Morgunblaðið - 22.07.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 22.07.1960, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. júlí 1960 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. KERFI SPILLINGAR UPPRÆTT UTAN UR HEIMI „Orðagjálfurspólitík- inni“ verður að Ijúka Ekki hœgt að semja við Krúsjett nema með vald og raunverulegan styrk að bakhjarli t KOSNINGASTEFNU- SKRÁM beggja stjórn- arflokkanna fyrir síðustu kosningar var lögð rík áherzla á að uppræta þyrfti kerfi hafta og uppbóta. Landslýður allur var orðinn langþreytt- ur á uppbótakerfinu og menn voru famir að gera sér grein fyrir því, að fyrirkomulagið rýrði stóríega tekjur þjóðar- innar. Þessu meginmarkmiði hef- ur ríkisstjórnin þegar hrund- ið í framkvæmd. Munu ís- lendingar því í framtíðinni búa við stjórnarhætti frelsis og framf'ara, eins og allar ná- grannaþjóðirnar, sem með réttri stjórn efnahagsmála, hefur tekizt að tryggja sí- batnandi lífskjör samhliða heilbrigðu og styrku stjórnar- fari. Þegar stjórnarflokkarnir ákváðu að taka höndum sam- an um að uppræta haftakerf- ið, vissu þeir að vísu, að margháttuð spilling hafði þróazt í skjóli þess. Hins veg- ar gerðu menn sér þá ekki grein fyrir, hve víðtæk lög- brot höfðu verið framin und- ir verndarvæng þeirra, sem mesta áherzlu lögðu á, að við- halda hinu spillta afturhalds- kerfi. Við rannsókn á máli Olíufélagsins h.f. og SÍS er nú komið í Ijós, að spillingin var orðin meiri en menn hafði ór- að fyrir. Að sjálfssögðu verða þeir menn, sem brotlegir hafa gerzt, að sæta ábyrgð. Við búum í réttarríki, þar sem allir menn eiga að vera jafn- ir fyrir lögunum. Þess vegna verður dómur að ganga yfir hvern þann, sem sannur verð- ur að sök. En um.leið og dóm- stólarnir fella dóma yfir þeim, sem brotlegir hafa gerzt við löggjöf hafta og vinstri stefnu, verður annar dómur upp kveðinn af almenningi. Sá dómur verður kveðinn upp yfir því vinstristefnu kerfi sem nært hefur spilling- una. Við skulum játa það hreinskilnislega, að allir ís- lenzkir stjórnmálaflokkar eiga nokkra sök á því, hve djúpt við vorum sokknir í fenið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að vísu reynt að hamla gegn haftastefnunni, en oft látið undan meira en góðu hófi gegndi, einfaldlega vegna þess að menn gerðu sér ekki grein fyrir, hve geysi- skaðvænleg höftin voru. Þegar löggjöf er þannig í einu þjóðfélagi að allur fjöldi einstaklinga brýtur hana, þótt í smáu sé, má búast við að skjótt dragi til stórafbrota. Þannig hefur þetta verið hér bæði með skattalöggjöfina og gjaldeyris- og haftafyrir- komulagið. Enda þótt hin nýja og frjálslynda efnahagsmála- stefna muni bæta stórlega kjör landsmanna, þá er ann- að enn mikilvægara við fram kvæmd hennar. Það er þannig orðið augljóst, að uppræta verður spillingarfyrirkomu- lagið í heild, ef við eigum hér að geta búið við réttaröryggi og sæmilega heilbrigt þjóð- skipulag. Mikilvægi þess ætti öllum að vera augljóst. Afbrot SÍS-manna hljóta að styrkja mjög það almennings- álit, að brýn nauðsyn hafi verið á að hverfa frá hafta- fyrirkomulaginu. Og þegar menn hafa gert sér þess grein, hljóta þeir líka að berjast ötullega fynr sigri stjórnar- stefnunnar. Við skulum ekki ganga út frá því, að ekkert það geti borið að höndum, sem valdi erfiðleikum við framkvæmd hinnar nýju stefnu. í þjóðfé- laginu eru niðurrifsöfl, sem staðráðin eru í að reyna að kollvarpa heilbrigðu stjórn- arfari og innleiða spillinguna á ný. Að óreyndu verður því ekki trúað að þessum öflum takist að hagnýta þá, sem mest eiga undir réttlætinu, almenning í landinu, í baráttu sinni fyrir þessum áformum. En tilraunir til þess verða gerðar. Kommúnistum eru auðvit- að nú, eins og alltaf áður, mest kappsmál að koma í veg fyrir að heiðarleiki og rétt- læti ríki í þjóðfélaginu, því að þeirra stefna þrífst bezt í spilltum þjóðfélögum. Og því miður virðast Framsóknar- menn engir eftirbátar þeirra í óábyrgri afstöðu til hinna nýju og heilbrigðu stjórnar- hátta. Með haustinu má búast við því, að þessir félagar reyni að koma á vinnudeilum og stéttastríði í þeim tilgangi að innleiða spillingarkerfið á ný. Gegn slíkum tilraunum verða allir góðir íslendingar að standa, því að óvíst er um sjálfstæði og lýðræði í þessu landi, ef ósóminn verður aft- ur innleiddur. CÍÐASTLIÐINN þriðjudag ^ birtist í danska blaðinu „Ekstrabladet“ viðtal, sem blaðið hafði átt við hinn ný- útnefnda xrambjóðanda demó krata í Bandaríkjunum við forsetakosningarnar þar í haust, John Kennedy, öld- ungadeildarþingmann frá Massachusetts. — í viðtali | John Kennedy, | ! forsetaefni demó- j S ? i krata, lýsir því, | i hvað til þurfi, svo I I að Krúsjeff hœtti I ^ S S að óvirða Banda- \ S J i ríkin eins og hann \ \ gerði í París í vor i S þessu, sem fer hér á eftir í megindráttum í lauslegri þýðingu, setur Kennedy fram skoðanir sínar á því, hvernig marka skuli stefnu Banda- ríkjanna og forseta þeirra gagnvart Sovétveldinu og hinum harðsnúna forsætis- ráðherra þess, Nikita Krús- jeff. —★— Fyrst minnist Kennedy á fram komu Krúsjeffs við Eisenhower í París í vor — og leggur áherzlu á, að sérhver Bandaríkjamaður, án tillits til stjórnmálastefnu, fordæmi svo svívirðilega fram- komu við forseta sinn. Allir Bandaríkjamenn vilja ráða bót á veikleikum og annmörkum á stöðu Bandaríkjanna í heimin- um, sem hafi sýnt sig og valdið því, að unnt var að koma fram við þau af slíku virðingarleysi. — Síðan segir forsetaefnið: ★ AÐVÖRUN XIL KRÚSJEFFS — Þegar um er að ræða við- ræður eða samninga við Krús- jeff, er enginn munur á aðferð- um demókrata og repúblikana; þá erum við aðeins Bandaríkja- menn. Krúsjeff kvartar yfir því, að hann geti ekki séð neinn mun á stjórnmálaflokkum okk- ar. Það er vegna þess, að báðir flokkarnir eru einhuga í andstöð- unni við kommúnismann, bæði heima fyrir og erlendis. Kosningaárið freistar að sjálf- sögðu Krúsjeffs ti! að reyna að fiska í gruggugu vatni, en það væri hyggilcgast fyrir hann að halda sig sem f jært bandarískum stjórnmálum, því að sérhver íhlutun af hans hálfu mun snú- ast gegn honum sjálfum eins og „boomerang“ (kastvopnið, sem snýr aftur til sama staðar og þvi er kastað frá). — Krúsjeff skyldi ekki gera þá skyssu að telja kosn- ingadeilur okkar tákn um óein- ingu þjóðarinnar varðandi grund vallaratriðin í andstöðustefnu okkar gegn kommúnismanum. Slíkar kosningadeilur eru nú einu sinni sú aðferð, sem við beitum hér, þegar við erum að velja þá menn, sem skulu mynda ríkisstjórn okkar. ★ VÍKJUM EKKI UM HÁRSBREIDD Næsti forseti Bandaríkjanna mun gera Krúsjeff það ljóst, að ekki kemur til mála að víkja um hársbreidd — það kemur ekki til mála að gefa frelsi Berlínar upp á bátinn eða gefa eftir í neinum brýnum hags- munamálum yfirleitt. Hann mun einnig gera það fullljóst, að Bandaríkin eru fús til að gera allt, sem mögulegt er og raun- hæfa þýðingu hefur til þess að hafa hemil á vígbúnaðarkapp- hlaupinu og koma í veg fyrir heimsstyrjöld með kjarnorku- vopnum. — En það er ekki að- eins einörð andstaða okkar gegn útþenslu kommúnismans og óframhaldandi barátta í þágu friðarins, sem þarf að taka af öll tvímæli um við Kreml. Það verð- ur að vekja athvgli alls heimsins á þessu. Og ekki aðeins í orði, heldur og á borði — með verkum okk- ar. — Umfram allt verðum við framvegis að tryggja það, að við getum setzt að samningaborðinu með raunverulegan styrk okkar, traustan efnahag okkar, hugsjón- ir okkar og markmið að bak- hjarli. — Vestrænir og kommún- iskir leiðtogar munu hittast á ný. En við megum aldrei ganga til slíkra funda haldin þeirri glap- skynjun, að hátíðlegt orðagjálfur geti komið í stað raunverulegs styrks, eða að persónulegur góð- viiji og vinsældir nægi til að leysa djúpstæðan hagsmuna- ágreining. —★— Diplómatísk samskipti og fundahöld mnan vébanda Sam- einuðu þjóðanna þurfa nú að fara að taka framförum, með til- liti til vígbúnaðarkapphlaupsins. Það skiptir hins vegar ekki svo miklu, með hvaða hætti og á hvaða stöðum við hittumst í framtíðinni. Mikilvægara er, hvað við segjum og gerum —. hvaða tillögur við gerum, og hverju við komum í framkvæmd. * VERÐUM AÐ XAKA FRUMKVÆÐIÐ Ef Kreml á að læra það, að taka verður viðræður og bind- andi samninga fram yfir her- væðingarkapphlaup eða ofbeldi, þá verðum við að taka frum- kvæðið í heimsmálunum í okkar hendur, en ekki vera tvístígandi í afstöðu okkar til hótana Sovét- veldisins. Framlhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.