Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. jan. 1960 MOKCTiNTlT.4T>1Ð 11 Hisgvekja á þretlándanum SáSmasöngur eða jazz Fyrir nokkrum árum flutti ég tillögu um það á synodus,-að fav- ið yrði fram á það við útvarps- ráð, að varið skyldi einum klukku tima á viku til að kynna falleg sálmalög. Þetta var gert í þeim tilgangi að auðvelda kirkjukórum strjálbýlisins starf sitt, en þar kostar hver söngæfing talsvert fé vegna bílferða, jafnvel svo skipt- ir hundruðum króna. Mundu tíð útgjöld af þessu tagi fljótt fara fram úr því, sem fjárhagur fá- mennra safnaða þolir, en ekki er hægt að ætlast til, að söngflokk- arnir sjálfir borgi ferðakostnað sinn ofan á þá fyrirhöfn, þó að þess munu dæmi. Hér gæti útvarpið hlaupið und- ir bagga, kynnt sálmalögin ræki- lega og jafnvel kennt raddir, og þannig létt verulega undir starf semi kóranna, jafnframt því sem mörgu eldra fólki að minnsia kosti væri þökk að því að fá meira af sígildri kirkjutónlist í útvarpjð, enda þótt sífelldur glymjandi dægurlaga og jasslaga fengi ÍJá að blása mæðinni ein- stöku sinnum. Bak við þessa mála leitun var eindregin ósk margra áhugasamra kirkjukóra, sem lagt hafa á sig mikið og ólaunað starf fyrir kirkjussönginn. Ekki var þessari ósk nein áheyrn veitt af útvarpsráði, senni lega af þeirri ástæðu, að það hef- ur haldið að sönglist af þessu tagi mundi vera óvinsælt útvarpsefni. Hins vegar var um svipað leyti bætt inn í útvarpsdagskróna auka þáttum, sem nefndir voru „óska- lög unga fólksins", eða eitthvaö því um líkt, og er það mái fgróðra manna að þetta sé yfir- leitt hin hörmulegasta tónlist, enda undarlegt, ef menn bera þvi meira skyn á hljómlist, sem þeir eru nær óvitaldrinum. En lótum það nú vera,. þó að bömin iái pelann sinn, ef eitthvað örlítið væri líka gert fyrir þá gömlu, einkum þegar farið er fram á lítið. Það var kirkja Krists á íslandi, sem bað um greiða. En svo er að sjá, að þessari menningar- stofnun hafi þótt lofsöngurinn þegar of mikill, en jass-söngur- inn of lítill. Þar sem blindir leiða blinda. Fornvinur minn Skúli Guð- jónsson var eitthvað að ræða um það í jólablaði Þjóðviljans nýlega, að það væri æskilegt, að prestar hættu að leggja út af guð spjöllunum í prédikunarstól, þvi útskýringar þeirra gerðu „aðems illt verra“. Þetta verður ekki öðruvísi skilið, en að „hið illa“ séu kenningar Krists. Skilst manni, að þessi rithöfundur gæti þó frekar við það unað, ef guð- spjöllin væru aðeins lesin „eins og framhaldssaga frá altari eða prédikunarstól, því að þar sé allt sagt“, sem þarf að segja á ljós- an og einfaldan hátt“. Þetta virðist nú að vísu eKki koma vel heim og saman, og varla mundi það ágæta blað, sem flytur þennan jólaboðskap, geta verið bréfritaranum sammála, ef kenningin væri heimfærð upp á þess eigin trúarbrögð, nefnilega kommúnismann, því að þá þýddi það, að blaðið ætti að hætta að koma út. I stað þess ætti það að vera fullnægjandi að fá safnaðar limunum í hendur rit stórpost- ulanna: Marx og Engels, Lenins og Stalins, og harðbanna svo að leggja út af þeim í blöðum eða á mannfundum, „því að ekki er hægt að kenna mönnum trú“, að skoðun þessa vitrings. Merkilegt er það annars, hvað menn geta orðið ósanngjarnir og blindir er þeir deila á önnur trú- arbrögð en sín eigin. Það er mér til efs, að Skúli mundi nokkru sinni hafa trúna tekið á Stalín, ef blöð hefðu ekki staglað þessa trú í hann dag eftir dag, prédik- arar hefðu ekki vitnað og jafnvei kassamenn æpt að honum. Þá þykir- Skúla það óviðeig- andi af kristnum prestum að vara fermingarbörn sín við að ganga á hönd öðrum trúarflokkum, sam afneita öllu því er þeir hafa reynt að innræta börnunum. Ekki minn ist hann neitt á þá trúarsetningu, sem Marx heitinn innrætti söfn- uði sínum, og hans fylgjendur Sr. Benjamin Kristjánsson hafa síðan dyggilega haldið á lofti að kristindómurinn sé eit- ur fyrir fólkið. Meðan Skúli og hans flokksmenn segja við sin börn: Varið ykkur á kristindóm- inum, því að hann ópíum fyrir fólkið, Kristur mettaði sínar þús- undir á eitri, ki.kja hans hefur ævinlega verið til bölvunar og prestar hans gera „illi verra“, þá eiga kristnir prestar að segja: Flýtið ykkur yfir í flokkinn hans Skúla, sem fræðir ykkur á þvi, að enginn guð sé til og við höf- um verið að ljúga að ykkur: Og í tilefni af sjálfri jólahá- tíðinni finnur Skúli Guðjónsson köllun hjá sér til að láta í ljós undrun sín yfir þessu, og hneyksl- un yfir því, að sjálfur biskup landsins skuli ekki vera svo grunnhygginn að skrifa upp á áróðursvíxla þessara óvina kirkj- unnar. Hann vill gera fagnaðar- boðskap Stalín hærra undir höfði en kenningu Krists. Og meðan börnum er kennt að gera bænic sínar til föður Stalins (en ég þekkti dæmi um það, að minnsta kosti áður en Krúsjeff upplysti að hann hefði verið fantur) þá þykir þessum rithöfundi hæfileg- ast, að guðspjöll Nýja testament- isins séu lesin í hænsnakofa, þar sem svo er dimmt, að varla sjá- ist stafaskil. Skólinn, sem ríkið tímir ekki að byggja yfir. Þó að sleppt sé nú þessum jóla- boðskap vinar míns Skúla, er yað þá ekki í sjálfu sér nauðalíkur hugsunarháttur, sem liggur á bak við hirðuleysi þeirra, sem þyKii allt ofgert, sem kostað er til kristnihalds á landi voru? Finnst þeim ekki í raun og veru, að hænsnakofarnir geti dugað til að útbreiða guðspjöllin? Sumar kirkjur eru litlu veglegri og eru talandi vitni um ást þjóðarirtnar á skapara sínum. Á undanfarandi árum hefur ríkið varið stórum fjárfúlgum til að byggja félagsheimili, stund- um mörg í sömu svejt, þar sem ekkert hefur verið sparað til að gera þau sem veglegust. Þetta er að vísu skemmtilegt og ætti að geta orðið að gagni, þó að alH of oft verði sú raunin á, að mest séu þau notuð fyrir - dans og drykkju. En hvað hefur verið hægt að sarga út mikið fé í kirkju byggingasjóð til láns á sama tíma? Þjóð vor hefur einnig verið ósínk á fé til skóla. Vér trúum á visindi og þau eru ágæt, séu þau notuð til góðra hluta. Ann- ars geta þau orðið háskaleg. — Uppskeran af lærdómsstaglinu virðist þó stundum minni en bú- ast mátti við. Einn er sá skóli, sem hefur það hlutverk að kenna greinarmun góðs og ills og graí- ast eftir rökum gíftusamlegs -íf- ernis. Hann á að kenna mönnum farsælar dyggðir: Þú skalt exki morð fremja. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki ljúgvitni bera. Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig. Þessi skóli heitir kristin kirkja. Það fjármagn, sem til hennar fer, er ekki nema lítið brot af öðrum skólakostnaði þjóðarinnar. Ríkið hefur þennan skóla á fram- færi sínu, en vill helzt ekki byggja yfir hann, svo að húsa- kostur hans er yfirleitt sára- vesæll i samanburði við þá skóla, sem kenna aðra hluti, er meira þykir um vert. Sem betur fer er ekki mikið um manndráp hér á landi, þó að algengt sé það er- lendis, einkum í stríðum. En skyldum við ekki brjóta flest boðorð önnur í stórum stíl? Kannske gerir þetta þjóðfélag- inu ekkert til? Flestir sýnast vera á þeirri skoðun. Benjamín Kristjánsson. ítarlegar afhuganir gerðar um framtíð Reykjavíkurflugvallar A BÆJARSTJÓRNAR- FUNDI sl. fimmtudag urðu allmiklar umræður um Reykjavíkurflugvöll, framtíð hans og hugsanlega framtíð- arskipulagningu þess svæðis, sem flugvöllurinn nú stendur á, ef horfið yrði að því ráði að flytja hann. Þó tóku all- margir bæjarfulltrúar til máls og sýndist nokkuð sitt hverj- um. Engin samþykkt var þó gerð um það, hvort völlurinn skyldi vera eða ekki, og sýnd- ist flestum bæjarfulltrúum að yfirstandandi rannsókn máls þessa þyrfti að ljúka, áður en bæjarstjórn tæki slíka ákvörðun. Tilefni umræðna þessara var svohljóðandi tillaga frá bæjar- fulltrúum Alþýðubandalagsins, er var á dagskrá fundarins: „Bæjarstjórnin telur legu flug- vallarins í bæjarlandinu óhag- kvæma og óviðunandi til fram- búðar og ályktar að stefna beri að því, að honum verði valinn annar og heppilegri staður. Sam- þykkir bæjarstjórnin að skipulag bæjarins skuli við það miðast, að núverandi flugvallarsvæði og óbyggt umhverfi þess verði síðar hagnýtt til byggingar nýrra bæj- arhverfa". Alfreð Gíslason talaði fyrir til- lögunni. Kvað hann mál þetta fyrr hafa komið fyrir bæjarstjórn og taldi að hún hefði ekki tekið það nógu föstum tökum Þá taldi hann slysahættu stafa af vellin- um, þar sem hann nú er og sagði, að þeir yrðu æ fleiri, sem vildu, að núverandi flugvöllur yrði lagð | ur niður. Einnig væri brýn þörf á því fyrir bæjarfálagið að fá það landrými, sem flugvöllurinn stendur á, og nauðsynlegt að fá úr því skorið, hvort það yrði í náinni framtíð. Magnús Ástmarsson kvaðst álíta að það, sem sagt væri í til- lögu Alþýðubandalagsmanna um óhagkvæma staðsetningu flugvall arins orkaði mjög tvímælis. Stæð um við vel að vígi, hve nálægt byggðinni flugvöllurinn væri stað settur, og því ekki að ófyrir- synju að bæjarstjórn hefði skoð- að vel hug sinn um þetta mái. Þá væri síður en svo slysahætta á Reykjavíkurflugvelli, því slys hefðu verið mjög sjaldgæf þar. Kvað Magnús það sína skoðun, að flugvöllurinn ætti að vera þarna fyrst um sinn. Hitt kæmi til álita, hvort það væri sann- gjarnt að Reykjavíkurbær legði til land undir flugvöllinn án þess að nokkuð kæmi í staðinn frá ríkinu, og væri ekki óskynsam- legt að taka upp viðræður við ríkið um það mál. Geir Hallgrímsson, borgarstjó.'i kvaðst álíta, að þær ræður, sem fluttar hefðu verið á fundinum, sýndu, að ekki væri tímabært að ganga til atkvæða um málið. Hér væri um mjög umfangsmikið og mikilvægt mál að ræða. Hann rifjaði upp, að flugvöllurinn hefði á sínum tíma verið gerður af Óeðlilegt væri að taka endan- lega afstöðu til þessa máls áður en yfirstandandi athuganir væru til lykta leiddar. í lok máls síns bar borgarstjóri fram svohljóðandi tillögu: „Með tilvísun til þess, að ítar- Iegar athuganir hafa verið gerðar varðandi framtið Reykjavíkur- flugvallar, en endanleg álitsgerð liggur ekki enn fyrir, vísar bæj- arstjórn framkominni tillögu bæj arfulltrúa Alþýðuflokksins frá. Leggur bæjarstjórn áherzlu á að fá álitsgerð um málið hið fyrsta“. Þórður Björnsson talaði næst- ur. Kvað hann aðalvandamálið, hvort beina ætti flugumferð- inni til Keflavíkurflugvallar eða byggja nýjan flugvöll. Hann kvað það sína skoðun, að vinna bæri að því, að nýr flugvöllur yrði byggður nær Reykjavík og Rœtt um flugmál og skipulagsmál á bœjarstjórnarfundi Bretum gegn vilja bæjarstjórn- arinnar og hefði staðsetning hans verið rædd á bæjarstjórnarfund- um bæði þegar eftir striðið og eins eftir 1950. 8. febrúar 1957 hefði verið gerð samþykkt íbæjar stjórn um að bæjarráð og bæj- arstjórn teldu sig ekki bundin af reglum umferðarstjórnar um hæð húsa í bænum. Þá gat borgarstjóri þess, að nefnd hefði verið skipuð til að gera tillögur um framtíð flug- vallarins og hefðu átt sæti í henni Gunnar heitinn Ólafsson skipu- lagsstjóri, Guðmundur Helgi Gúð mundsson og Árni Snævarr verk fræðingur. Hefði nefnd þessi unnið mikið og gott starf, gert bráðabirgðauppkast af álitsgerð, sem lægi fyrir ásamt allmiklu upplýsingum um málið. Nú hefði Gunnlaugur Pétursson borgarrit- ari verið skipaður í nefndina í stað Gunnars Ólafssonar og jafn- framt ákveðið að Aðalsteinn Richter skipulagsstjóri skyldi starfa með nefndinni. Reykjavikurflugvöllur lagður niður, þegar hinn væri nothæfur Athuganir, er gerðar hefðu verið sýndu, að á Álftanesi væri mjög heppilegt flugvallarstæði, en hitt væri svo annað mál, að þar væri dýrt að byggja flugvöll. Kvaðst ræðumaður álíta að Reykjavíkur- bær ætti að taka upp samvinnu við ríkið um að byggja flugvöll á Álftanesi. Kvað hann sér skilj- ast, að þær upplýsingar, sem borg arstjóri fjármála hefði gefið um málið, væru mjög i samræmi við óskir flugráðs. Tillaga Alþýðu- bandalagsmanna, eins og húr. væri fram komin, gæti hins vegar ekki gert nokkum skapaðan hlut og því væri ástæðulaust að fram- fylgja henni. Guðmundur II. Guðmundsson kvaðst telja æskilegast að fjar- lægja flugvöllinn innan einhvers ákvíðins tíma, en því meir, sem hann hefði hugsað um þessi mál, hefði hann orðið fráhverfari þeirri hugmynd, að fjarlægja bæri flugvöllinn þegar í stað. — Flugið ætti ef til fyrir sér a8 breytast svo, að byggja mætti á því landi umhverfis flugvöll- inn, sem byggilegt væri. Kvaðst ræðumaður telja, að mál. þetta væri á því stigi að rétt væri að bíða átekta og sjá hverju fram yndi. Þá kvaðst hann vilja víta það, sem embættismaður bæjar- ins hefði sagt í útvarpi fyrir skömmu, að skipulag bæjarins væri við það miðað að flugvöll- urinn yrði fluttur. Sér vitanlega hefði ekkert gerzt, sem heimil- aði þessum embættismanni bæj- arins að viðhafa slík ummæli. Alfreð Gíslason kvað engan geta sagt fvrir um þróun flugsins. Það væri heppilegt vegna fram- kvæmda á flugvellinum að bæj- arstjórnin tæki afstöðu til þessa máls, en þar með væri ekki sagt, að flugvöllurinn yrði fluttur á næstu 2—3 árum. Það gætu eins liðið 20—30 ár, þar til hann yrði fluttur. Þorvaldur Garðar Kristjánsson talaði næstur. Kvað hann mál þetta bæði umfangsmikið og mik ilvægt. Það væri tvenns konar eðlis. Annars vegar væri um að ræða skipulagsmál, en hins vegar samgöngumál. Hann kvaðst þeirr ar skoðunar, eins og Þórður Björnsson, að veigamesta atriði málsins væri skipulagslegs eðlis. Þetta mál yrði ekki sltiði úr sam- hengi við þá spurningu, hvar mið bænum væri ætlaður staður 1 framtíðarskipulagi Reykjavíkur. Staðsetning miðbæjar væri eitt þýðingarmesta atriði í skipulagi allra bæja og borga. Miðbærinn yrði að svara ákveðnum þörfum og kröfum. Þar væru helztu op- inberar byggingar, stórhýsi fynr miðstöðvar verzlunar og athafna lífsins, hvers konar menningar- stofnanir og skemmtistaðir. Kvað ræðumaður ljóst vera, að það landsvæði, sem núverandi mið- bær Reykjavíkur stæði á, dygði ekki til að fullnægja þörfuin hinnar hraðvaxandi höfuðborg- ar til frambúðar. Spurningin er því, hvernig á að leysa þetta vandamál. Það verður ekki gert nema með því að skapa núverandi miðbæ vaxtarmöguleika eða gera ráð fyrir nýjum miðbæ í fram- l' ramh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.