Morgunblaðið - 13.05.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 13. maí 1960
MORCTJNTiLAÐlh
13
Siglt fyrir Hvanndalabjarg,
Dalatá og Málmey
Sumarmálaferð með flóabátnum Drang
ÞAÐ er alhvít jörð, þegar ég
kjaga niður á bryggju með
töskurnar mínar. Klukkan er
tæplega 8 að morgni. Sumar-
ið sendir okkur kaldar kveðj-
ur af og til, þótt komið sé
að apríllokum. Að þessu sinni
er ferðinni heitið með nýja
flóabátnum Drang, áætlunar-
ferð hans til Sauðárkróks.
Þaðan skal svo haldið heim
til Hóla og rætt við unga
tamningamenn.
Á bryggjunni hitti ég Steindór
Jónsson, eiganda Drangs, og skip-
stjóra í þessari ferð. Ástæðan til
þess að hann fer sjálfur með skip
ið að þessu sinni er sú, að full-
trúi frá skipasmíðastöðinni, A.S.
Ankerlökken Verft í Florö í
Noregi er meðal farþega. Ætla
þfeir í félagi, eigandinn og full-
trúinn, að athuga hvort einhverj-
ir gallar hafi komið fram á smíði
skipsins, en reynslutíma þess er
nú lokið.
Það er stillilogn og glampandi
sólskin, er Drangur lætur úr höfn
á mínútunni klukkan 8. Ég
hvarfía sjónum til Súlutinds og
Hlíðarfjalls, sem stirnir á í morg-
unsólinni. Loftið er tært og land-
ið er sem nýstrokið lín. Þó kulda-
legt sé um að litast er Eyjafjörð-
urinn bæði fagur og vinalegur
þennan aprílmorgun. Drangur er
brátt kominn á fulla ferð og rist-
ir spegilsléttan fjörðinn. Okkur
er boðið til morgunverðar en þeg-
ar við rísum upp frá borðum sigl
um við framhjá Svalbarðseyri.
Það er myndarlegt um að litast á
Svalbarðsströnd. Hvert býlið er
öðru glæsilegra til að sjá og ofan
við Svalbarðseyrina gnæfir hið
gamla höfuðból Svalbarð, en litlu
ofar ris ný og fagurlega byggð
kirkja, sem setur hugljúfan svip
á þennan litla stað.
Galmarsströnd og Hrísey
Brátt blasir við okkur á vinstri
hönd Galmarssrönd, sem Davíð
Ful'trúi Ankerlökken.
vne Winsents
hefur kveðið svo fagurlega um
í kvæði sínu: Sigling inn Eyja-
fjórð:
„Mjúk er sem móðurskaut
moldin á Galmarsströnd“.
Beint fyrir stafni gnæfir Kald-
bakur, þessi skjólveggur næðings
samrar norðanáttar.
Við nálgumst Hrísey fyrsta við-
komustað flóabátsins. Þessi gam-
aiþekkta útgerðarstöð ber nú hóg
værari svip en áður var þegar
saltað var hér í þúsundir síldar-
tunna sumar hvert og stórtækir
útgerðarmenn gerðu hér út alls
konar skip allt frá tíð Hákarla-
Jörundar. Báturinn er með mik-
inn flutning hingað út bæði mat-
væli vélar og stórviði, sem nota
skal í símalínu, sem leggja á eftir
endilangri eyjunni. Viðdvölin er
því venju fremur löng, þó er unn-
ið af kappi og allir hjálpast að að
afferma skipið og ferma, jafn-
vel skipstjórinn sjálfur vinnur
við móttöku á heyi, sem flytja á
til Siglufjarðar.
Næst er stefnan tekin þvert
vestur yfir fjörðinn til Dalvíkur.
Þar er höfð örstutt viðdvöl, en
síðan haldið til Ólafsfjarðar fyrir
Ólafsfjarðarmúla. Hér og hvar
sjáum við báta, þar sem ýmist
er unnið að því að draga net eða
verið á handfæraveiðum.
Múlinn glottir
Það er eins og Múlinn glotti til
okkar, hvítur fyrir hærum með
snjóskellur í standberginu, sem
er einna líkast hæruskotnu skeggi
á risaandliti. Það er eins og hann
vilji segja við okkur: — Jæja,
piltakindur, nú verður brátt lagð
ur vegur í hlíðum mínum og þá
minnkar nú verkefnið fyrir
Drang. En Drangur lætur þetta
ekkert á sig fá. Hann veltir lítils
háttar súðaivöngum og siglir fyr-
ir Múlann og strikar bemt inn í
Ólafsfjarðarhöfn. Þar er höfð
fremur skömm viðdvöl, eitthvað
af vörum sett á land og farþegar
koma og fara. Allmargt fólk er
á bryggjunni, en alvörusvipur á
hverjum manni. Mönnum er enn
efst í huga sorgaratburður, er
skeði hér fyrir tveimur dögum
síðan. Vaskur sjómaður úr kaup-
staðnúm hafði farizt skammt
norðan við fjörðinn.
Örlög við tvo Fossdali
Um hádegisbilið sigldum við
norður með hamraþiljum, Arn-
finnsfjalls, Hádegisfjalls og
Hvanndalabjarga. Fossdalur er
dálítill dalskvompa inn í kletta-
vegginn skammt norðan við Ól-
afsfjörð. Þar í stórgrýttri urðinni
í fjörunni fundust fyrstu merki
þess, að bátur Axels Péturssonar,
sjómanns, væri ekki lengur ofan
sjávar. Þegar við sigldum þarna
um var lík Axels heitins ekki enn
fundið en fannst nokkru norðar,
tveim dögum síðar.
Fyrir allmörgum árum síðan
bjargaði Axel sér á bát sínum
í Fossadal, sem svo heitir austan
megin fjarðarins, en síðan verða
örlög hans að bera beinin undan
Fossdalnum vestan megin. Annar
hásetinn á Drang segir mér sög-
una af því ,hvernig Axel bjarg-
aðist upp í eystri Fossdalinn.
Hann var þá að koma frá Siglu-
firði og var einn á báti sínum
eins og nú. Hafði hann kolafarm
um borð. Er hann var fyrir
nokkru kominn út úr Siglufirði,
rakst báturinn á viðardrumb, er
flaut í sjónum. Kom þá gat á
kinnung hans, rétt undir sjávar-
borði. Vindur mun hafa verið
nokkur vestlægur og ekki tök á
að ná vesturlandinu. En Axel
var duglegur og þrekmikill sjó-
maður. Verður honum fyrst fyrir
að ryðja skipið, kasta kolunum
fyrir borð og taka pokann, sem
þau voru í og freista þess að
troða í gatið, sem á byrðinginn
hafði komið. Brátt var kominn
það mikill sjór í bátinn, að vélin
gat ekki lengur gengið. Vatt Axel
þá upp segl og sigldi sem hann
mátti austur yfir fjörðinn en stóð
í stanzlausum austri allan tím-
ann. Tókst honum loks, þrekuð-
um og blautum að hleypa bátn-
um á land undan Fossdal. Þaðan
gekk hann um alllangan veg inn
að Látrum, sem þá voru komnir
í eyði. Þar var skipbrotsmanna-
skýli og fann Axel nokkrar eld-
spýtur, sem skildar höfðu verið
eftir, gat kveikt upp eld og þurrk
að föt sín. Þaðan gekk hann svo
alla leið inn að Svínanesi, sem
var nyrzti bær í byggð á Látra-
strönd. Þótti honum hafa fræki-
lega tekizt ferðin.
Undir Hvanndalabjörgum
Davíð segir í kvæði sínu um
Eyjafjörð:
„Verja hinn vígða reit
varðtröllin klettablá
máttug og mikilleit
Múlinn og Gjögratá".
Einmitt nú sigldum við milli
þessara varðtrölla. Og hann segir
ennfremur:
„Allt það, sem augað sér,
æskunnar hörpu knýr,
syngur og segir mér
sögur og ævintýr".
Og einmitt nú kemur okkur í
hug þjóðsagan um Hálfdán prest
á Felli og Málmeyjarbóndann,
sem hann reið með á djöflinum
sjálfum vestan frá Málmey til
Hvanndalabjarga til þess að
sýna honum, hvað orðið hefði um
konuna hans, sem þá var kominn
í tröllsham þar í björgunum.
„Ei mátt þú æpa, þú ekkert
mátt segja, hver ósköp sem á
ganga, áttu að þegja. Særingar
einar, sagðar í huga, djöfulmagn-
aðar, duga“.
Þánnig lagði Hálfdán í Felli
Málmeyjarbóndanum lífsreglurn-
ar, er þeir riðu á Gránafyrir
Hvanndalabjörg. Engar djöful-
magnaðar særingar koma okkur
Steindor Jónsson, skipstjóri,
útgerðarmaður Drangs
í hug, er við siglum fyrir Hvann-
dalabjörg en það er okkur ljóst
að mikinn kyngikraft hefur þurft
til að opna þessi hamraþil.
Hestfjall rís hátt og tignarlegt
norðan Héðinsfjarðar. Enn hvarfl
ar hugurinn að meinlegum örlög-
um. í hlíðum þessa hrikafjalls
skeði hörmulegt slys fyrir nokkr
um árum. iskaldur næðingur og
snjófúk fer nú um hrikalegan
tind þessa stórskorna fjallrisa. 1
hamrahlíðum hans fðrst flugvéi
með mörgum mönnum fyrir rúm
um áratug síðan. Merki þessa
hörmulega slyss sjást nú ekki
lengur en dapurlegar hugsanir
leit fram í hugann, þegar við
lítum upp í bergið. Það eins og
vetur konungur vilji undirstrika
minninguna um þennan atburð
með því að senda okkur hríðar-
gusu einmitt þegar við förum hjá.
Til Haganesvíkur
Þegar við siglum fyrir Helluna
út af Siglufirði, er komiö vestan-
kul, en sólin glampar á ný.
Við dveljumst á Siglufirði um
tveggja stunda skeið en síðan er
haldið fyrir Stráka vestur á
Skagaströnd. Það er nú kominn
hvass vestanvindur og ágjöf
mikil, en sólin glampar á freyð-
andi hafið. Næsti áfangastaður er
Haganesvík. Þar er engin bryggja
og þess vegna verður bátur að
koma út að skipinu. Þar er rætt
um það, hvort sjór muni ekki
það mikill inni á víkinni að bát-
urinn muni ekki hafa sig út. En
Frh. á bls. 15.
Lítill róðrarbátur flytur vörur og farþega á Iand í Ifaganesvík
Lagt frá bryggju á Akureyri