Morgunblaðið - 05.02.1960, Qupperneq 1
20 síður
Föstudagur 5. febrúar 1960
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Komið í veg fyrir atvinnuleysi og hrun
Ríkisstjórnin hefur haft
manndóm til að segja
sannleikann
kjark og
þjóðinni
Framsóknarmenn og kommun-
islar, sem sátu hálft þriðja ár
úrræðalausir í vinstri stjórn
staglast nú á neikvæðum
sleggjudómum og fullyrðingum
VIÐBRÖGÐ stjórnarandstöðuflokkanna, Framsóknarmanna og
kommúnista, gagnvart viðreisnartillögum ríkisstjórnarinnar, mót-
ast fyrst og fremst af gersamlega neikvæðum fullyrðingum um að
ríkisstjórnin eigi þá ósk heitasta að framkvæma sem mesta skerð-
ingu á kjörum alls almennings í landinu. Telja þeir gengisbreyt-
inguna vera stórkostlega „árás á aimenning".
Mikojan hafði stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli í nótt á leið sinni tii Kúbu. Þarna fer hann
ásamt föruneyti til flugvallarhótelsins. Ljósm. Mbl., Ól. K. M., tók myndina, þegar hópurinn gekk
á leið frá rússnesku flugvélinni undir væng bandarískrar herflugvélar, sem stóð framan við
hótelið. Sjá nánari frásögn á bls. 3.
De Gaulle stígur fyrsta skrefið
Soustelle vikið
Hlufi at forystuliði hersins í Alsír
í stofufangelsi
GENGISLÆKKUN
V-STJÓRNAR DULBÚIN
1 þessu sambandi ber að hafa
það í huga, að vinstri stjórnin,
sem bæði kommúnistar og Fram-
sóknarmenn áttu sæti í, fram-
kvæmdi vorið 1958 stórfelda, en
dulbúna gengislækkun. Þá var
lagt 55% yfirfærslugjald á alla
gjaldeyrissölu og stórfeldir aðrir
skattar og tollar á almenning.
Sú gengisbreyting, sem nú er
verið að gera, er þess vegna
fyrst og fremst staðfesting á
ástandinu, sem skapazt hafði í
peningamálum þjóðarinnar á
valdatímabili vinstri stjórnar-
innar. Sú raunverulega gengis-
breyting, sem nú er framkvæmd,
er miklu minni en sú sem vinstri
stjórnin framkvæmdi með efna-
hagsmálaráðstöfunum sínum
haustið 1956 og vorið 1958.
Miðað við það meðalgengi,
sem í dag er á Bandaríkja-
dollar í útflutningi, kr. 30,36,
er hér um að ræða lækkun á
gengi íslenzku krónunnar um
30%. En miðað við hið al-
menna gengi, sem nú er á
BandaríkjadoIIar í innflutn-
ingi, kr. 25,30, er um að ræða
34% Iækkun á gengi íslenzku
krónunnar.
BENDA EKKI Á NEIN
SJÁLFSTÆÐ ÚRRÆÐI
Það er athyglisvert í málflutn-
ingi Framsóknarmanna og komm
únista, þessa dagana, að sjálfir
geta þeir ekki bent á nein sjálf-
stæð úrræði til lausnar þeim
vanda, sem viS er að etja í ís-
lenzkum efnahagsmálum, enda
þótt þeir ráðist af hinu mesta
offorsi á þær ráðstafanir, sem
núverandi ríkisstjórn leggur til
að gerðar verði til bjargar. —
Tíminn og Hermann Jónasson
láta sér nægja að tala um „sam-
dráttar- og íhaldsstefnu ríkis-
stjórnarinnar".
En málgagn Framsóknar-
flokksins minnist ekkert á
það, að í hálft þriðja ár var
Hermann Jónasson forsætis-
ráðherra vinstri stjórnar, sem
Iofað hafði „nýjum leiðum“
og „varanlegum úrræðum" í
efnahagsmálunum. Hlutskipti
þeirrar ríkisstjórnar varð að
gefast upp eftir 2% ár algers
úrræðaleysis. Hermann Jónas
son lýsti því þá yfir, að „ný
verðbólgualda væri risin ‘
og efnahagsmálasérfræðiugur
ríkisstjórnarinnar sagði, að
við værum að „ganga fram af
brúninni". Þannig Iauk feigð-
argöngu vinstri stjórnarinnar
undir forystu kommúnista og
Framsóknarmanna.
En nú koma þessir menn og
þykjast alltaf hafa verið með
fangið fullt af snjallræðum
til lausnar öllum vanda!! Á
yfirborðshjali þeirra og mál-
gagna þeirra getur vissulega
enginn ábyrgur maður tekið
hið minnsta mark.
KJARASKERÐING
HINDRUÐ
Núverandi ríkisstjórn hefur
ekki hikað við að segja þjóðinni
þann sannleika, að hún verði að
leggja nokkuð að sér um skeið
til þess að sigrast á erfiðleikun-
um, og leggja nýjan og traust-
ari grundvöll að framtíðaraf-
komuöryggi sínu. En jafnframt
hefur stjórnin haft forystu um
víðtækar ráðstafanir til þess að
tryggja kjör efnaminnsta fólks-
ins í þjóðfélaginu, fjölmennra
barnafjölskyldna og elli- og ör-
orkulífeyrisþega.
í því skyni að koma í veg
fyrir kjaraskerðingu hjá
þessu fólki, verða fjölskyldu-
bætur stórauknar. Kr. 2600
verða greiddar með hverju
barni, hvar sem er á landinu.
Munu því greiðslur til 3ja
barna fjölskyldu nema 7800
krónur á ári í stað 1166 kr. nú
á 1. verðlagssvæði og 874 kr.
á öðru verðlagssvæði. Greiðsl-
ur til 5 barna fjölskyldu
myndi nema 13000 krónur í
Framh. á bls. 19.
I. umrœða
í dag
EFNAHAGSMÁLAFRV. rík-
isstjórnarinnar verður tekið
til 1. umræðu á fundi neðri
deildar Alþingis, er hefst kl.
1,30 í dag. Forsætisráðherra,
Ólafur Thors, sem er flutn-
ingsmaður frumvarpsins f. h.
ríkistjórnarinnar, fylgir því
úr hlaði, en síðan má búast
við miklum umræðum.
PARÍS, Jf. febrúar.
DE GAULLE er þegar byrj-
aður að hreinsa til i stjórn
sinni. Jacques Soustelle varð
fyrstur í röðinni. Hann ræddi
við de Gaulle stundarfjórð-
ung í dag og skömmu síðar
var tilkynnt, að Soustelle
hefði látið af ráðherraem-
bætti. Haft er fyrir satt, að
de Gaulle hafi haldið yfir
honum stutta skammarræðu
og síðan sagt honum að fara.
Aldavinir
Soustelle hefur farið með mál-
efni Sahara í stjórninni. Hann
hefur auk þess verið kjarnorku-
mála- og aðstoðarforsætisráð-
herra. Soustelle er aldarvinur de
Gaulle. Hann var yfirmaður lcyni
þjónustunnar undir forystu de
Gaulle i síðari heimsstyrjöldinni,
varð síðar landsstjóri í Alsír og
var einn af uppreisnarforingjun-
um í maí 1958, þegar de Gaulle
var kvaddur til valda.
Hlynntur uppreisnarmönnum
De Gaulle hefur þar með sýnt,
að hann hyggst engum þyrma,
hvorki vinum né vandalausum.
Hann bað um alræðisvöld tii að
treysta völd stjórnarinnar og ör-
yggi ríkisins og þegar í dag voru
þess glögg merki, að ekki átti
að sitja við orðin tóm.
Q------------------------n
3H®r0iuittMðfrife
Efni blaðsins m.a.:
Föstudagur 5. febrúar 1960
Efni blaðsins m.a.:
BIs. 3: Er fiskur í kokkteilnum?
— 6: Erfðasjóði aflað tekna.
— 8: í fáum orðum sagt.
— 10: Forystugreinarnar: „Gengis-
breyting‘« og „Tvístirnið“.
Þegar líkið handtók Stalín.
(Utan úr heimi).
— 11: Gengishalli gagnvart útlöndum
1955—1959.
— 13: Erlendir viðburðir.
— 18: íþróttir
□------------------------D
úr stjórn
Soustelle er talinn hafa verið
andvígur því að de Gaulle léti
Fram'hald á bls. 19.
Fór upp um
ísinn
— Washington, 4. febr.
BANDARÍSKI kjarnorkukaf
báturinn Sargo hefur 5 sinn-
um brotizt upp um ísinn á
norður-heimskautssvæðinu.
Ishellan er þar allt að 10
feta þykk, meðalþykktin 6
fet, en þykknar eftir þvi sem
nær dregur pólnum. Sargo
hefur að undanförnu verið á
ferð undir isnum og gert
rannsóknir á hafsbotninum.
Hann er einn 37 kjarnorku-
kafbáta Bandarikjamanna,
sem i í smíðum eða þegar
komnir í notkun. Á síðasta
ári sigldí hann 19,000 sjó-
milur og þar af 18,800 í kafi.
Þetta er mesta úthald banda-
rísks kafbáts hingað til.