Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 3 Skipstjcrinn Dularfulli togarinn ÞAÐ vakti talsverða furðu er togari kom til hafnar í Vestmannaeyjum, siglandi undir enskum fána og skip- stjórinn sagði erindi sitt vera að kaupa hér fisk til útflutnings. Skipstjórinn er Belgíumaður en eigandi skipsins Grikki, en áhöfn- in Belgir og Grikkir. Skip- ið hefur ekkert fiskiskips- Hinn dularfulli togari, Little Ouse, í höfninni í Vestmannaeyjum, eigandinn Grikki og fáninn brezkur númer, eins og tíðkast um brezk skip, og heldur enga kalleinkennisstafi, sem not aðir eru við loftskeytavið- skipti. Blaðamaður Mbl., sem stadd ur var í Vestmannaeyjum, er togarinn kom þangað, brá sér um borð og talaði nokkra stund við skipstjórann og spurði nokkuð um hið sér- kennilega ferðalag hans. ☆ Skipstjórinn heitir F. Vand- erwal og er frá Oostende í Belgíu. Hann er gamall í hett- unni sem skipstjóri. Stundaði veiðar hér við land fyrir u. þ. b. 30 árum þá sem ungur togaraskipstjóri. Þá kynntist hann hér íslenzkum „fiski- lóðsum“ og hélt kunningskap við þá allt fram á styrjaldar- ár, en þá kom hann nokkrum sinnum hingað til lands m. a. á pólsku fiskiskipi, sem hann stjórnaði og veiddi hér á ís- landsmiðum fyrir brezkan markað. Á stríðsárunum stjórnaði hann stórum togara, Lord Winterton og tók m. a. þátt í því ásamt brezkum fiskiskip um að bjarga brezka herliðinu <• • T'nv,ir.eraue. farðalag var sérstaklega sögulegt fyrir Vanderwal skipstjóra því hann notaði tækifærið í leið- inni og sótti fjölskyldu sína ásamt 150 öðrum Belgíumönn- um heim til Oostende. Hann hélt ásamt brezku fiskiskip- unum í skipalest frá Fleet- wood en á leiðinni til frönsku strandarinnar skall á þá svarta þoka. Notaði hann þá tækifærið og laumaðist út úr skipalestinni og heim til Belg- íu og sótti fólk sitt. Síðan héli hann til Frakklands og sótti allmikið af brezkum hermönn um og hélt síðan til Bretlands þar sem hann var þegar í stað settur í fangelsi fyrir tiltækið að yfirgefa skipalestina. Það- an slapp hann þó fljótt gegn loforði um að stunda fiskveið- ar á meðan á stríðinu stæði. Fjölskylda hans var öll í Bret- landi, synir hans tveir gengu í brezka sjóherinn og giftust brezkum stúlkum en fluttust svo að stríðinu loknu heim til Belgíu og þar býr fjöl- skyldan öll nú í dag. Skip hans, Lord Winterton, tóku Bretar af honum og notuðu við hergæzlu og mun það þá hafa borið nafnið Edouard van Vlanderen. Fórst það hér við land, strandaði í óveðri austur í Norðfirði. ir það heiðursviðurkenningu brezku krúnunnar. Það má því segja að hér sé nokkur ævintýramaður á ferð, sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna. Þótt kominn sé á efri ár tók hann boði gríska skipakóngsins Livanos, er hann bað hann að taka við þessu skipi fyrir. sig. Það hafði Livanos nýlega keypt í Frakk- landi og hyggst gera út hing- að til íslands til fiskkaupa eða fiskveiða, ef hitt ekki gengur. Fiskinn á síðan að flytja til Englands og salta hann þar og flytja síðan til Grikklands. ☆ ☆ Vanderwal skipstjóri gat sér frægðarorð í lok stríðsins fyrir björgun manna af sökkv andi olíuskipi og hlaut fyr F. Vanderwal, skipstjóri Er þessi togari, sem er nokk uð gamall gufukláfur með lé- legri vél, kom hingað, lá ekki fyrir neitt leyfi fyrir hann til fiskkaupa. Það fékkst þó skjótt frá ísl. yfirvöldum en síðan liggur ekkert fyrir um að hér sé fiskur til sölu. Út- gerðarmenn telja litlar líkur til þess. En Vanderwal skip- stjóri hefir fengið skeyti frá útgerð sinni um að hefja þá fiskveiðar hér við land, enda hefir hann veiðarfæri með- ferðis í skipi sínu. Sá galli cr aðeins á að vél skipsins er í megnasta ólagi og var stöðugt að bila á leiðinni hingað. Seg- ir skipstjórinn ef ekki tak- ist að koma vélinni í gott lag hér, muni skipshöfn hans ekki samþykkja að hefja veiðar. Vanderwal skipstjóri segist ekki sjá fram á annað en að hann verði að draga sjóræn- ingjafána að hún á skipi sínu svo sérstæður sé útbúnaður sinn allur og ferðalag allt furðukennt: — En ég fiska auðvitað utan við tólf mílna landhelgina ykkar, segir hann hlæjandi. Að síðustu segir skipstjór- inn mér ofurlítið frá viðskipt- um sínum við íslenzku land- helgisgæzluna. Það var í hitt- eðfyrrasumar að hann var að veiðum hér við suðurströnd landsins. Veður var ekki gott, þoka og dimmviðri. Hann vissi af varðskipinu Þór skammt frá sér, en hélt samt inn fyrir 4 mílna línuna í var til þess að lagfæra hjá sér hlera. Hann var þá með lítið fiskiskip. Brátt kom Þór brunandi upp að síðunni og hann varð að fara með skipsskjölin yfir i varðskipið og svara þar tií saka. Viðskipti hans við Eirík skipherra Kristófersson voru hin beztu og féllst skipherr- ann á að athæfi hans hefði ekki verið saknæmt. Skildu þeir síðan með virktum. Dag- inn eftir var Vanderwal skip- ‘stjóri kominn með skip sitt átta mílur frá landi og þá kom Þór brunandi til hans á ný. Kom honum þá í hug hver ó- sköpin hann hefði nú gert af sér. En erindi Þórs var þá að skila honum skipsskjölunum, sem hann hafði í taugaæs- ingnum gleymt um borð í varðskipinu. — Ég bið kærlega að heilsa skipherranum ykkar. Hann er fínasti karl, sagði þessi belg- íski skipstjóri er hann kvaddi brosandi. vig. Nýtt frumvarp fyrir stúdentaráð Á LAUGARDAGINN var hald- inn almennur fundur háskóla- stúdenta, — annar í röðinni, þar sem tekið var til afgreiðslu frum- varp að nýjum lögum fyrir stúdentaráð. Var fundurinn mjög fjölmenn- ur. Margir tóku- til máls og voru snarpar deilur milli háskólaborg- aranna um hið nýja frumvarp. Frummælendur voru þeir Bjarni Beinteinsson stud. jur. og talaði af hálfu andstæðinga frumvarps- ins og Björn Friðfinnsson stud. jur., er talaði fyrir frumvarpinu. Að lokum var það borið upp undir atkvæði fundarmanna. Hef ur efni þess verið rakið hér í blaðinu. Úrslitin urðu þau að frumvarpið var samþykkt með allmiklum atkvæðamun. Hin nýju lög fyrir stúdentaráð koma til framkvæmda á næsta háskóla- ári. „Fi ækorn64, ný KOMIÐ er út annað hefti af ljóðabók Bjarna M. Brekkmanns, „Frækorni". Bókin er prentuð sem handrit í 500 tölusettum ein- tökum. Sr. Jón M. Guðjónsson skrifar formála að bókinni. Þar segir m. a.: „Bjarni á sér mörg hugðarefni, en fer ekki alltaf sömu götur og aðrir. Hann ann sögu þjóðar sinnar, en fróður á minningar og kann góð skil á ætt um og atburðum í heimabyggð sinni. Vinir Bjarna óska honum alls hins bezta við ljóðagerð og í öðru“. STAKSTI1NAB Enn grá a þeir V-stjófrnina f ræðu sinni á 13. flokksþingi kommúnistaflokksins minntist Einar Olgeirsson nokkuð á fail vinstri stjórnarinnar og harm- aði það, eins og að líkum lætur ákaflega. Komst hann að orði um þetta á þessa leið samkvæmt Þjóðviljanum sl. sunnudag: '„Vinstri stjórnin féll vegna ó- bilgirni foringja Framsóknar- flokksins. Það er nú flestum Ijóst, einnig fjölda Framsóknarmanna, sagði Einar. Eftir því, sem síðast hefur gerzt í íslenzkum stjórn- málum, árás núverandi ríkis- stjórnar á lífskjör alþýðunnar til sjávar og sveitar, er viðkvæðið hjá mörgum Framsóknarmönn- um svipað og hjá eyfirzka bónd- anum sem sagði: „Það hefði verið nær að láta kommana iáða í des- ember 1958“. Reyna að bæta fyrir brot sitt Já, það hefði verið nær að láta kommana ráða, segja vesalings Framsóknarmennirnir. Þeir harma margir hverjir vinstri stjórnina líka með kommúnist- unum. En mikið fleiri gera það nú ekki. En Framsóknarnienn virðast hafa fullan hug á að bæta fyrir hinn skyndilega skilu- að við kommúnista haustið 1958. Þessvegna hafa þeir hafið nána samvinnu við þá innan verka- lýðshreyfingarinnar og jafnvel tekið harðsoðnustu kommúnista eins og Björn Bjarnason í Iðju upp á arma sína. Keppast við að „sjóða saman"! Þau uramæli formanns komm- únistaflokksins á flokksþingi hans, að „sjóða“ þurfi Sósíalista- flokkinn saman, hafa vakið mikla athygii. Af þeim þykir það ljóst, sem að vísiu var vitað áður, að mikill klofningur og óeining rík- ir innan flokksins. Kom þetta m.a. fram í kosningunum á sl. ári, þegar flokkurinn stórtapaði fylgi. Margir af leiðtogum komm úistaflokksins kenna þetta fyrst og fremst samvinnu hans við Framsóknarflokkinn. Benda þeir á það, að verkalýðsflokkur geti aldrei átt samvinnu við Fram- sókn gömlu án þess að bíða við það stórkostlegt tjón, bæði á sálu sinni og trausti meðal fólksins. Framsókn vill hækka fjárlögin Jafnhliða því að Tíminn deilir harðlega á fjármálaráðherra og ríkisstjórnina fyrir hækkun fjár- laganna, flytja þingmenn Fram- sóknarflokksins tillögur um að hækka fjárlögin um 100 millj. kr. Reyna Tímamenn að verja þetta í sunnudagshugleiðingum sinum sl .sunnudag. En þeir komast ekki fram hjá þeirri staðreynd, að þeirra eigin menn hafa flutt breytingartillögur til hækkunar á f járlögunum, sem nema nær 100 millj. kr. Hvernig geta þeir svo ætlazt til þess að gagnrýni þeirra á hækkun fjárlaganna sé tekin alvarlega? En hver er það annars, sem haft hefur mest áhrif á fjármál íslenzka ríkisins undanfarna 3—3 áratugi? Er það ekki einn af að alleiðtogum Framsóknarflokks- ins? Vissulega. Hækkun fjárlag- anna hefur ekki gerzt síðan að vinstri stjórnin féll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.