Morgunblaðið - 22.07.1960, Side 1
20 síður
A
SIS flækt í mesta f járglæf ramál
sem um getur á íslandi
Víðtæk brot á g|aldeyrisloggjofinní9 óloglegur inn
flutningur, falsaðar skýrslur og margháttað brask
bæði i Ameríku og Evrópu
Ný f.éttcstilkynning frá
I. Geymaleigutekjur
Olíufélagsins h.f.
f fyrri fréttatilkynningum var
skýrt frá því, að einn gildasti
þáttur rannsóknar málsins hafi
verið sá að staðreyna hverjar hafi
verið gjaldeyristekjur H.Í.S. og
Oliufélagsins h.f. undanfarin ár
vegna viðskiptanna á Keflavíkur-
flugvelli og ráðstafanir félaganna
á þessum tekjum. Hefir f fyrr!
tilkynningu verið gerð nokkur
grein fyrir viðskiptareikningum
H.Í.S., nr. 4137 og 4138, hjá Esso
Export Corporation.
Árið 1950 samdi Vilhjálmur
Þór, þáverandi stjórnarformaður
Olíufélagsins h.f., við bandarisk
stjórnvöld um leigu á olíugeym-
um félagsins í Hvalfirði. Tekjur
Olíufélagsins h.f. vegna leigu
geymanna í Hvalfirði námu í árs
lok 1958 samtals $ 877.833.90. Var
langmestur hluti þessarra dollara
Frh. á bls. 9.
svo hljóÖandi:
Fréttatilkynning nr. III af dóms-
rannsókn á ætLaðri ólölegri
starfsemi Hins íslenzka stein-
olíuhlutafélags og
Olíufélagsins h.f.
. ★
Þar sem dómararnir hafa orð-
ið þess áskynja, að ýmsum sögum
fari af rannsókn olíumálsins svo-
kallaða, þykir þeim bæði rétt og
skylt, til viðbótar fyrri tilkynn-
ingum, að skýra frá eftirfarandi
Símsent
frá Oslo
ÞESSI mynd var símsend
Mbl. frá Osló í gærkvöldi,
og barst hún um miðnætti.
Hér sézt Valbjörn Þorláks-
. son stangarstökkvari í sigur
stökkinu, 4.40, og réði það
öðrum greinum fremur, að
ísland náði fjórða sæti í
keppninni í Osló.
rannsóknardómurunum
MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því 30. júní og 14. júlí sl., að mikil
réttarhöld hefðu staðið yfir í olíumálinu og Vilhjálmur Þór, seðla-
bankastjóri og fyrrverandi forstjóri SÍS, hefði verið til yfirheyrslu
og böndin væru farin að berast að forystumönnum SÍS. í frétta-
tilkynningu frá rannsóknardómurum í málinu, sem blaðinu barst
í gær, og birt er í heild hér á eftir, er þetta staðfest.
í tilkynningu rannsóknardómaranna er m. a. skýrt frá því, að
tekjur Olíufélagsins h.f. vegna leigu á olíugeymum þess í Hvalfirði
hafi í árslok 1958 numið $877.833.90, en þá voru liðin átta ár frá því
Vilhjálmur Þór, þáverandi stjórnarformaður lélagsins, gerði samn-
ing við bandarísk stjórnvöld um leigu á geymunum. Var langmestur
hluti þessara dollara færður á sérstakan reikning Olíufélagsins h.f.
hjá Esso Export Corporation í New York, nr. 6078. Ekki gerði fé-
lagið gjaldeyriseftirlitinu skil á neinum leigutekjum félagsins fyrr
en gengið var eftir því haustið 1955, en þá fullyrtu forráðamenn
félagsins, að félagið ætti eftir að fá fært til tekna hjá Esso Export
Corporation $ 145.000.00. Aftur á móti sýna gögn, að félagið hafi
verið búið að fá ráðstöfunarrétt yfir þessum dollurum þegar á árinu
1954, enda voru doilararnir þá um haustið fluttir að undirlagi Vil-
hjálms Þórs af geymaleigureikningi Olíufélagsins h.f. inn á reikn-
ing þess félags hjá skrifstofu SÍS í New York.
Þessar gjaldeyristekjur Olíufélagsins h.f. notaði SÍS síðan ólög-
lega til kaupa á ýmiskonar varningi, m. a. miklum fjölda bifreiða.
Af þessu sést, að gjaldeyrisviðskipti SÍS og Olíufélagsins h.f. hafa
verið samofin.
Það kemur síðan fram í tilkynningu rannsóknardómaranna, að
Haukur Hvannberg hafi notað fé Olíufélagsins h.f., m. a. af inn-
stæðu þess hjá skrifstofu SÍS í New York, til flugvélakaupa og
verðbréfabrasks. Fyrirtækið Butler, Herrick & Marshall „keypti
og seldi fyrir Hauk Hvannberg verðbréf (securities), þar til Haukur
Hvannberg lét loka reikningnnm 29. janúar 1959 og yfirfæra
$ ^0.758.85 til Union Bank í Sviss, þar sem peningarnir eru enn,
eftir því sem dómararnir bezt vita“.
Þá benda gögn til þess, að Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hafi
haft tekjur í sterlingspundum, vegna olíusölu tii erlendra skipa á
fslandi. „Gjaldeyrisskil yfir þessar sterlingspundatekjur voru ekki
gerð, fyrr en árið 1959, að því er hermir í framburði forstjóra sölu-
deildar Olíufélagsins h.f., og þá samkvæmt beiðni gjaldeyriseftir-
litsins". í marz 1954 voru hins vegar £ 11.500 af innstæðum
HIS í Englandi, án heimildar gjaldeyrisyfirvaldanna, varið til
kaupa á Litlafclli, sem er sameiginleg eign Olíufélagsins h.f. og SÍS
op keypt var í Svíþjóð um þær mundir. Vilhjálmur Þór mundi ekki,
hvernig gjaldeyrisins var aflað til kaupa á skipinu. Við yfirheyrsl-
urnar kvaðst Vilhjálmur Þór ekki, í nokkrum öðrum atriðum, muna
eftir sameiginlegum, ólöglegum gjaldeyrisviðskiptum Olíufélagsins
h.f. og SÍS, eins og fram kemur í tilkynningu rannsóknardómaranna.
triðum, sem fram hafa komið við
Fréttatilkynning rann-
sóknardómaranna er
rannsókn málsins:
Vilhjálmur Þór
lætur af störfum
Samkvæml tilmælum bnnka-
málaráðherra vegna olíumálsins
VILHJÁLMUR ÞÓR, aðal-
bankastjóri Seðlabankans,
hefur látið af störfum um
stundarsakir. Beindi banka-
málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla-
son, þeim tilmælum til banka-
stjórans að hann léti af banka
stjórn meðan rannsókn hins
svokallaða olíumáls stæði yf-
ir. En eins og kunnugt er var
Vilhjálmur Þór stjórnarfor-
maður Olíufélagsins og fram-
kvæmdastjóri Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga I
þann mund, sem þær stór-
felldu misfellur hófust, sem
þetta mál rekur rætur sínar
til. Var þar um að ræða stór-
kostleg brot á gjaldeyrislög-
gjöfinni ásamt margskonar
braski og óreiðu.
Framh. á bls 2.