Morgunblaðið - 25.02.1960, Page 3

Morgunblaðið - 25.02.1960, Page 3
Fimmtudagur 25. febrúar 1960 MORCUISRIAÐIÐ 3 fptrwr-s ' -»y x" -^wv^v. .. *x '.. •••■ ' *«««» ''\y^''\\\''v.'^\\ gft&gg fcÍfelÉI-: \ » I NÝLEGA fór fram við KR- heimilið við Kaplaskjólsveg síðari hluta kastmóts Stang- veiðimanna. Keppt var í þrem greinum og er eftirtektarvert, að sami maður, Halldór Er- lendsson, smíða- og leikfimi- kennari við Mi&bæjarbarna- skólann, náði bezstum árangri í þeim öllum. Arangur hans var sem hér segir: Með 13 gramma lóði, kasthjóli og tveggja handa stöng — iengsta kast 97,00 m. (þetta mun vera lengra kast en viðurkennt heimsmet), með 11 gr. lóði, kasthjóli og annarar handar stöng — lengsta kast 79,35 m. og með 30 gr. lóði, spinnhjóli og tveggja handa stöng — lengsta kast 130 m. — Var Hall dór í sérflokki í öilum þess- um greinum. Blaðamaður Mbl. hitti Hall- dór snöggvast að máli „í frí- mínútum“ í gær og spjallaði við hann um stangveiðar. — Hvað hefur þú lengi stund að laxveiðar, Halldór? — Það eru orðin 20 ár. Ég byrjaði eins og fleiri með því að beita eingöngu maðki. Það var vestur við Isafjarðardjúp. —/ Eru einhverjar veiðiár þar? Þetta verdur langt kast — en ósennilegt að nokkur bíti á. — Þar eru margar skemmti- legar ár, þó þær þyki ekki miklar veiðiár. Þar hef ég átt mínar skemmtilegustu stundir við veiðar. Ég byrjaði með bambusstöng, sem ég útbjó mér á ófullkominn hátt. — Fékkstu nokkra stóra á hana? Ég fékk lax allt upp í 17 pund. — Þetta var nú fyrsta reynslan í þessum sökum. Síð an eignaðist maður smátt og smátt betri tæki, reynzla og kunnátta óx sömuleiðis smám saman, m.a. fyrir tilstilli tima rita eins og Veiðimannsins og fleiri. Þó laxveiðar verði ekki lærðar af lestri tímarita, geta þau veitt góðar leiðbeiningar og stuðning í íþróttinni. Svo ei maður alltaf að læra meira og meira af öðrum, sem eru iengra komnir. — Er þá ekki hægt að verða fullnupna í veiðiíþróttinni? — Nei, það er hvorki hægt að verða fullnuma í veiði- eða kastíþróttinni. Það er m.a. það, sem gerir þetta eftirsókn arvert. — Þú greinir á milli veiði- og kastíþróttar. Er þetta ekki „sama tóbakið“? — Það má greina á milli þessa. Ýmsir leggja alltof lita áherzlu á að æfa og kynna ?"ér köst, og fyrir bragðið ná þeir ekki þeirri leikni með veiðitækin, að þeir nái fyllstu ánægju í veiðiskapnum. — Hvað verður óvönum manni helzt til trafala í þess- ari grein? — Óvanir menn ná hvorki nógu löngum eða nákvæmum köstum, auk þess sem þeim hættir til að trufla yfirborð vatnsins og fæla þannig fisk- inn, sem þeir ætla að veiða. Hvort sem um er að ræða stór Halldór Erlendsson með stöngina. (Ljósm.: Sv. Þorm.) ar ár, eða stöðuvötn, nær óvan ur maður styttri köstum og hefur minni veiðimöguleika. Fluga — Hvenær lagðirðu svo maðkinn niður og tókst upp fluguna, Halldór? — Ég hef aldrei lagt maðk- inn niður, þó mörgum þyki það ófín veiðiaðferð að nota hann. — Ég eignaðist nokkrar flug ur fyrir vestan, en hafði hvorki hug né vit á að nota þær, en hreinsaði fjaðradótið af — til þess að geta notað þessa bráðfallegu öngla fyrir maðkinn. Síðan hefur álit mitt á veiðum með flugu gjör breytzt. Fluguveiðin er þannig, að þegar maður fer að valda henni og iðka hana að ráði, þykir manni hún skemmtilegasta veiðiaðferðin. Þrátt fyrir það þykir mér alltaf skemmtilegt að renna maðki, þar sem það á við — þó sumir „fínir veiðimenn’* líti niður á slíkt. Eðlilegast þykir mér. að hver maður noti þá veið'&ðferð, af viðurkennd um veiðiaðferðum, sem hon- um finnst skemmtilegust. „Laxinn veiðir“ — Minnkar nú ekki áhug- ihn fyrir þessari íþrótt með aidrínum? — Ahugi minn fyrir laxveið um heíur verið vaxandi með hverju árinu sem líður — og þ&nnig hygg ég að það sé með flesta, sem fá áhuga fyrir þeim á annað borð. Það er satt að segja áhyggjuefni, hvað áhugi fyrir laxveiðum eykst stöðugt meðal manna. Laxveiðimenn eru að verða of margir með of mikinn áhuga. Það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að bjóða ánum. — Hvað um kostnaðarlið- ina? — Kostnaðurinn er orðinn (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson). óheyrilega mikill. Laxveiði- leyfi eru komin í 6—7 hundr- uð krónur á stöngina á dag, þar sem dýrast er. — Aí hverju heldurðu að þessi mikli áhugi laxveiði- manna stafi, Halldór? — Ég býst við að það sé þrá innisetumannsins til að komast út í náttúruna og svo auðvitað veiðináttúra manns- ins. Annars er ánægjan, sem menn hafa af þessu svo marg- vísleg, að það er varla hægt að lýsa henni í fáeinum setn- ingum. Svo mjög heillast menn af veiðiskapnum, að það ligg- ur við að segja megi, að lax- inn veiði mennina engu síður en þen- hann. Langþráð stund — Þið haldið kastmótin á þurru landi. — Er það ekki hálf ankanalegt — Á kastæfingum og mót- um er ýmist kastað á vatn eða á þurru landi, helst á gras- velli, og er það á sinn hátt alveg það sama og þegar hneíaleikamenn t.d. ípfa sig með því að svippa rétt eins og smástelpur Það gefur góða æfingu. Mér finnst gegna furðu, hvað kastmótin eru yfirleitt illa auglýst. Ymsir, og þá sérstaklega stangveiði- menn, myndu vilja eiga þess kost að horfa á þau. Að vor- inu, þegar veiðimenn eins og raunar allir aðrir brenna í skinninu eftir að komast út i náttúruna, myndi ýmsum jafnvel finnast það á við hálfa veiðiferð að sjá aðra hand- leika stangveiðarfæri af lífi og list. Bezt er þó að vera með sjálfur, og verða þannig m.a betur undir það búinn, þegar sú langþráða stund, fyrsta veiðiferð sumarsins, rennur upp, en njóta auk þess indælla vörkvölda útivið í hópi góðra félaga. Mikið verðfall á fiski- mjöli á heimsmarkaði ÚTLIT um sölu íslenzks fiski- mjöls erlendis er nú orðið afar ískyggilegt. Á miðju síðasta ári tók verð fiskimjöls á heimsmark aðinum að lækka og hefur síðan farið silækkandi. Ástæðan er sú, að Perú undirbýður aðrar þjóð- ir, en það geta þeir gert sökum ódýrs vinnuafls og hráefnis. Bitnar illa á íslendingum. Þetta verðfall mun sennilega bitna harkalega á íslendingum, og má búast við miklu tjóni af völdum þess. Mbl. hafði í dag tal af Jónasi Jónssyni framkvæmda stjóra Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar á Kletti, og sagðist honum svo frá, að menn hér væru orðnir ákaflega svartsýnir. Hér er ekki einungis um að ræða verðfallið, heldur hafa Perúmenn einnig fyllt mest allan markað fyrir fiskimjöl fram í apríl 1961, og því eru áhöld um það hvort unnt verður að selja islenzku framleiðsluna enda þótt verðið verði lækkað. Auðug fiskimið — ódýrt vinnu- afl. Ekki eru það aðeins ísiending- ar, sem undir verða i þessari samkeppni. Einnig Danir, Norð- menn, Bretar og Þjóðverjar eru uggandi um sinn hag í máli þessu. Perúmenn hafa stóraukið skipaflota sinn á undanförnum árum og jafnframt tekið upp nýj- ustu veiðiaðferðir. Þeir hafa á að skipa afar ódýru vinnuafli og fiskimiðin, sem liggja fyrir ströndum Perú eru einhver hin auðugustu í heimi. Stórkostleg lækkun. Verð fiskimjöls er miðað við próteineiningar í tonni af mjöli. Verð á Evrópumarkaðinum var um 20 shillingar fyrir einingu, en í samningum Perúmanna fyrir árið 1961, er reiknað með að þeir selji fyrir 11 shillinga per ein- ingu. Sagði Jónas, að hann vissi dæmi þess, að selt hefði verið fyrir 10/3 shill. fyrir prótein ein- ingu í tonni. Framlag til bóka- safns Iðju. Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn, ákvað það að veita 30 þúsund króna styrk í því skyni að Iðja, félag verk- smiðjufólks gæti opnað bókasafn fyrir félagsmenn sina. STAKSTEIIMAR Pólsk list Thor Vilhjálmsson, rithöfund- ur, ritar nýlega „Syrpu“. nokk- urs konar Staksteina, í tímaritið Birting. Kemur hann þar víða við og ræðir m. a. um pólska list. Þar kemst hann að orði á þessa leið: „Nú er orðið svo langt siðan pólska sýningin var hér. Hún sýndi ~kkur að það er alveg ó- þarfi að keyra sósíaliskt land undir ömurleika þeirrar fram- leiðslu sem hefur verið kennd við sósíal-realisma. Þar gætti greinilega mikilla umbrota. Lista mennirnir voru að reyna að gegna skyldu sinni og hlýða á guðsröddina í brjósti sér hvaS sem viðhorfum kontormannanna leið. Uppgjör hinna pólsku fram- varðasveita við fall Stalinismana þar í landi var heiðarlegt og harmsögulegt. Þegar Gomulka náði völdum gaus upp allsherjar endurskoðun. Hvar stöndum við? sögðu oddvitar endurskoðunar- innar. Hvernig í ósköpunum hef- ur þetta getað gerzt. Meintum við kannske ekki vel? En árin hafa liðið og við stöndum hér á gröf hugsjónanna, þrælar vanans og blekkinganna og slagorðanna, hollustunnar við það sem eitt sinn var trúað. Nú reyndu þeir að meta allt að nýju, byrja á nýjan leik, vekja meiningarnar til lífs- ins. Og halda áfram hvert ....?“ Já, það var hin mikla spurning, hvert? Stjórnin fái vinnufrið Merkur bóndi á Vestfjörðum, er skrifaði blaðinu nýlega og minntist á viðreisnarráðstafanir rikisstjórnarinnar, komst m. a. að orði á þessa leið: „Mér lízt vel á þessar ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar og trúi því að það sé eina leiðin til þess að koma skipinu í rétt horf aftur, og að það sé þannig gert, að mér sýnist enginn þurfa að kvarta. Ég bjóst a. m. k. við að þurfa að herða mittissólina meira en raun er á. Svo margt er gert í þessum ráðstöfunum til þess að gera byrðarnar sem léttastar. Ég vona að stjórnin fái a. m. k. vinnufrið til þess að sýna og sanna að hún sé á réttri leið, því það held ég að hún muni geta staðið við“. Þessi afstaða hins merka vest- firzka bónda til viðreisnarráð- stafananna er áreiðanlega mjög almenn í sveitum landsins. Fólk- inu finnst, að ríkisstjórnin sé á réttri leið og vill að hún fái vinnufrið til þess að fram- kvæma stefnu sína og sýna hvers hún sé megnug. Hugsirórar kommúnista Á forsíðu Þjóðviljans getur í gær að líta eftirfarandi formála að stórri grein um Vilhjálm Þór seðlabankastjóra: „Allt bendir til þess að Vil- hjálmur Þór hafi tryggt sér skjól fyrir íslenzkum lögum og áfram- haldandi bankastjórastöðu með því að samþykkja hið löghelgaða okur stjórnarvaldanna, en vaxta hækkunin valt á atkvæði hans eins og skýrt var frá í blaðinn í gær. Með þeirri afstöðu braut miðstjórnarmaðurinn Vilhjálmur Þór gersamlega í bága við stefnu Framsóknarflokksins, sveik flokk sinn til þess að bjarga sér per- sónulega.“ Auðvitað eru þetta hugarórar Þjóðviljans. Rannsókn oliumáls- ins heldur áfram og ekkert annað kemur til greina en að þeir verði þar látnir sæta ábyrgð, sem á- byrgð eiga að bera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.