Morgunblaðið - 09.08.1960, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. Sgúst 1960
Orkulindirnar au&œfi, sem Jb/óð-
in hefur ekki efni á að láta ónotuð
HERRA forseti íslands, virðu-
lega forsetafrú, heiðruðu áheyr-
endur!
í dag er fagnað merkum á-
fanga á leið uppbyggingar og
framfara Þegar þess er gætt,
hversu stuttur sá tími er, síðan
þjóðin byrjaði að tileinka sér
tækni og framfarir, er sérstök
ástæða til þess að fagna yfir því
sem áunnizt hefur. Þótt mann-
virki þetta, þriðja og síðasta
virkjun Sogsins, teljist á okkar
mælikvarða stórt, ber eigi að síð
ur nauðsyn til að gera sér fuila
grein fyrir því að orka þessarar
myndarlegu rafstöðvar, ásamt
öðrum virkjunum hér, fullnægir
ekki rafmagnsþörfinni á veitu-
svæði Sogsins nema örfá ár. Raf-
orku-þörfin eykst stöðugt og hef
ir undanfarið meira en tvöfald-
azt á 10 ára fresti. Fyrsta virkj-
unin hér á landi var gerð í Hafn-
arfirði 1904, að sjálfsögðu lítii,
en þótti merkileg nýjung. Þann-
íg var einnig með aðrar smá-
virkjanir, sem gerðar voru víðs-
vegar um landið næstu árin þar
á eftir, en þær stöðvar voru allar
litlar og naumast ætlaðar til al-
menningsnota. Elliðaárvirkjun
1921 þótti mikið fyrirtæki, i
fyrstu 1000 kw., en síðar bætt
við 500 kw. Var þessi virkjun
látin nægja yfrir Reykjavík, þar
til fyrstu Sogsvirkjuninni var
lokið 1937. Með þeirri virkjun,
sem nú hefur verið lokið hér, er
talið að Sogið gefi allt að 73 þús.
kw. en með því að bæta við vél-
um má fá allt að 96 þús. kw. úr
Bogi.
91% þjóðarinnar hefur rafmagn
Nú er það ekki aðeins Reykja-
vík, sem nýtur raforkunnar frá
Sogi, heldur má segja að orku-
veitusvæði Sogsins sé Suður-
land frá Vík 1 Mýrdal til
Borgarfjarðar. Undanfarin ár
hefur mikið verið unnið að raf-
magnsmálum þjóðarinnar, og
mest síðan 10 ára áætlunin tók
gildi 1953. Telja má að virkjað
vatnsafl á öllu landinu sé nú 105
þús. kw. Auk þess ca. 16 þús. kw.
gufu- og dieselstöðvar, sem
munu síðar verða að mestu leyti
varastöðvar víðs vegar um land.
Talið er, að 91% af þjóðinni hafi
nú rafmagn eða 159 þús. manns.
Þegar 10 ára áætluninni sr lokið
1964, má reikna með a£ '8% af
þjóðinni hafi rafmagn, cða 182
þús. manns, sé'reiknað með 2,2%
fólksfjölgun á ári, eins og verið
hefur um skeið. Reikna má með
að þjóðin hafi nú varið til raf-
orkuframkvæmda 2,5 milljörð-
um króna. Miðað við verðlag á
efni og vinnukostnaði í dag. Til
þess að ljúka 10 ára áætluninni,
er ætlað að þurfi allt að 260
millj. kr. Til þess að 'áta þá
landsmenn fá rafmagn, ssm raf-
magnslausir verða i lok
1« ára áætlunarinnar, en
það munu verða um 8 þús.
manns, eða 1440 heimili, þarf að
verja allt að 50 millj. kr. miðað
við það að til þess veri notaðar
smástöðvar, en allt að 500 millj.
kr., verði málið leyst með há-
spennuveitum. Eðlilegt væri að
Rceða, sem Ing-
ólfur Jónsson raf-
orkumálaráðherra,
flutti við vígslu
Steingrímsstöðvar
við Efra Sog s.l.
laugardag
gera nú þegar 5—6 ára áætlun
um að ljúka rafvæðingu landsins
eftir að 10 ára áætluninni er lok
ið, á þann hátt sem heppilegast
þykir, að einhverju leyti með
háspennuveitum, þar sem vega-
lengdir eru hæfilega miklar.
Allir íslendingar fengið rafmagn
1970?
Mætti þá gera ráð fyrir, að
allir íslendingar hefðu fengið
rafmagn árið 1970. Þjóðin bjó
lengi við myrkur og kulda, ein-
angrun og fátækt. Myrkrið og
kuldinn hefur vikið fyrir raf-
magninu, sem færir birtu og yl
inn á heimilin. Einangrunin er
rofin og landið er komið í al-
þjóðaleið. En þrátt fyrir allar
framfarirnar, bætt lífsskilyrði og
aukin þægindi, hefur þjóðin ekki
enn sigrazt að fullu á fátækt-
inni. Það gerir hún ekki nema
hún notfæri sér í enn ríkari
mæli þá möguleika, sem landið
hefur að bjóða. Fátæktin herjar
á þangað til þjóðarbúið gefur
meira af sér heldur en það sem
að er flutt og notað er til venju-
legs reksturs og þarfa þjóðar-
inriar. Það má því ljóst vera, að
megintakmarkið í dag skal vera
aukin framleiðsla. Orkulindir
landsins eru því auðæfi, sem
þjóðin hefur ekki efni á að láta
vera ónotuð. Þjóðin hefur notað
sér fiskimið landsins með ný-
tízkuskipum og fullkomnum
veiðarfærum. Eru miklar vonir
tengdar -við sjávarútveginn í
framtíðinni eftir að þjóðin hefur
komið málum þannig fyrir að
hún ein geti stundað fiskveiðar
á fengsælustu fiskimiðunum um
hverfis landið. Vonandi verður
ekki langt að bíða þangað til sig-
urs vinnst í því máli.
Iðnaðurinn krefst orku
Framfarir í landbúnaði hafa
verið miklar undanfarin ár og
með aukinni ræktun, heftingu
sandfoks og uppblásturs, hefur
landið verið gert betra og byggi-
legra en það áður var. Er nauð-
synlegt að halda áfram á þeirri
braut og gera landbúnaðinn að
þeim atvinnuvegi, sem sótzt er
eftir að stunda. Við hina gömlu
tvo aðalatvinnuvegi þjóðarinnar,
landbúnaðinn og sjávarútveginn,
mun ávallt stór hluti þjóðarinn-
ar búa. En á íslandi, eins og í
öðrum menningarlöndum, þarf
atvinnulífið að vera fjölbreytt
til þess að komið verði í veg
fyrir atvinnuleysi og enfahags-
afkoman verði tryggð. Á síðustu
árum hafa þrjár atvinnugreinar
orðið nokkuð ríkúr þáttur í at-
vinnulífi landsmanna. Ber þar
að nefna iðnað, siglingar og
verzlun. Nauðsyn ber til að fjöl-
breytni í atvinnulífinu geti orð-
ið sem mest, þar sem þjóðinni
fjölgar mjög ört. Reikna
má með að þjóðin verði
meira en helmingi fjöl-
mennari eftir 30—40 ár en
hún er í dag. Er því ljóst, að
ekki dugar að halda að sér hönd-
um ef verkefni á að verða fyrir
alla landsmenn og afkoman að
vera tryggð fyrir nútíð og fram-
tíð. Uppbygging og framkvæmd-
ir í öllum hagnýtum atvinnu-
greinum landsmanna verður að
halda áfram til þess að allir hafi
nægilega atvinnu og efnahagur
þjóðarinnar megi blómgast. Iðn-
aðurinn getur hér eins og víða
annars staðar gegnt mikilvægu
hlutverki í þjóðarbúskapnum.
Iðnaðarframleiðslan krefst mik-
illar orku, orkan er fyrir hendi
í fallvötnum iandsins, Þá er og
mikilvægt að hagnýta jarðhit-
ann. Talið er að velvirkjanleg
vatnsföll hér á landi gefi a. m. k.
2,5 millj, kw. og enn meira ef
reiknað er með því vatnsafli, sem
virkjað væri við óhagstæðari
skilyrði.
Stórvirkjun nauðsynlegr
Áður hefur verið minnzt á að
nú hafi verið virkjuð hér á landi
aðeins 105 þús. kw. Er því ljóst
að mestur hluti af orkunni í fal'l-
vötnum landsins er ónotuð. Á
orkuveitusvæði Sogsins verður
raforkuskortur farinn að gera
vart við sig á árinu 1964. Verður
því nú þegar að undirbúa næstu
virkjun. Komið er að því að gera
verður stærra átak en áður og
miða virkjunina ekki aðeins við
það, sem þarf til heimilisnota eða
smáiðnaðar, heldur einnig við nýj
an iðnað, sem notar mikla orku,
veitir mörgum atvinnu og eyk-
ur útflutningsverðmæti þjóðar-
búsins. Stórvirkjun þarf mikinn
tæknilegan undirbúning. Einnig
er nauðsynlegt áður en verkið er
hafið að gera sér fulla grein fyr-
Framhald á bls. 19.
Ingólfur Jónsson raforkumálaráðherra flytur ræðu sína í Stemgnmsstöð.
* Bjartara
f^rirriorðan
Þrátt fyrir ágætis veður má
greinilega finna að sumaríð
er að byrja að láta undan
síga fyrir haustinu. Andvarinn
er orðinn heldur kaldur, þeg-
ar ekki nýtur sólar, og farið
er að dimma um lágnættið.
Auk þess er ekki laust við að
haustsvipur sé að koma á
rúntinn í miðbænum.
Á þessum tíma árs verða
þeir, sem ferðast milli Norður-
og Suðurlands, þess greinilega
varir hver munur er á birtu
í þessum landshlutum. Velvak
and; var staddur á Norður-
landi um verzlunarmannahelg
ina. Þá var þar bjart um mið-
nættið, hægt að glugga í blað
eftir að komið var í svefnpok-
ann í tjaldinu. í vikunni á
eftir ók sami svo eitt góð-
viðriskvöld í björtu veðri út á
Seltjarnarnes til að horfa á
sólarlagið. Þetta var fagurt
kvöld, en alldimmt eftir að sól
in var setzt. Þannig halda
Norðlendingar áfram að hafa
styttri nætur fram til 21. sept.
á jafndægri, en úr því lengri
fram í marz.
^SóIarlagið
óviðjafnanlegt
Sólarlag í Reykjavik á þess-
um tíma árs er nokkuð, sem
enginn ætti að láta fram hjá
sér fara. Sumir eru svo heppn-
ir að geta notið þess úr glugg-
anum hjá sér, en þeir eru fleiri
sem verða að hafa fyrir því að
ganga eða aka á einhvern þann
stað, þar sem útsýni er að fá.
En það borgar sig að fá sér
slíka kvöldgöngu. Ofarnefnt
kvöld skipti himininn litum í
sífellu. Þar gaf að líta öll blæ-
brigði af ráúðu og á norður-
himninum lædddúst að dökk-
bláir og svargráir skuggar, er
stöðugt breyttust. Meðan
bjarminn frá sólinni var enn
nokkuð sterkur, gyllti hún
fjöruborðið, en svo smádofn-
aði ljósið og skuggi lagðist yf-
ir land og sjó. Snæfellsjökull
og allur Snæfellsnesfjallaran-
inn reis eins og skuggamynd í
fjarska með rauðan kvöldhim-
in að baki. Og til að „upplifa“
þetta þurfti aðeins að ganga
vestur að sjó.
FERDIIMAND
Copyrighf P. i. B. Bo* 6 Copffnhagen
vr/o
> Vinir — og vinir
Guðrún Jacobsen skrifar at-
hugasemd við bréf fuglavinar,
sem birtist hér í dálkunum:
Kæri fuglavinur. Þér viljið
láta útrýma einni skepnuteg-
und algjörlega til að önnur
geti lifað sæmilega örugg um
líf sitt? Er þetta ekki heldur
kaldranalega mælt? Þér teljið
yður fuglavin, en er sá fugla-
vinur, sem ekkert gerir fyrir
fuglinn sinn? Það er sko eng-
inn vandi að telja sig vin smá-
fugla, það þarf nefnilega ekk-
ert fyrir þeim að hafa. Þeir
ala sig sjálfir. Ef þér bæruð
smáfuglana fyrir brjósti mynd
uð þér verja þessa varnarlausu
vesalinga fyrir utanaðkomandi
hættu, með því að girða kring
um tréð meðan hjónin eru að
koma upp ungunum.
Ég vona svo, kæri fuglavin-
ur, að þér séuð ekki í ætt við
hænsnaeigandann, sem lét
skjóta vitru tíkina mína frá ó-
sjálfbjarga hvolpum, vegna
þess að dýrinu varð á að glefsa
í eina hænu, sem hænsnaeig-
andinn hafði ætlað sjáifum sér
til eldis.