Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 22. marz 1960 MORCUNBLAÐIÐ 23 Hörð átök í Suður-Afríku A.m.k. 56 létust í óeirðum i gær Johannesarborg, 21. marz. M IK IL átök urðu með blökkumönnum í Sharpeville hér í grenndinni í dag, og eftir því sem næst verður komizt munu a. m. k. 56 manns hafa beðið bana í átök- unum og 162 særzt. — Tilefni Hægri-merm sigr- uðu á Ceylon - Senanayake myndar minnihlutastjórn COLOMBO, Ceylon, 21. marz. — (Reuter) — Hægri-flokkamir unnu sigur í þingkosningunum á Ceylon, eins og raunar var búizt við, en eftirtektarvert er, hve lítið fylgi vinstri-flokkarnir, sem flestir stefna að þjóðnýtingu, hiutu. — Landstjórinn fól í morg- un Dudley Senanayake, leiðtoga Sameinaða þjóðemisflokksins að mynda stjóm — og í kvöld vann hann eið sinn sem forsætisráð- herra. ★ Senanayake kaus að mynda minnihlutastjórn flokks síns, fremur en að semja við aðra flokka um stjórnarmyndun. — Flokkur hans kom sterkastur út úr kosningunum, hlaut 50 þing- sæti af 151. Næstflest atkvæði fékk Frelsisflokkurinn, flokkur Bandaranaike, sem myrtur var í sept. sl. Hlaut hann 4-6 þing- menn kosna. Er það hægri-flokk- ur eins og hinn fyrrnefndi. Þriðji stærsti flokkur þingsins verður Tamil-sambandsflokkurinn, með 15 þingsæti. ★ Dahanayake, fyrrverandi for- sætisráðherra sem sagði sig úr Frelsisflokknum og myndaði nýj an flokk, Demókrataflokkinn, beið ósigur. Féll hann í kjördæmi sínu, og flokkur hans fékk að eins 4 þingsæti. — Vinstri flokk- arnir þrír fengu slæma útreið. Sæluvikan byrjuð á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 21. marz. — Sæluvika Skagfirðinga hófst 20. marz. Leikfélag Sauðárkróks hafði þá frumsýningu á sjón- leiknum „Músagildran" eftir Ag- öthu Christie. Leikstjóri er Ey- þór Stefánsson. Leiknum var mjög vel tekið og leikendur og leikstjóri klappaðir fram í leik- lok, enda var sjónleikur þessi mjög spennandi frá byrjun til enda og meðferð leikenda hin prýðilegasta. Enda þótt nokkrir leikendanna séu lítt vanir á leik- sviði, gætti þess furðu lítið, en spáir góðu um framtíðina. Sumarblíða er hér í dag og vegir greiðfærir um megin hluta sýslunnar og er búizt við geysi- fjölda fólks um og eftir miðja vikuna, einnig frá fjarlægum hér uðum. ■—jón. Sjan" Kai Sjek endurkjöriim TAIPEl, Formósu, 21. marz. (Reuter). — Sjang Kai Sjek, hinn 73 ára gamli leiðtogi kín- verskra þjóðernissinna, var í dag kjörinn forseti til næstu sex ára — og er það þriðja kjör- tímabil hans í röð. — Enginn bauð sig fram á móti honum, og hlaut hann atkvæði 1.481 kjör- manns af 1. 509. Gera varð breytingu á stjóm- arskránni, til þess að Sjang yrði löglega kosinn Kommúnistar fengu aðeins 3 þing sæti, Trotsky-istar 10 og hinn þriðji (nefndur Mahajana Ek- sath Peramuna) einnig 10. Óháð- ir og aðrir fengu 13 þingsæti. ★ Búist er við, að Senanayake eigi kost á stuðningi einhverra hinna smærri flokka, en einn hefur flokkur hans aðeins tæpan þriðjung þingsæta. — Hinn nýi forsætisráðherra er 58 ára að aldri, sonur fyrsta forsætisráð- herra á Ceylon eftir að eyjan hlaut sjálfstæði. Hann var for- sætisráðherra stuttan tíma eftir að faðir hans lézt, árið 1952. Stjórnmálafréttaritarar búast við órólegum tíma í stjórnmál- um Ceylons næstu mánuðina, og margir gera ráð fyrir nýjum kosningum innan skamms. uppþotsins var krafa stjórn- arinnar um, að blökkumenn í Suður-Afríku beri sérstök, persónuleg vegabréf. Höfðu samtök blökkumanna boðað baráttu gegn þessum fyrir- mælurn — og upphaf hennar hefir orðið æði blóðugt. — ★ — Síðdegis í dag var torgið í Sharpeville eins og orrustuvöll- ur yfir að líta. — Fjölmenntu blökkumenn til lögreglustöðvar- innar til þess að mótmæla fyrr- greindum fyrirmælum stjórnar- innar. — Lögregla og herlið kom á vettvang í brynvörðom bif- reiðum — og orrustuþotur voru látnar fljúga lágt yfir til þess að reyna að dreifa upphlaups- mönnum. Allt kom fyrir ekki — og dró til hinna hörðustu átaka. Upphlaupsmenn vörpuðu grjóti að lögreglumönnum, sem brátt hófu skothríð á mannfjöldann. — ★ — Víða annars staðar í landinu kom til nokkurra átaka út af fyrrnefndri vegabréfalöggjöf, þótt hvergi yrðu óeirðir slíkar sem í Sharpeville. Ford Jeppi '42 til sölu. Upplýsingar að Freyjugötu 10 A, sími 23971. í>akka hjartanlega alla þá vinsemd, sem mér hefur verið sýnd á sjötíu og fimm ára afmæli mínu með gjöf- um, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Þórðardóttir, Vífisstöðum. ÖUum þeim, sem heiðruðu mig og sýndu mér vináttu með skeytum, gjöfum og heimsóknum á áttatíu ára aí- mæli mínu, vil é& færa mínar innilegustu þakkir. Bið ég góðan Guð að launa ykkur þetta með þvi bezta, sem ég þekki, en það er vinátta og kærleikur góðra manna. Metta Kristjánsdóttir, Ólafsvík Þakka hjartanlega öllum þeim, er á áttræðis afmæli mínu þ. 14. marz sl. auðsýndu mér vináttu og tryggð með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum. Guðrún Jónsdóttir, Ártúnum Hjartans þakkir vil ég flytja ykkur öllum vinum mín- um, bæði nær og fjær, sem glöddu mig og heiðruðu með heimsóknum, gjöfum, blómum og símskeytum á níutíu ára afmæli mínu hinn 13. marz 1960. Guð launi ykkur og blessi. Jóhanna Valentínusdóttir, Bifröst Ólafsvík Hjartanlega þakka ég alla vinsemd mér sýnda á 85 ára afmæli mínu 14. marz sl. Valdís Jónsdóttir, Grettisgötu 55C. Hjartans þakkir sendi ég öhum þeim, fjær og nær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextugs afmæli mínu, hinn 11. marz sl. Guðmundur Jóhannsson, Skárastöðum. Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR SIGUROSSONAR Grjótagötu 12. Fyrir hönd aðstandenda. Ólafur Jónsson. Móðir mín, SÖI.VEIG BERGSVEINSDÓTTIR Framnesvegi 33 andaðist á Elliheimilinu Grund, aðfaranótt 21. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda: Asta Þórarinsdóttir Móðir og tengdamóðir okkar, SESSELJA EIRlKSDÓTTIR Suðurgötu 9, Hafnarfirði andaðist að hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, 21. marz. Börn og tengdaböm SIGRfÐUR PÉTURSDÓTTIR frá Hrólfsskéda lézt á Elliheimilinu Grund þ. 20. þ.m. Aðstandendur Hjartkæri eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, SIGURJÓN SIGURÐSSON Hamarsbraut 10, Hafnarfirði lézt af slysförum, 17. þ.m. Kristbjörg Guðmundsdóttir, ! Hreiðar Sigurjónsson, Sigurður Sigurjónsson, foreldrar og systkini. Faðir minn BJARNI JÓNSSON frá Staffelli, andaðist 13. þ.m. að Elli-.og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 1,30. Guðmundur Bjamason, Sigurrós Rósinkransdóttir Sigurbjörg Árnadóttir. Móðir okkar MARlA SÆMUNDSDÓTTIR frá Hvítárvöllum verður jarðsungin frá Hvanneyrarkirkju, fimmtudaginn 24. marz kl. 2 e.h. — Ferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 8 árdegis. Börnin Innilega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar, KRISTfNAR BJÖRNSDÓTTUR Efstasundi 53 er andaðist í Vífilsstaðahæli 5. marz. — Ennfremur þökk- um við af hrærðum huga öllum þeim, er veittu henni ' hjúkrun og aðstoð í veikindum hennar á undanförnum árum og þá sérstaklega læknum og starfsfólki á Vífils- stöðum. Þórður Guðnason, Kolbrún Eiríksdóttir, Hörður V. Sigurðsson. Innilega þökkum við samúð og vinarhug við andlát og jarðarför REGfNU JÓNSDÓTTUR Fyrir hönd aðstandenda. Jóna Ólafsdóttir Þakkir öllum, sem heiðruðu minningu, Frk. RAGNHILDAR JAKOBSDÓTTUR frá Ögri Jón Auðuns Hjartanlegar þakkir færum við þeim fjölmörgu nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna hins sviplega fráfalls, sonar míns og bróður, LÁRUSAR GUÐMUNDSSONAR Blessi ykkur og styrki Guðs alvalda hönd. Sigríður Bogadóttir, Bogi Guðmundsson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR EINARSSONAR Vélsmiðs. Sérstaklega þölckum við Oddi Sigurðssyni fyrir góða aðstoð. Guðrún Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnaböm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.