Morgunblaðið - 22.07.1960, Síða 12
12
MORGVNBL AÐIÐ
Fðstudagur 22. júli 1960
Æ
|\ ’
FRAMTIÐIN
‘ÖTGEFANDI: SAMBAND UNGRA S JÁL FSTÆÐLSM AN N A
RITSTJÖRÍ: BJARNI BEINTEINSSON
Hópmynd af þátttakendnm.
Auka þatf frœðslu um
utanríkismál
Sogt frá ráðstefnu œskulýSsleiðfoga
f Oxford
NÝL.EGA er lokið í Oxford ráð- Flestir höfðu þeir starfað að utan-
stefnu æskulýðsleiðtoga frá Atl-
antshafsbandalagsríkjunum, sem
fjallaði um æskulýðinn og utan-
rikismál og hvernig æskulýðsfé-
lögin geti veitt meðlimum sínum
fræðslu um þau mál og þá eink-
anlega um vestræna samvinnu.
Ráðstefnu þessa sóttu um 100
fulltrúar frá hinum 15 ríkjum Atl
antshafsbandalagsins. Fjölmenn-
ust var að sjálfsögðu sendinefnd
Breta, en frá öðrum þjóðum
komu tveir til sex fulltrúar. Full-
trúar íslands voru Jón Sigurðs-
son, lögfræðingur, framkvæmda-
stjóri Bandaiags íslenzkra skáta,
Sigmundur Böðvarsson, stud. jur.,
fulltrúi Stúdentaráðs og undirrit-
aður, sem var fulltrúi Æsku-
lýðssambands íslands.
Ráðstefnan, sem stóð yfir dag-
ana 9.---16. júlí ,var haldin í New
College í Oxford. Þó að nafn skól-
ans bendi til, að hann sé nýr af
nálinni, þá er það öðru nær, því
hann mun stofnaður árið 1379.
Við bjuggum og mötuðumst í skól
anum þann tíma sem ráðstefnan
stóð yfir. Stúdentarnir eru nú
allir í sumarleyfi og fengum við
herbergi þeirra til umráða. Hver
stúdent hefur tvö allstór her-
bergi, iem vegna þess hve bygg-
ingarnar eru gamlar eru þæg-
indalítil og köld, þótt hita megi
þau upp með gasloga. Þjónn er
fyrir hverja sex stúdenta og ræs-
ir hann þá klukkan hálf-átta á
morgni hverjúm með því að
koma með heitt rakvatn, því
hvorki er heitt né kalt vatn að
fá I herbergjunum. Sömu reglur
giltu meðan við dvöldumst þarna.
Ráðstefnan
Ráðstefnan hófst með því að
rektor skólans, Sir William Hayt-
er, sem m.a. var sendiherra Breta
í Moskvu 1956—1959, bauð full-
trúa velkomna með stuttri en
snjallri ræðu. Setningarræðuna
flutti hins vegar Robert Allan,
varautanríkisráðherra Breta. Þá
flutti Bernard J. Hayhœ, for-
maður brezka æskulýðssambands
ins, inngangserindi ráðstefnunn-
ar, en ráðstefnan var einmitt hald
in á vegum brezka æskulýðssam-
bandsins með styrk og fyrir-
greiðslu Atlantshafsbandalagsins.
Á hverjum degi voru síðan
flutt eitt eða tvö erindi um ýmsa
þætti utanríkismálanna. Fyrir-
lesararnir voru allir þaulkunnug-
ir efni því, sem þeir fjölluðu um
oig margir eru afburðaræðumenn
ríkismálum í áratugi. Á eftir
hverju erindi beindu fulltrúar
spumingum til ræðumanns og
urðu ávallt mjög miklar umræð-
ur því menn voru ófeimnir við
að láta skoðanir sínar í Ijós og
deila við fyrirlesara ef þeim þótti
þurfa. Geta má þess, að á einum
fundinum var Sigmundur Böð-
varsson fundarstjóri.
Á milli funda röbbuðu menn
saman yfir kaffibolla eða bjór-
glasi og er þá komið að þeim
þætti, sem e.t.v. er mikilvæg-
astur á öllum þessum ráðstefn-
um, sem nú á tímum eru haldn-
ar, en það er að menn kynnist
pærsónulega. Slík kynning og við-
ræður um sameiginleg áhugamál
auðveldar mönnum ótrúlega mik-
ið að skilja vandamál annarra
þjóða og afstöðu þeirra til heims
málanna yfirleitt.
Ekki er unnt í svo stuttri blaða
grein að gera grein fyrir öllu,
sem á góma bar á ráðstefnunni,
en vonandi gefst tækifæri til að
segja nánar frá henni síðar. Það
sem vakti þó helzt athygli mína
er hve hin almennu æskulýðsfé-
lög í V-Evrópu virðast leggja mik
ið kapp á að efla með félögum
sínum þekkingu á alþjóðamálum
og vestrænni samvinnu og glæða
með þeim skilning á vandamálum
annarra þjóða. Þetta verkefni
hafa islenzk æskulýðsfélög að
mínu álRi vanrækt nær algerlega
og er það miður farið því nú á
tímum, þegar samvinna þjóða er
svo mikil sem raun ber vitni er
full þörf á að æskulýðurinn geti
notið óhlutdrægrar fræðslu um
utanníkismál, samvinnu þjóða
og alþjóðastofnanir.
Kynnisferðir
Auk fundarhalda sáu gestgjafar
okkar um að við gætum kynnzt
borginni nokkuð. M. a- skoðuðum
við nokkrar háskóladeildir og
aðra markverða staði í borginni
og fórum í bátsferð um Thamesá
Þá heimsóttum við sumarbúðir
rétt fyrir utan Oxford þar sem
dvöldust um 50 þýzkir unglingar
og jafnmargir brezkir í hinu
bezta yfirlæti.
Einn daginn var Blenheimhöll-
in skoðuð, en hún er skammt frá
Oxford. Gat þar að lita gríðar-
mikinn íburð og fjölda dýrgripa,
en það sem hreif flesta mest var
þó geysifagur og víðáttumikill
garður í kringum höllina. Þessi
höll er m.a. fræg fyrir það, að
i henni fæddist sá merki mað-
ur Sir Winston Churchill.
Þá var okkur boðið til móttöku
hjá borgarstjóra Oxfordborgar í
ráðhúsi bæjarins. Voru þar auk
hans viðstaddir flestir bæjarfull
trúar og áttum við skemmtilegar
viðræður við þá um borgina og
störf bæjarstjórnarinnar. Það
vakti athygli mina að flestir bæj-
arfulltrúar Verksunannaflokksins
voru raunverulegir verkamenn,
sem á daginn unnu í verksmiðj-
um eða við aðrar iðnir. Er það
frábrugðið því, sem hér gerist,
þótt hér séu flokkar sem telja
sig verkalýðsflokka sérstaklega.
Næst síðasta daginn var svo
farið í Morrisverksmiðjurnar og
þær skoðaðar. Þar er framleidd-
ur einn bíll á hverjum 45 sekúnd-
um, svo nærri má geta að þar
ríkir hraði, hagkvæmni og skipu
lagning í öllum vinnubrögðum.
Þótti okkur stórfróðlegt að kynn-
ast þessum verksmiðjum, sem
stofnaðar voru í upphafi sem lítil
hjólhestaviðgerðastofa, en hafa á
nokkrum áratugum fyrir atorku
og hugkvæmni einstaklinga orðið
eitt öflugasta og anikjlyægasta fyr
irtæki Bretlarvds.
Bjarni Beinteinsson.
Nikita Krúsjeff
1894 — Fæddur i Kalinavka, úkrainsku þorpi. Faffir hans
var járnsmiður og kolanámumaður. 1 æsku gætti
Krúsjeff fjárhjarffa og naut lítillar menntunar.
1918 — Varff hann kommúnisti. Barðist meff rauðliðum
og varff áróðursstjóri og skipuiagsstjóri í flokknum.
1922 — Gekk í „verkamannaskóla" í XJkrainu til að nema
landbúnaffarfræffi. Kvæntist skólasystur sinni, er
lézt skömmu siðar. Kvæntist á nýjan leik 16 árum
síðar. Á tvær dætur og einn son. Annar féll í
heimsstyrjöldinni.
1929 — Kom til Moskva sem nemandi.
1931 — Varff flokksstarfsmaður í Moskvu og hóf aff klifra
upp eftir metorðastiga Kommúnistaflokks Ráð-
stjórnarríkjanna.
1934 — Kjörinn í aðalframkvæmdarstjórn flokksins og sem
slíkur tók hann ásamt Stalin þátt í „hinum miklu
hreinsunum" árin 1936—1938. Þúsundir manna
voru teknir af lífi. Milljónir sendar í fangabúðir.
1938 — Sendur af Stalin til Úkrainu til að stjórna „hreins-
un“ á flokksstarfsmönnum þar.
1944 — Stjórnaffi annarri flokkshreinsun í Úkrainu. I þetta
sinn meff algjöru alræffisvaldi i sérstöku umboði
Stalins.
1949 — Snéri aftur til Moskvu sem ritari affalfram-
kvæmdarstjórnar flokksins.
1953 — Xók viff stjórn Kommúnistaflokksins eftir dauffa
Stalins.
1955 — Neyddi Malenkov til aff segja af sér og gerffi Bulg-
anin aff forsætisráðherra.
1956 — Afneitaði Stalin í orffi. — Brýtur frelsisbaráttu
Ungverja á bak aftur meff vaidi í skjóli rússneska
hersins.
1957 — Losar sig viff erfiffa keppinauta i framkvæmda-
stjórn flokksins með affstoð stríðshetjunnar Zhu-
kovs — sparkar honum síffar.
1958 — Vtir Bulganin úr forsætisráffherraembættinu. Tekur
embættiff sjálfur og verffur við það bæði æðsti
maffur ríkisstjórnar Sovétríkjanna og Kommún-
istaflokksins.
1959 — Snýr sér af alvöru aff alþjóðamálum og hyggst
leika þar hliðstæffa refskák og hann hefur gert
heima fyrir. — Heimsækir Bandaríkin — brosir og
er blíðmáll.
1960 — Spillir Parísarfundi hinna fjóru stóru áffur en hann
hefst — hefur í hótunum og ógnar heimsfriffnum.
(STEFNIR),
1 þessu húsi var ráffstefnan haldin.
Nýtt Stefnishefti
UM ÞESSAR mundir er að koma
út nýtt hefti af Stefni, sem Sam-
band ungra Sjálfstæðismanna gef
ur út. Að venju er ritið vandað
og fjölbreytt og flytur margar
eftirtektarverðar greinar um þjóð
mál og menningarmál.
Af efni ritsins má nefna, að Þór
Vilhjálmsson, form. SUS, ritar
Viðsjá, mjög athyglisverða grein
um efnahagsaðgerðir rikisstjórn-
arinnar, veikleika lýðræðisins og
um áhrif sérfræðinga og emibætt-
ismanna á þjóðmálin.
Þá er greinin Skíðaiðkanir eft-
ir Þóri Jónsson, framkvstj. Þór-
ir er sem kunnugt er mjög þekkt-
ur skíðamaður og ætti því öllum
skíðaunnendum að vera fengur að
þessari grein hans.
Ragnar Kjartansson, framkvstj.
Heimdallar ritar greinina Þegn-
skylduvinna. Eru það eftirtektar-
verðar hugleiðingar um efni, sem
í áratugi hefur verið hið mesta
hitamál hérlendis.
Þá birtist í þessu hefti Stefnis
ritgerð eftir Gunnar Gunnarsson,
stúdent, sem nefnist Samrýmist
þjóðnýting lýðræðisþjóðfélagi?
Er það verðlaunaritgerð úr rit-
gerðasamkeppni, sem Heimdall-
ur efndi til á sl. vetri.
Grein er í heftinu um sýning-
una „La Biennale di Venezia“
ásamt myndum af fimm málverk-
um eftir Kjarval og þrem járn-
myndum eftir Ásmund Sveins-
Framhald á bls. 19.