Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 16
MOnCVlSJttAÐIÐ Laugardagur 9. jan. 1960 w lega að því fólki, sem henni féll ekki í geð. Hvert sem hún fór, kom lagsmærin alltaf á eftir — aldrei samhliða — eins og skugg inn hennar, þunnleit, föl, ljós- hærð kona, með ótta í augum, sem blygðaðist sín bersýnilega alltaf fyrir ruddaskap húsmóður sinnar og óttaðist hana jafnframt, eins og djöfullinn holdi klæddan Orosvár greifafrú var á sjöt- ugasta og áttunda aldursárinu, þegar hún veiktist skyndilega af mjög ákafri lungnabólgu. I>á var hún gestur í gistihúsinu í Terr- ettet, þar sem Elisabeth keisara- frú dvaldi svo oft. Hvernig frétt in barst til Ungverjalands er leyndardómur. En án nokkurra fastmæla, komu ættingjarnir í stórum hópum, fylltu gistihúsið, eltu læknana með sífelldum spurningum og biðu, biðu eftir því að gamla konan kveddi þenn an heim. En geðilskan er dásamlegt meðal til að halda í manni líf- inu. Gamla drekanum batnaði og daginn, sem sifjaliðið heyrði, að sjúklingurinn, sem nú var orðinn albata, myndi koma í fyrsta skipti niður í anddyrið, tók það saman pjönkur sínar og hélt heimleiðis. Þegar gamla frúin fékk veð- u- aí komu þessarra óþreyju- fullu, væntanlegu erfingja, mút- aði hún, með sínu venjulega hat ursfulla hugarfari, nokkrum þjónum og þernum til að segja sér hvert orð, sem farið hafði á milli frændfólksins. Grunur hennar reyndist bafa við rök nð styðjast. Það hafði rifist eins og humgraðir úlfar um það, hver skyldi hljóta Kekesfalva, hver Orosvár, hver perlurnar, hver úkrainsku landeignirnar og hver höllina í Ofnerstrasse. — Þetta var fyrsta skotið. Mánuði síðar kom bréf frá víxlara í Budapest, Dessauer að nafni, þar sem hann kvaðst ekki geta lengur hlift Deszö bróðunsyni hennar við málssókn, nema því aðeins, að hún léti honum í hendur skrif- lega yfirlýsingu um það, að hann væri einn af samerfingjum henn ar. Þetta fyllti loks bikarinn, svo að út af flóði. Frú Orosvár gerði þegar boð eftir málafærslu- manni sínum í Budapest, lét hann skrifa aðra erfðaskrá og það sem meira var. — Illgirnin skerpir skynsemina — í viður- vis* tveggja lækna, sem vottuðu samhljóða, að hún væri algerlega með réttu ráði og ábyrg gerða sinna. Þessa erfðaskrá tók lög- fræðingurinn svo með sér til Budapeist. I sex ár lá hún í inn- sigluðu umslagi í skrifstofu hans, þar eð gamla frú Orosvár flýtti sér ekkert að kveðja heim inn. Loks þegar sú stund rann upp, að innsiglið var brotið og erfðaskráin lesin, vakti hún ákafa undrun. Erfinginn var sem sé enginn annar en lagsmær gömlu konunnar, ungfrú Annette Beate Dietzenhof frá Westfalen. Kekesfalva, Orosvár, sykurverk- smiðjan og höllin í Budapest — allt þetta erfði hún. Jarðeign- irnar í Ukrainu og reiðufé sitt ánafnaði greifafrúin hins vegar ættborg sinni í Ukrainu, gegn því skilyrði, að þar yrði reist rússn- esk kirkja. Ekki einn einasti ætt- ingi hennar fékk svo mikið sem grænan eyri og í erfðaskránni var það greinilega tekið fram, að orsök þess væri einfaldlega sú, „að þau gátu ekki beðið eftir því að ég dæi“. Þetta orsakaði óskaplegt upp- þot. Frændfólkið hóf harmakvein og' hjálparóp, æddi á fund mála- færslumannsins og bar fram hin venj.ulegu mótmæli gegn erfða- skránni. Arfleiðandinn hefði ebki verið með réttu ráðd, sagði það, því að hún hefði skrifað erfðaskrána í þungum veikind- um og auk þess hefði lagskonan haft óleyfileg áhrif á hana. — Á því væri ekki nokkur vafi, að hin síðarnefnda hefði með undir- ferli og lymsku náð valdi yfir vilja greifafrúarinnar, með tillög um sínum. Jafnframt var reynt að gera atvikið að eins konar þjóðernismáli. Áttu ungverskar eignir, spurðu þeir, sem höfðu verið í eigu Orosvár-ættarinnar, allt frá dögum Arpads, að lenda í klóm útlendings, Prússa og hinar eignirnar til grízku kirkj- unnar? í allri Budapest var naumast um annað talað og dagblöðin birtu heila dálka um málið. En 'þrátt fyrir mótmæli og kröfur hinna illu leiknu ættingja, þá stóðu þeir mjög höllum fæti, — í tveimur undirréttum höfðu þeir tapað málinu. Það varð þeim líka til mikils óhagræðis, að báð- ir læknarnir voru enn á lífi í Territet og þeir staðfestu hið fyrra vottorð sitt um andlegt heilbrigði greifafrúarinnar, þeg- ar erfðaskráin var samin. Einnig hin vitnin urðu að við urkenna, að enda þótt gamla greifafrúin hefði verið undarleg og sérvitur síðustu æviárin, þá hefði hún samt verið alveg and- lega heil heilsu. Öll hin venju- legu lögmannsbrögð, allar ógn- anir reyndust árangurslausar. — Allar líkur bentu til, að yfirdóm urinn myndi ekki ónýta þá dóma sem til þessa höfðu verið kveðn- ir upp, ungfrú Dietzenhof í viL Að sjálfsögðu hafði Kanitz les ið allar frásagnir og skýrslur um málið, en hann hlustaði samt með vakandi eftirtekt á hvert orð, þar eð hann hafði mjög mik inn áhuga á peningamálum ann- arra, vegna þess, að hann gat alltaf eitthvað af þeim lært. — Auk þess hafði hann þekkt Kekesfalva-eignirnar frá því á umboðsmannsárum sínum. „Þið getið bara gert yður það í hugarlund", hélt skrifarinn áfram. — „Hvernig húsbónda mínum varð við, þegar hann kom aftur og fékk að vita, hvernig konubjálfinn hafði lát- ið pretta sig og féflétta. Hún var þá búin að afsala sér skriflega, öllu tilkalli til Orosvár, hallar- innar í Ofnerstrasse og láta svíkja út úr sér Kekesfalva-eign ina. Hún hafði bersýnilega Iagt mikið upp úr loforði þessarra slóttugu hunda, að henni skyldi verða hlíft við ölluim frekari málarekstri og að erfingjarnir myndu jafnvel sýna það göfug- lyndi, að greiða allan málskostn að fyrir hana. Nú hefði að öll- um líkindum verið flófa lagið að ógilda þessa málamiðlun, þar sem hún hafði ekki verið undir- rituð í viðurvist lögbókara, held- ur aðeins vitna, og það hefði ver- ið barnaleikur að svelta þessa fégráðugu þorpara til þrautar, vegna þess að þeir áttu nú ekki grænan eyri, til þess að standa straum af nýjum málarekstri. — Auðvitað var það skylda hús- bónda míns að segja þeim til syr.danna og ógilda þessa sáttar- gerð. En þrjótarnir kunnu tökin á honum. — Þeir buðu honum, svona í hundahljóði, sextíu þús- und króna þóknun, ef hann vildi gera svo vel og halda kjafti. Og þar sem hann var auk þess reið ur við þessa heimsku meykerl- ingu, sem hafði látið svíkja út ir sér heila milljón á aðeins hálfri klukkustund, lýsti hann því yf- ir, að samningurinn væri í alla staði góður og gildur og hirti mút urnar — sextíu þúsund krónur. Hvað segið þéir um það, að hann skyldi þannig eyði'leggja málið fyrir skjólstæðingnum, með þessu asnalegu þo'ti sínu til Wien? Nú á hinn hamingjusami erfingi ekkert eftir af öllum milljónunum, annað en Kekes- falva og hún verður víst ekki lengi að losa sig við það líka, ef ég þekki hana rétt“. „Hvað ætli hún geri við það?“ spurði hinn maðurinn. „O, hún lætur pretta það út úr sér, vertu viss. Annans hef ég heyrt ávæning af því, að ein- hverjir auðugir sykurframleið- endur vilji fá sykurverksmiðj- una lánaða. Ég veit ekki betur, en að aðalframkvæmdastjórinn sé væntanlegur frá Budapest eft ir tvo daga og einhver Pedrovic, sem hefur verið ráðsmaður þar, kvað ætla að taka landeignina Hmn (fleyrndi að endurnýja! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS á leigu, en kannske fá sýkur- framleiðendurnir hana líka. Þeir hafa næga peninga. Það er sagt að einhver franskur banki — hafið þið ekki lesið um það í blöðunum? — ætli að gerast hluthafi £ bæheimsku sykurfram leiðslunni". Þegar hér var komið, urðu samræðurnar almennara eðlis, en Kanitz gat ekki gleymt því, er hann hafði heyrt. Enginn þekkti Kekesfalva betur en hann. Hann hafði komið þangað fyrir tuttugu árum, til að vátryggja húsgögnin. Hann þekkti Petrovic lika mjög vel. En það þýðingar- mesta var, að Kanitz mundi mjög vel eftir skápnum með kín verska postulíninu, mynd- skreyttu glösunum og silki-glit- saumnum, sem afi Orosvár greifa hafði átt, en hann var rússnesk- ur sendiherra í Peking. Meðan greifafrúin var á lífi hafði hann, sem einn þekkti hið mikla verð- gildi þessarra muna, reynt að fá þá keypta fyrir Rosenfeld í Chicago. Þetta voru listmunir af fágætustu tegund og tvö eða þrjú þúsund punda virði. Gamla frúin hafði auðvitað ekki hug- mynd um hið ótrúlega hóa verð, sem gefið var fyrir austurlenzka listmuni i Ameríku, og brást hin. versta við tilmælum, Kanitz. Hún neitaði öllum viðskiptum og sagði að hann mætti fara til fjandans. Ef hlutirnir væru þarna enn — Kanitz titraði við tilhugsunina — þá myndi eflaust verða hægt að fá þá á gjafverði, þegar eigendaskipti hefðu orðið. Bezt væri auðvitað að tryggja sér forkaupsrétt á öllum húsgögn unum. Kanitz vinur okkar lét sem hann vaknaði skyndilega — sam ferðamenn hans þrir höfðu þá lengi talað um önnur málefni —- gerði sér upp geispa og leit á úr- ið sitt. Klukkan var tvö. Brátt myndi lestin stanza í litla setu- liðsþorpinu. Hann flýtti sér að brjóta saman ullarsloppinn sinn, klæddi sig í svarta frakkann og lagfærði útlit sitt. Klukkan hálf þrjú steig hann út úr lestinni og ók til „Rauða ljónsins" þar sem hann leigði sér herbergi. Klukk- an sjö lagði hann af stað eftir trjágöngunum til Kekesíalva- hallarinnar. Ég verð að koma þangað fyrstur, á undan ölluim öðrum, hugsaði hann með sér. —■ Áður en hrægammarnir koma fljúgandi frá Budapest. Eftir dauða greifafrúarinnar hafði þjónustuliðinu verið fækk að að miklum mun, svo að Kan- itz gat athugað staðinn í nræði, án þess að eftir honum væri tek Skáldið og mamma lítla 1) Jæja, Lotta, hvemig er litla 2) Hún er svoleiðis, að þegar 3) .... skilur maður fyrir hvað stúlkan, sem er flutt á hæðina fyr- maður fer að kynnast henni .... ég er góð stúlka! ir ofan? — Er þetta snærið, sem þú ▼arst að biðja um Markús? — Já, þakka þér fyrir Sirrí. Ég vef því utan um árina og svo getum við haldið áfram — Nei, sjáið þið . . . Fleiri skóg aarbirnir . . . Hér er allt fullt af þeim. — Já, og ég er viss um að þ-ir vilja gjarnan breyta um matar- ræði oð í stað bláberja komast < matarbirgðir okkar ..... gparió yður hia.up & mílli maj-gra verzku-ia • ÚÓRUOOL (1OIIUM MWM1 Austurgtraeti SHUtvarpiö Laugardagur 9. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. .— 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Frétt- ir og veðurfregnir. 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 18.00 Tónleikar: „Childrens Corner" (I barnaherberginu), sex píanólög eftir Debyssy (Rudolf Firkusny leikur). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi'* eftir Estrid Ott; XIX. lestur (Pétur Sumarliðason kenn ari). 18.55 Frægir söngvarar: Benjamino Gigli syngur. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Farðu ekki til E1 Kuh- wet“ eftir Giinther Eich, í þýð- ingu Aslaugar Arnadóttur. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.