Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVTSRLAÐ1Ð Laugardagur 9. jan. 1960 Friðtik J. Ratnar vigslubiskup ÞAÐ var Sríð '1916, að ungur xnaður og óþekktur á Suðurnesj- um, kom suður að Útskálum til að líta á prestssetrið. Vel mun honum hafa litizt á staðinn, því rétt strax byrjaði hann að starfa þar settur prestur. Seinna sótti hann um prestakallið, og fékk það. Þar með réðist giftusamlega fyrir prestakallið, og raunar fyr- ir þennan unga mann einnig. Þessl un'gi maður er ég tala hér um, var séra Friðrik Jónas- son Rafnar. Fæddur var hann Í4. fébrúar 1891, að Hrafnagili í Eyjafirði. Giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni frú Ásdísi Guðlaugs dóttur 12. febr. 1916. Vígðist til Útskálaprestakalls 1. júní 1916. Biskupvígslu vígðist hann 29. ágúst 1937, sem vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi hinu forna. Hér verður hvorki ætt hans og konu hans, né störf rakin, utan Útskálaprestakalls, þar sem það hefir áður verið gert. Þegar þessi ungi prestur kom til Útskálaprestakalls, höfðu set- ið þar um árabil, hver merkis- presturinn eftir annan. Síðan skömmu fyrir aldamót þeir, séra Sigurður Sívertsen, sr. Friðrik Hallgrímsson og sr. Kristinn Dan íelsson. Sérstaklega var ekki vandalaust að setjast í sæti séra Kristins, því þó að hann þætti ekki beint áhrifamikill í ræðu- stól, báru allir mikla virðingu fyrir honum sem presti og fræð- ara. Hann var einn af þeim mönnum sem ekki máttu „vamm sitt vita“. Heimilis hans og frú ídu Halldórsdóttur Friðrikssonar, var litið upp til sem æðsta heim- ilis í prestakallinu. Það var litið upp til þess með virðingu. Mér skilst að heimilishættir hafi mik- ið batnað í prestakallinu, í tíð frú ídu og séra Kristins Daníels- sonar. Eins og áður er getið, þá byrj- aði séra Friðrik prestsskap í Út- skálaprestakalli. Þar munu þau frú Ásdís og hann einnig hafa raunverulega byrjað að skapa sér framtíðarheimili, og haxm sem prestur og sálusorgari, í einu af stærstu prestaköllum landsins, utan Reykjavíkur. Og hún hús- freyja að byggja upp heimili í fátækt, en góðum húsakynnum eftir þeirra tíma mælikvarða. Man ég það að litið var til hinna ungu prestshjóna með for- vitni. Fólkið þarna hafði eins og áður er sagt, haft úrvals presta og prestaheimili langa tíð, það var því ekki lítill vandi fyrir ungan prest og prestkonu, að setjast í þetta sæti. Ekki man sá er þetta ritar sérstaklega eftir fyrstu Guðsþjónustu sér Friðriks Rafnars í prestakallinu. En eitt af fyrstu ummælum um hann sem ég heyrði, voru þessi: „Mik- ið er blessaður nýji presturinn okkar elskulegur“. Sá eða sú er þessi urnmæli hafði, meinti að hann væri þetta sem prestur og maður. Það fór líka svo að hann vann sér fljótlega hjartarúm hjá flestum íbúum prestakallsins, sem elskulegur félagi, og gáfað- ur og áhrifamikill prédikari. Styrkur hans sem prédikari, mun ekki sízt hafa verið fólgin í því að hann leitaði sér uppbygging- ar og fræðslu, í viðtölum við lífsreyndan almúgann. Hann veigraði sér ekki við að nota sér reynslu langra lífdaga karla og kvenna, er hann kynntist í presta kallinu ,sjálfum sér til uppbygg- ingar í starfi sínu meðal fólks- ins við úthafið. Frú Ásdís vann sér einnig vini, en hún helgaði wmtm jþað nýjasta á verðbréfamarkaðnum? Nýju Sogsskuldabréfin eru til skamms tíma. Vextirnir eru hagstæftír og greiddir fyrir- fram og þau eru verMrygg®. í Reykjavík fást verðbréfin hjá öllum bönkum, sparisjóðum og ýmsum verð- bréfasölum. Úti á landi fást þau hjá úti- búum bankanna og staerri sparisjóðum. SÉÐLABANKINN heimilinu krafta sína að mestu, enda mun þess hafa verið full þörf, því þau munu hafa verið mjög fátæk, er þau settust að á Útskálum. En þeir sem kynntúst frú Ásdísi, munu ekki gleyma henni, því þeim var hún trygg- lynd vinkona. Fljótt bar á því að séra Friðrik Rafnar hafði mikinn áhuga fyrir lífi og störfum sjómannanna þarna, enda var líka mestur hluti karlmanna þarna, sem sjó- inn stunduðu, nema þá eldri menn, sérstaklega vetrarvertíð- ina, sem vitanlega er mesti hættutíminn, Það bar göðan á- vöxt, að presturinn hafði áhuga fyrir þessu starfi, sem mest var talað um á þessum slóðum. Og þetta gat séra Friðrik talað um eins og hann væri í starfinu sjálfur. Hann hafði á ungum ár- um stundað sjó lítillega. Hann vildi kynnast hugrenningum sjó- manna við sem flestar aðstæður. Hann vildi kynnast því hvort þeir leituðu Guðs síns á hættu- stuvdum. Hvaða viðbrögð sálar- líf þeirra tæki ef þeir höfðu tal- ið sig hanga á þræði milli lífs og dauða. Það var vertíð í Sandgerði, á einhverj.u árinu 1920—-’26. Þá var venja þar syðra að halda helgan einn sunnudag á vertíðinni, sem kallaður var sjómannasunnudag ur. Ef ég man rétt var það fyrsti sunnudagur í febrúar. Þennan mér ógleymanlega sunnudag, (þó ég muni ekki ártalið), hélt séra Friðrik Rafnar guðsþjónustu í samkomuhúsinu þar á staðnum, fyrir troðfullu húsi sjómanna og annarra þar úr byggðarlaginu. — man ég textann, sem hann lagði út af. Það var úr Lúkasar-guð- spjalli, 17. kapítula,, 5. versi, er hljóðar svo. „Og postularnir sögðu við Drottin: „Auk oss trú“. Hann tvítók þennan texta, og lagði síðan út af honum. En í framhaldi þessa guðspjalls hljóðar svo: „En Drottinn sagði: Ef þér hafið trú eins og mustarðs korn, gætuð þér sagt við móberja tré þetta: Ríf þig upp með rót- um og gróðurset þig í hafinu, og það myndi hlýða yður“. Þessa Guðræknisstund hélt sérá Friðrik Rafnar eina af sín- um djúphugsúðu og kraftmiklu ræðum. Vitanlega er hún mér gleymd frá orði til orðs, en enn vara í hug mínum áhrif hennar og endurminningar. Hann mun hefa borið saman trúarþorsta lærisveina Frelsarans, og trúar- styrk og trúarþorsta sjómann- anna, sem hann taldi, ef ég man rétt, meiri en hjá öðrum almenn ingi. Hann benti á kraftinn sem hverjum þeim veitist er trúir skil yrðislaust á handleiðslu Guðs. Mér fannst sem hann muni hafa sannfært marga þetta kvö.ld, um að jafnvel í hafinu væri hægt að gróðursetja tré, ef trúin væri nógu sterkt. Að Guði væri ekk- ert ómáttugt. Þetta hljóða vetrarkvöld, með hundruðum sjómanna, og fjöl- skyldum úr byggðarlaginu, held ég að séra Friðrik Rafnar hafi náð inn að hjörtum flestra við- staddra. Þarna, sem alltaf, pré- dikaði hann af hjartans sann- færingu, en líka af auðmýkt and ans, og öruggu trausti á hand- leiðslu Guðs. Hann leiddi okk- ur þarna um hið ólgandi haf, og um ljóssins lönd, og Drottinn var alls staðar. Nú er hann sjálfur kcminn yfir á ljóssins lönd, eft- ir erfiðar stundir hérna, vegna langvarandi veikinda. Heimkom una hefur hann áreiðanlega ver- ið búinn að undirbúa, og vænta, og gleðjast til. Blessuð sé minn- ing hans. Ég hef verið að vona að ein- hver Suðurnesjamaður annar, sendi frá sér kveðjuorð, vegna láts séra Friðriks Rafnars vígslu biskups. En þar sem ekki hef- ur orðið af því enn, leyfi ég mér að senda þéssar fátæklegu minn ingar frá mér. Ég veit að fleiri en ég, minnast prédikana hans með hjartans þökk. Ekkju hans, frú Ásdísi, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur, þó seint sé, frá okkur Suðurnesja- mönnum. Suðurnesjakarl. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 um 5 km. frá núverandi verk- smiðju. Hefir fyrirtækið keypt þar mikið land, svo að nægt rúm á að vera til frekari stækkunar síðar. Við sögðum áðan, að vinna við hið nýja verksmiðjuhverfi væri þegar hafin. Þetta er bæði rétt og rangt. Áður en sjálf bygging- arvinnan getur hafizt, verður að leggja nýjan veg að svæðinu og aðra styttri vegi um það — svo að byggingaframkvæmdirnar hefjast ekki fyrr en með vorinu. — Um 600 menn munu starfa þarna og verður því byrjað á því að reisa íveru- og matskála fyrir þá. Verksmiðjurnar verða í fjór- um deildum, og verður stærsta byggingin tveggja hæða, 860 metra löng og 18 metra breið — en samtals verður gólfflötur verksmiðjanna 140.000 fermetr- ar. — Eingöngu verða framleidd- ir fólksbílar í hinum nýju verk- smiðjum. — Áætlað er, að starfs fólk verði milli 3.000 og 4.000, og munu margir þeirra, sem nú vinna í gömlu verksmiðjunum fá starf í hinum nýju, þegar þær taka til starfa. — Með fullri nýt- ingu, á að vera hægt að fram- leiða þar 150.000 bifreiðir á ári — og ef það reynist ekki nóg, þá eru möguleikar fyrir hendi að stækka verksmiðjurnar mjög mikið. Símastúlka Símastúlka vön skiptiborði óskast að stóru fyrirtæki hér í Reykjavík. Framtíðaratvinna og góð launa- kjör. Tilb. merkt: „Símastúlka — 8589“ sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 11. þ.m. Til sölu Steypuhrærivél rafmagnsdrifin K-75 (3ja poka). Efnisvigt tekur 2000 kg. Gufuketill 12 ferm. með regulator og vatnsdælu. Jarðýta JD. 6. Gasgerðar- tæki. Loftspil 1 tonn. Samsetningarvél fyrir band- sagar blöð. Borhamrar, Borstengur o. fl. Móta- klemmur. Uppl. veita VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR H.F. Brautarholti 20 — Símar 10161 og 19620. — Hugleiðingar Framh. aí bls. 11 tíðarskipulagi borgarinnar. Með því að flugvallarsvæðið skapar eina möguleikann til útþenslu núverandi miðbæjar ,er spurn- ingin um framtíð flugvallarins svo mikið skipulagsmál, sem raun ber vitni um. Hér er því um að ræða, hvort skapa á núverandi miðbæjarsvæði eðlilega vaxtar- möguleika eða viðurkenna þá staðreynd, að miðbærinn verði í framtíðinni að flytjast. Ræðumaður kvað flugvallár- svæðið myndi duga um langa framtíð til að svara kröf- um um miðbæ við vaxtarmögu- J leika Reykjvíkur. Flugvallar- svæðið væri 5—6 sinnum stærra 1 en miðbæjarkvosin milli Garða- strætis' og Laufásvegar suður að Hringbraut og væri þá meðtalið flatarmál tjarnarinnar. Þá yék Þorvaldur Garðar að i samgönguhlið þessa máls. Benti hann á, hver kostur væri að hafa flugvöllinn sem næst byggðinni en ýmis vandkvæði stöfuðu þó af því, svo sem slysa- hætta. Þá kvaðst hann vilja leggja áherzlu á, að mönnum mætti ekki vaxa fjár- hagshliðin um of í augum, ef horfið yrði að því ráði að leggja flugvöllinn niður. í fyrsta lagi yrðil í því sambandi að meta ann- ars vegar fjárhagsgildi þess að skapa núverandi miðbæ vaxtar- möguleika og verðmæti landsins, sem flugvöllurinn stendur á, og hins vegar kostnaðinn af nýjum mannvirkjum fyrir flugsamgöng- urnar. í öðru lagi yrði að hafa í huga, að slíkar framkvæmdir yrðu ekki gerðar á einum degi. Þær tækju langan tíma og væri ekki meira stórvirki en margt annað, sem hlyti að bíðá þjóð- arinnar að framkvæma á næstu árum og áratugum. Að lokum sagðist Þorvaldur Garðar vera sammála Alfreð Gíslasyni um nauðsyn þess að tka ákvörðun sem fyrst um fram- tíð flugvallarins. Þar yrði að hafa í huga annars vegar fram- tíðarmiðbæ og hins vegar aðstöð- una til sem beztra flúgsamgangna við borgina. Sagði hann það eðli I legt vera, að þeim aðilum, sem falið hefði verið að gera athug— un á þessum málum væri gert að skila greinargerðum og áiiti áður en ákvarðanir væru teknar. Kvað hann því rétt að samþykkja dagskrártillögu borgarstjóra fjár- mála. Magnús Ástmarsson kvað mal- ið nú ekki lengun aðkalland: í bæjarstjórn, þar sem Alfreð Gíslason hefði lýst því yfir, að það gæti dregizt allt upp í 30 ár, að flugvöllurinn yrði fluttur, en á þeim tíma yrðu kosnir a. m. k. 8 bæjarstjórnir. Væri því eng- inn skaði, þó málinu yrði vísað til núverandi bæjarráðs. Gísli Halldórsson kvað mál þetta þurfa meiri undirbúning, sem eðlilegt væri, þar sem fjallað væri um skipulag. Hann sagði, að land það, er flugvöllurirvn stæði á, væri ekki meira virði en landið austan Elliðaár. Um 2050 yrðu Reykvíkingar með Kópavogi væntanlega ein milljón og mundu þá um 800 þúsund manns búa á svæðinu austan Elliðaár. Væri því, skammsýni að sjá ekki verð- mæti í neinu landi nema flugvall- arstæðinu. Þá kvað ræðumaður það mikið atriði, í sambandi við framtíð flugsins, hvort ekki væri hægt að aðskilja innanlands og utar.- landsflugið og flytja utanlands flugið til Keflavíkur. Fleiri tóku ekki til máls. Var tillaga borgarstjóra borin upp í tveimur liðum, fyrri málsgreinin var samþykkt með 12 atkv. gegn 3 (bæjarfulltrúa kommúnista), en sú síðari með 14 aktvæðum samhljóða. Kennsla SAMTAL \ ENSKU á eina sameiginlega hótelinu og málaskólanum í Bretlandi (Stjórnað af Oxfordmanni). Frá £ 10 vikulega. The Regency, Ramsgate, EngL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.