Morgunblaðið - 05.02.1960, Síða 13

Morgunblaðið - 05.02.1960, Síða 13
JTöstu<3agur 5 fehrúar 19S0. jf /» n r tí w n r 4 n f f) T3 Erlendir viðburðir - vikuyfirlit De Gaulle sigraði Hinum hörðu átökum í Alsír er lokið að sinni. Það er nú ljóst að öfgafullir hægrimenn bæði í Alsír og heima í Frakklandi hafa lengi undirbúið nýjar byltingar- tilraunir til að steypa de Gaulle. Það má búast við því að fjöldi herforingja hafi verið viðriðinn samsærið. Óánægjan með stefnu de Gaulles fór stöðugt vaxandi í Alsír, hennar gætti ekki sízt meðal herforingjanna. Það var aðeins tímaspursmál hvenær ólgan bullaði og brytist út. Það vildi svo, að það var hinn vin- sæli hershöfðingi Massu, sem gat ekki lengur þagað. Ef til vill var samtal hans við þýzkan blaða mann fyrirfram skipulagt. Með því var kveikt í tundrinu, sem átti að sprengja de Gaulle. En de Gaulle stendur enn óhagganlegur. Samsærið og bylt- ingartilraunin hafa verið kveð- in niður. Forsetinn virðist nú ætla að nota tækifærið til gagn- sóknar og til þess að uppræta hin öfgafullu hægriöfl í landinu. Það má segja að það yrði góð hreingerning, en hér er de Gaulle og franskt lýðræði komin inn á hættusvæði. Með heiftrækni for- setans nú má vera, að franskt lýðræði slokkni. pe Gaulle hef- ur einræðisvald og nú er hann byrjaður að beita því. Að þessu sinni ætla ég ekki að skrifa langar umsagnir um þá stórviðburði, _sem gerzt hafa í Frakklandi. Ég ætla heldur að reyna að rekja fyrir lesendunum atburðarásina, svo að meginat- riðin í henni komi fram og verði sem skýrust. Það er einskonar annáll Alsír-viðburðanna. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR birtist samtal þýzka blaðamanns- ins Kempskis við Massu hers- höfðingja í Múnchen-blaðinu Súddeutsche Zeitung. Samtalið var ekki mjög áberandi í blað- inu. Byrjun þess var á forsíðu með lítilli fyrirsögn en megin- málið1 í framhaldi aftar í blað- inu. Massu sagði m. a.: „Eg veit ekki, hvort de Gaulle forseta er fyllilega ljóst að hverju hann stefnir í Alsír. Ef hann hefur einhverja stefnu þá er vist, að það er ekki okkar stefna.“ „Herinn mun sýna kraftana, ef aðstæður heimta það. Herinn skilur ekki lengur stefnu de Gaulles. Ekki aðeins í Alsír held- ur í öllu franska samveldinu, þar sem það er ljóst, að Afríku- þjóðir ætla sér að beita sjálfs- ákvörðunarrétti sínum til þess að yfirgefa franska samveldið. — Mestu vonbrigðu hægrimanna eru, að de Gaulle hefur reynzt vera vinstri maður.“ „De Gaulle var eini maður- inn sem hægt var að leita til í byltingunni í maí 1958 og það voru ef til vill mistök hjá hern- um, að koma honum til valda.“ — ★ — Snemma morguns var samtal þetta komið til vitundar frönsku stjórninni og var engu líkara en þar hefði orðið sprenging. De Gaulle varð sár og öskureiður er hann las J>að. Lét hann Debré forsætisráðherra og Guillomat hermálaráðherra hringja marg- sinnis til Algeirsborgar. Massu var kallaður heim til til að gefa skýringar. Hann sagði við kom- una, að hann hefði ekki átt eig- inlegt samtal við Kempski, þeir hefðu aðeins rabbað saman. Kona Massu sagði: — Ef mað- Urinn minn hefði fyrir framan sig serkneskan uppreisnarmann og þennan þýzka blaðamann og mætti skjóta annan þeirra, þá myndi hann skjóta blaðamann- iinn. Seint um kvöldið sátu bæjar- stjórar Algeirsborgar og ná- lægra bæja á fundi og gáfu yfir- lýsingu: „De Gaulle þarf að skilja það, að Alsírbúar ætla að vera áfram franskir og munu tryggja það með öllum ráðum, m .a. með því að grípa til vopna.“ — Yfirlýsingin verkaði eins og olíu væri kastað á eld. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR Stöðugir fundir ýmist í ríkis- stjórn eða ráðuneytum í París. Ríkisstjómin gefur út yfirlýsingu þar sem hún segist halda fast við þá ákvörðun að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt Alsírbúa. Þess er krafizt að Massu gefi de Gaulle hollustuyfirlýsingu. Þá yfirlýsingu orðar hann mjög undarlega: „Vald Challe yfir- hershöfðingja er ekki véfengt í Alsír. Eg og hermenn mínir standa einhuga á bak við Challe hershöfðingja, en hollusta Chall- es við forseta ríkisins verður ekki dregin í efa.“ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR De Gaulle heldur fund með allmörgum hershöfðingjum frá Alsír. Fundurinn hafði verið ákveðinn nokkru áður. Massu fékk ekki að vera á fundinum. Delauvrier lcemur til París. Einn helzti stjórnmálaforingi hægrimanna, Georges Bidault ætlaði að fara til Alsír. Honum er bannað það. Bidault, sem er gamalkunnur og áhrifamikill stjórnmálamaður, móðgast mjög. Af þessu þykir sýnt, að de Gaulle ætlar að láta skerast í odda við hægrimenn. FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR Massu vikið úr starfi sem yfir- manni herjanna við Algeirsborg. Eftirmaður hans er Jean Crepin, tryggur Gaullisti. Bidault hverfur og er talið að hann ætli að fara í leyfisleysi til Alsír. Brottvikning Massu vekur svo mikla furðu í Alsír, að í fyrstu er sem foringjar landnemanna séu lamaðir af undrun. LAUGARDAGUR 23. JANÚAR Fylgismenn öfgamannsins Josephs Ortiz fara búð úr búð og inn á hvert veitingahús í Al- geirsborg og ráðleggja mönnum að loka í mótmælaskyni við brottvikningu Massu. Um hádegi hefur svo til öllum fyrirtækjum verið lokað. Óvenju fjölmennt er á götum borgarinnar. Menn a bílum og mótorhjólum þeyta lúðrana og gefa stöðugt merkið, þrjú stutt og tvö löng, sem þýð- ir „Alsír franskt". Sterkur her og lögregluvörður við stjórnarbygginguna. Um hundrað unglingar safnast fyrir framan hana um kvöldið og kasta grjóti. Lögregla dreifir hópn- um. Delouvrier landsstjóri snýr heim frá París og tilkynnir bæj- arráði Algeirsborgar, að franski herinn muni ekki líða neina ó- reglu á strætunum og ef á hann verði skotið muni hann svara með skothríð. Flokkur Joseph Ortiz dreifir um kvöldið flugmiðum, þar sem boðaður er útifundur daginn eft- ir á aðaltorgi Algeirsborgar, svo- nefndu „Forum“. SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 5000 hægri öfgamenn og stúd- entar eru saman komnir um há- degi á mótmælafundi á „Forum“. Um 1000 vopnaðir lögreglumenn eru á verði um stjórnarbygging- una, sem er við sama torg. Mik- ill mannfjöldi stöðugt á torginu. Fylgismenn Ortiz eru margir vopnaðir vélbyssum. Mannfjöldanum á Forum er gefin skipun um að dreifa sér. Hann hlýðir ekki og kl. 6 fá lög- reglumenn fyrirmæli um að dreifa hópnum með valdi. En þegar lögreglusveitirnar koma út úr stjórnarbyggingunni hefja fylgismenn Ortiz skothríð á þær. í skothríðinni falla 24 menn, þeirra á meðal átta lögreglu- menn og 136 særast. Mikill hluti fólksins á torginu flýr við skot- hríðina, torgið tæmist, en æst- ustu stuðningsmenn Ortiz, sem eru vopnaðir fara inn í hliðargöt- ur og búast til varnar. Uppnám hjá frönsku stjórn- inni í París, þegar fréttirnar berast. De Gaulle flytur útvarps- ræðu og skorar á óeirðarseggina að leggja niður vopn. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR Um nóttina hafa byltingar- menn reist virki úr götusteinum á strætunum umhverfis Forum. Byltingarmenn eru í hátíðar- skapi. Þeir syngja franska þjóð- sönginn og draga franska fánann upp á virkjunum. Herlið er kvatt til borgarinn- ar frá nálægum héruðum, en greinilegt er, að það er hlynnt byltingarmönnum. Yfirmaður fallhlífasveitanna, Jean Graci- eux hershöfðingi, segir: „Eg mun aldrei fyrirskipa árás á franska föðurlandsvini“. í Algeirsborg er öllum fyrir- tækjum lokað og allsherjarverk- fall ríkir. Urmull fólks þyrpist niður í miðbæinn. Torgið Forum er troðfullt af fólki, sem gengur innan um hermenn og byltingar- menn til skiptis. Allir eru í bezta skapi. Það er hrópað „Lifi Frakk land“ og „de Gaulle í gálgann". Um kvöldið breiðist bylting- in til annarra borga í Alsír. — Debré forsætisráðherra flýgur um nóttina á laun til Algeirs- borgar. ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR Debré forsætisráðherra dvald- ist aðeins nokkrar klukkustundir í Algeirsborg. Hann snýr aftur til Parísar og segir sínar farir ekki sléttar. Hann er vonlaus, eftir það sem hann sá í Alsír og segir de Gaulle, að franski herinn sé ófáanlegur til að bæla niður byltingu franskra föður- landsvina. Debré hótar jafnvel að segja af sér, ef de Gaulle skipar hernum fram. Á þessum degi virðist sem allir séu að yfirgefa de Gaulle. Bylt- ingarmenn í Algeirsborg hafa búið um sig á tveimur stöð- um í háskólahverfinu undir stjórn Lagaillards og í banka einkum við Forum undir stjórn Ortiz. Þeir þykjast nú eiga sigur vísan, því að de Gaulle virðist einskis megnugur. MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR Stuðningur frönsku þjóðafinn- ar við de Gaulle byrjar að eflast. Fólki fer fyrst að vera ljóst, hve alvarlegir atburðirnir í Algeirs- borg eru. Blöðin heima fyrir byrja að fordæma byltingartil- raunina og verkalýðsfélögin lýsa yfir stuðningi við de Gaulle. Aðgerðarleysi hersins gagn- vart byltingarmönnum verður nú mjög áberandi og glöggt er að hann hlýðir ekki fyrirmæl- um forsetans. FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR De Gaulle gengur nú á yfir- menn hersins, að þeir fram- kvæmi skyldu sína. Þetta er erfið asti dagurinn fyrir Challe yfirhershöfðingja og Delouvrier landsstjóra. Þeir verða að gera upp við sig, hvorum þeir ætli að fylgja. Þeir hlíta fyrirmæl- um de Gaulles um að flytja bæki stöðvar hers og landsstjórnar frá Algeirsborg en gefa um leið yfir- lýsingar um það, að þeir muni aldrei gefa fyrirskipanir um að skjóta franska menn og að Alsír skuli ætíð verða franskt. De Gaulle reiðist mjög er hann frétt- ir af þessum yfirlýsingum og lætur bera þær til baka. Paul Ely, herráðsforingi Frakka kemur til Alsír og sezt að í hinum nýju bækistöðvum hersins utan Algeirsborgar. Hann mun hafa stjórnað hernum bak við tjöldin. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR Allan daginn bíða menn í of- væni eftir því að de Gaulle flytji ræðu í útvarp og sjónvarp. Ur- hellisrigning í Algeirsborg veld- ur vanlíðan byltingarmanna í götuvirkjunum og dregur senni- lega úr kjarki þeirra. Þegar de Gaulle hefur útvarps- og 6jónvarpsræðu sína kl. 8 um kvöldið verður sú útlitsbreyting á öllum frönskum borgum, að göturnar verða auðar. Fólk situr við tæki sín og hlýðir og horfir á forsetann. De Gaulle flytur ræðuna i hershöfðingjabúningi og vekur það upp endurminningar manna af honum úr heimsstyrjöldinni. Hann er einarður og ákveðinn, kallar byltingarmennina lygara og samsærismenn, stendur fast við yfirlýsingar sínar um sjálfs- ákvörðunarrétt Alsírbúa og seg- ir hernum, að hann hafi engan rétt til að meta málin sjálfur eða setja skilyrði fyrir aðgerð- um. Verkefni hersins sé að hlýða og fyrirskipun til hans sé að upp- ræta byltingarseggina. Öll franska þjóðin hrífst af ræðu de Gaulle. Hann er nú ó- umdeilanlegur leiðtogi. Með þess ari ræðu er allur kjarkur dreg- inn úr byltingarmönnum og nú bregður svo við, að herinn verð- ur einhuga á bandi de Gaulles. Gracieux hershöfðingi gefur þegar um kvöldið út fyrirskipun um að varaliðsmenn séu kvadd- ir í herinn. Þetta er fyrirskipun, sem kemur einna verst við bylt- ingarmenn vegna þess, að mikill hluti þeirra er í varaliðinu. Ef þeir ekki hlýða kalli, teljast þeir liðhlaupar. LAUGARDAGUR 3«. JANÚAR Herinn byrjar virkar aðgerðir i Algeirsborg gegn byltingar- mönnum. Hermenn slá þéttum hring umhverfis allt virkjasvæði byltingarmanna. Aragrúi fólks úr Algeirsborg safnast utan við hermennina og það er sýnilegt, að borgararnir hafa ekki látið af andstöðu sinni við de Gaulle. — Mannfjöldinn hrópar stöðugt: „Lifi franskt Alsír“ eða „d« Gaulle í gálgann" Foringjar byltingarmanna, La- gaillard og Ortiz hittast um dag- inn og lýsa því yfir að mót- spyrna þeirra við de Gaulle sé óbreytt. Þeir flytja báðir æsinga- ræður. Lagaillard kveðst hafna úrslitaskilmálum hersins, þeir séu móðgun við minningu þeirra sem fallið hafi í fimm ára styrj- öld við Serki. Múgurinn brýzt á nokkrum stöðum gegnum raðir hermann- anna og fólkið hnappast utan um götuvirkin. Ortiz flytur ræðu gegnum gjallarhorn og skorar á eiginkonur byltingarmanna að raða sér framan við virkin, svo að herinn skjóti ekki á eigin- menn þeirra. Fólk í Algeirsborg er æst og um leið harmi þrung- ið, )*ví að það finnur á sér að orustan er töpuð. Um kvöldið fara margir heim til sín, nema harðasti kjarni bylt- íngarmanna, sem dvelst áfram í virkjunum. Herinn hét því að gera ekkr árás um nóttina. Framh. á bls 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.