Morgunblaðið - 25.02.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 25.02.1960, Síða 20
V E Ð R I Ð Sjá veðurkiírt £ bls. 2. (jriginjibla 46. tbl. — Fimmtudagur 25. febrúar 1960 Asýnd Evrópu Sjá bls. 11. Þungíœrf nyrðra Tíðarfar hamfar rauð magaveiÖi ftÖSAVÍK 24. febrúar. Á laug- «rdag brá hér til norðanáttar og á sunnudag var iðulaus stórhríð, ívo að varla sást milli húsa. Á laugardag dró úr veðurhæð og hríð, en þó hefur verið éljaveð- •ur síðan. Sett hefur niður tölu- verðan snjó, svo að færð er orðin þung úr Mývatnssveit og Reykja dal. Þó hefur verið hægt að flytja anjól'k á trukkbílum. Vaðlaheiði er ófær og Dalsmynni mun sömu leiðis vera ófært. Samgöngur á landi eru því engar við Akureyri. Áætlunarferðin á mánudaginn féll niður. Lítill snjór er á flug- vellinum og flugvél kom hingað í dag. Bátar hafa eðlilega ekkert róið síðustu dagana. Þorskafli hefur verið lélegur undanfarið, en rauð vnagaveiði er óvenju góð miðað við árstíð. Mjög er þó erfitt að *tunda þá veiði nú vegna hins óstöðuga tiðarfars. Fréttaritari. IVorðangarður á Grundarfirði GRUNDARFIRÐI, 24. febr. — Nú *ná segja „að nordan hardan gerdi gard“, og hafa verið frá- tök frá róðrum síðan á föstudag. Allir bátárnir róa í dag í slæmu veðri. Bátamir hafa ekki enn tekið þorskanetin, en munu fara «t með þau, er garðurinn geng- «r niður. Afli hefur verið heldur tregur og fiskurinn smár. Heilsufar manna er hér gott. Snjóþyngsli eru á vegum, og er «kki fært öðru en jeppum úr byggðarlaginu, en það er reynd- «r ekki óveljulegt hér um slóðir « þessum tíma árs. —Fréttaritari. „Smedens hús" flutt í nótt VERKAMENN frá Reykjavík- urbæ unnu í allan gærdag við að lyfta hinu forna timbur- húsi, „Smedens hús“, við Póst- hússtræti af grunni sínum. Var verkið svó langt komið í gærkvöldi, að byrjað var með lyftitækjum að hefja hús- ið upp, en síðan átti að skjóta undir það vagni, og mun hafa verið ætlunin að flytja gamla húsið upp að Árbæ í nótt. Þar mun það verða lagfært og því búinn framtíðarstaður. ÞESSI mynd var tekin á Reykjavíkurflugvelli í gær, er Katalínubáturinn Sæfaxi var að koma að vestan. Þetta var síðasta ferðin að sinni, því flug báturinn fer nú til skoðunar, sem mun taka a. m. k. 3—4 vikur. Á meðan verða engar flugsamgöngur við Vestfirði og Siglufjörð. Sæfaxi hefur I annazt þessar ferðir einn í liðlega ár, en þá var hinum flugbáti Flugfélagsins lagt fyr ir fullt og allt. Katalinu-bát- arnir hafa gegnt þýðingar- miklu hiutverki í samgöngu- málum okkar síðustu 15 árin. Flugfélagið fékk fyrstu Kata- linuna 1944. Það var „Pétur gamli“, eins og flugvélin var kölluð, og „Pétur gamli“ var einmitt fyrsta íslenzka flug- vélin, sem fór í millilanda- flug, það var til Kaupmanna- hafnar. Flugfélagið fékk tvo Katalínubáta til viðbótar 1946, átti þá þrjá — og Loftleiðir áttu um skeið tvo. Loftleiðir seldu sína báta, „Pétur gamli“ var lagður á hilluna 1953, ann- ar bátur 1958 og þá var Sæ- faxi einn eftir. Hann var smíð- aður í Bandarikjunum 1942 fyrir Bandaríkjaher, eins og allir Katalíniubátarnir, sem við höfum átt. Óhætt er að full- yrða, að þeir hafi flutt langt yfir 100 þús. farþega hérlend- is. Árið 1958 flutti Sæfaxi einn yfir 10 þús. Þetta er síðasti flugbáturinn í flota íslenzku farþegavélanna. Vestfirðingar þekkja hann og binda miklar vonir við að enn um skeið verði Sæfaxi í förum vestur. Sjá nánar frétt á bls. 2. Iðjukosningar um nœstu helgi Lisfi lýðræðissinna er B - listi Sfúkraflug frá Crœnlandi SIÐDEGIS í gær kom hingað til Reykjavíkur önnur Kata- línuflugvélanna, sem Danir hafa nú staðsett á Narssarsuak flugvelli í sambandi við sigl- ingarnar gegnum ísbeltið, til hafna á Grænlandi. Var flug- vélin í sjúkraflutningi og flutti hingað unga danska konu frá Julianehaab. Er kon- an þungt haldin og verður hún send með Loftleiðaflugvél til Kaupmannahafnar árdegis í dag. Hjúkrunarkona var yfir hinni sjúku konu meðan á fluginu stóð. Það mun vera einhverskonar blóðeitrun, sem þjáir konuna. NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag fara fram stjórnar- kosningar í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík. Tveir listar hafa komið fram; A-listi, borinn fram af kommúnistum, og B-listi, borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins. B-listinn er þannig skipaður: Formaður, Guðjón Sv. Sigurðs- son, Hörpu; varaform., Ingólfur Jónasson, O. Johnson & Kaaber; ritari, Þorvaldur Ólafsson, Kassa gerðin. Meðstjórnendur: Jóna Magnús- dóttir, Ándrés Andrésson; Ingi- björg Arnórsdóttir, Svanur; Guð mundur Jónsson, Nýja skóverk- smiðj an. Varastjórn: Björn Jónatansson, Kassagerðin; Búi Þorvaldsson, Svanur; Klara Georgsdóttir, Borgarþvottahúsið. Endurskoðendur: Eyjólfur Da- víðsson, Andrés Andrésson; Odd- geir Jónsson, Framtíðin; varam.: Halldór Ohristensen, ísaga. Trúnaðarmannaráð: Þorvaldur Aki Eiríksson, Sælgætisgerðin Amor; Auður Jónsdóttir, Belgja- gerðin; Ragnheiður Sigurðardótt- ir, Leðurgerðin, Víðimel, Magnús Pétursson, Efnalaug Reykjavík- ur, Jón Björnsson, Vífilfell; Anna Kristmundsdóttir, Toledo; María Níelsdóttir, Belgjagerðin; Agnar Einarsson, Kassagerðin; Ásgeir Pétursson, ísaga; Rein- hardt Reinhardtsson, Alafoss, Þingholts.str., Anna Ámundadótt ir, Freyja; Jakob Júlíusson, Ála- foss, Mosfellssveit. Varamenn: Betúel Betúelsson, Frón; Eyjólfur Davíðsson, Andrés Andrésson; Alexander Jóhannes- son, Hampiðjan; Karl Gunnlaugs son, Andrés Andrésson; Soffía Sigvaldadóttir, Sjóklæðagerðin; Jóhanna Magnúsdóttir, Harpa; Kristján Bernhard, Dósaverk- smiðjan; Anna Sigurbjönsdóttir, Efnablandan. Eyjabátar með loðnu íslendingur rændui í Höfn KAUPMANNAHÖFN, 24. febr. (Einkaskeyti til Mbl.) — Ekstra- bladet segir frá því, að íslending- ur nokkur hafi orðið af með um það bil 2000 danskar krónur í hóteli á Vesterbro í gær. Konu einni tókst að ná af honum pen- ingaveski hans, án þess að hann yrði þess var fyrr en um seinan, þannig að konunni tókst að sleppa. íslendingurinn kærði þjófnað- inn þegar til lögreglunnar, en hann gat aðeins gefið mjög ófull- komna lýsingu á konunni. Mnður slnsnsf í úrekstri í Vogum VESTMANNAEYJUM, 24. febr. í gær kom loðna á land hér í Vest mannaeyjum. Nokkrir bátar fóru að leita að loðnu og fengu allir nokkurn afla. Allir línubátar 78 að tölu fengu nægilega mikið af beitu í róðurinn í nótt og sumir vel það og beittu þeir þá lengri línu en venjulega, eða allt upp í sextíu bjóð. Eitthvert magn var sent suður með Herjólfi í gær. Átti það að fara til beitu á Suð- urnesjum. Eldur við Akra- fjaH I GÆRKVELDI sáu Reykvíking- ar að eldur logaði glatt á móts við Akrafjall og bjuggust menn við að um stórbruna væri að ræða. En samkvæmt frétt frá fréttaritara blaðsins á Akranesi var verið að brenna sinu í flóan- um niður undan Reyni í Inmi Akraneshreppi. Þeir Reynisbræð ur höfðu brennt sinu í fyrra á sama stað, en ekki eins snemma og þeir gera nú. Mikill handagangur. Hér er ávallt mikill handa- gangur í öskjunni, þegar loðnan kemur. Allir beita, sem vettlingi geta valdið, til að henni verði beitt sem nýjastri. Um afla er enn ekki hægt að segja því að bátarnir eru ekki komnir, en af þeim fréttum, sem fengist hafa frá bátunum, er Jhann misjafn. —Björn. Togskipin farin I GÆRMORGUN um klukkan níu varð harður árekstur á Suð- urnesjaveginum, í Vogunum. Lítill rússneskur bíll frá Reykja- vík, nýlegur, rakst á stærstu gerð vörubíla frá varnarliðinu. Tveir menn starfsmenn frá Sölumið- stöðinni voru í litla bílnum, bílstjórinn og farþegi, sem sat við hlið hans. Varð hann fyrir rnestum meiðslum og var fluttur í hersjúkrabíl í Keflavíkurspít- ala, en fékk að fara þaðan eftir að læknir hafði búið um meiðsli hans. Bílstjórinn hafði lítið meiðzt. Sá, sem ók Reykjavíkurbíln- um, R-11104, lenti út í lausum á veiðar AKUREYRI, 24. febr. — Hér hafa að undanförnu legið sex hinna austur þýzku togskipa vegna veðurs. Fóru þau öll út i morgun ásamt fleiri togskipum, sem gerð eru út fyrir Norður- landi. Skipin sem hér lágu voru Mar- grét, Sigurður Bjarnason, Jón Trausti, Bjarnarey, Björgvin og Þór. Skipin höfðu legið hér und- anfarna fjóra sólarhringa. Geta má 0«. ss að bæði Sigurður Bjarna son og Björgvin eru búnir að fá yfir 10 tonna afla, frá því þeir I hófu veiðar snemma í janúar. 'Prinsiitn hyllt- ur í íslenzkri landhelgi ÞAÐ bar til tíðinda á lög- brotasvæði brezka flotans út af Ingólfshöfða á laugardag, að herskipið Palliser tilkynnti brezku togurunum, að það mundi hefja mikla skothríð á hádegi þann dag til heiðurs hinum nýfædda prinsi Elísa- betar drottningar. Var togurunum tilkynnt, að hátíðlegheitum þessum yrði átvarpað í hlustunartækjum togara á bylgjulengd þeirra. Á hádegi þennan dag var ivo skothríðin látin dynja í hlustunartæki togaranna og á þann veg fagnað fæðingu brezka prinsins í íslenzkri landhelgi. Hvorki meira né minna en 41 skoti var hleypt af við þetta tækifæri. sandi og missti vald á bílnum. A móti kom 20—30 bíla lest af Keflavíkurflugvelli. Stakkst litli bíllinn beint framan á vörubílinn og stórskemmdist. Sjúkrabíllinn, sem maðurinn var fluttur í til- Keflavikur var í herbílalestinni. Einnig var þar herlæknir, er s’.rax kom til hjálpar. Voru bíl- arnir á leið til Reykjavíkur. Stóð þessi flutningur í sambandi við herílutningana úr landinu, sem nú eru að hefjast. Hlutliafafundur í Stuðlum í DAG halda Stuðlar hf., styrkt- arfélag Almenna bókafélagsins, almennan hluthafafund. Er fund urinn haldinn í Leikhúskjallar- anum og hefst kl. 5. Á fundinum mun verða rætt um byggingar- framkvæmdir félagsins í Austur stræti, en þar er nú, eins og kunnugt er, að rísa stórhýsi, þar sem framtíðaraðsetur Almenna bókafélagsins verður. Aðalfundur V.R. nk. mánudag AÐALFUNDUR Verzlunarmanna félags Reykjavíkur verður hald- inn n.k. mánudag í Breiðfirðinga- búð kl 8,30. Akveðið var að viðhafa alls- herjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnsr og trúnaðamannaráðs og rann framboðsfrestur út sl. þriðju dag. Aðeins einn listi kom fram, listi stjórnar- og trúnaðamanna- ráðs og er hann því sjálfkjörinn. (Frétt frá V.R.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.