Morgunblaðið - 25.02.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1960, Blaðsíða 2
2 MORCIHS niAÐlB FJmmtudagur 25. febrúar 1960 ,,Bregður við, að geta ekki átt von á Katalínu" j Vestfirðingar missa eitt helzta sam-1 göngutæki sitt i nokkrar vikur FLUGSAMGÖNGUR munu nú leggjast niður við Vest- firði og Siglufjörð um skeið vegna þess að Katalínuflug- bátur Flugfélagsins verður tekinn til skoðunar og við- gerðar. Flugbáturinn hefur verið eitt helzta samgöngu- tækið við Vestfirði og verð- ur því erfiðara um samgöng- ur en fyrr. Mbl. hefur átt tal við nokkra fréttaritara sína vestra og á Siglufirði og innt eftir horfum í samgöngu- málum. Helztu samgöngutæki tsfirðinga ísfirðingar hafa notað Kata- línubátana margfalt meira en önnur samgöngutæki um langt skeið, segir fréttaritarinn á ísa- firði. Síðustu árin hafa flugbát- amir flutt til og frá Isafirði helmingi fleiri farþega en íbúa- tala Isafjarðar er. Að sumrinu hafa verið daglegar ferðir, fólk er orðið vant því að treysta á flugvélina. Samgöngur á sjó eru mjög stopular og engar landveg- inn á þessum tíma árs. Til fólks- flutninga verður sennilega ekki um annað en Heklu að ræða, hún er hér á þriggja vikna fresti. Póstinn fáum við vikulega með Særúnu, sem er í vöru- flutningum milli Reykjavíkur og hafna á Vestfjörðum. Ástandið er því engan veginn gott miðað við það, sem áður var. Bregður við Akvegurinn til Reýkjavíkur er enn opinn, segir fréttaritar- inn á Hólmavík, og er það mjög sjaldgæft á þessum tima árs. Við getum búizt við að hann lokist þá og þegar og verða þá engar samgöngur við Reykjavík milli þess sem Skjaldbreið kemur hingað hálfsmánaðarlega. Far- þegarými er þar takmarkað, en póstinn fáum við alla vega. — Flugvélin hefur komið hingað vikulega yfirleitt og hefur verið mikil bót að því. Bílferðir suður eru vikulega svo lengi sem fært verður. En mikið bregður okk- ur annars við að geta ekki átt von á Katalínu. Sakna flugsamgangnanna Flugvélin hefur komið hingað tvisvar í viku að sumrinu, einu sinni að vetrinum — en þegar við missum flugferðirnar er ekki á neitt að treysta annað en Hekluna á þriggja vikna fresti, sagði fréttaritarinn á Flateyri. Að vísu kemur Særún stöku sinnum hingað með vörur og póst, en hún tekur ekki far- þega. Að vetrinum fer Djúpbát- urinn Fagranesið milli Flateyr- ar og ísafjarðar á fimm daga Dagskrá Alfaingis í DAG er boðaður fundur í sam- einuðu þingi kl. 1,30 og fundir í deildum að honum loknum. Á dagskrá sameinaðs þings er eitt mál: Fyrirspurn: Björgunar- tæki. — Hvort leyfð skuli. Tvö mál eru á dagskrá efri deildar: 1. Einkasala ríkisins á tóbaki, frv. — 2. umr. — 2. Með- ferð drykkjumanna, frv. — 1. umr. Á dagskrá neðri deildar eru tvö mál: 1. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. •— 2. Aukaútsvör ríkisstofnana, frv. — 1. umr. fresti. Við höfum því ástæðu til að sakna flugsamgangnanna. Vikulegar flugrferðir Um daginn gaf ekki að fljúga í þrjár vikur. Við fengum engan póst allan þann tíma, sagði fréttaritarinn á Þingeyri. Við höfum alltaf treyst mest á strand ferðir Heklu og Esju. En nú er Esja í viðgerð og á meðan er það aðeins Hekla. Það hefði því munað miklu að mega eiga von á vikulegum flugferðum. Hefur verið ómetanleg samgöngubót Á Patreksfirði er ástandið betra. Þar kemur Særún reglu- lega einu sinni í viku með póst og vörur að sunnan. Að sumrinu eru daglegar ferðir landveginn, en fram til vors er ekki um slíkt að ræða. Flugvélin hefur verið okkur ómetanleg samgöngubót. Björn Pálsson hefur stöku sinn- um komið með farþega hingað og það er gott að vita til þess, að hægt er að fá hann til að koma, þegar mikið liggur við. Nýr bátur til Akraness AKRANESI, 24. febrúar. Nokkru eftir hádegi í dag kemur nýr bátur hingað, Höfrungur II. A.K. 150, 208 lesta stálskip, sem Har- aldur Böðvarsson & Co. keyptu í Noregi. Báturinn var tæpa 4 sólarhringa að sigla heim. — f honum er 400 ha Völund-diesel- vél. Báturinn er búinn fullkomn- ustu siglinga- og öryggistækjum og neðan þilja er hann hinn glæsi legasti. Illugi Guðmundsson, skipstjóri úr Hafnarfirði sigldi bátnum heim, en með honum var Garðar Finnsson, sem verður skipstjóri á bátnum. Margt manna var við höfnina, þegar báturinn kom og bauð hann velkominn. —Oddur. Finna það bezt núna Fréttaritarinn í Bolungavík segir, að flugsamgöngurnar vest- ur hafi verið Bolvíkingum ómet- anlegar, enda þótt flugvélin lendi ekki þar á staðnum. Til ísafjarðar er aðeins 40 mínútna ferð í bíl og yfirleitt hefur verið hægt að treysta á flugvélina á venjulegum komutíma. Bolvík- ingar hafa notið þessara sam- gangna mikið, bæði hvað fólks- flutninga og vöruflutninga snertir. Og þegar flugsamgöng- urnar stöðvast er ekki um aðra farþegaflutninga að ræða en ferðir Ríkisskips, til ísafjarðar. Og þá finna menn líka fyrst verulega hve flugbáturinn hef- ur verið ómetanlegur. Mikið á þær treyst Til Siglufjarðar hefur lítið verið flogið í vetur, fjörðurinn er það opinn fyrir hafi, að yfir- leitt er sjór ókyrr þar, ef eitt- hvað er að veðri. Auk ferða Rík- isskips fer Drangur tvisvar í viku milli Siglufjarðar og Ak- ureyrar, segir fréttaritarinn þar — og með þeim ferðum fá Sigl- firðingar megnið af póstinum. — Öðru máli gegnir á sumrin. Þá eru flugferðir tíðari og mikið r.otaðar — og mikið á þær treyst. Málfundanám- skeið Heimdallar NÆSTI fundur málfundanám- skeiðs Heimdallar verður í kvöld og hefst kl. 20,30. Verður hann í Valhöll við Suðurgötu eins og hinir fyrri. Umræðuefni fundarins verður: Kapítalismi og kommúnismi.Máls hefjendur: Ásgeir Thoroddsen menntaskólanemi, Gunnar Gunn- arsson menntaskólanemi, Ragn- ar Kjartansson skrifstofumaður og Þór Whitehead landsprófs- nemi. Á síðasta fundi námskeiðsins, sl. þriðj udagskvöld, var til um- ræðu efnið: Fara áhrif kirkjunn- ar minnkandi? Málshefjendur voru þá: Gunnar Gunnarsson menntaskólanemi, Þór Whitehead landprófsnemi, Óttar Yngvason stud. jur., Einar Oddsson mennta skólanemi og Hilmar Björgvins- son menntaskólanemi. Voru um- ræður fjörugar og má búast við, að þær verði það ekki síður í kvöld. Brezkir fiskimenn áhyggjufullir — vegna ákvörðunar togaraeigenda L.ONDON, 24. febr. (Einkaskeyti til Mbl.) — Brezkir fiskimenn, sem með ákvörðun samtaka tog- araeigenda hafa verið útilokaðir frá veiðom á fslandsmiðum með- an Genfarráðstefnan stendur, spáðu því í dag, að íslenzkir tog- arar mundu nú nota tækifærið til þess að selja afla sinn í brezkum Lýðræði eða einræði Það getur oltið á ákvorðunum okkar, hvort verður ofan á, sagði Eisenhower í Rio de Janeiro RIO DE JANEIRO, 24. febr. (Reuter): — Eisenhower Banda- ríkjaforseti kom í dag til Rio frá Brazilíu, hinni nýju höfuðborg Brazilíu, sem nú er í smíðum, en þar hafði hann náttstað. — Eisen- hower hélt mestu ræðu sína hingað til í Suður-Ameríkuför- inni, er hann ávarpaði þing landsins síðdegis. ★ Viðvörun — Vér munum líta á það sem afsidpti af innanríkis- og einka- málum sérhvers Ameríkuríkis, ef eitthvert erlent vald reynir, hvort heldur, með beinni árás, þvingunum eða undirróðursstarf S* NA 15 hnúiar / S/ 50 hnuiar ¥: Snjókoma > úii V Skúrir lí Þrumur 'W:z, Kuldaskil Hifaski/ H Hott L Lagi Lægðin við írland kemur LÆGÐIN við írland mun hafa megináhrif á veðurlag hér- lendis næsta sólarhring. Hún þokast norður eftir og dýpk- ar, en háþrýstisvæðið yfir Grænlandi breytist lítið. Mun því herða á NA-áttinni hér íyrir sunnan land og einnig hvessa hér við Suður- og Suð- austurströndina. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi SV-mið: vaxandi norð- austan átt, hvassviðri bjart- viðri. SV-land, Faxaflói, Faxa flóamið: Vaxandi norðaustan átt, bjartviðri. Breiðafj. Breiðafj.mið norðaustan stinn ingskaldi, skýjað. Vestf. til Austfj. Vestfj. mið til Austfj. miða. norðaustan kaldi, él á annesjum. SA-land og SA- mið: norðaustan átt hvass- viðri til hafsins, víðst létt- skýjað. semi að hindra fólkið í að velja sér stjórnarfar og þá lífsstefnu, sem það helzt kýs. — Forsetinn lýsti því yfir, að Bandaríkin mundu framvegis sem hingað til hvetja aðrar frjálsar þjóðir til þess að verja sem mestu af þeim upphæðum, sem kunna að spar- ast við minnkandi vígbúnað, til friðsamlegrar uppbyggingar í öðrum heimsihlutum. A Örlagaríkar ákvarðanir — Við lifum nú á tímum, þeg- ar taka verður örlagaríkar ákvarðanir, sagði forsetinn, á tím um ,sem krefjast þess af sér- hverjum stjórnmálamanni, að liann vinni af heilum hug að sönnum friði. Styrjöld er nú al- gerlega útilokuð — fráleit, sagði Eisenhower — og hélt áfram: — Fyrir liggur að taka ákvarðanir, sem á getUr oltið, hvort ríkja skal í heiminum — frelsi eða harðstjórn, lýðræði eða einræði. A Vel fagnað Eisenhower var vel fagnað í Rio, og er talið, að um 250.000 manns hafi verið á götum úti til að fagna honum, er hann og Kubitschek, Brazilíuforseti, óku gegnum 'borgina. — Hvarvetna mátti sjá spjöld með hinni frægu áletrun: „I like Ike“ — en á einu húsi blakti fáni, sem á var ritað: „We like Fidel Castro“ — við hliðina á stórri mynd af hin- um skeggjaða forsætisráðherra Kúbu. höfnum. — Skipstjórar og stýri- menn kölluðu í dag til áríðandi fundar í Grimsby. ★ Forseti félagsskapar þeirra, Dennis Weloh, sagði, að ástandið væri litið mjög alvarlegum aug- um, og menn væru áhyggjufullir. Þá sagði hann, að „vissar ákvarð- anir“ hefðu verið teknar, sem hann vildi ekki greina nánar frá að svo stöddu, en sagði, að þær yrðu lagðar fyrir fiskimálaráð- herrann og samband togaraeig- enda á föstudaginn. Islenzki ræðismaðurinn í Grimsby, Þórarinn Olgeirsson, sagði af þessu tilefni: — Ég veit ekki, hve mörg af skipum okkar kunna að landa afla hér, en vafa- laust munu nokkur koma. Háskólafyrirlestur PRÓFESSOR Eugene N. Hanson, forseti lagadeildar Ohio North- ern University í Bandaríkjnum og þetta kennslumisseri sendi- kennari í lögfræði við Háskóla íslands, flytur fyrirlestur um stjómmálaflokka í Bandaríkjun- um í dag, fimmtudaginn 25. febr. klukkan 5.15 e. h. í I. kennslu- stofu háskólans. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öll- um heimill aðgangur. isborg komin á veiðar ÍSAFIRÐI, 24. febrúar. Tog- arinn ísborg er nú farinn á veiðar. ísborg hefur legið í höfn síðan um áramót vegna þess að ekki hefur verið hægt að manna hana. En sem kunn- ugt er strandaði Sólborg í Sundunum fyrir skemmstu og sr af þeim sökum frá veiðum um skeið. Áhöfn Sólborgar fór því á ísborg í þessa veiðiför. Sólborg fór í slipp í Reykjavík Dg við athugun þar kom í ljós, ið „stýrisstamminn", öxullinn úr stýrisblaðinu upp í stýris- vélina, hefur bognað og mun viðgerðin taka viku til tiu daga. —J.B. Stjórnarkreppa á Ítalíu RÖMABORG, 24. febr. (Reuter). — Antoni Segni, forsætisráð- herra ítalíu kallaði til ráðuneytis fundar í kvöd — og var þar ákveðið, að stjórn Kristilega demókrataflokksins skyldi segja af sér. Fyrr í dag hafði Segni rætt við forsetann, Giovanni Gronchi. ★ Allt síðan á sunnudag hefir verið ljóst, að stjórnin myndi segja af sér, en þá ákvað Frjáls- lyndi flokkurinn að hætta stuðn ingi við stjórnina — vegna þess, að hún gerðist nú of vinstri- sinn uð. ★ Ef Segni hefði kosið að sitja áfram, ásamt stjórn sinni, hefði hann orðið að styðjast við flokka konungssinna og nýfasista, en hvorki hann né flokkur hans mun hafa kosið slíka lausn mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.