Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 22. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 15 Hin nýja vefnað arvöruverzlun „Daníel66 — ný vefnadarvöru verzlun SL. LAUGARDAG tók til starfa ný vefnaðarvöruverzlun í Mið- bænum, sem hefur hlotið nafnið „Daníel“. Verzlunin er til húsa í Veltusundi 3, þar sem áður var úrsmíðavinnustofa Magnúsar Benjamínssonar & Co. og hluti af þeirri verzlun, en hún hefur verið í þessu sama húsi frá árinu 1887. Eigandi hinna nýju verzlunar er Daníel Gíslason, sem stundað hefur verzlunarstörf hér í bse undanfarin 36 ár. Starfsferil sinn hóf hann sem sendill hjá „Geysi“ árið 1924, og vann þar síðan óslit- ið fram til ársins 1953, aðallega við afgreiðslustörf. Um þriggja ára skeið var hann í Bandaríkj- unum í síðari heimsstyrjöldinni á vegum fyrirtækisins og annað- ist þá innkaup á vefnaðarvöru. Síðustu sjö árin hefur Daníel starfað við vefnaðarvörudeild Ó. Johnson & Kaaber, en hætti þar um síðustu áramót. Hyggst hann hafa á boðstólum allan almennan herra- og drengja fatnað, bæði innlendan og erlend- an. Hann mun leggja áherzlu á vöruvöndun og ætlar að gera sér far um að hafa ætíð fyrirliggjandi þannig vörur, að unnt verði að brúa aldursbilið frá 12 ára til full orðinsaldurs. Helgi Hallgrímsson arkitekt hef ur teiknað allar innréttingar og haft yfirumsjón með smíði og framkvæmdum öllum. Stjórn Félags íslenzkra rafvirkja sjálfkjörinn AÐALFUNDUR Félags íálenzkra rafvirkja var haldinn í Félags- heimili R/M að Freyjugötu 27, sunnudaginn 20. þ.m. A fundinum var lýst stjórnar- kjöri, sem fram átti að fara að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu, en þar sem aðeins einn listi kom fram, varð stjórn fé- lagsins og aðrir trúnaðarmenn sjálfkjörnir. Stjórn félagsins og aðrar trún- aðarstöður eru nú skipaðar sem hér segir: Félagsstjórn: Formaður, Ösk- ar Hallgrímsson; Varaformaður, Auðunn Bergsveinsson; Ritari, Sveinn V. Lýðsson; Gjaldkeri, Magnús K. Geirsson; Aðst.gjaldk., Kristinn K. Ölafsson. Varastjórn, Sigurður Sigurjónsson, Pétur J. Árnason. Trúnaðarmannaráð: Kristján J. Bjarnason; Marteinn P. Kristins- son, Ásgeir Sigurðsson, Jóhann E Sigurðsson. Varamenn: Jón Á. Hjörleifsson; Guðjón Jónsson; Kristinn Einarsson; Tryggvi Ara- son.' Stjórn Styrktarsjóðs: Formað- ur, Óskar Hallgrímsson; Gjald- keri, Öskar Guðmundsson; Rit- ari, Einar Einarsson. Til vara: Guðmundur Björgvinsson, Sig- urður Karlsson. Stjórn Fasteignasjóðs og Hús- félags: Kristján Benediktsson; Þorsteinn Sveinsson; Magnús K. Geirsson. Endurskoðendur: Þorsteinn Sveinsson, Ragnar Stefánsson. Til vara: Matthías Matthíasson. Skemmtinefnd: Guðjón Jóns- son; Lárus Sigurðsson; Jóhann Sigurðsson. 1 upphafi aðalfundar minntist formaður tveggja félagsmanna er létust á s.l. ári, Jóns Grímssonar og Magnúsar Jónssonar. A aðalfundinum flutti formað- ur félagsins, Óskar Hallgrímsson, skýrslu um starfsemi félagsins, sem var fjölþætt. Gjaldkeri, Magnús K. Geirsson, skýrði reikn inga félagsins og gerði grein fyr- ir reikningum þess, svo og reikn- ingum Félagsheimilisins, sem félagið á, ásamt Múrarafélagi Reykjavíkur. Fjárhagur félagsins er góður. Skuldlaus eign nam um s.l. áramót kr. 1.439.355.15 og varð eignaaukning á árinu kr. 215.525.10. Félagsmenn voru um s.l. ára- mót 362, og skiptust eftir búsetu þannig: í Reykjavík, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi................ 276 Utan þessara staða.......... 86 Samtals 362 Við nám eru nú á öllu landinu í rafmagnsiðn 139 nemendur, en 38 luku sveinsprófi á s.l. ári. Þessi mynd er af nýstár- legum þægindum, sem kom- ið hefur verið upp í fjöl- býlishúsi í bænum. Þetta er röð póstkassa í anddyri hússins Eskihlíð 10. Það vill oft brenna við, að póst- ur og dagblöð fari á flæk- ing í fjölbýlisliúsum þar sem engar sérstakar hirzl- ur eru fyrir póstsendingar, en þær skildar eftir í and- U dyrinu. Blikksmiðja Magn- Q úsar Thorvaldssonar að A Langagerði 26 hefur smíð- í að þessa póstkassa. Fyrir x hverja íbúð er einn læstur 0 kassi, en á Ioki hans eru u nöfn allra fjölskyldumeð- Q lima. Þetta fyrirkomulag er A ekki einungis þægilegt fyrir 1 íbúa hússins heldur og fyrir V bréfbera og blaðadrengi. v Sérstök félagsdeild starfar á Akureyri og er formaður hennar Jóhann Sigurðsson. Vorveiði bönnuð í ám eystra AÐALFUNDUR Veiðifélags Rang æinga var haldinn á Hellu s.l. laugardag. Vatnasvæði félagsins er Hólsá, Ytri-Rangá að Arbæjar fossi, Þverá og Eystri-Rangá. A íundinum var lögð fram ný sam- þykkt fyrir félagið og mun það framvegis starfa í fjórum deild- um. Aðalfundurinn gerði sam- þykkt um að banna veiði á vatna svæðinu í apríl og maímánuði ár hvert. Ennfremur var samþykkt tiliaga þar sem fundurinn fagnar framkominni tillögu á Alþingi til þingsályktunar um að ríkið reisi klak- og eldisstöð fyrir lax og silung, og telur fundurinn að hér sé á ferðinni mikil- vægt hagsmunamál fyrir veiði- bændur í landinu og skorar á Alþingi að samþykkja tillög- una. Formaður Veiðifélags Rang- æinga er Ágúst Guðmundsson bóndi, Stóra-Hofi. DC-8 í áætlunar- flug til íslands ÁKVEÐIÐ er að Pan American setji DC-þotur á flugleiðina New York — Keflavík — Osló — Stokk- hólmur. Einar Farestveit, um- Fundu gúmmí- björgunuibút NESKAUPSTAÐ, 21. marz: — Skipverjar á vélskipinu Stefán Ben hafa fundið gúmmíbjörgun- arbát á reki og var hann í um- búðum og hafði ekki verið opn- aður. Stefán Ben kom hingað á sunnudaginn úr róðri með um 20 tonn. Báturinn hafði verið um 4 sjóm. suður af Hrolllaugseyj- um, er skipverjar fundu gúmmí- bátinn á reki. Svo þungur var hann að nota varð togvinduna til að innbyrða hann. Hér var björgunarbáturinn opnaður á sunnudaginn að við- stöddum eftirlitsmanni með gúmmíbátum hér eystra, Jóni Péturssyni og lögreglunni. Er hér um að ræða 10 manna gúmmí- björgunarbát. Enga áletrun var að finna, er bar nafn skips þess er báturinn er frá. Verksmiðjuheit- ið er Ellíot og númerið 5/3519. 1 bátnum fannst m.a. sjóblaut biblía sem ber áritun frá Gideon félagsskapnum í Bretlandj og dag setninguna 5/5 ’58. Drykkarvatns dósir báru aðra dagsetningu 29/7 ’59. Ekki taldi Jón Pétursson bát inn hæfan til notkunar nema að undangenginni viðgerð. Geta má þess að neyðarblys var í lagi, í sínum vatnsþéttu umbúðum, og var því skotið í loft upp og bar það mjög skarpa birtu. Skrifstofa L.Í.Ú., sem hefur um boð fyrir Elliot-gúmmíbáta, taldi þennan bát ekki vera af íslenzku skipi. boðsmaður féla sins hér, tjáði blaðinu í gær, að hins vegar væri óákveðið hvenær fysrta þotuferðin yrði á þess- ari flugleið, því afhending DC-8 þotanna hefði dregizt. Ekki til Helsinki Þær hefðu ekki reynzt jafn langfleygar og upphaflega var ráðgert og sagði Einar, að unnið væri að því að reyna að bæta úr þessu og koma fyrir í þot- unum fleiri eldsneytisgeymum. Samt sagðist hann fastlega bú- ast við að þoturnar hæfu ís- landsferðir á þessu ári. Pan American hefur DC-7C flugvélar í hinum vikulegu ferð- um milli New York og Norður- landa með viðkomu á íslandi. Endastöðin í Evrópu er nú Hels- inki, en DC-8 mun hins vegar aðeins fara til Stokkhólms, þar eð flugvöllurinn í Helsinki er ekki nógu stór fyrir þotuna. Þá sagði Einar að vegna far- gjaldalækkunarinnar, sem IATA hefði ákveðið, mundu fargjöld á leiðinni Keflavík — New York sennilega lækka í sumar. Hann I sagði, að óljóst væri hvernig þetta yrði í smáatriðum, en taldi mjög ósennilegt að lækkun yrði á leiðinni Keflavík — Norður- lönd. Fargjald Pan American milli íslands og New York er kr. 7,521,00, en kr. 13,541,00 fram og til baka á sparifarrými. A fyrsta farrými er fargjaldið nær helmingi hærra. Loftleiða- fargjald Reykjavík — New York er kr. 6,096,00 aðra leiðina, en kr. 9,373,00 báðar leiðir að vetr-. inum og kr. 10,973,00 báðar leið- ir að sumrinu. Vélar Pan Americ an eru að jafnaði 4—5 tímum skemur á leiðinni milli íslands og New York. Einar Farestveit sagðist í gær ekki hafa fengið upplýsingar um það frá félaginu, hve mikil I lækkun yrði á Ameríkuleiðinni. Konungur listflugmanna heíur valið ROAMER úrið heimskunna, það vatns- þéttra úra, sem mest er selt af í heiminum. „í listflugi", segir majór Liardon, frá Sviss „ér hárnákvæm tímataka bráðnauðsynleg". Höggþétt og hristingsþétt 100% þrýstingsprófað. Hugvits- samlegur kassi vernduður með f jórum einkaleyfum, 17 steinar. Til sölu hjá fremstu úraverzlunum um heim allan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.