Morgunblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagrur 1. maí 1960
MORGVNBLAÐIÐ
23
VerSur Chessman
líflátinn ?
RÖMABORG, 29 apríl: Giovanni
Leone, forseti fulltrúadeildar
ítaiska þingsins, sendi Eisenhow-
er Badaríkjaforseta í dag orð-
sendingu þar sem hann skorar á
forsetann að láta fresta aftöku
Chessmans, en hún á að fara
fram á mánudaginn.
7.
mai
EIvis Presley er kominn heim
til New York úr herþjónustunni.
Ekki höfðu gömlu aðdáendurnir
hans gleymt honum á þv;sum
tveimur árum. Hópur af ung-
lingstelpum lét ekki hríðarbyl
aftra sér frá að bíða hans kl. 7
um morgun á flugvelli um 100
km fyrir sunnan New York. Og
aldrei hefur annar eins skari af
blaðamönnum verið á flugvell-
inum, 200 að tölu, síðan Mac
Arthur kom heim forðum daga.
12 maí ætlar Elvis að koma
fyrsta sinn aftur fram opinber-
lega í geysiíburðarmikilli sjón-
varpssendingu Franks Sinatra.
Dóttir Franks, Nancy, tók á móti
Elvis á flugvellinum og færði
honum gjöf frá föður sínum.
Sameiginleg mynd á
frímerkjum 19 landa
f JÚNÍMÁNUÐI 1959 var stofnað
Evrópuráð póst- og símamála. í
því eru 19 lönd og hafa þau að
stefnuskrá að vinna að endur-
bótum á póst og símamálum inn-
an samtakanna, samræma starfs-
hætti og láta hvert öðru í té upp-
lýsingar um allar tæknilegar nýj-
ungar á sviði póst- og símamála.
Til þess að minnast þessa at-
burðar var ákveðið að gefa út
frímerki á árinu 1960, með sam-
eiginlegri mynd. Skyldu þau 19
lönd, sem í ráðinu eru efna til
samkeppni meðal listamanna
heima fyrir og senda tillögur til
stjórn Evrópuráðsins.
Hinn 8. okt. síðastliðinn var
haldinn fundur í ráðinu og dæmt
um sýnishorn, er borizt höfðu.
Varð sú niðursiaða að sýnishorn
frá finnsku póst- og símamála-
stjórninni varð fyrir valinu. Fylg
ir hér með mynd af sýnishorninu.
— Á skákborbi
Frh. af bls. 1.
gætu leitt til þess að sættir
r<æðust.
Vilja fá eitthvað í
staðinn
En Eawrie Oliver, ritari félags
yfirmanna á togurum í Hull,
sagði: „Ég get ekki gert að því,
en mig grunar, að íslendingar
vilji fá eitthvað í staðinn“.
Og formaður félags yfir-
manna á togurum í Grimsby,
Denis Welsh, varaði menn við
því að taka þessum fregnum
sem vísbendingu um eftirgjöf
af hálfu tslendinga. „Þetta
gæti verið sprottið af því,
að sjö íslenzkir togarar
vænta þess að landa afla sín-
um í Humber-höfnum í næstu
viku“, sagði hann.
— Jóhann.
Schannong’s minnisvurðar
Oster Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
Er O-ið í orðinu Evrópa gert að
vagnhjóli en spælarnir 19 tákna
lönd þau, sem að Evrópuráðinu
standa. Á frímerkinu verður einn
ig skammstöfun ráðsins C.E.P.T.
(Conférence Européenne des
Postes et Télégraphes).
Þá var ákveðinn útgáfudagur
samtímis fyrir öll þau lönd, sem
ákveðið hafa að gefa frimerkið
út og er hann mánudagurinn 19.
september 1960.
íslenzka póststjórnin mun gefa
út merkið í tveim verðgildum. Er
það burðargjald undir 20 gr. bréf
flugleiðis til flestra Evrópulanda
og almennt inncinríkisburðar-
gjald.
Framh. af bls. 11
sérhagsmuni ofar öllu öðru, en
láta sig minna varða um efna-
hagslega afkomu þjóðarheildar
innar. Sú barátta á ekki sízt þátt
í hinnj miklu verðþenslu, sem
lengi hefur ógnað öllu raunhæfu
atvinnulífi.
fslenzkur verkalýður vill að
sjálfsögðu gæta hagsmuna sinna
og með samtökum sínum hóf
hann baráttu fyrir betri kjörum
og styttri vinnudag. En það eru
líka ýmsar aðrar stéttir þjóðfé-
lagsins sem eiga sín hagsmuna-
samtök og kröfur þeirra hafa
ekki síður ógnað efnahagslífi
þjóðarinnar en kröfur verka-
lýðsins.
Hagsmunabarátta stétta og
einstaklinga verður aldrei raun
hæf sé gjaldþoli þjóðarinnar
misboðið. Fari svo, verður hlut
skipti verkalýðsins aðeins kjara
rýrnun, heldur og atvinnuleysi
Þá skerðingu lífskjara sinna
vill verkalýðurinn forðast.
Hann veit að þjóðin á marga
landskosti og landið svo lítt num
ið, að næg verkefni ættu að vera
fyrir hverja starfandi hönd. En
með raunhæfum aðgerðum ríkis
valdsins og starfsemi þjóðfélags-
þegnanna ætti að geta skapast sá
starfsgrundvöllur, sem tryggir
kjör verkalýðsins með kaupi,
sem hefur varanlegt verðgildi og
skapar trygga atvinnu svo at-
vinnuleysi verði óþekkt hugtak
á íslandi.
f því samstarfi vill íslenzkur
verkalýður ekki bregðast skyldu
sinni við land og þjóð.
Hann vill gera rétt, en þolir
ekki órétt.
S. G. S.
Pífugluggatjaldaefni
Storesefni
Gardínubúðin
Laugaveg 28
Byggingameistarar
Sparið efni og vinnu. Notið nýju laskana
á veggi og loft.
BreiðfjÖrðsblikksmiðja
og Tinbúðun
Sigtúni 7 — Sími 35000
N ý k o m i n
„Rottweil“ refaskot
nr. 12 með 4 mm höglum.
Jóh. Ólafsson & Co.
Hverfisgötu 18 — Reykjavík — Sími 11984
Þakka öllum kærlega, sem með gjöfum, skeytum og
heillaóskum sýndu mér vinarhug á 75 ája afmælisdag-
inn. — Guð blessi ykkur öll.
Einar Jónsson, verkstjóri.
MEIAVÖLLUR
REYKJAVÍKURMÓT — MEISTARAFLOKKS
1 dag kl. 5 keppa
K.R. — Valur
Dómari: Magnús Pétursson
Línuverðir: Daníel Benjainínsson og Björn Karlsson
Mótanefndin
Húseignin nr. 58 við Nesveg, hér í bæ, er
til sölu
Laus til afnota. Upplýsingar gefnar á skrif-
stofu Sveinbjarnar Jónssonar hrl.
Sími 11535.
Bitvélavirkjar
eða menn vanir bílaviðgerðum og rétting-
um óskast.
Bifreiðaverkstœðið Þyrill h.f.
Skipholti 21
Litla dóttir okkar
H I L D U K
andaðist í Kaupmannahöfn 19. apríl s.l. Jarðarfcrin
hefur farið fram. Alúðar þakkir fyrir alla aðstoð og
auðsýnda samúð og vináttu.
Karen og Þórður Júlíusson.
Jarðarför mannsins míns og bróður
SIGURGBÍMS ÞÓRARINS GUÐJÓNSSONAR
Laugaveg 99,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. maí kl. 1,30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Margrét Árnadóttir, Filippía Guðjónsdóttir.
Útför
ERIK ALFRED JOHANSSON
húsgagnasmiðs,
sem andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar 20. apríl sl., fer
fram frá Fossvogskirkju 2. maí kl. 13,30. Athöfninni
verður útvaxpað.
Margrét G. Nilson, Eyjólfur Jónsson.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litlu dóttur
okkar
MARlU LILJU
sem andaðist 23. þ. m. Ennfremur þökkum við lækn-
um og starfsliði Fjórðungssjúkrahússins Akureyri og
Barnadeildar Landsspítalans Reykjavík fyrir góða
hjúkrun.
Bára Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför mannsins míns og föður okkar
SIGURÐAR JÓNSSONAR
Elín Sigurðardóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurður Hjalti Sigurðsson.