Morgunblaðið - 25.02.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmfudagur 25. febrúar 1960 Fær V-þýzki herinn birgða- stöðvar erlendis? BONN, London, París, Madrid og Washington 23. íebrúar. Hávær orðrómur hefur verið á á kreiki um það, að v-þýzka stjórnin hafi leitað eftir því við Spánarstjórn, að v-þýzka hern- um yrði léðar stöðvar á Spáni. 1 opipnberri tilkynningu frá v- þýzku stjórninni í dag segir, að slík málaleitun hafi ekki verið borin upp við Spán, en umræð- ur svipaðs eðlis hafi að undan- förnu farið milli v-Þýzkalands og fjögurra annarra ríkja. Þar er um að ræða Frakk- land, Danmörk, Holland og Belg íu. Segir í tilkynningunni, að 2 ár séu liðin síðan viðuræðumar hófust. Enn hafi samt ekki ver- ið gerður neinn samningur. — Stjóm Adenauers tekur þó ekki af allan vafa um að hugsanlegt sé að málið verði einnig tekið upp við Spán. Ófullnægjandi landrými. Fyrrgreindar viðræður hafa einkum snúizt um að viðkom- andi ríki léðu v-þýzka hernum landrými undir sjúkrahús, birgða stöðvar og heræfingar. Að sögn v-þýzku stjómarinnar er ástæð- an sú, að landrými sé ófullnægj- andi í V-Þýzkalandi og Atlants- hafsbandalagið hafi ekkert sam eiginlegt dreifingarkerfi. Talsmaður spánska uatnríkis- ráðuneytisins sagði í dag, að eng ar viðræður hefðu verið teknar upp við Þjóðverja um þetta mál. Spánn hefur sérstakan samning við Bandarikjamenn vegna her- stöðva þeirra á Spáni, en landið er ekki aðili að Atlantshafsbanda laginu. Birgffastöðvar og sjúkrahús. í yfirlýsingu Bonnstjómarinn ar var lögð áherzla á það, að hún væri ekki að sækjast eftir her- stöðvum erlendis. Hér væri ein- ungis um varúðarráðstafanir að ræða. V-þýzka stjómin mun verða að ráðfæra sig við Atlantshafsbanda lagið, ef hún hyggur á viðræður við Spán um þetta málefni. Hér er um að ræða sameiginlegar varnarráðstafanir, sagði Bonn- stj ómin. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði í dag, að fyr- ir nokkrum mánuðum hefðu ver- ið hafnar viðræður milli Frakk- lands og V-Þýzkalands í þessum dúr. Kvað hann Þjóðverja hafa hug á að reisa sjúkrahús og birgðastöðvar í Frakklandi til af- nota í neyð. Bretar andvígir. Frá Washington herma fregnir, að stjórnmálamenn hefðu orðið undrandi við fregnir um að V- Þjóðverjar ræddu við Spánverja um hugsanlegar æfingastöðvar á Spáni. Samkv. áreiðanlegum heimild- um mun brezka stjórnin vera and víg því að Þjóðverjar leiti eftir stöðvum á Spáni. Talsmaður stjórnarinnar lét hins vegar ekki hafa nein slík ummæli eftir sér og talið er vist, að stjórnin að- hafist ekkert að fyrra bragði til að koma í veg fyrir viðræður Spánverja og V-Þjóðverja. En haft er fyrir satt, að brezka stjórnin sjái enga ástæðu eða þörf fyrir v-þýzka herinn að afla sér stöðva erlendis — og slíkt mundi jafnframt vekja grun- semdir víða um lönd. f þriðja lagi yrði slíkt notað til áróðurs gegn Vesturveldunum. Forseti S.V.F.Í. í 20 ár í DAG eru liðin tuttugu ár síðan Guðbjartur Ólafsson var kosinn forseti Slysavarnafélags íslands. Öll þessi ár hefur hann starfað af fórnfýsi og dugnaði að eflingu slysavarnamála. Ekki er þörf að kynna Guð- bjart Ólafsson eða störf hans, svo þjóðkunnur sem hann er. í dag þakka allir landsmenn og þá sérstaklega slysavarnafólk hon- um dugmikla og farsæla forustu á liðnum árum. —B. Afli að glæðast hjá Stykkishólms- bátu m STYKKISHÓLMI, 17. febr. — Undanfarna daga hefir verið fremur kalt í veðri og frost komizt upp í 10 til 11 stig. — Stormur hefir verið nokkra daga og því hefir kuldinn verið tilfinnanlegri. Bátar hafa stund- að hér vel veiðar í febrúar og gæftir mega teljast góðar og afli hefir glæðzt eftir því sem liðið hefir á mánuðinn. Hæsti afli hef- ir verið rúmar 10 lestir á bát í róðri af góðum fiski. Seinustu daga hefir aflinn verið miklu jafnari. Frystihúsin hafa þvi haft þó nokkra framleiðslu, þó ekki jafnmikið og í fyrravetur. Mjög seinkar bát þeim, sem Þórs- nes h.f., útgerðarfélag hér, átti von á úr Danmörku. Fór skips- höfnin út fyrir nokkru til að sækja bátinn en alltaf hefir dreg- izt að hann hafi getað losnað og er ekki farinn enn af stað heim á leið, þó að um áramótin stæðu allar vonir til að hann yrði kominn hingað um sein- ustu mánaðarmót. Formaður bátsins, Grímúlfur Andrésson skipstjóri og vélamaðurinn voru famir út löngu fyrir hátíðar til að fylgjast með lokasmíði báts- ins. Skipakomur Skipakomur hafa verið með minna móti hér frá því um ára- mót eða ekki eins miklar og um þetta leyti 1959. Lagarfoss og Dettifoss voru hér í fyrra- dag og tóku fisk hér til útflutn- ings hjá fyrirtækjunum hér. — Einnig flutti Baldur frá Ólafs- vík fisk í Lagarfoss meðan hann stóð hér við. Góffar samgöngur Vegir hafa ekki teppzt hér neitt að ráði í vetur og hefir því verið hægt að halda uppi áætlunarferðum og aldrei út af því brugðið. Vöruflutningar hafa að mestu farið fram á landi og hér eru tvær stórar bifreiðar, sem annast flutningana til og frá og hafa þær farið margar ferðir milli Stykkishólms og Reykja- víkur í haust og það sem af er vetri. Þykir miklu hentugra og betra að öllu leyti að fá vörur fluttar landleiðina og hafa flest fyrirtæki við Breiðafjörð fengið sér fleiri og færri bíla til að annast vöruflutninga til og frá Reykjavík. Kaupfélögin í Dala- sýslu munu eiga orðið góðan bílakost til þessara flutninga og hefir hann verið nýttur vel. — ingum á sjó hingað til Breiða- Hefir því mjög dregið úr flutn- fjarðar og virðist þróunin í þá átt að bifreiðar anni honum. — Eins og áður er sagt hefir verið hægt að halda þessum ferðum uppi á landi til Reykjavíkur það sem af er þessum vetri án hindr- unar. Þá má geta þess að inn- firðirnir eru fljótir að verða ísi lagðir ef einhver frost eru að ráði og torveldar það mjög sjósam- göngur til þeirra staða. Frestur verði róðinn æskulýðs- iulltrúi þjóðkirkjunnur Á MÁNUDAGINN var útbýtt á málaráðherra, talaði fyrir frum- Alþingi frv. til laga um breyt- ingu á lögum um skipun presta- kalla, flutt af kirkjumálaráð- herra. Er efni frv. á þá leið, að biskupi skuli heimilt að ráða prestvígðan mann sem æskulýðs- fulltrúa þjóðkirkjunnar til þesss að aðstoða og leiðbeina við æsku lýðsstarfsemi í söfnuðum lands- ins. Ráðningartími skal vera allt að þremur árum í senn. Skulu prestar þessir hafa sömu laun og sóknarprestar, en ferðakostnað- ur og húsaleiga skal greiðast úr ríkissjóði, samkvæmt reikningi, sem ráðherra úrskurðar. Bjarni Benediktsson, kirkju- skrifar or daglega lífinii j HONG KONG, 17. febr. (Reuter) Fréttastofan Nýja-Kína skýrði frá því í dag, að Yao Yi-Lin hefði verið skipaður verzlunarmálaráð herra Kina. * Standa ekki upp fyrir móðu>r með barn^ Velvakandi minntist á það í dálkum sínum hér á dögun- um hve umgengnisvenjum barna virtist áfátt í strætis- vögnum. Fleiri en blessuð börnin virðast með þessu marki brenndir, samkvæmt svohljóðandi bréfi, sem borizt hefur: — Kæri Velvakandi! Mig langar til að vekja máls á því, sem varðar allar mæður með ungböm, en það er viðvíkjandi ferðum með strætisvögnunum hér í bæ. Það er erfitt þegar taka þarf með sér barn á þriðja ári. Fyrst er að lyfta barninu upp himinháar tröppyr vagnsins, síðan að vera snör í snúning- um að koma sér í sæti, því illmögulegt er að halda jafn- væginu standandi með barnið. En eins og kunnugt er em vagnarnir oft fullir og maður bíður skiljanlega eftir að sitj- andi samferðamaður í vagn- iium sjái aumur á vesalli móð ur og rísi upp. En það verður bið á því, og oft hefur farið nær illa, þegar vagninn rykk- ist af stað eða hallast í beygju. Fólk gónir á þá, sem standa, og aldrei hef ég orðið þeirrar ánægju aðnjótandi, að staðið væri upp fyrir mér og barn- inu. Vil ég hér með biðja um að þessar línur verði birtar -í von um úrbót. — Móðir. • Fá orlofslaun fe \ V Svo er mál með vexti, að ég er svo óheppin að eiga ekki bíl og þarf því að fara mikið með almenningsvögnunum. K. S. skrifar: — í sambandi við frum. varp það, er borið var fram á Alþingi í sl. viku um orlofs- laun til húsmæðra kom í huga mér eftirfarandi staka: Oft á kona í ýmsri raun við eiginmanna flónið. En nú fá allar orlofslaun fyrir uppvaskið og bónið. Vonandi verður frumvarp þetta samþykkt svo að bless- aðar konurnar okkar fái tæki- færi til að lyfta sér svolítið uppp á sumrin. Ekki veitir þeim af. — K. S. * Lagði út af prent- villu wmmaammmm Prentvillupúkinn leikur okkur blaðamennina oft grátt. Og illa fór hann með Velvak- anda í fyrradag. Ég lagði út af prentvillu, ái. þess að vita það. Þannig er mál með vexti, að í frétt í sunnudagsblaðinu voru taldar upp dánarorsakir árið 1956, skv. skýrslu land- læknis, og í lok fréttarinnar stóð að 231 maður hafði látizt af „öðrum óþekktum dánar- meinmu“, í stað öðrum og ó- þekktum dánarmeinum, eins og stóð í skýrslu landlæknis. Ég rak augun í þetta og varð alveg steini lostinn yfir því að svo margir hefðu dáið á ár- inu af óþekktum meinum, og hefur það sjálfsagt komið fleir um á óvart, einmitt af því, að læknavísindin hafa tekið svo miklum framförum og eru svo langt á veg komin. En sannleikurinn er sá, að aðeins 13 menn dóu úr illa skýrgreindum eða óþekktum meinum, en hinir 218 úr öðr- um sjúkdómum en þeim sem búið var áður að telja upp. Þetta breytir að sjálfsögðu allri myndinni, og sér maður þar hvað eitt lítið og getur gert mikinn mun. Finnst mér ánægjulegt að geta fært þær frétir að svo fáir hafi látizt af illa skýrgreindum og ó- þekktum orsökum á þessu til- tekna ári, jafnvel þó ég verði að biðja menn um að gleyma fyrri bollaleggingunum, sem byggðar voru á röngum for- sendum. varpinu. Kvað hann það flutt að beiðni biskups og yrði hér um að ræða svipað starf og þess ferðaprests, sem ráðinn hefði verið, en hans starf hefði þótt gefa góða raun. Þá hefði einnig fyrir fáum árum verið ráðinn æskulýðsfulltrúi með prests- menntun á vegum Reykjavíkur- bæjar og hefði sú ráðning þótt gefast vel. Svipuð væri reynsla annarra þjóða í þessum efnum. Því frekar væri rétt að stuðla að þessu, þar sem mörg presta- köll væru nú auð og prestafjölg- un í Reykjavík ekki eins mikil og þó væri áskilið í lögum. Væri það skoðun biskups og kirkju- málaráðuneytisins, að brýn þörf væri á stofnun þessa starfs, en ekki yrði talið, að hér væri um óeðlilega fjárkröfu að ræða eða eyðslu þar sem svo mörg presta- köll væru prestlaus sem raun bæri vitni. • SKÁK • HAFNARFJÖRÐUR ABCBEFGH ABCDEFGH KEFLAVÍK 19. Hd7xd4 Db4xb2 ★ KEFLAVÍK ABCDEFGH ABCDEFGH AKRANES 17. 15—Í6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.