Morgunblaðið - 25.02.1960, Side 11
Fimmtudagur 25. febrúar 1960
MORCVISBLAÐIÐ
11
Maðurinn
Ekkert mannlegt hefur veriS
dr. Toth óviðkomandi. Sýning
hans kemur víða við, tínir margt
upp, og það, sem hún tínir upp,
er aðeins eignað einum þjóð-
flokki: manninum. Þá er hann
vinnur fyrir sínu brauði, má sjá
bónda í Bretagne plægja akur
sinn, markaðssölukerlinguna
selja eplin sín (Þýzkaland), kar-
töflusáningu í Finnlandi o. s. frv.
Þegar hann skemmtir sér má t. d.
sjá við drykkju námumann f
Frakklandi og Willy Brandt,
borgarstjóra Vestur-Berlínar;
spilaða whist í Belgíu, póker I
Svíþjóð, rúllettu í Frakklandi og
keiluspil á Spáni; dansað rokk f
Þýzkalandi, sigaunadansa f
Portúgal og tangó í Danmörku;
munka spila fótbolta á Ítalíu og
menn hlusta á götusöngvara f
Englandi. Maðurinn daðrar
(,,Æska“, Pólland; „Leðurjakka-
hetjan“, Þýzkaland), elskar,
hlær, trúir, hugsar — einnig
grætur, efast, örvæntir, hræðist.
Mjög þóttu mér flestar andlits-
myndirnar vera góðar („Tár“,
„Óánægður áhorfandi", Albert
Schweitzer“), svo og myndir aí
höndum og handapati („Sam-
tal“, „Ræðumaður í Hyde Park“,
„Framtíðin úr lófanum“ ). Og
þannig mætti lengi, lengi telja,
en auðvitað er slíkt alveg út f
bláinn, og þegar komið meira en
r.óg af svo góðu. Læt ég þvf
staðar numið með upptalningar.
Ásamt sýningunni „Ásýnd
Evrópu" var haldin aukasýning,
sem hét „Andlit Mtinchenarbú-
ans“ (Das Gesicht des Munchen-
ers). Eins og nafnið bendir til,
eru þar sýndar svipmyndir úr
lífi Munchenarbúans (300 mynd-
ir), og eru þær valdar eftir sam-
keppni, sem dagblaðið „Múnch-
ener Merkur“ hélt. Einnig þessi
sýning var mjög góð, margar
myndir ágætar og heildarmúnch-
enarsvipurinn, með sínum söfn-
um og listalífi, listamannakrám
og bjór, viðskiptum og alþýðu-
lífi, afbragðsgóður. En sjón er
sögu ríkari. Það er ekki unnt að
lýsa Ijósmyndasýningu svo að vel
fari, og því tek ég gðeins undir
með Maurois hinum franska um
sýninguna „Ásýnd Evrópu“: „Ég
er viss um, að þeim hefur tekizt
þetta“.
ólm.
þangað komnir vegna þess, að
þeir geti öskrað hærra en aðrir.
Sama er að segja um sýningu
Steichens, sem valdi sínar mynd-
ir úr 11 þúsundum mynda. Og
einmitt þess vegna væri saman-
burður á mati þessara tveggja
sýninga lubbalegur, og út í blá-
inn að segja, að önnur væri betri
en hin, því að þær eru einfald-
lega hvor um sig víðfeðmar lýs-
ingar á mannheimum, eins og
þeir ERU.
Ásy
vróp
Múnchen, í janúar.
FLESTIR muna sennilega eftir
hinni ágætu og heimsfrægu ljós-
myndasýningu Edwards Steich-
ens, „Fjölskylda þjóðanna", sem
meðal annars var sýnd í Reykja-
vík á sínum tíma við mikla at-
hygli. Sú sýning sýndi á snilldar-
legan og áhrifaríkan hátt, hversu
furðumargt hinir kynlegu vöðva-
sekkir með hjarta í miðjunni, til-
heyrandi stofninum homo sapi-
ens, eiga skylt í þessu hjarta
sínu, hvort sem er í ást eða hatri,
stríði eða friði, leik eða vinnu —
að móðurást logar jafnheitt
undir svörtu og hvítu hörundi,
og breyzkleikinn kann að skjóta
sér jafnt undir gult hörund sem
rautt. Manni varð allt í einu
ljóst, að alls staðar í mannheimi
ríktu sömu geðhrif, sami „mann-
leiki“. Fjölskyldumótin brugðust
hvergi. Þess vegna var sýningin
sannlegur ljósberi hálfbrjáluð-
um heimi, gerð af næmum skiln-
ingi og, mér liggur við að segja,
mannkærleika, og skírskötaði
því nokkur augnablik til hins
títtnefnda elements í sekknum,
hjartans. — Slíkur boðskapur
bræðrahugs og umburðarlyndis
er sannarlega lofsverður, enda
aðkallandi í heimi, þar sem and-
skotinn ríður húsum, stríð og
fjöldamorð vofa yfir og broddar.
stjórnmálanna brosa hver fram-
an í annan, en gnísta tönnum í
brosinu. Og reyndar er nú svo,
að með hraða og djöfulgangi nú-
tímans hefur þróunin á mörgum
sviðum beinzt í þá átt að sam-
eina ólíkar þjóðir og þjóðflokka
til að starfa og lifa saman. Sjá
þjóðflokka Afríku og tollabanda-
lög (því miður þó tvö) Evrópu.
Sameining Evrópu
Nokkru eftir síðari heimsstyrj-
öldina fékk hugmyndin um sam-
einingu Evrópu byr undir báða
vængi, og þykir nú mörgum, að
sú þróun hljóti að vera óhjá-
kvæmileg. Nýtur sú skoðun meiri
vinsælda í Þýzkalandi en víðast
hvar annars staðar. Er ekki ó-
sennilegt, að þessi hugmynd hafi
að einhverju leyti stuðlað að til-
komu hinnar nýju, „stóru Ijós-
myndasýningar heimsfrægra og
óþekktra ljósmyndara, „Ásýnd
Evrópu“ (Das menschliche Ant-
litz Europas)“, sem hljóp af
stokkunum í Múnchen fyrir
nokkru, þótt hún stundi á engan
hátt áróður fyrir þessari hug-
mynd. í myndaskrá sýningarinn-
ar skrifar franska skáldið André
Maurois:
„Vér vitum það öll, að vér
höfum margar hugmyndir og
margar tilfinningar sameiginleg-
ar, þótt við séum annars Frakk-
ar, Þjóðverjar, Englendingar,
ítalir, Grikkir og Spánverjar eða
tilheyrum hinum norrænu þjóð- *
um eða Balkanþjóðunum“. Enn-
fremur: „Ósk þeirra manna, sem
hafa staðið að þessari fallegu
sýningu og hleypt henni af stokk
unum, var aðeins sú að gera ljós-
an þennan skyldleika. í þessum
sölum vildu þeir túlka eitthvað
stórkostlegt, eitthvað, sem engin
Skelkuð
Greið'asemi
tunga fær tjáð, og þetta „eitt-
hvað“ er e. t v. ekkert annað en
hin evrópíska afstaða til lífsins.
— Ég er viss um, að þeim hefur
tekizt þetta“.
Allir hafa ólík andlit, en . . .
Aðalfrumkvöðull og höfundur
þessarar sýningar nefnist dr.
Tas Toth. Hélt hann evrópíska
ljósmyndasamkeppni, og síðan
valdi dómnefnd til sýningarinnar
274 af 4300 myndum, sem borizt
höfðu frá flestum löndum álf-
unnar (8 frá Islandi, en engin
valin). Sjálfur leitaði dr. Toth
svo uppi 256 myndir úr söfnum,
tímaritum og ljósmyndastofum
víðsvegar í Evrópu, og þannig
urðu myndirnar á þessari mjög
vönduðu og fallegu sýningu sam-
tals 530. — Ósjálfrátt verður
manni á að bera þessa sýningu
saman við „Fjölskyldu þjóð-
anna“ og dæma hana eftir henni,
en við nánari athugun má sjá, að
slíkt samanburðarmat er hlægi-
legt og lágkúrulegt (sem og
margur annar samanburður í
mati á listum). Þessi sýning er
ekki eins reglulega skipulögð og
hin fyrrnefnda með öllum sínum
(góðu) mottóum og spakyrðum.
Hún er frjálslegar fram sett,
Brosið
stundum með snjöllum andstæð-
um, og skapar því meira hinn
sveiflandi, impróviseraða grunn-
tón Ijósmyndarinnar, gómun
augnabliksins ásamt öllum þess
hræringum. Maður er á harða-
þeysingi um allar trissur, eins og
þjóðhöfðingi á heimsferðalagi,
og áfangastaðirnir eru á öllum
breiddar- og lengdargráðum sál-
arlífsins. Og enn opinberast sá
mikli (eða litli?) sannleikur, að
einmitt þær tilfinningar, sem
maður hefur alltaf eignað sér
einum, geta einnig skinið út úr
augum skítugs fiskistráks suður
á Sikiley eða gamallar spuna-
konu í Norður-Frakklandi. Slík-
ur er boðskapur sýningarinnar
Og þeirra orða, sem henni hafa
verið valin að kjörorðum:
Allir hafa ólík andlit,
— en þó ekki mismunandi.
(Ovidius)
Orffin aff raunveruleika
Hér verða þessi orð að raun-
veruleika, miklu verulegri en í
daglegu lífi, því að þar stelur
straumur tímans frá manni
augnablikunum. Maðurinn er
eins og viðardrumbur keyrður
ofan í miðja iðuna, sem þýtur
hjá og mótar hann svolítið í leið-
inni, en aldrei fær hann skynjað
dropana. Allt í einu kemur
myndavélin með sitt „tikk“, og
sjá, flaumurinn er greyptur ímót,
andartakið fær sína mynd, og
maður getur virt það fyrir sér.
Þar getur á að líta hugtök eins
og „forvitni“, „óánægja“, „spenn-
ingur“, „skelkur“, og „trú“, mót-
uð utan á viðarbútinn. Þetta er
helgi Ijósmyndalistarinnar og
raddsetning. Eilífð andartaksins
Ljósmynda-
sýning sem
opnuð var
í Munchen
ffyrir nokkru
Í0 0 0>0'0 0 0 0 0 0 0 0 0-00
og andartak eilífðarinnar. Og
þegar þannig er sungið er varla
spurt um ljósop, hraða, lýsingu,
fjarlægð eða linsu, heldur aðeins
hrifizt af þessu andartaki mynd-
arinnar, og einmitt á þeim grund
velli hlýtur val myndanna að
hafa farið fram. Enginn skal
geta talið mér trú um, að hinar
530 á sýningunni séu endilega
teknar með réttari lýsingu, ljós-
opi og hraða en hinar mörg þús-
und myndir aðrar, sem til greina
komu, frekar en að söngvarar
við Metropolitan-óperuna séu