Morgunblaðið - 25.02.1960, Blaðsíða 10
10
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 25. febrúar 1960
OT^pnttMftfrifr
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið
FÉLAGSLEGT
ÖRYGGI
DIKISSTJÓRNIN hefur nú
lagt fram á Alþingi frum-
varp um stórfellda eflingu
almannatrygginganna. Eins
og áður hefur verið skýrt frá
er þessi aukning trygging-
anna framkvæmd nú til þess
að koma í veg fyrir kjara-
skerðingu af völdum gengis-
breytingarinnar hjá efna-
minnsta fólkinu í þjóðfélag-
inu. Það er verið að létta
byrðar viðreisnarráðstafan-
anna á barnmörgum - fjöl-
skyldum, á öryrkjum og
gamalmennum, ekkjum og
ógiftum mæðrum. Jafnframt
er barnalífeyrir, fæðingar-
styrkur og slysabætur hækk-
aðar verulega.
Enginn líði skort
Efnahagsmálasérfræðingar
hafa reiknað út, að vegna
hinna auknu trygginga eigi
fjölskylda með 3 börn að vera
jafnvel á vegi stödd eftir
gengisbreytinguna og fyrir
hana. Um það skal ekki full-
yrt, hvort þessi útreikningar
standast. En auðsætt er, að
hinar auknu tryggingar fela
í sér stórfelldan stuðning við
það fólk, sem þeirra á fyrst
og fremst að njóta.
Allir íslendingar hljóta
að fagna því, að almanna-
tryggingarnar verða stöð-
ugt víðtækari og skapa
þjóðinni meira og meira
félagslegt öryggi. Tak-
markið er, að enginn þurfi
að líða skort sakir fjöl-
skyldustærðar, elli, örorku,
sjúkdóms eða slysa.
íslendingar vilja ekki að í
þjóðfélagi þeirra skiptist á
auður og örbirgð. Þeir vilja
að lífskjör landsmanna séu
sem bezt og jöfnust.
Grundvöllur félagslegs
öryggis
En því megum við íslend-
ingar ekki missa sjónar á,
frekar en aðrar þjóðir, að
grundvöllur hins félagslega
öryggis er blómlegt og heil-
brigt atvinnulíf og þróttmikil
framleiðslustarfsemi. — Vel-
ferðarríkið svokallaða verð-
ur ekki skapað með því einu
að setja lög og reglur um
fullkomnar almannatrygging-
ar. Það verður að vera til
fjármagn til þess að greiða
þær bætur, sem lögin áskilja
sjúkum og öldruðum, fjöl-
mennum barnafjölskyldum,
ekkjum og einstæðum mæðr-
um. Það fjármagn verður að
koma frá framleiðslunni. Ef
hún er veik og ósjálfbjarga
er grundvöllur hinnar full-
komnu tryggingarlöggjafar
brotinn.
VEIÐARFÆRA
IÐNAÐUR
ITANNES Pálsson, fram-
“ kvæmdastjóri, ritar fyrir
skömmu athyglisverða grein
í Ægi, tímarit Fiskifélags ís-
lands, um veiðarfæraiðnað og
efnahagsmál. Ræðir hann þar
um nauðsyn þess, að íslend-
ingar framleiði sem mest af
veiðarfærum sínum sjálfir.
Kemst hann þar m. a. að orði
á þessa leið:
„Fyrsta verkefnið ætti að
vera að fullnægja veiðarfæra-
þörfinni. Stofnkostnaður slíks
iðnaðar er vafalaust sá
lægsti, sem við eigum völ á
miðað við gjaldeyrishagnað“.
Síðar kemst greinarhöfund-
ur að orði á þessa leið:
25—30 millj. kr. gjald-
eyrissparnaður
„Með um 15 millj. kr. við-
bótarfjárfestingu í veiðar-
færaiðnaði skv. framansögðu,
sem að mestu yrðu vélakaup,
benda líkur til að árlegur
gjaldeyrissparnaður yrði 25
—30 millj. kr. Mætti síðan
vinna að fullnýtingu veiðar-
færaiðnaðarins á fáum ár-
um“.
Greinarhöfundur telur enn-
fremur að fullnýting veiðar-
færaiðnaðarins hér á landi
jafngildi um 40 millj. kr.
gjaldeyristekjum á ári.
Hér er vissulega um at-
hyglisvert mál að ræða. Við
íslendingar verðum að haga
uppbyggingu iðnaðar okkar
þannig, að hann spari í senn
og framleiði sem mestan er-
lendan gjaldeyri og hafi
jafnframt í för með sér aukna
atvinnu í landinu.
UTAN ÚR HEIMI
J
’ 1'
■
DjÖflaeyja rís úr hafi, grá og dapurleg. — Getur hún orðið eftirsóttur ferðamannastaður?
jöflaeyja
solu
DJÖFLAEYJAN. — í Frakk-
landi, og raunar miklu víðar,
hefur þetta hrollvekjandi
nafn ekki aðeins táknað eina
eyju, heldur allt „vítið hand-
an hafsins" — það er að segja
allt franska Guayana, ásamt
eyjunum undan ströndinni,
með hinum mörgu fangelsum
og „sakamannanýlendum“. —
Þrjár eyjar liggja skammt
undan strönd Guayana, sem
nefnast einu nafni „Iles du
Salut“ (eyjar hins hólpna).
Það er aðeins hin minnsta
þeirra, sem að réttu lagi ber
nafnið „Djöflaeyjan“ (Ile du
Diable). — Og nú hefur
franska stjórnin tilkynnt, að
hún muni bjóða þessa ill-
ræmdu eyju til sölu — og
verða söluskilmálar auglýstir
nánar í næstu viku.
— ★ —
Þetta hefir vakið nokkra at-
hygli og orðið til þess, að saga
eyjarinnar hefir víða verið rifj-
uð upp í blöðum. —- Og Djöfla-
eyjan á sér vissulega langa og
sérstæða — og heldur óhugnan-
lega sögu. Ekki er rúm til þess
að rekja hana hér að neinu ráði,
en minnast má á nokkur atriði í
þessu sambandi.
★ Fyrir þá „hættulegustu“
Eyjan hefir ekki verið notuð
sem „fangelsi” síðan 1945. Síð-
ustu fangarnir voru sendir þang-
að af Viohy-stjórninni frönsku —
og síðar Þjóðverjum. Og það var
raunar næg ástæða til þess, að
de Gaulle leit á það sem einn lið
í frelsun Frakklands að leggja
niður þessa illræmdu sakamanna
nýlendu. — Allt frá því í byrj-
un 17. aldar var Guayana helzti
„útlegðarstaður" Frakklands —
og þangað voru einkum fluttir
pólitískir fangar. Hélzt svo fram
um miðja 19. öld, en eftir það var
það nær eingöngu Djöflaeyjan,
sem hýsti hina pólitísku fanga.
Mun ein ástæðan til þess senni-
lega hafa verið sú, að eftir því
sem samgöngur komust í betra
horf, tókst æ fleiri föngum að
flýja frá Guayana — og því hafa
frönsk yfirvöld gripið til þess að
geyma þá, sem taldir voru „hættu
legastir" — það er að segja póli-
tíska fanga — á hinni litlu kletta-
eyju, Djöflaeyjunni, en segja má,
að þaðan sé alls engin undan-
komuleið.
★ Flótti útilokaður
Ekki er heldur vitað til þess,
að neinum hafi nokkru sinni tek-
izt að flýja þaðan. Og hinar
mörgu sögur, sem komust á kreik
í síðari heimsstyrjöldinni um
„flótta frá Djöflaeyju", voru því
ekki á rökum reistar. Þar var úm
að ræða menn, sem tekizt hafði
að flýja frá meginlandinu, en
eins og fyrr segir hefir hin land-
fræðilega merking nafnsins
Djöflaeyja ekki ætíð verið greini
ALFRED DREYFUS
— frægasti fangi á Djöflaeyju
lega afmörkuð — og þess vegna
sogðu blöðin sögu þess eða hins,
sem tekizt hafði að „flýja frá
D öflaeyju*. — Kannski hefir
það ekki alltaf verið óviljandi —
það af frásögninni „dramatísk-
ari“ svip að koma þessu óhugn-
anlega nafni að. — Til eru sögur
um fyrrverandi fanga, sem síðan
hafi lifað góðu lífi fyrir það fé,
sem stórblöðin greiddu þeim fyr-
ir sögurnar um flótta þeirra.
★ „Hin þurra fallöxi“
Eftir ógnarstjórn Robespierres i
Frakklandi voru menn búnir að
fá meira en nóg af fallöxinni, og
þá var tekið að nefna Djöflaeyju
— og raunar allt „vítið handan
hafsins“ — hina „þurru fallöxi",
í mótsetningu við hina „votu“ (þ.
e. a. s. blóðugu) — hina eigin-
legu fallöxi — en þá var það' í
rauninni talið jafngilda lífláti að
vera dæmdur til útlegðar á
Djöflaeyju. — Og hún hýsti
marga þekkta menn, svo sem
Billaud-Varennes, einn af bana-
mönnum harðstjórans Robespi-
erres. Um hann var sagt, eftir
skamma dvöl í útlegðinni: —
Hann var orðinn gamall maður
að loknu þessu hræðilega sumri.
★ Frægasti fanginn
Frægastur allra þeirra fanga,
sem setið hafa á Djöflaeyju, varð
franski liðsforinginn Alfred
Dreyfus, sem dæmdur var sak-
laus fyrir föðurlandssvik 1894
og sendur til lífstíðarfangavistar
á Djöflaeyju. — Dreyfusmálið
varð mikið hitamál víða í Evrópu
og hafði talsverð pólitísk áhrif.
Margir merkir menn börðust fyr-
ir því, að Dreyfus yrði sýknaður
og leystur úr haldi. Fræg er t. 'd.
enn greinin „J’accuse“ sem Emile
Zala, rithöfundurinn frægi birti
í blaði Clemenceaus, „I’Aurore“,
en í greininni var hárbeitt ádeila
á franskt réttarfar. — Loks árið
1899 fékkst mál Dreyfus tekið
upp að nýju fyrir herrétti í Renn-
es. Þar var hann raunar enn
fundinn sekur um föðurlandssvik
— en „náðaður“. — Fulla upp-
reisn æru fékk hann ekki fyrr
en 1906.
i'ramh. á bls. 13.
Djöflaeyjan er þekktust kletta-
eyjanna þriggja, sem liggja um
það bil fimm mílur utan við
Cayenne, höfuðborg franska
Guayana (sjá örina). — Eyjar
þessar, St. Joseph, Royale oglle
du Diable, kallast einu nafni
Iles du Salut — sem stingur
óneitanlega talsvert í stúf við
heiti hinnar síðastnefndu.