Morgunblaðið - 13.05.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. maí 1960
M o P r TJ W rt T Afílt)
3
í heimsókn hjá Edison fyrir
50 árum
Eftir Vilhjálm Finsen, fyrrv. sendiherra
ÞAB, sem hér fer á eftir, er
lauslega þýddur útdráttur úr
grein, sem Vilhjálmur Finsen,
fyrrverandi sendiherra, skrif-
aði fyrir norska stórblaðið
„Aftenposten“ á dögunum — í
tilefni þess, að um þessar
mundir eru 50 ár liðin síðan
hljóðriti Edisons kom á mark
aðinn í fyrsta sinn.
— ★ —
Það var af einskærri tilvilj-
un, að ég fékk tækifæri til
þess að hitta hinn mesta af öll-
um hinum stórbrotnu hugvits-
mönnum vorra tíma, Thomas
Alva Edison, Þá hafði hann
þegar gert sína frægu „talandi
vél“ (talking machine, eins og
hann nefndi hana sjálfur), en
síðar kom hún á markaðinn
undir nafninu „Edison Phono-
graph“ — Edison-hljóritinn.
— Er ég hitti hann, vann hann
enn að því að endurbæta þetta
furðutæki sitt.
— ★ —
Það var seint um kvöld í
nóvember árið 1912, að ég sat
í loftskeytaklefa „C. F. Tiet-
gen“, skips dönsku Ameríku-
„línunnar", og var að sýsla
við ýmisar „prívat" tilraunir
á sviði radíótækninnar. Þá var
skyndilega drepið á dyr, og
inn kom bandarískur kaup-
sýslumaður, ein þessara Wall
Street-manngerða, sem var
farþegi á skipinu — á leið til
New York. Hann horfði með
undrunarsvip á öll tækin og
smádótið, sem lá á borðinu
fyrir framan mig, og spurði
með áhuga, hvað ég hefðist
eiginlega að. — Ég trúði hon-
um fyrir því, að ég gengi með
í kollinum hugmynd að dálít-
illi uppfinningu — sem lík-
lega reyndist þó lítils virði,
þegar til Kæmi. — Þá varð
honum að orði: — Þér ættuð
að ræða málið við vin minn,
Edison! — Fundur okkar var
ákveðinn og undirbúinn, og
einn góðan veðurdag stóð ég
úti fyrir hinum miklu verk-
smiðjubyggingum Edisons og
beið eftir samtaiinu.
Vilhjálmur Finsen. —
V'ertu þess fullviss, að
þú sért á réttri leið,
ungi maður, og haltu svo
þitt strik, sagði Edison
við hann fyrir 50 árum.
* ALLT SNERIST UM
RAFMAGN
Orange í New Jersey, þar
sem Edison bjó og rak verk-
smiðjur sínar var þá um 200
þús. íbúa borg — og höfðu
flestir íbúanna beint eða ó-
beint „lifibrauð" sitt af verk-
stæðum og verksmiðjUm hug-
vitsmannsins. — Allt í þessari
b o r g virtist
snúast um raf-
magn. Einn af
itærstu tækni-
náskólum rxkis
ins var í Or-
ange. Raftækja
verzlanir voru
á hverju götuhorni. í gluggum
bókabúðanna úði og grúði af
blöðum og ritum um rafmagns
fræði og tæknimál. í veitinga-
húsunum var rafmagn notað
til eldunar — og hér sá í fyrsta
skipti rafknúna „skóburstara"
í hverri götu svo að segja.
Flest -af þessu var beint frá
Edison komið eða í kjölfar
starfs hans og uppfinninga. í
hinu mikla verksmiðjuhverfi
hans voru fjórar fjögurra
hæða stórbyggingar og nokkr-
ar minni fyrir skrifstofur og
tilraunastofur. Allt um kring
voru hins vegar snotur timb-
urhús með fallegum görðum
í kring — og eitt hið fallegasta
af þeim átti Edison. Þar dvald
ist hann þó aðeins sjaldan —
meirihluta sólarhringsins
skipti hann milli rannsóknar-
stofunnar og bókasafnsins. Og
það var á síðastnefnda staðn-
um, að ég hitti hann.
+ „BÓL“ EDISONS
Móttökuherbergi hugvits-
mannsins var hið sérstæðasta.
Það var þriggja hæða hátt —
og veggirnir alþaktir bókum.
Milli bókahillnanna hengu
myndir af ýmsum frægum
mönnum. í einu horninu sat
einkaritari að starfi sínu, og í
öðru var hið sérstæða „ból“
Edisons — trébekkur, þar sem
hann lagðist oft út af að álið-
inni nóttu og blundaði einn
eða tvo tíma til þess að safna
kröftum fyrir næsta dagsverk.
— Á miðju gólfi stóð táknræn
marmarastytta á stalli — ljós
gyðja, sem treð
ur á gaslukt og
brýtur hana,
um leið og hún
heldur á loft
rafmagns-
1 a m p a . Hátt
uppi í loftinu
hengu stór og smá málverk.
Og við risastórt skrifborð til
hægri við innganginn sat sjálf
ur meistarinn — niðursokkinn
í hugsanir sínar, að því er
virtist.
* OFÞREYTA — OG
ORKA
Hið fyrsta, sem mér kom í
hug, var að Edison væri gam-
all og útslitinn maður. Hið
snjóhvíta hár hans, skegglaust
andlitið, rist djúpum rúnum,
og þreytuleg, djúplæg augun
virtust bera þess merki, að
hinir miklu kraftar hans væru
að þrotum komnir. Óhemju-
vinna árum saman, ásamt næt
urvökum, hafði skilið við
vanga hans föla og litlausa.
Hendurnar voru grannar, ó-
styrkar og á sífelldu iði. Ég
hafði það á tilfinningunni, að
hai^m þjáðist af ofþreytm —
Edison sótti þegar árið
1877 um einkaleyfi á
hljóðritunartækinu. —
Sama ár sendi franska
skaldið og eðlisfræðing-
urinn Charles Gros ná-
kvæma lýsingu á tæki
„til upptöku og endur-
flutnings á hljóðbylgj-
um“ til vísindaháskólans
í París, en hann vissi
ekkert um starf Edisons.
— Þegar hinir vísu menn
háskólans loks tóku sig
til og lásu skýrslu Gros,
var hljóðriti Edisons
þegar kominn á markað-
inn.
öðru hverju var þó sem hann
vaknaði af draumi — og þá
virtust djúp, grá augu hans
skjóta gneistum. Þá var engu
líkara en allur kraftur og orka
veraldar byggi í sál þessa
eina manns. Hann hreif mann
með sér, talaði einstaklega
ljóst og eins og af innri hrifn-
ingu. — Hann sat í yfirfrakk-
anum og hafði brúnan barða-
mjóan hatt á höfðinu, sem
slúttx fram yfir ennið. Milli
þess sem hann talaði, tuggði
hann endann á dökkum vindli,
sem glóðin var kulnuð í.
* „LÆT MARCONI
UM ÞAГ
Það kom í Ijós, að Edison
hafði mjög takmarkaðan á-
huga á loftskeytatækninni.
„Ég læt herra Marconi um
það“, sagði hann — og síðan
fór hann út í aðra sálma, tók
að ræða um uppgötvanir og
einkaleyfi almennt. Hann
mælti m. a. eitthvað á þessa
leið:
Nú er handhafa einkaleyfis
gert að sanna, að stæling hafi
verið gerð af uppfinningu
hans — ef slík mál koma upp,
sem algengt er. Þessa kvöð á
að leggja á þann, sem stælir,
þar með væri mikill vandi
leystur.
* HAGSYNIR STARFS-
MENN
Síðan skýrir Finsen frá
því, er hann skoðaði verk-
smiðjur Edinsons með leið-
sögn Mr. Dolbeer, eins af for-
stjórunum. Hann leggur á-
herzlu á, hve allt hafi verið
einfalt og íburðarlaust — en
hentugt. — Ástæðunnar er
sennilega að leita í þeirri stað-
reynd, segir Finsen, — að all-
ir forstjórarnir og deildar-
stjórarnir voru sömu gerðar
og Edison sjálfur — óbreytt-
ir, hagsýnir starfsmenn, sem
eyddu meiri tíma við renni-
bekkinn en skrifborðið. — í
einni skrifstofunni var maður
að raða litlum, prentuðum
kortum. Mr. Dolbeer sýndi
mér eitt þeirra. Þetta voru
tímakort, sem sýndu hve marg
ar klst. hver einstakur starfs-
maður hafði unnið yfir vik-
una. Kortið, sem ég hélt á,
var nr. 1 og bar nafnið Thom-
as A. Edinson. Hinn 64 ára
gamli meistari hafði verið 95
stundir og 49 mínútur að störf
um — og þó hafði hann verið
fjarverandi einn dag vikunn-
if EKKI TIL EINSKIS
Við settumst nú hjá einni
af hinum „talandi vélum1
Edisons og hlustuðum á þær
beztu hljómplötur, sem þá
höfðu verið gerðar. I einu
horninu á salnum sat maður
og rannsakaði nýjustu plöt-
urnar i smásjá. Með hinili
ótrúlegustu nákvæmni grann-
skoðaðx hann hvern sentí-
metra hinnar nær 3 km löngu
grópar, sem rist hafði verið í
plötuna við hljóðritunina. —
Plötum og
yölsum hafði
verið fleygt í
þúsunda t a 1 i,
tugþúsundum
dala hafði ver-
ið eytt — ekki
til einskis
heldur til þess að fullkomna
Framh. á b’s. 8
STAKSIIINAR
Orðljótur klerkur
í Tímanum í fyrradag birtist
grein eftir séra Sveinbjörn
Högnason um störf Mjólkurbús
Flóamanna. Er greinin skrifuð í
tilefni af fyrirspurnum Morgun-
blaðsins um rekstur þess fyrir-
tækis.
Greinin er heldur orðljót og
leiðinleg, en verst er þó að hvergi
er komið að því málefni, sem
Morgunblaðið spurði beint um,
þ. e. a. s. hvort hlutur bænda í
verði mjólkur hefði læKkað úr
rúmum 78% 1956 í tæp 72%
1959.
Hins vegar er vikið að 25 ára
gömlum átökum um framleiðslu
og sölu mjólkur. Vm það mál
ségir greinarhöfundur:
„Þessum átökum lauk þó með
svo glæsilegum sigri málstaðar
bænda, að þeir heimtu í sinn hlut
allt að 80% af verði afurða sinna,
en aðeins um 20% fóru í allan
kostnað við meðhöndlun sölu og
dreifingu varanna“.
Af þessari yfirlýsingu verður
varla dregin önnur ályktun en
sú, að mjög hafi hrakað hlut
bænda í mjólkurverðinu þann
aldarfjórðung, sem liðinn er frá
þeim átökum sem greinarhöfund-
ur getur um. Virðast því baráttu
mennirnir fyrir þessum umbót-
um á sínum tíma vera komnir í
spor þeirra „afturhaldsmanna",
sem þá voru mótfallnir öllum
umbótum.
Hver fær kr. 3,70 fyrir
m j ólkurlíter inn ?
Á aðalfundi Mjólkurbús Flóa-
manna kom fram hörð gagn-
rýni á stjórn búsins fyrir það
að birta opinberlega alrangar
tölur um það verð, sem bændur
fengju greitt fyrir mjólk. Þessi
gagnrýni virðist ekki hafa borið
tilætlaðan árangur, því að Svein-
björn Högnason skýrir frá því i
grein sinni, að bændur á svæði
Mjólkurbús Flóamanna fái í með
alverð greitt 369,8 aura eða tæp
lega kr. 3,70.
Er þarna vísvitandi skýrt al-
rangt frá staðreyndum, því að
reikningar Mjólkurbús Flóa-
manna sýna að bændur fá i sinn
vasa ekki nema 3,29 kr. Er vand
séð, hvaða tilgangi slík mishermi
eiga að þjóna. Ekki geta þau ver-
ið bændum hagkvæm, enda hefir
margsinnis verið á það bent, að
slíkar upplýsingar um mjólkur-
verðið væru til þess fallnar að
kaupstaðabúar fengju alranga
hugmynd um hag bændastéttar-
innar.
r
\ að vinna bændum tjón?
Engu er líkara en endurtekn-
ingar þessara ósanninda séu mið-
aðar við að ýta undir fullyrð-
ingar um of góðan hag bænda-
stéttarinnar á borð við það sem
fram kom hjá einum verkalýðs-
leiðtoga hinn 1. maí.
Slikar fullyrðingar notar Tím-
inn svo til árása á Sjálfstæðis-
flokkinn og hefur nú gengið svo
langt að fullyrða, að Ingólfur
Jónsson ráðherra sé aðalforvígis-
maður þess að skerða hag bænda
stéttarinnar.
Slikur málflutningur er auðvit-
að of fáránlegur til að Morgun-
blaðið sjái ástæðu til að and-
mæla honuin sérstaklega, en rétt
er að menn gefi gaum að því
hugarfari Framsóknarmanna, er
liggur að baki slíkum fullyrð-
ingum. Fyrst er landslýð sagt, að
bændur fái miklu hærra verð
fyrir afurðir sínar en rétt er, en
síðan eru viðbrögð þeirra, sem
taka trúanlegan þennan málflutn
ing Framsóknarmanna notuð til
árása á þá, sem bezt og dyggi-
legast vinna að málefnum bænria.
Málefni þessi verða síðar rædd
nái: ar í heild.