Morgunblaðið - 16.02.1960, Síða 23

Morgunblaðið - 16.02.1960, Síða 23
Þriðjudagur 16. feb'r. 1960 MORCV1SBLAÐ1Ð 23 Sextugasta uppboð SIGUBÐUR Benediktsson heldur sitt 60. listmunauppboð í dag og hefst það kl. 5 e.h. í Sjálfstæðis- húsinu. Að þessu sinni eru eingöngu bækur á uppboðsskrá Sigurðar. Það merkasta á uppboði þessu er Ijóðabókasafn upp á meira en 50 bækur og er það tilvalið fyrir Ijóðasafnara, sem væri að byrja .söfnun slíkra bóka. Ljóðabækur I safni þessu má nefna m. a. yGrýlu Jóns Mýrdals, Ak. 1873, Kvæði Benedikts Gröndals eldrá, Viðey 1833 með áritun Benedikts Gröndals yngra, dóttursonar hans, Ljóðmæli Jóhannesar Bær- ingssonar Kbhöfn 1876, Ljóðmæli Jóns Arnasonar á Víðimýri, Ak 1879, Ögmundar-Geta Ógmundar Sivertsen, Kbhöfn 1832, Kvæði Jons Thoroddsens, Khöfn 1874, Ljóðmæli Haraldar G. Sigurgeirs sonar, Gimli Man. 1895, Ágrip af æfisögu M. Lúters eftir Jón Árna son Rvík 1852, Þórður gamli halti M. A. sýnir Eftir- litsmaiminn AKUREYRI, 15. febrúar. — Menntaskólinn á Akureyri frum- sýndi í gærkvöldi sjónleikinn, Eftirlitsmanninn eftir Nicolai Gogol, og er Karl Guðmundsson leikstjóri. Með aðalhlutverkin Jónsdóttir, Iðunn Steinsdóttir og fara Jón Sigurðsson, Aðalheiður Pétur Einarsson. Leikarar eru um 20. — mag. listmuna- Sigurðar eftir H. K. Laxness, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess má geta bóka eins og Njólu (Boðsritautg.) Björns Gunnlaugssonar, Viðey 1842, Bréf til Láru nr. 199/300 Þórbergs Þórðarsonar, Rvík 1924, Þess isl. evangelíska smábókafélags rita (Ókompl.), Páskaræðu Páls Sig- urðssonar í Gaulverjabæ, Rvík 1888 (Kápueintak). Margar fleiri góðar og girnilegar bækur eru á uppboði þessu. Frakkar Frh. af bls. 3. Hin sameiginlega stofnun Afríku- og Asíu-ríkja, sem hefur aðsetur í Kaíró, gaf í dag út áskorun til meðlimaríkjanna um að slíta stjórnmálasambandi við Frakka, frysta allar innstæður þeirra og kæra framferði þeirra fyrir Sameinuðu þjóðunum. Útvarpsstöðvar í Kaíró í Eg- yptalandi og í Sovétríkjunum hafa haldið uppi stanzlausum áróðri í fréttum og erindum á tungumálum Afríkuþjóða, þar sem því er haldið fram, að kjarn- sprengingar Frakka í Sahara- eyðimörkinni hafi í för með sér stórkostlega lífshættu fyrir Afríkuþjóðir. Brezka blaðið Guardian segir, að það geti verið að kjarn- seprenging Frakka stuðli að friði þannig, að mönnum verði það nú loksins Ijóst, hve mikil hætta vofir yfir heiminum, ef ekki næst hið bráðasta samkomu lag um bann við kjarnorkuvopn- um. Mikoyan Framh. af bls. 2. erum ekki árásarsinnaðir," sagði Mikoyan. Þá vék Mikoyan að því að Rúss ar hefðu nýlega ákveðið að minnka herafla sinn um þriðjung og væri það enn eitt sönnunar- gagn fyrir friðsemi Sovétríkj- anna. Mikoyan taldi að flest ríki heims væru friðsamleg og ekki væri veruleg hætta á styrjöld. Aðeins yrði að hafa stranga varð gæzlu á Vestur-Þýzkalandi. Það væri eina landið, sem ekki viður- kenndi gildandi landamæri í Evrópu, og landamæradeilur hefðu oft leitt til styrjalda. Skuggi á sambúðinni Mikoyan minnti á heimsókn Gerhardsens til Moskvu árið 1956, og sagði hann að Krúsjeff hefði þá sannfærst um að ekki væri nóg með það að norska þjóðin vildi frið, heldur jafnvel að norska stjórnin vildi frið. Þá ræddi Mikoyan um verzlun- arviðskipti landanna og sagði að hægt væri að auka þau og myndi Sovétstjórnin stefna að því. Hins vegar kvaðst hann ekki geta þag- að yfir því, að myrkan skugga bæri á sambúð þjóðanna og það væri þátttaka Noregs í Atlants- hafsbandalaginu. „En við hugg- um okkur við það, að það sé að- eins tímabundin yfirsjón. Þegar kalda stríðið hverfur mun hið árásarsinnaða NATO bráðna í hlýindunum.“ Ungverjalandsmálið Um kvöldið flutti Mikoyan fyrirlestur í norska stúdentafé- laginu um ástandið í alþjóðamál- um. Áheyrendur voru yfir þús- und og gáfu þeir Mikoyan gott hljóð meðan hann flutti fyrirlest- urinn. En að erindinu loknu var spurningatími og beindust spurn- ingar stúdenta brátt að Ung- verj alandsmalinu. Mikoyan virt- ist þá verða fremur óstyrkur og hrópaði hann: „Hendur hinna ungversku stúdenta, sem flýðu land, eru ataðar blóði. „Ri.su á- heyrendur þá upp og höfðu í frammi hróp og hávaða til að mótmæla þessum orðum. Hann neitaði að svara spurningu frá einum stúdent um það hvort ung verska þjóðin hefði sjálf fengið að ráða stjómarformi sínu. „Þessi spurning er aðeins til þess gerð að koma mér í vandræði." Hann hélt því fram að uppreisnin í Ungverjalandi hefði stafað af mis tökum Rakósi-stjórnarinnar. En það hefðu verið flugumenn bandarísku leyniþjónustunnar, sem hefðu komið uppreisninni af stað. Við þessa yfirlýsingu Mik- oyans varð almennur hlátur í salnum. Önnum kafinn Á öðrum degi heimsóknarinn- ar, mánudeginum, var Mikoyan mjög önnum kafinn. Snemma morgun átti hann viðræður við norsku stjórnina, en tilkynning hefur ekki verið gefin út um hvað var rætt. Því næst gekk hann á fund Ólafs konungs. Hann lagði blómsveiga á leiði fallina norskra frelsishetja við Akers- hus-kastala og á leiði rússneskra hermanna í Vestrakirkjugarði. Þá heimsótti hann hina svo- nefndu Tandberg-viðtækjaverk- smiðju og fór í kynnisferð um Oslóarborg. Um kvöldið sat hann veizlu, sem rússneski og kín- verski sendiherrann héldu sam- eiginlega til að minnast þess að 10 ár eru liðin síðan undirritaður var vináttusamningur milli Kína Og Sovétríkjanna. í veizlunni voru og helztu ráðamenn í Nor- egi. Á morgun þriðjudag, mun Mik oyan skoða ráðhús Oslóar, Kon- Tiki flekann, Framhúsið og Vík- ingaskipin, en flugvél hans legg- ur af stað frá Fornebu-flugvelli kl. 2 síðdegis. NÆSTI fundur mátfunda- námskeiðsins verður í kvöld í Valhöll við Suðurgötu. Hefst fundurinn kl. 20.30. Fundarefni: Er alheims- stjórn eina lausn alþjóða- vandamála? Málshefjendur: Þór Þor- björnsson, Jón Sigurðsson, Guðmundur Ásgeirsson, Frið rik Friðriksson, Auðunn Hin- riksson og Ingólfur Hjartar- son. Ólafur Þorgeirsson og Viggó Oddsson munu ennfremur flytja stuttar ræður um sjáif valin efni. Fundurinn verður eins og áður er sagrt í Valhöll og hefst kl. 20.30. Bjöm Pólsson sækir sjúkt born ÞÚFUM, N-ls., 12. febr. — Um síðustu helgi gerði hér geysi- mikla úrkomu sem stóð hátt upp í sólarhring. Var vatnsgangur óvenju mikill, ár og lækir ófærir yfirferðar, nema á brúm. Nokkr- ar skemmdir urðu á vegum, en ekki svo að ófærir yrðu, en eins og kunnugt er, er jörð orðin auð upp á fjöll. Er þetta vafalaust snjóléttasti þorri, sem komið hef ur á þessari öld, það sem af er honum, og tíðarfarið líkara vor- veðri. Vel kemur sér starfsemi Björns Pálssonar, hins fræga flug- manns. I dag kom hann og sótti veikt barn frá Laugalandi. Lenti harm í Melgraseyraroddum og gekk ferðin vel. Flutti hann barnið til Reykjavíkur. — P. P. Nelaveiði hafin NES, Norðfirði, 15. febrúar. — Bátar eru hér að byrja að taka net. Vélbáturinn Hrafnkell, sem verið hefur á línuveiðum, byrj- aði netaveiðar á laugardag og er það óvenju snemmt. — Frétta- ritari. . - . & 5KIPAUTGCRB RIKISINS Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar hinn 22. þ. m. — Tekið á móti flutningi á morgun til Tálkna- fjarðar, Húnaflóa- og Skaga- fjarðarhafna, svo og til Ólafs- fjarðar. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. M.b. BALDUR fer til Sands, Gilfjarðar- og Hvammsfjarðarhafna á fimmtu- dag. Vörumóttaka á miðvikudag. Samkomur Fíladelfía Almennur biblíulestur kl. 8,30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Samkoma í kvöld kl. 20,30. — Ólafur Ólafsson kristniboði talar. Barnasamkoma á hverju kvöldi kl. 18. — Allir velkomnir. KFUK — ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. Erindi með skuggamyndum frá Róma- borg. — Þórir Kr. Þórðarson, prófessor. — Allt kvenfólk vel- komið. I. O. G. T. Stúkan Frón nr. 227 Farið verður í heimsókn til st. Daníelshers í kvöld. Þeir félag- ar, sem ekki fara í eigin bíl, taki áætlunarvagn Hafnarfjarðar kl. 8. — Æ. T. Hafnarfjörður St. Daníelsher no. 4 Fundur í kvöld. no. 227 heimsækir. Stúkan Frón Fjölmennið. Æ.T. St. fþaka Fundur í kvöld. Æ.T. MAIMAFOSS vefnaðarvöruverzlun Dalbraut 1 — sími 34151. Innilega þakka ég öllum þeim er sýndu mér virðingu og vináttu á sextugsafmæli mínu 21. janúar. Kristín Þorleifsdóttir, Langholtsveg 138. Elskuleg eiginkona mín og dóttir okkar ÁSLAUG JÓNSDÓTTIB Leifsgötu 27, andaðist í Landspítalanum 14. þessa mánaðar. Sveinn Björnsson, Margrét Jónsdóttir, Gísli Jónasson. Eiginmaður minn FINNBOGI THEÓDÓBS andaðist 13. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Ingiríður Theódórs. Móðir mín GfSLÍNA P. SÆMUNDSDÓTTIB verður jarðsungin fimmtud. 18. febr. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar Vallargötu 25, Keflavík kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeðin. Sæmundur G. Sveinsson. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir JÚLÍUS SIGUBÐSSON prentari, Vesturgötu 5, sem lézt 7. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. þ.m. kl. 1,30. Sigurbjörg Eiríksdóttir, böm og tengdabörn. Hjartanlega þökkum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andyát og jarðarför og vinarhug við andlát og jarðarför, Aðstandendur Hugheilar þakkir færum við öllum, sem sýndu vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar SIGBÍÐAB SIGUBÐABDÓTTUB Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir umhyggju við hina látnu í banalegu hennar. Björgólfur Bunólfsson, Hulda Björgólfsdóttir, Bergur Björgólfsson. Þökkum samúð og alla hjálp við andlát og útför ÖNNU SIGBfÐAB JÓHANNSDÓTTUB fyrrverandi ljósmóður. Jónína Kristjánsdóttir, Halldór Andrésson, Andrés Markússon. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu HELGU ÞÓBÐABDÓTTUB Sérstaklega þökkum við Jóni Gunnlaugssyni lækni og Ólöfu Österby Selfossi fyrir veitta hjálp. Böm, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAB BÓSMUNDSSONAB frá Urriðaá. Sigrún Guðmundsdóttir, Ágúst Hróbjartsson, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Bósmundur Guðmundsson, og barnaböm. Við þökkum hjartanlega vináttu og hluttekningu við fráifall og jarðarför AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAB verzlunarmanns, Þvervegi 12, Skerjafirði Sigurbjörg J. Magnúsdóttir, Pétur J. Guðmundsson, Eyþóra Valdemarsdóttir, Magnús V. Pétursson, Þórey Hannesdóttir, Gunnar C. Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.