Morgunblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 10
10 M O n r rr \ n r á m r> Sunnudagur 1. maí 1360 1. maí - hátíðisdagur verkalýðsins EinræðisEegar starfsaðferðir kommúnista í verkalýðsfélögum HLidruðu sameiginleg hálíða- Köld samtakanna í dag 1. maí-hátíð í Moskvu. Vopnii tala. I ÁRATUGI hefir verkalýður margra landa haldið 1. mai há- tiðlegan. Þann dag hafa laun- þegar minnt þjóðirnar á þýðingu starfa sinna, borið fram óskir sínar og kröfur fyrir betri kjör- um og auknu öryggi og um leið minnt á mátt samtakanna. Augljóst er, að samtök verka- lýðsins eru nauðsynleg og hafa á liðnum árum unnið þarft og þýð- ingarmikið verk til að rétta hlut þeirra, sem verst eru settir í þjóð félögunum, enda hafa iýðræðis- þjóðirnar skilið þetta nauðsyn- lega hlutverk frjálsra verkalýðs- samtaka og gert sitt til þess að styðja starfsemi samtakanna með því, að vernda þau með lögum og skapa þeim margs kyns réttindi. En þessi miklu réttindi sem verkalýðssamtökunum hafa ver- ið sköpuð, gera það að verkum, að mikil ábyrgð er á þau lögð, að þau hagi jafnan starfi sínu á þann hátt fyrst og fremst, að það horfi tíl heilla fyrir verkalýðinn sjálfan. Því miður hefur það allt of oft komið fyrir, að þessi þýðingarmiklu og nauðsynlegu samtök hafa verið misnotuð af pólitískum ævintýramönnum, sem hafa í engu látið sig skipta hagsmuni samtakanna, heldur notað þau, til þess eins að skapa sér og vissum stjórnmálaflokkum pólitisk völd. KOMMÚNISTAR OG VERKALÝÐSMÁL Sérstaklega hafa kommúnistar lagt á það mikla áherzlu, að ná aðstöðu í verkalýðssamtökunum. Hefur flokksstarf þeirra fyrst og fremst beinst að því að skapa flokknum völd í hinum einstöku félögum , í öllum löndum hins frjálsa heims, leggja kommúnistar sér- staka rækt við þessa starfsemi. Með skefjalausum áróðn og skipulagðri leynistarfsemi hefur þeim tekizt að ná völdum í ýms- um þýðingarmiklum samtökum launþega. Þegar því marki hefur verið náð, hafa kjaramálin gleymst eða orðið að þoka fyrir hagsmunum hins alþjóðlega kommúnisma. Pólitísk verkföll hafa verið skipulögð. Reynt hefur verið á allan hátt að æsa til sundrungar og óvildar milli launþega og vinnuveitenda og ala á tortryggni og fjandskap gegn ríkisvaldinu. Þannig hefur starfsemi kommún ista verið hjá lýðræðisþjóðunum. En hvernig fara svo kommún- istar að ráði sínu gagnvart verka lýðnum í þeim ríkjum er þeir stjórna? Hver eru réttindi verka- lýðsins þar? Hvernig er með verkfallsréttinn, samningsréttinn og félagafrelsið? Allt er þetta af numið og það einmitt af skoðana- bræðrum þeirra manna, sem hæst hrópa á torgum og gatnamótum um fjandskap lýðræðisþjóðanna við verkalýðinn. UNDIR RÁÐSTJÓRN I ríkjum kommúnismans eru það stjórnarvöldin, sem ákveða ein hvar hver fær vinnu og hvað verðlag er hátt. Þau þurfa ekkert tillit að taka til neinna hagsmuna samtaka vegna þess, að þau eru ekki til. Ef einhver mótmælir, er hann einfaldlega fjarlægður og gerður óskaðlegur. Þetta er aðferð einræðisins, hvort sem í hlut hafa átt komm únistar eða nazistir. 1 augum þessara einræðisherra er verka- lýðurinn aðeins tæki sem nota skal til að skapa sér völd og áhrif. 1 þessu felst reginmunurinn á lýðræði og einræði. Lýðræðið er byggt upp á trúnni á manninn, sem sjálfstæðan einstakling, sem á að hafa leyfi til að láta skoð- anir sínar í ljós og berjast fyrir framgangi þeirra, ekki með hnefa rétti og ofbeldi, heldur á lýðræð- islegan hátt í frjálsum umræðum, hvort sem er í ræðu eða riti. Ein- ræðið þolir ekki gagnrýni né frjálsa hugsun og byggir á vald- inu einu. LÝÐRÆÐI OG EINRÆÐI Þessi mismunur kemur ef til vill bezt fram 1. maí ár hvert. í öllum frjásum löndum fær verkalýðurinn að halda hátíða- höld sín óhindrað. En þar sem einræðið ríkir, eru það ekki verkamenn sem fara um torgin, heldur hverskyns vígvélar og her menn gráir fyrir járnum. Þegar þetta er athugað er bein- línis furðulegt, að nokkur laun- þegi skuli finnast meðal lýðræðis þjóðanna, sem getur hugsað sér að fylkja liði undir merkjum kommúnista, því að um leið og hann gerir það, er hann i raun og sannleika að kalla yfir sig ófrelsi og kúgun. Hann er að biðja um það, að þau réttinli og frelsi sem verkalýðurinn hefur áunnið sér með alda langri og harðri baráttu verði aftur at hon um tekin. , Kommúnistar hér á landi hafa í engu verið eftirbátar skoðanna- bræðra sinna í öðrum löndum í starfsaðferðum sínum í verkalýðs samtökunum. Þeir hafa notað þau verkalýðsfélög, sem þeir hafa náð völdum í, sem flokks- félög kommúnista. Trúir hús- bændum sínum í Moskvu hafa þeir krafist friðar og afvopnun- ar á sama tíma og kommúnistar hafa verið að leggja undir sig bvert landið af öðru með vopna- valdi. Þeir hafa krafizt frelsis á sama tíma og hert hefur verið á kúguninni í ríkjum kommúnis- mans. Allt þetta hjal verður ekki tekið alvarlega fyrr en kommún istar sýna vilja sinn í verki, þar sem þeir geta framkvæmt hann. Ég geri ráð fyrir, að kommún- istar þættust illa sviknir, ef stjórnarvöld lýðræðisþjóðanna ákvæðu einn daginn, að banna alla frjálsa starfsemi verkalýðs- félaganna, afnema verkfallsrétt- in og settu þá menn í nauðungar vinnu, sem hreyfðu mótmælum. Þetta finnst öllum lýðræðis- sinnum óhugsandi, en þetta er einmitt það sem gerst hefur í ríkjum kommúnista og mest er lofað af hinum svonefndu „verka lýðsleiðtogum" þeirra á meðal lýðræðisþj óðanna. ENGIN SAMLEIÐ MEÐ KOMMÚNISTUM Það hefur margsinnis komið í ljós, að lýðræðissinnar eiga enga samleið með kommúnistum í fé- lagsmálum. Þar sem kommúnist- ar hafa áhrif er 1. maí gerður að nokkurskonar hersýningardegi eins og á rauða torginu í Moskvu. Allar kröfur dagsins eru fyrst og fremst pólitískar og þjóna ákveðn um tilgangi frá sjónarmiði flokksins, þó annað sé stundum látið fljóta með í blekkingar- skyni. , Þetta hefur margsinnis skeð og endurtekið sig á áþreyfanlegan hátt nú í ár. Það var fullkomin ásetningur lýðræðissinna að reyna að sameina verkalýðssam- tökin í höfuðstaðnum um hátíða- höld dagsins, en til þess voru kommúnistar ófáanlegir. Þeir settu fram svo óbilgjarnar póli- tískar kröfur, að engin leið var að þeim að ganga. Þeir notuðu meirihluta sinn í 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna til að knýja þessar kröfur fram, þrátt fyrir það, að þeir vissu að það þýddi ENN á ný er kominn 1. maí hátíð isdagur verkalýðsins. Ennþá einu sinni er ágreining- ur í undirbúningsnefnd hátíða- haldanna. Óbilgirni og þessi for- herta fyrirlitning á skoðunum annarra sem kommúnistum er í blóð borin hefur enn einu sinni klofið fylkingu verkalýðsins. Guðjón Sigurðsson Þessi klofningur er sérstaklega átakanlegur fyrir samtök verka- lýðsins í dag, þegar verkalýðsfé- lögin standa mjög illa að vígi gagnvart öðrum stéttum þjóðfé- lagsins gagnvart ástsælm er- lendra þjóða gagnvart aðgerðum rikisvaldsins. Alls staðar þar sem á hefur reynt, hafa kommúnistar brugð- izt fólkinu: þeir hafa alltaf tekið afstöðu, sem miðast við hagsm«ni hins alþjóðlega kommúnisma, trú ir því markmiði sínu að brjót'a niður þjóðfél. frjálsra Islendinga með því að grafa undan íslend- ingseðlinu og skapa nýja stétt þræla, sem lúta boði og banni frá Moskva. Að verkalýðsfélögin standa höllum fæti í dag gagnvart öðr- um stéttum þjóðfélagsins má að mestu skrifa á reikning komm- ista. Þeir hafa t. d innan verkalýðsfélaganna drepið stór hagsmunamái fólksins eins og lífeyrissjóð, sem búið var að semja um við vinnuveitendur. klofning um hátíðahöld dagsins. Þess vegna eru „hátíðahöld" í dag fyrirtæki þeirra kommúnista, sem sett hafa hagsmuni flokksins ofar hagsmunum launþega og frekar kosið að sundra samtökun um heldur en að sameina þau. Þessi framkoma kommunista sýnir að allt samstarf við þá, er með öllu óhugsandi og að verkalýðssamtökin verða aldrei sameinuð í starfi fyrr en að áhrif kommúnista verða þurrkuð út í verkalýðsfélögunum. G. Kommúnistar hafa af yfirlögðu ráði látið bændastéttina vaða uppi í þjóðfélaginu og draga til sín með frekju mun meiri skerf úr þjóðarbúinu en henni ber. En kommum finnst þetta ágætt Allt slíkt misrétti er vatn á þeirra myllu. Þeir auka misrétti milli stétta þjóðfélagsins með stétta- baráttuni, skapa meiri glundroða og þegar hann er orðinn nógu mikill þá smeygja þeir þræla- fjötrum.á þjóðina. Gagnvart ásælni erlendra þjóða hvort sem er á landi eða sjó liggja þeir hundflatir og miða ailt við hagsmuni húsbænda sinna. Aður en vinstri stjórnin tók við völdum vantaði ekki kokhreyst- ina. Herinn burt, strax, sbr. sam þykkina frá 28. marz Þegar þeir komust í vinstri stjórna þá var þetta ekki nefnt. Það var eins og tusku væri troðið í báða þeirra ráðherra. Má vera að svo hafi verð. En út yfir tekur þegar þeir reka rýtinginn í bakið á ís- lenzku þjóðinni í landhelgis- málinu. Máttum við ekki búast við þessu? Er ekki rýtingurinn í gegnum Island, skjaldarmerki Þjóðviljans? Hvað gera íslending ar við landráðamenn? Er ekki tími til kominn að þjóðin felli dóm sinn yfir þessum erlendu leiguverkfærum? Öllum þessum spurningum getur hver sannur Is lendingur svarað fyrir sig. En það er staðreynd að eftir því sem kommúnistar hamast meir gegn hagsmunum íslenzku þjóð- arinnar, því betur gengur þeim að byggja hús og kaupa hús yfir þessa líka þokkalegu starfsemi sína! eins og allir Reykvíkingar geta séð. Gagnvart ríkisvaldinu hafa kommúnistar tekið afstöðu með eða móti eftir því hvort þeir eru í stjórn sjálfir eða ekki án tillits til hagsmuna verkalýðsins. I vinstri stjórninni lögðu þeir meiri álögur á verkalýðinn en dæmi eru til í Islandssögunni bæði fyrr og síðar og Þjóðviljinn var þá alveg klumsa. Allt var gott og indælt sem þeir gerðu, þegar núverandi ríkisstjórn reyn ir að leiðrétta álit íslenzku krón unnar og forða frá efnahagslegu hruni, þá spóla kommar svo gjör- samlega og hafa aldrei heyrt slíkt nefnt áður. Núna vilja þeir að opinberir starfsmenn fái verk fallsrétt. En meðan kommar voru í stjórn máttu þessir hannibalar eklci nefna þetta. Allt eru þetta staðreyndir sem ekki verða hraktar og það er ósk mín til íslenzks verkalýðs á þess um degi að fólkið megi bera gæfu til að sjá í gegnum starfsemi kommúnista og reka þá af hönd- um sér og taka síðan ein- huga saman höndum og vinna af alefli að hinum fjölmörgu hags- j munum og áhugamálum verka- j lýðsins. Guðjón Sigurösson. Halldór Þ. Briem: Stjornarandstæðingar treysta á þekkingarskort KOMMÚNISTAR sjá ofsjónum yfir lækkun tekjuskatts og af- námi hans í sumum tilfellum. Ktmur lækkunin þó launþegum sérstaklega til góða ,þar sem þeir vinna hjá öðrum og allt er gefið upp. Lækkun tekjuskatts færir mönnum, sem annars hefðu ekki verið að leggja að sér og fengið refsingu fyrir, hærri tekjur. Eins og bent hefur verið á, virðast sumir geta ráðið skött- um sínum sjálfir með skattsvik- um, en launþeginn yfirleitt ekki. Þegar kaupgjald hækkar eins og 1955 en kaupmáttur launa minnkar að sama skapi í auk- inni dýrtíð og þar við bætist að með hærri krónutölu fóru menn í hærri skattskala, borga meiri skatta, þá er harla lítið eftir. Þetta voru m. a. afleiðing- arnar af verkfallinu 1955. Samt sem áður var þetta ekki Halldór Þ. Briem Guðjón Sigurðsson form. Iðju: Kommúnistar vilja brjota niður þjóðfélag frjáisra Islendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.