Morgunblaðið - 25.02.1960, Síða 16
16
MORCUNfíLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. febrúar 1960
HPREWA
,.Hérna. Ég þvæ hendur mínar.
Hérna talið þér við því“.
En hanöleggurinn á mér var
máttvana. Ég hafði ekki afl til að
lyfta honum og ég hafði ekki
kjark til að mæta hinu rann-
sakandi rugnaráði hans.
„Þér hafið þá ekki í hyggju . . .
að haida áfram með þennan
dauðadóm?"
Ég sneri mér undan og brá
báðum höndum aftur fyrir bak.
Hann skildi.
„Ég má þá rífa það I sundur?“
Já“, svaraði ég — „gerið þér
það“.
Hann gekk aftur yfir að borð-
inu og án þess að líta upp, heyrði
ég þegar hann reif blaðið í sund-
ur, einu sinni, tvisvar, þrisvar
sinnum, heyrði skrjáfið í rifnum
bréfmiðunum, þegar þeir duttu
niður í bréfakörfuna.
Á einhvern undarlegan hátt
fann ég til hugarléttis. Aftur — í
annað skipti á þessum örlaga
ríka degi — hafði ákvörðun ver-
ið tekin fyrir mína hönd. Ég
hafði ekki þurft að taka hans
sjálfur.
Condor kom til mín og ýtti
mér hægt niður í hægindastól-
inn. „Þarna — held ég að við
höfum komizt í veg fyrir mikinn
harmleik, mjög mikinn harm-
leik. Ég hef líka kynnzt yður,
vona ég, í gegnum þetta mál —
nei, engin mótmæli. Ég ofmet yð-
ur ekki og lit engan veginn á yð-
ur sem „dásamlegan og góðan
mann“, eins og Kekesfalva orð-
aði það svo lofsamlega, heldur
sem mann er vegna óstöðugleika
tilfinninganna, vegna sérstakrar
óþreyju hjartans, er þannig, að
ekki er hægt að treysta honum.
Enda þótt það gleðji mig að ég
skyldi geta hindrað þetta óvitur-
lega áform yðar, þá er ég engan
veginn ánægður með það, hve
hvatvíslega þér takið ákvarðanir
og víkið frá áformum yðar.
Fólki, sem þannig er háð stund-
ar-geðhrifum, ætti aldrei að vera
falin mikil ábyrgð á hendur og
ég myndi sízt af öllum treysta
yður fyrir nokkru því starfi, sem
krefðist stöðuglyndis og óhaggan
legrar einbeittni.
En takið þér nú vel eftir. Ég
ætla ekki að biðja yður stórrar
bónar. Við höfum talið Edith á
að reyna nýja læknisaðferð —
eða öllu heldur aðferð, sem hún
heldur að sé ný. Yðar vegna hef-
ur hún ákveðið að fara, verða í
burtu nokkra mánuði og eins og
þér vitið, þá^leggja þau af stað
eftir eina viku. í þessa viku
þarfnast ég yðar- hjálpar — að-
eins í þessa einu viku. Ég fer
ekki fram á annað eða meira við
yður, en að þér lofið mér því, að
gera ekkert óhugsað eða hvatvís-
legt þessa viku, áður en þau
fara, sýna ekki með orðum eða
látbragði að hin blinda ást aum-
ingja barnsins sé yður til skap-
raunar. Ég bið yður ekki um
neitt meira og ég held að þetta
sé það minnsta, sem hægt er að
biðja nokkurn mann um: að
hann hafi stjórn á sér í eina viku
þegar líf mannlegrar veru er í
veði“.
„Já .... en hvað tekur svo
við....?“
„Við hugsum ekki um það,
þessa stundina. Þegar ég þarf að
gera skurðaðgerð, til þess að
fjarlægja bólgu, þá þori ég ekki
að eyða tímanum í að hugsa um
það, hvort hún muni ekki koma
aftur eftir einn eða tvo mánuði.
Þegar minnar hjálpar er leitað,
er skylda mín aðeins ein, að
framkvæma, án þess að hika. —
Það er eina rétta leiðin í hverju
tilfelli, vegna þess, að það er
það eina sem er á mannlegu valdi
Allt annað er á valdi forsjónar-
innar, eða eins og trúaðra fólk
myndi orða það, á valdi guðs.
Allt getur skeð á nokkrum mán
uðum. Kannske verður batinn
hraðari, en ég bjóst við. Kannske
kulnar ást hennar á yður. — Ég
get ekki séð alla möguleikana
fyrir og þér megið ekki reyna
að gera það. Einbeitið allri yð-
ar hugsun og orku að því, að
leyna hana þeirri staðreynd, að
yður finnist ást hennar svo óbæri
leg. Haldið stöðugt áfram að
segja við sjálfan yður: Vika, sex
dagar, fimm dagar og ég skal
bjarga mannlegri veru. Ég vil
ekki hræða, móðga, óróa hana
eða draga úr henni kjarkinn. —
Haldið þér að þér gætuð það
ekki?“
„Oh, jú, ég gæti það“, sagði
ég ósjálfrátt og bætti svo við með
meiri einbeittni: „Vissulega. —
Vissulega gæti ég það“.
Ég heyrði að Condor varpaði
öndinni, eins og ofurþungu fargi
hefði verið létt af honum.
„Hamingjunni sé lof. Nú get
ég sagt yður hve áhyggjufullur
ég var. Trúið mér, Édith hefði
aldrei lifað það af, ef þér hefð-
uð svarað ástarjátningu hennar
með því að taka til fótanna. Það
eru næstu dagar, sem eru svo
mikilvægir. Við skulum veita
barninu nokkra hamingjudaga,
eina viku óvæntrar hamingju. —
Þér ábyrgist þessa einu viku, er
það ekki?“
Ég rétti honum höndina þegj-
andi.
Jæja, þá held ég að þetta sé
útrætt mál og við getum farið
inn til konunnar minnar“.
En hann reis ekki á fætur og
ég sá að hann var ekki enn laus
við allan efa.
„Eitt enn“, sagði hann í hálf-
um hljóðum. „Við læknar erum
neyddir til að hafa í huga jafn-
vel hið ófyrirsjáanlega. Við verð
um að vera viðbúnir öllum hugs-
anlegum atburðum. Ef svo kynni
að fara, að eitthvað kæmi fyrir
á meðan — ég á við, ef yður
brysti kjark, eða ef tortryggni
Ediths leiddi til einhverra vand-
ræða, þá verðið þér að láta mig
vita þegar í stað. Það má ekkert
óafturkallanlegt koma fyrir þenn
an stutta, en tvisýna tíma. Hún
má ekki verða fyrir neinu
áfalli. Jafnvel hreinustu smá-
munir gætu orðið afdrifaríkir.
Ef þér misstuð kjarkinn eða
bregðist óviljandi hlutverki yðar,
hikið þá ekki við, ' guðs bæn-
um, hikið þá ekki við að segja
mér það. Ég er búinn að sjá
nógu mikið af nöktum líkömum
og buguðum sálum. Þér getið
komið hingað eða hringt til mín
á hvaða tíma sólarhringsins sem
er. Ég skal alltaf verða reiðu-
búinn að koma yður til hjálpar,
því að ég veit hvað er í húfi. Og
nú....“ Það brakaði í stólnum
við hliðina á mér og ég vissi að
Condor var að rísa á fætur —
„er bezt að við förum yfir í hitt
herbergið. Við erum búnir að
tala saman og konan mín getur
auðveldlega orðið óróleg. Jafn-
vel ég verð eftir öll þessi ár, að
gæta þess vel að gera hana ekki
órólega. Þeir, sem hlotið hafa
þung högg hjá örlögunum, verða
auðveldlega særðir æ síðar.“
Hann gekk aftur yfir að slökkv
aranum og það birti í stofunni.
Þegar hann sneri sér aftur að
mér, var andlit hans öðru vísi
en áður. Kannske var það bara
birtan, sem gerði andlitsdrætt-
ina skýrari, en a. m. k. tók ég
nú fyrst eftir hinum djúpu
hrukkum á enninu og sá í einni
svipan á öllu útiliti mannsins
hversu þreyttur, hversu örmagna
hann var. Hann er alltaf að
fórna sér fyrir aðra, hugsaði ég
með mér og allt í einu skildist
mér hvað löngun mín til að
hlaupa í burtu, þegar ég stóð
andspænis óþægilegum veru-
leika, var fyrirlitleg. Hann virt-
ist lesa hugsanir mínar og
brosti.
„Það er sannarlega gott“, sagði
hann og klappaði mér á öxlina,
— „að þér komuð til mín og að
við skyldum geta rætt út um
málið. Hugsið yður bara hvað
hefði skeð, ef þér hefðuð einfald
lega hlaupið á brott frá vanda-
málinu. Það hefði hvílt á huga
yðar og samvizku alla yðar ævi,
því að maður getur hlaupið burt
frá öllu, nema sjálfum sér. Og
nú skulum við fara inn í hitt
herbergið. Komið — kæri vin-
ur“.
Hlýjan í rödd hans, þegar
hann sagði „kæri vinur“, hrærði
mig innilega. Hann vissi hversu
veiklyndur, hversu huglaus ég
hafði verið og samt fyrirleit
hann mig ekki. Hann var eldri
maður, auðugur af reynslu, ég
var aðeins unglingur, reynslu-
laus og óþroskaður. Og með þess
um orðum gaf hann mér traust
mitt aftur. Þungu fargi var létt
af huga mínum og ég fylgdist
með honum, léttur í spori.
Við gengum í gegnum biðstof-
una og Condor opnaði dyrnar á
herberginu, hinum megin við
ganginn. Eiginkona hans sat og
prjónaði við borðið, sem enn
hafði ekki verið tekið af. Ekkert
hefði getað vakið hjá manni grun
um það, að hendurnar, sem fóru
svo fimlega með prjónana, væru
hendur blindrar manneskju. —
Litla karfan méð bandinu og
skærunum, stóð við hliðina á
henni. Það var aðeins þegar hún
leit upp auðum sjáöldunum og
rafmagnsljósið endurspeglaðist í
smækkaðri mynd 1 hinum sléttu
hringjum þeirra, að sjónleysi
þeirra varð augljóst.
„Jæja, Klara, við héldum lof-
orð okkar, var það ekki?“ sagði
Condor, um leið og hann gekk
til hennar og talaði með hinum
þýða, titrandi tón, sem ávallt ein
kenndi rödd hans, þegar hann
ávarpaði hana. — „Við vorum
ekki lengi, var það? Og ef þú
vissir bara hvað það gladdi mig,
að hr. liðsforinginn skyldi koma
og heimsækja mig. Ég skal
nefnilega segja þér, að hann
gegnir liðsforingjastörfum í borg
inni þar sem Kekesfalva-fjöl-
skyldan á heima — þú manst eft
ir litla sjúklingnum mínum, er
það ekki?“
„Oh, áttu við litlu, lömuðu
stúlkuna?“
ÍlJÚtvarpiö
Skáldið ocf mamma litla
5SI
1) Sagði ég ekki! Þetta var þér að
þakka, að við komum í tæka tíð til
að sjá strætisvagninn hverfa fyrir
hornið!
2) Já, ég vissi þetta. Þú hefðir átt
að reka meira á eftir mér eða hitt þó
heldur ...
3) . . . nú verðum við að bíða hér
í 19 mínútur. Ef þú hefðir látið mig
í friði hefðum við komið mátulega til
að taka næsta vagn!
a
r
L
ú
ó
Fimmtudagur 25. febriiar.
8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir.
8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregn
ir. — 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 ,,A frívaktinni**, sjómanna
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: f>egar Islendingar brugð-
ust Jóni Sigurðssyni (Lúðv. Krist
j ánsson rithöfundur).
20.55 Einsöngur: Hjálmar Kjartansson
syngur lög eftir Schubert: Fritz
Weisshappel likur undir á píanó.
a) „An die Musik*. — d) ,,Der
Tod und das Mádchen**. c) ,,Die
Stadt“. — d) „Aufenthalt“. —
e) „Der Atlas“.
21.15 ,,Nótt“, kvæði eftir Þorstein
Erlingsson (Gerður Hjörleifsdótt
ir les.)
21.30 Organtónleikar: Ragnar Björns
son leikur verk eftir Bach.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (9).
22.20 Smásaga vikunnar: „Gamla kon
an“ eftir Berthold Brecht, í þýð-
ingu Bjarna Benediktssonar frá
Hofteigi. (Þorsteinn Gunnarsson)
22.40 Sinfóníutónleikar:
„Sinfonia antartica*' eftir Vaug-
han Williams. Flytjendur: Marga
ret Ritchie sópransöngkona og
kór ásamt Hallé sinfóníuhljóm-
■veitinni; Sir John Barbirolli
stjórnar.
23.30 Dagskrárlok.
8.00-
12.00
13.15
15.00
18.25
18.30
18.50
19.00
19.35
20.00
20.30
Nokkrum dögum seinna. —
Þetta var prýðis auglýsing íyr-
ir 100 ára afmæli Minnesot?
Markús. Súsanna Allison sagði
okkur alla söguna um hvemig
þið lifðuð á því sem auðnimar
höfðu að bjóða. Það var stórkost-
legt.
Þakka, en nú langar okkur til
að Ijúka ferðinni með því að fá
okkur stóran safaríkan steikar-
bita.
Meðal annarra orða, ég er með
símskeyti til þín.
22.00
22.10
22.20
22.40
23.10
Föstudagur 26. febrúar
-10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
Lesin dagskrá næstu viku.
—16.30 Miðdegisútvarp.
Veðurfregnir.
Mnankynssaga barnanna: „Bræð-
urnir“ eftir Karen Plovgárd; II.
(Sigurður Þorsteinsson banka-
maður).
Framburðarkennsla í spænsku.
Þingfréttir. — Tónleikar.
Tilkynningar.
Fréttir.
Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Hrafnkels
saga; III. (Oskar Halldórsson
cand. mag.).
b) Upplestur: Jón Helgason próf.
les kvæði frá 16., 17. og 18. öld
c „Höldum gleði hátt á loft“. —•
Tryggvi Tryggvason og félagar
hans syngja gömul alþýðulög;
Þórarinn Guðmundsson að-
stoðar.
d) „Skipadraugurinn", frásögu-
þáttur eftir Jón Pálsson fyrr-
um bankagjaldkera (Harald-
ur Hannesson hagfræðingur
flytur).
Fréttir og veðurfregnir
Passíusálmur (10).
Staldrað við í Lidice, — ferða-
sögubrot (Þórir Hallgrímsson
kennari).
I léttum tón: Lög úr söngleikn-
um „Annie Get Your Gun“ eftir
Irving Berlin (Mary Martin og
John Raitt syngja með kór og
hljómsveit undir stjórn Louis
Adrian).
Dagskrárlok.