Morgunblaðið - 13.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.1960, Blaðsíða 24
tbróttasíðan er á bls. 22. Frímerki Sjá bls. 10. 108. tbl. — Föstudagur 13. maí 1960 Fimm ára drengur heið bana í bílslysi NESKAUPSTAÐ, 12. maí. — Það hörmulega slys varð hér í fyrrakvöld, að fimm ára drengur, Kristinn Þröstur Helga- son, varð fyrir bifreið og slasaðist til ólífis. Slysið varð þar sem heitir Bjarg og bar að með þeim haetti, að biíreiðin N-119 kom akandi á vinstri vegarhelmingi, er Krist- inn litli kom á reiðhjóli niður troðning, sem liggur að veginum og skall drengurinn á bílinn. Kastaðist hann yfir húddið á T ogarí á uppboð í DAG er ráðgert að fram fari hér í Reykjavíkurhöfn nauðungaruppboð á togar- aniim Austfirðingi, en hann er nýrri togari Austfjarða- útgerðarinnar á Eskifirði, þeirrar er einnig átti togar- ann Vött. 1 gærkvöldi höfðu menn efaki haft neinar spurnir af því, að fram hefði komið ösk um frestun á uppboð- inu. Efaki vissu umboðs- menn sjóveðshafa í skipinn hve margar milljónir hvíla á skipinu, og myndi það tæplega verða heyrin kunn- ugt fyrr en á sjálfu upp- faoðinu, er borgarfógeti gerði grein fyrir áhvílandi sknidum, þá er uppboðið befst. Togarinn Austfirðingur var byggður 1951. Hann er systurskip togarans Péturs Halldórssonar, sem er eign Bæjarútgerðar Reykjavik- ur. bílnum og skall beint á höfuðið í götuna. Var hann þegar í stað fluttur meðvitundariaus í sjúkra- hús, þar sem hann lézt í gær, án þess að komast nokkru sinni til meðvitundar. Svo er háttað þar sem slysið varð, að steingarður er alveg við veginn, en troðningurinn er gömul bílslóð. Bifreiðin var rétt að koma fram undan steingarð- inum og varð bílstjórinn ekki drengsins var fyrr en um seinan. Var bifreiðin að sögn bílstjóra og sjónarvotts á fremur hægri ferð, eða nálægt 30 km hraða. Foreldrar drengsins eru Helgi Jónsson og Guðrún Arnfinns- dóttir. — Fréttaritari. Byrjað í Heiðmörk VORGRÖÐURINN færizt nú yfir Heiðmörk, og landnemarnir þar eru nú farnir að hugsa til hreyf- ings. Einar Sæmundsen skógar- vörður, sagði Mbl. í gær, að fyrstu landnemarnir til starfa á þessu vori í Heiðmörk, ætli sér að fjölmenna þangað á laugardag inn kemur. Eru það félagsmenn í Fél. Þingeyinga, og væntum við þess að önnur félög muni sigia í kjölfar þeirra, og að gróð- ursetningarstarfið megi ganga f.jótt og vel. Hjá okkur er ekkert að van- búnaði að taka á móti landnem- unum sagðí Einar og vildi ég biðja þá að láta okkur vita um komudag í síma 13-0-13. Ásmundur og Kjar- val sýna erlendis JÓHANNESI Kjarval hefur verið boðið að halda sýning- ar á tveimur stöðum í vor. Kunstnernes Hus, sem er stærsti sýningarsalurinn í Ósló, hefur boðið honum að halda þai stóra sýningu, 40— 50 myndir, og verður hún opnuð þar 2. júní. Biennale i Feneyjum, sem mun nú vera frægasti sýningarstaður i Evrópu, hefur boðið tveim is- lenzkum myndlistarmönnum Hœttulegur leikur ÞEGAR fólkið streymdi út af fþróUavellinum í gærkvöldi að knattspyrnuleiknum loknum, fengu margir undarlegar send- ingar. „Sandpokar" féllu af himni og veittu sumum sár svo úr blæddi, en aðrir sluppu ó- meiddir. Er að var gáð kom í ljós að unglingar höfðu safnað saman cellophanpokum utan af íspinn- um, fyllt þá af sandi og létu þeim rigna yfir fólksskarann er streymdi af vellinum. Var þetta hættuleikur hinn mesti, sem ekki varð við spornað i þetta sinn. Þátttöku í sýningum þeirra í sumar, Jóhannesi Kjarval, sem mun vera ætlaðir 20—30 lengdarmetrar, og Ásmundi Sveinssyni. Kaupfélagi N- Þingeyinga skipt KÓPASKERI, 10. maí. — í dag var fundur í Kaupfélagi Norður- Þingeyinga. Var félaginu á fundi þessum skipt í tvö félög, þannig að nú verður stofnað nýtt kaup- félag á Raufarhöfn. Methiti í maí í Reykjavík 1 GÆR var sérstaklega heitt í veðri um allt land. Hæst komst hitinn upp í 21 stig á Egilsstöðum, 20 stig á Nautabúi í Skagafirði, 19 stig á Hellissandi og 18 á Hellu og Hæli. Á útnesjum var aftur á móti kaldara, niður í 6 stig á Hornbjargs- vita og Hrauni á Skaga. Hér í Reykjavík komst hitinn upp í 18 stig í gær og er það methiti í maímánuði. Aðeins einu sinni áður hafa mælzt 18 stig í maímánuðí siðan farið var að taka sam felldar skýrslur, og var það árið 1944, 31. maí. Árið 1937 mældust 17,1 stig í Reyk.ja- vík I maímánuði, en flest árin hefur hæsti hiti verið 14—16 stig. Fólkið gekk létt klætt um bæinn og horfði gjarnan móti sól eins og myndir ÓI. K. M. sýna. Ekkert timbur fyrr en um mánaðamót ALGJÓR timburskortur hef- ur verið í landinu undan- farna tvo mánuði. Veldur þetta að vonum mörgum miklum erfiðleikum. í gær upplýsti Haraldur Sveinsson, forstjóri Völundar hf., að ekki væri von á næsta timburfarmi fyrr en um mánaðamótin, er Katla kæmi með timburfarm frá Finnlandi. Ganghroði 16.2 sjómílur 1 MAf, hinn nýi togari Bæj- arútgerðar Hafnarf jarðar fór í reynsluferð í gær. Ganghraði hans var 16,2 mílur. Hann leggur af stað heimleiðis á laugardaginn og er væntanlegur til Hafn- arfjarðar á miðvikudag eða fimmtudag. Maí, sem er stærsti togari, sem byggð- ur hefur verið fyrir íslend- inga er byggður í Bremen- haven. Yfir 5000 síldar voru merktar HINUM árlegu síldarmerkingum 1 hér við suðurland er nú lokið. Jakob Jakobsson fiskifræðingur stjórnaði merkingunum. Að þessu sinni voru merktar um 5200 síldar, á svæðinu frá Reykja nesi og vestur að Snæfellsnesi. Jakob Jakobsson sagði að í þessum leiðangri hefðu þeir oft orðið varir við mikla síld í sjón- um, en hún hafi verið á mjög mikilli hreyfingu. Var síldin ákaflega nærri landi oft og tíðum. Síldarmerkingar þessar eru liður í hinum kerfisbundnu rann sóknum á göngu síldarinnar hér af miðum syðra og á miðin nyrðra. Óhagstætt veffur hamlaði nokk uð merkingunum í ár. • Vöruskipti Timburkaup til landsins eru bundin vöruskiptum, einkum frá Rússlandi. Hafa afskipanir þaðan gengið mjög erfiðlega. Þá hafa hafnir í Eystrasaiti verið ófærar skipum vegna ísa allt fram til þessa. Haraldur Sveinsson taldi að farmurinn úr Kötlu myndi hverfa eiris og dögg fyrir sól. Fyrirsjá- anlegt væri að ekki yrði hægt að veita mönnum nema óverulega úrlausn því svo mikill væri timb urskorturinn orðinn. Þœr eru hœttu- legar í Höfrt ÍSLENDINGUR einn varff fyrir því óhappi í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum, að öll- um peningum hans var stolið frá honum á gistihúsi þar í borg. Þjófnaðinn framdi léttúðardrós, sem hafði dvalizt um hríff í hótel herbergi íslendingsins, en hvarf þaðan á braut um miðja nótt og hafði peningana með sér. Dönsku blöðin skýra frá þess- um atburði í fyrradag. Þau nafn- greina ekki Islendinginn, en segja að hann hafi verið að skemmta sér í Kaupmannahöfn og hafi hann þá hitt tvær ungar dömur á veitingahúsi í borginni Hafi þeim öllum geðjast svo vel hverju að öðru, að þau hafi orðið ását.t um að gista á hóteli í borgirini um nottina. Þegar komið var fram á miðja nótt bankaði önnur vinkonan að dyrum hjá íslendingnum og dömu hans, sem kvaðst þá þurfa að skreppa augnablik frá hon- um. En hún sneri ekki aftur og uppgötvaði íslendingurinn þá, að allir peningár hans voru horfnir. Hann kærði þetta fyrir lögregl- unni og upplýsti að 2000 dönskum krónum hefði verið stolið frá honum. Lögreglan fann stúlkurnar næsta dag og var önnur dæmd i fjögurra mánaða fangelsi, skil- orðisbundið. S j úkraf lutnin jíar vegna óhappa ÞRÁTT fyrir blessaða veðurblíð- una í gær voru sjúkrabifreiðar kallaðar þrisvar út vegna áfalla, sem fólk hafði orðið fyrir. Hið fyrsta var rétt fyrir kl. tíu í gærmorgun, er kona, Hrefna Stefánsdóttir, fékk aðsvif við strætisvagnaskýlið við Kalkofns veg. Var hún flutt á Slysavarð- stofuna og síðan heim. Á sjötta tímanum varð það slys, að Vilberg Norðmann féll af vinnupalli og kvartaði um þraut- ir í baki. Einnig hann fór á slysa- verðstofuna, en meiðsli reyndust ekki alvarleg. 1 þriðja sinn var sjúkrabifreið kölluð, er maður að nafni Ágúst Kristjánsson datt á götu á Seltjarnarnesi, en meiðsli hans voru ekki alvar- legs eðlis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.