Morgunblaðið - 13.05.1960, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 13. maí 196u
tTtg.: H.f Arvakur Reykjavfk
íramkvæmdastjóri: Sígfús Jónsson.
Rxtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
PARÍSAR-
FUNDURINN
¥ NÆSTU viku hefst í París
fundur æðstu manna stór-
veldanna, Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands og
Rússlands. Er fundarins um
allan heim beðið með eftir-
væntingu, því að þar mun
væntanlega skýrast, hvort
búast megi við því, að kalda
stríðinu linni í náinni fram-
tíð, eða hvort þjóðirnar eigi
áfram að búa við styrjaldar-
óttann.
Saman við umræður heims
blaðanna um árangur þann,
sem vænta megi að fundi rík-
isleiðtoganna, blandast nú af-
staðan til þess atburðar, sem
gerðist 1. maí, er bandarísK
flugvél var skotin niður yfir
Ráðstjórnarríkjunum. Fyrstu
viðbrögð manna við fréttun-
um af þeim atburði voru
þau, að Bandaríkin mundu
mjög hafa spillt aðstöðu
sinni og samherja sinna á
Parísarf undinum.
Það er auðvitað á almanna
vitorði, að stórveldin öll
stunda njósnir um herbúnað
annarra ríkja. í því efni
ganga Ráðstjórnarríkin sjálf-
sagt hvað lengst, því að æ
ofan í æ berast fréttir af víð-
tækum njósnum þeirra, nú
síðast bæði í Svisslandi og
undan ströndum Bandaríkj-
anna.
Til njósnastarfa nota Rúss-
ar bæði sérstaka sendimenn,
en auk þess njóta þeir að-
stoðar fimmtu herdeildar
sinnar í sérhverju Iandi, eins
og margsinnis hefur sannazt.
Þjónar þeirra eiga líka yfir-
leitt nægt um vik, þar sem
umferða- og fréttafrelsi ríkir
í lýðfrjálsum löndum og því
auðvelt að afla upplýsinga.
Þegar vitað er, að komm-
únistar stunda slíka starf-
semi, getur það varla talizt
sérlega saknæmt, að and-
stæðingar þeirra leitist við að
afla sér sem haldbeztra upp-
lýsinga um herstyrk Ráð-
stjórnarríkjanna, meðan
kalda stríðið varir. Eins og
kunnugt er, þá er í hegning-
arlögum sérhvers ríkis ströng
ákæði um refsingar fyrir
njósnir í þágu annarra. í
sjálfu sér er enginn eðlis-
munur á þeim njósnum, sem
stundaðar eru innan hvers
lands og því atviki, er banda-
ríska flugvélin flaug yfir
Ráðstjórnarríkin á dögunum.
Hvort Iveggja er jafn ólög-
mætt að alþjóðalögum.
Hitt er svo allt annað mál,
hvort talið er skynsamlegt af
Bandarikjastjórn að grípa til
slíkra aðgerða ,ekki sízt með
tilliti tii þess, hve skammt
er til iundar æðstu manna.
Valdhafar í Ráðstjórnar-
ríkjunum hafa notfært sér at-
burð þennan mjög klókinda-
lega til áróðurs, en þar með
er ekki sagt, að hann þurfi
nauðsynlega að leiða til þess,
að fundur leiðtoganna verði
árangurslaus. Menn gera sér
nú betur en áður grein fyrir
því, hve uggvænlegt kalda
stríðið er orðið. Og með Par-
ísarfundinum verður þess
vegna fylgzt af meiri áhuga
um gjörvallan heim en ella
hefði orðið. Fyrir því hljóta
leiðtogarnir að gera sér grein
og þess vegna verður að vona,
að sérhver þeirra leggi sig
fram um að stuðla að því, að
einhver árangur náist. Sá sem
á fundinum verður ber að þvi
að standa í vegi fyrir öllu
samkomulagi, getur ekki
vænzt þess að almennings-
álitið snúist á sveif með hon-
um.
Rússar munu nú telja sig
hafa mjög sterka aðstöðu
áróðurslega og er því líklegt
að þeir muni leitast við að
aðhafast ekkert það, sem geti
spillt þeirri aðstöðu. Hugsan-
legt er því að þessi atburður
geti, þegar allt kemur til alls,'
snúist til góðs og einmitt það
er nú von alls mannkyns.
SLÆMT MINNI
JÓÐVILJINN minnist 20
ára afmælis landgöngu
Breta með yfirlýsingu um, að
kommúnistar hafi ætíð bar-
izt fyrir ævarandi hlutleysi
og „gegn her í landi“. Virðist
því ástæða til að hressa svo-
lítið upp á minni þeirra
kommunistanna.
Þeir voru 1939 hlynntir þvi,
að við bæðum Bandaríkin um
vernd, 1940 voru þeir á móti
bandamönnum, 1941 snerust
þeir svo til andstöðu við
Þjóðverja og vildu loks segja
þeim stríð á hendur. Síðar
tóku þeir að berjast gegn
Atlantshafsríkjunum, en
gleymdu þó baráttunni fyrir j
brottför varnarliðsins meðan
þeir voru í vinstri stjórninni.
Allt þetta má rifja upp ^
með tiivitnunum í þeirra j
eigin rit. *
UTAN UR HEIMI
Njósnamá
A ÐALFRÉTTIR heimsblað-
anna undanfarið haía
verið af flugvélinni banda-
rísku, sem Krúsjeff sagði á
fundi Æðsta ráðs Sovétríkj-
anna á dögunum ,að skotin
hefði verið niður nálægt
Sverdlovsk í Síberíu hinn 1.
maí. Hafa blöðin skrifað
„fram og aftur“ um allt það
í í
\ Frá strlðslokum \
\ hafa stórveldin \
| / austri og vestri \
\stundaá viðtækarl
| njósnir. Hér er j
j drepið á nokkur ;
1 fræg njósnamál. \
i s
s _______________ i
mál, sem engan veginn virð-
ist upplýst til fulls enn, og
þykja Bandaríkjamenn hafa
farið nér hina mestu hrak-
för — enda hefir Krúsjeff
kunnað að færa sér þennan
atburð i nyt til hins ýtrasta,
svo sem vænta mátti.
Njósnamál þetta hefir vakið
sérstaka athygli vegna þess, að
fyrir dyrum stendur hinn mikil-
vægi fundur æðstu manna aust-
urs og vesturs í París — en það
er öðru nær en hér sé um ein-
hvern algerlega einstæðan at-
burð að ræða. Allt frá styrjald-
arlokum hafa njósnir verið stund
aðar af kappi á báða bóga, og
hafa margir njósnarar verið af-
hjúpaðir, þótt reikna megi með,
að þeir séu fleiri, sem tekizt hef-
ir að stunda iðju sína, án þess
upp hafi komizt. í tilefni um-
talsins um njósnaflug Banda-
ríkjamanna, verður hér minnzt
örfáum orðum á nokkur þeirra
njósnamala frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar, sem hvað
mesta athygli hafa vakið.
★ FUCHS OG ROSENBERG-
HJÓNIN
1 marzmánuði árið 1950 var
hinn 38 ára gamli kjarnorku-
vísindamaður Klaus Fuchs
(fæddur Þjóðverji), sem notið
hafði míkils álits, dæmdur til
14 ára fangelsis í Englandi, fund
inn sekur um að hafa veitt Rúss-
um upplýsingar um kjarnorku-
leyndarmál. Hann tók þó ekki út
refsingu sína til fulls — var lát-
inn laus i fyrra, hélt þá til Aust-
ur-Þýzkalands og starfar nú við
vísindagrein sína í Dresden. —
Vakti mál Fuchs óhemjuathygli,
þegar það var á döfinni.
Annað það njósnamál frá
styrjaldarlokum, sem einna mest
hefir verið skrifað um, er mál
Rósenberghjónanna, Júlíusar og
konu hans, Ethel. Þau störfuðu
við kjarnorkuver í Bandaríkjun-
um, voru sökuð um að hafa kom-
ið upplýsingum um kjarnorku-
leyndarmál til Rússlands — og
dæmd til dauða í apríl 1951. Mal
þeirra var lengi á döfinni og
dauðadómurinn yfir þeim vakti
talsverðar deilur, en í júní 1953
voru þau bæði tekin af lífi í raf-
magnsstólnum.
★ ALGER HISS
1 janúar árið 1950 var Alger
Hiss, fyrrverandi embættismað-
ur í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu, dæmdur til 5 ára fanga-
vistar fyrir að veita njósnurum
Rússa mikilvægar upplýsingar
— og sverja rangan eið í því
sambandi Það þótti fullsannað,
að hann hefði látið Whitaker
nokkrum Chambers í té ýmis
leyndarskjöl frá utanríkisráðu-
neytinu —en Chambers hafði
játað, að hann hefði starfað fyr-
Petrov — njósnaði fyrir ieyni-
þjónustu Rússa í Ástralíu.
ir rússneskan njósnahring frá
því fyrir stríð. — Hiss hafði áður
svarið það fyrir rétti, að hann
hefði ekki gefið Chambers neins
konar upplýsingar.
★ ÞRÍR RÚSSAR
Arið 1957 var rússneski |
ofurstinn Rudolf Abel dæmdur í
30 ára fangelsi fyrir að stela
bandarískum hernaðarleyndar-
málum. — Enn mun mönnum í
Hér eru tveir af frægustu njósnurunum: Klaus Fuchs, sem lát-
inn var laus úr fangelsi í fyrra, og Julius Rosenberg, sem líflát-
inn var í Bandaríkjunum 1953, ásamt konu sinni, Ethel.
Alger Hiss — sór falskan eið.
fersku minni mál Vladimirs
Petrovs, sem handtekinn var
fyrir njósnir í Ástralíu árið
1955 — og baðst þar síðan hælis
sem pólitískur flóttamaður.
Hann játaði, að hann hefði ver-
ið fyrir njósnahring rússnesku
leyniþjónustunnar í Ástralíu —■
og lagði fram skjöl, sem leiddu
til þess, að upp komst um víð-
tæka njósnastarfsemi.
Árið 1956 bað Igor nokkur
Gouzenko, sem var dulmálssér-
fræðingur við sovézka sendiráð-
ið í Ottawa í Kanada, um hæli í
landinu sem pólitískur flótta-
maður. Jafnframt lagði hann
fram ýmis skjöl með upplýsing-
um um starfsemi rússnesks
njósnahrings í Kanada.
Á BROTTVÍSANIR OG
NÁÐANIR
I október í fyrra var starfs-
maður bandaríska sendiráðsins í
Moskvu, Russell Langelle, sak-
aður um njósnastarfsemi og hon-
um vísað úr landi. — í maí árið
1954 nafði Charles Landon
majór, varahermálafulltrúi
Breta í Moskvu, verið borinn
sams konar sökum. Hann varð
einnig að yfirgefa Sovétríkin. —
í febrúar í fyrra tilkynntu
sovézk yfirvöld ,að handteknir
hefðu verið fjórir Tyrkir. Var
þeim gefið að sök að hafa stund-
að njósnir fyrir Bandaríkin.
1 ágúst 1953 var brezka kaup-
sýslumanninum Edgar Sanders
(hann var fæddur í Rússlandi)
vísað brott úr UngverjalandL
Hafði hann verið dæmdur til
13 ára fangelsis fyrir njósnir og
„setið inni“ 3 ár, er hann var
náðaður, með því skilyrði, að
hann hyrfi tafarlaust úr landi.
William Oatis, bandarískur
starfsmaður Associated Press-
fréttastofunnar í Prag, var
dæmdur í fangelsi árið 1953,
fundinn sekur um að hafa stund-
að njósnir fyrir Bandaríkin.
Eftir rúmlega tveggja ára fanga-
vist var hann látinn laus og náð-
aður.
★ Á ÓHEPPILEGASTA TÍMA
Hér hefur aðeins verið drep-
ið lausiega á nokkur þeirra
njósnamála, sem upp hafa komið
á árunum eftir heimsstyrjöldina.
Og enn stunda stórveldin í austri
og vestri njósnir eftir því sem
við verður komið. Njósnamálið,
sem nú er mest umrætt í frétt-
um dag eftir dag, er áreiðanlega
ekkert emsdæmi. En heppnin er
ekki alltaf með njósnurunum,
eins og sjá má af upptalning-
unni hér að framan, og þegar
upp kemst um njósnastarfsemi,
verður jafnan mikið fjaðrafok
—• mótmælaorðsendingar eru'
gefnar út og haft í hótunum. —
En óneitanlega hafa þessir síð-
ustu atburðir gerzt á óheppileg-
asta tíma, svo skömmu fyrir
þjóðaleiðtogafundinn í París —
þar sem gera skal tilraun til að
minnka bilið milli austurs og
vesturs og draga nokkuð úr
þeirri tortryggni, sem einmitt er
ein aðalástæðan til hinnar víð-
tæku njósnastarfsemi á báða
bóga.