Morgunblaðið - 05.02.1960, Side 18
18
MOKcr\nr.4ÐiÐ
Fostudaetrr 5. febrúar 1960.
Guðmundur vann alla
meistaratitla karla
Guðmundur — beztur í bringusundi líka.
Náði öðrum bexta
tíma íslendings í
200 m bringusundi
GUÐMUNDUR Gíslason
sundkappi var sannarlega
„maður kvöldsins“ er Sund-
meistaramót Reykjavíkur fór
fram í fyrrakvöld. Guðmund-
ur varð þrefaldur Reykjavík-
urmeistari — vann allar þrjár
greinar karla á þessu móti og
er því eini karlmaðurinn í
Reykjavík, sem hlotið hefur
meistaratitil í sundi 1960. Við
bætist að afrek hans í bak-
sundi, skriðsundi og bringu-
sundi eru hvert öðru betra og
sýna og sanna að hann er
mesti sundmaður sem uppi
hefur verið á íslandi.
Að Guðmundur var frábær
skriðsunds- og baksundsmaður
vissu allir. Og í þeim greinum hef
ur hann verið beztur íslendinga
og á þar öll met sem skráð eru.
En nú keppti Guðmundur í
fyrsta sinn í 200 m bringu-
sundi karla. Og þessi fyrsta
200 m ferð hans í bringusundi
var ekki aðeins athyglisverð,
heldur stórglæsileg. Hann
skaut öllum keppinautum sín-
um aftur fyrir sig — og meir
en það. Hann náði öðrum
bezta tíma er íslendingur hef-
ur náð á vegalengdinni, 2.46.7
mín. Aðeins Sigurður Þingey-
tngur á betri tíma, — íslands-
metið fræga 2.42,6. Þetta af-
rek Guðmundar er frábært
og er nú vafamál, hvort hann
á eftir meiri bringusundsæf-
ingu frekar erindi í stórmót
erlendis í „sínum gömlu grein-
um“ eða á bringusundi.
Frábær afrek
Það hefur skeð áður að sami
maður hafi unnið þrjá ólikar sund
greinar á sama móti. En með slík-
um afrekum í hverri grein, sem
Guðmundur náði nú, hefur eng-
inn komist í hálfkvist við hann.
Hann synti 100 m. skriðsund á
58,8, sem er góður tími og 100
m baksund á tíma, sem enginn
annar íslendingur hefur náð
1,12,5 mín. þó sjálfur eigi hann
betri tíma, enda fór baksundið
fram rétt á eftir hinu eftirminni-
lega bringusundi.
•k Góð efni
Bringusundið var aðalgrein
kvöldsins. Annar í röðinni varð
Guðmundur Samúelsson, Akra-
nesi. Hann kom mjög á óvart,
náði 2,47,7 mín. og skipar sér 1
5 sæti á afrekaskrá íslands í
þessu sundi. Hann er og maður
sem ekki hefur sagt sitt síðasta
orð í þessari grein. Sama má
segja um Hörð Finnsson ungan
Keflvíking, sem var þriðji á
2.48,8. Hinir „gömlu“ garpar,
Sigurður Sigurðsson Akranesi og
Einar Kristinsson A, urðu nú að
láta í minni pokann.
á Aðrar greinar
Ágústa sigraði auðveldlega í
skriðsundi og keppnislaust náði
hún 1.08,8 mín. Hörð varð keppni
Hrafnhildar Guðmundsdóttur ÍR
og Sigrúnar Sigurðardóttir SH í
200 m bringusundi kvenna. Hrafn
hildur kom á undan í mark en
sund hennar var ógilt dæmt
vegna aukataks í kafi í upphafi.
Tími hennar var 3.06,8 mín. en
Sigrún hlaut sigurinn eftir gott
sund 3.07,0 mín.
Þorsteinn Ingólfsson ÍR vakti
athygli mesta í sundum unglinga.
Hann sigraði í bringusundi og í
skriðsundi drengja á mjög góð-
um tímum í hans aldursflokki
að vera. Er þar mikið efni á ferð.
Úrslit í einstökum greinum
öðrum urðu:
100 m skriðsund karla:
Guðm. Gíslason ÍR 58,8
Siggeir Siggeirsson A 1.05,7.
100 m skriðsund kvenna:
Ágústa Þorsteinsdóttir Á 1,08,8.
Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 1.25.2.
50 m bringusund drengja:
Þorstein Ingólfsson ÍR 37,7.
Ólafur B. Ólafsson Á 39.8.
Jóhannes Atlason Á 40.0.
Tottenham —
SL. þriðjudag og miðvikudag
fóru fram 6 leikir úr fjórðu um-
ferð ensku bikarkeppninnar.
Höfðu leikir milli sömu liða end-
að með jafntefli sl. laugardag.
Úrslit leikjanna urðu þessi:
Burnley — Swansea 2:1
Preston — Bristol Rovers 5:1
Watfoad — Southampton 1:0
Blackpool — Blackburn 0:3
Tottenham — Crewe 13:2
Brighton — Rotherham 1:1
Leikurinn milli Tottenham og
Crewe var í raun og veru aðeins
sýningarleikur, því yfirburðir
Tottenham voru það miklir. í
hálfleik var staðan 10:1 og virt-
ist sem leikmenn Tottenham
vildu ekki setja fleiri mörk, því
hraðinn í síðari hálfleik var eng-
inn. Fyrir Tottenham skoruðu
Allen 5 mörk, Smith 4 mörk,
Jones 3 mörk og Harmer 1.
Leikurinn milli Brighton og
Rotherham var mjög spennandi
og varð að framlengja, en allt
kom fyrir ekki, liðin verða að
leika aukaleik.
Dregið hefur verið um hvaða
lið leika saman í 5. umferð, og
eru það þessi lið:
Luton — Wolverhampton
Bradford City — Burnley
Preston — Rotherham eða
Brighton.
Manchester U. — Sheffield W
Port Vale — Aston Villa
Leicester — W. B. A.
Sheffield U. — Watford
Tottenham — Watford.
Frægasti dávaldur og Eiugsanalesari Evropu
9 Oóleiðslo
9 Hugsanalest»r
Dr. Peter Lei
&
íris Lei
Sýna listir sínar á
Kvöldskemmtun
i kvöld töstudaginn 5 febrúar kl. 11,30
i Austurbæjarbiói
Nœstu sýninpar Lauaardagskv'öldið g
sunnuaagsKvóiáio Kl. II, JO e.h.
Aðgöngumiðar fást í Austurbœjarúíói
mmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmemmmmmmammm
50 m bringusund telpna:
Svanhildur Sigurðard. Á 44.6.
Ólöf Ólafsdóttir Á 46.4.
Sigrún Sigvaldsdóttir KR 46,1.
200 m bringusund karla:
Guðmundur Gíslason ÍR 2.46,7.
Guðm. Samúelsson ÍA 2.47.7.
Hörður Finnsson ÍBK 2.48.8.
Sig. Sigurðsson ÍA 2.48.9
Einar Kristinsson Á 2.49.6.
50 m skriðsund drengja:
Þorst. Ingólfsson ÍR 28.7.
Jóhannes Atlason Á 30,7.
Þröstur Jónsson Æ 32.8.
50 m skriðsund telpna:
Jóhanna Sigurþórsd. ÍBK 37.6.
Guðfinna Sigurþórsd. ÍBK 39.7.
100 m baksund karla:
Guðm. Gíslason ÍR 1,12.8.
Guðm. Samúelsson ÍA 1,20.5.
Crewe 13-2
Leikurinn, sem mun vekja
mesta athygli þann 20. febr. n.
k., en þá fer fimmta umferð
fram, er leikurinn milli Manc-
hester United og Sheffield Wedn
esday. Eru bæði liðin mjög sterk
um þessar mundir og hafa fullan
hug á að komast á Wembley. —
Einnig verður gaman að fylgj-
ast með hvernig Luton tekst til
á móti Wolverhampton, og minn
ast margir ófara úlfanna sl. ár á
leikvelli Luton.
Til gamans skal getið þeirra
liða, sem komust í 5. umferð sl.
ár, en þau eru: Arsenal, Sheffi-
eld U., Birmingham, N. Forest,
Blackpool, W.B.A., Bolton, Prest
on, Burnley, Portsmouth, Evert-
on, Aston Villa, Ipswioh, Luton,
Tottenham og Norwich.
-í W'""’
r>9
1*
)
S
s
s
s
s
s
s
s
\
s
s
s
s
s
s
skemmti- ^
Opið í kvöld til kl. 1.
Ókeypis aðgangur.
Hinn bráðsnjalli
kraftur:
ÓMAR RAGNARSSON
\ sem öllum kemur í gott skap
S skemmtir. —
S
s
s
s
s
s
s
s
s
\ Tríó Reynis Sigurðssonar leik S
Mat
s
i ur.
S
<
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
framreiddur frá kl.
M A T S K R Á:
★
Súpa dagsins
Kálfafilet
★
með grænmeti, kr. 35,00
★
Wienarschnitzel kr. 30,00
★
S Filletmegnon maisoan kr
* ★
Lambakótelettur
með grænmeti kr. 35,00
★
Enskt buff kr. 35,00
★
Franskt buff kr. 35,00
★ í
Steikt fiskflök S
í dýfu kr. 30,00 •
35
s
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Imeð cocktail
ís með rjóma kr. 8,00
★
Borðpantanir í síma 19611.
★
Skemmtið ykkur í
Silfurtunglinu.
SII.FTTRTTTNGLIÐ s
s