dvalizt talsvert í Bandaríkjunum og ég tel að kynni mín af blökkumönnum þar séu þau að þeir séu eins og fólk er flest, hvorki verri né betri og eitt er víst, og það er, að fleiri glæpir eru hlut- fallslega framdir af fólki af öðrum kynstofni t. d. Puerto Ricomönnum, heldur en af negrum og virðast þó engar hömlur vera á dvöl Puerto Ricana hér á landi. Ég vona að sú frjálslynda ríkisstjórn, sem nú situr við völd gefi út yfirlýsingu um að íslenzk stjórnarvöld taki engan þátt í kynþáttaofsókn- um, enda sæti varla á okkur að fordæma aðra fyrir það, teot vér sjáifir aðböíunM»t“. Margir Reykvíkingar hafa e. t. v. veitt því athygli, að í fyrradag sást margsinnis yfir bænum fjögurra hreyfla flug- vél, með eina eða tvær skrúf- ur stöðvaðar. Þetta var önn- ur Viscount-flugvél Flugfélags ins í æfingaflugi. Það er við- tekin regia, að allir flugmenn félagsins verða að ganga undir hæfnispróf á sex mánaða fresti og em þá viðbrögð þeirra við ýmsum hugsanleg- um óhöppum athuguð. Jó- hannes Snorrason, yfirflug- stjóri félagsins, reynir alla flugmennina — og í þetta sinn voru það Hörður Sigurjónsson, flugstjóri, og aðstoðarflug- mennirnir Jón R. Steindórsson og Bragi Nordal. Myndina tók ' Ól. K. M., er flugvélin var að lenda með einn hreyfil stöðv- aðann. Jóhannes gerir fé>ögum sínum ýmsar skráveifiur í þessu sambandi, en flugmenn- irnir eiga að geta fundið ráð við öllu. Ekki brak ur Hedtoft KAUPMANNAHÖFN, 6. janúar. Einkaskeyti til Mbl.: — Berling- ur ræðir í dag um árekstur hollenzka veðurskipsins, sem kom til Reykjavíkur með rifinn kinnung. Segir blaðið, að óhugs- andi sé, að veðurskipið hafi rek- izt á brak úr Hans Hedtoft. Græn landsfarið hafi sokkið á mörg hundruð metra dýpi og harla ó- sennilegt sé að brak úr því sé enn fljótandi á þessum slóðum. Veðurskipið hefur sennilega rek- izt á „bláís“, heldur Berlingur áfram, sem oft er á reki á þess- um slóðum. Bláísinn er oft ósýni- legur, sérlega þó í myrkri. Heilbrigður liggur fyi ir dauðanum PERTH, Ástralíu 6. jan. (Reuter) — Læknar hér segjast berjast vonlausri baráttu gegn ætt- flokka-göldrum til að bjarga lífi 15 ára drengs af frnmstæðum ættflokki, sem er að „tærast til dauða“ í sjúkrahúsi í Perth. Læknarnir segja að drengurinn, Charlie Yundar, hafi egnt töfra- lækninn til reiði með því að hnýs- ast í leyndardóma „Man-mak- ino“ helgireglu innfæddra. Töfra læknirinn hafði stungið í munn drengsins með teinum og sagt honum að hann mundi deyja. Drengurinn var sendur hingað með flugvél frá Derby, um 1200 mílna leið, og sárin í munni hans grædd, en læknarnir gátu ekki sannfært hann um að hann mundi lifa. Pilturinn er líkam- lega heilbrigður, en þeir sögðu að dauðann gæti borið að á hverri ntuodu. Ekki yrði við neitt ráðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.