Morgunblaðið - 09.08.1960, Blaðsíða 20
Pólsfjarnan
Sjá bls. 10.
wgtniMftftUk
178. tbl. — Þriðjudagur 9. ágúst 1960
ÍÞRÓTTIR
er á bls 8 og 18.
onemma 1 gærmurjun Kom
íyrsti ferðamannahópurinn
sem farið hefur héðan frá
íslandi til Græniands. Ferð-
in var farin á vegum Ferða-
skrifstofu ríkisins og flogið
til Narssarssuak með Sól-
faxa, Skymasterflugvél Flug
félags íslands. Fiugstjóri var
Jóhannes Snorrason. Meðal
farþega í þessari skemmti-
ferð var fréttamaður Mbl.
Hótaði að drepa
fósturföður sinn
MAÐUR um fimmtugt varð
fyrir líkamsárás uppeldis-
sonar síns aðfaranótt sunnu
dagsins og hlaut af svöðusár,
er sonurinn réðist á hann með
rakvélarblaði. Hann hafði þá
skömmu áður hótað að drepa
uppeldisföður sinn.
Þetta gerðist í einum skálanna
í Múlabúðum við Suðurlands-
braut. Um klukkan 3 um nóttina
hafði uppeldissonur mannsins
komið heim og var þá ölvaður.
Faðir piltsins var þá sofandi,
en hafði að eigin sögn, vaknað
og sagt piltinum að fara að sofa.
Kverkatak
Það skipti þá engum togum
að pilturinn, sem varð 22 ára
í gærdag, réðist á uppeldis-
föður sinn Qg greip hann þar
sem hann lá í rúmi sínu föstu
kverkataki og hótaði að hann
skyldi drepa hann.
Manninum tókst að Iosa um
hendur uppeldissonarins, en
þá greip hann sængina í rúm-
inu og vöðlaði henni um höf-
uð föður síns og herti með
hinni hendinni kverkatakið.
Manninum tókst að losa um
sængina og þá snaraði hann
sér fram á gólf og út undir
skáladyr. Þar réðist pilturinn
enn á ný á hann. Hafði hann
gripið rakvélarblað og hár-
beittri egg þess skellti hann á
upphandlegg mannsins og
varð af svöðusár.
Atta saumaspor
Er hér var komið stökk maður
inn út úr skálanum og leitaði
eftir hjálp hjá grörmum sínum.
Þeir hringdu í lögregluna. Hún
fór með manninn í slysavarð-
stofuna en pilturinn var settur
inn. Læknar tóku átta spor til
að loka skurðinum á handlegg
mannsins.
★
Pilurinn hefur skýrt frá því
við yfirheyrslur, að sér sé illa
við fósturföður sinn. En hann
hefur aftur sagt piltinn verða ör_
ann mjög, ef hann smakkar á-
fengi.
Krufningín leiddi i Ijós, aö
Hnefahögg urðu Norð
manninum að bana
Ibadan, V.-Nígeríu, 8. ágúst. —
Kosið var til nýs þings í Vestur-
Nígeríu í dag. Verða kjörnir 124
þingmenn .— í stað 84 áður. Um
320 frambjóðendur voru í kjöri.
— Nígería hlýtur sjálfstæði í
október, en hún hefir verið brezk
nýlenda.
NORSKI sjómaðurinn Alfred
Eltvig lézt vegna áverka, sem
hann hlaut af manna völdum.
— Sú var niðurstaðan, sem
prófessor Niels P. Dungal
komst að, er hann krufði lík
sjómannsins.
w
Avísana-, víxil
og bréfafalsanir
ÁVÍSANAFALSANIR hafa
verið meðal þeirra mála er
rannsóknarlögreglan hefur
haft með höndum nú undan-
farið. Er um að ræða þrjú
slík mál. Er búið að upplýsa
tvö en hið þriðja er í rann-
sókn. —
•A: Stórtækur í úttekt
Hið fyrsta þeirra snertir 21
árs gamlan mann. Eitt sinn opn-
aði hann ávísanareikning í ein-
um bankanna og fékk þá að sjálf
söfðu umráð yfir tékkhefti.
Hinn 3. þ. m. var kært yfir
því, að falskar ávísanir væru í
umferð. Er rannsóknarlögregl-
unni kunnugt um 10—20 slíkar
ávísanir, þó ekki séu allar komn-
ar í leitimar. Ungi maðurinn
hafði skrifað ávísanir hjá tveim
úrsölum, aðra upp á 2450 kr. en
liina upp á kr. 2100, fengið tvö
ný úr. Þá hafði hann á öðrum
stað keypt herragullhringi, þann
dýrasta á um 3000 kr. — Og
ýmsan varning annan keypti
hann.
Ávísanimar voru á hinn ganila
ávísanareiknmg marmsins og
undirskriftir hafði hann allar
falsað.
Daginn eftir að maðurinn hafði
keypt þennan varning var hann
handtekinn.
Þá hafði ungur maður fyrir
nokkru stolið úr tékkhefti tveim
ávísunum og falsað báðar að
upphæð alls 4500 kr.
Verið er nú að rannsaka tvær
ávísanir að upphæð 3000 kr., sem
einnig hafa verið falsaðar.
Það er vissulega ástæða til
þess að hvetja þá menn sem eiga
ávísanareikninga í bönkunum til
þess að gæta tékkheftanna eins
og annara fjármuna. Annars
gera menn slíkan verzlunarmáta
með öllu ógerlegan, sagði Sveinn
Sæmundsson yfirmaður rann-
sóknarlögreglunnar.
Gat hann þess ennfremur að
mikill fjöldi kæra bærust í sam-
bandi við tékka, sem ekki væri
innstæða fyrir í bönkunum.
★
UM DAGINN barst einni af verzl
unum bæjarins bréf sem undir-
ritað var af forstjóra útgerðar-
félags hér í bænum. Bréfið var
um það, að sá sem með það kom
skyldi fataður upp á kostnað út-
gerðarinnar. Þetta var gert og
náunginn gekk út í nýjum fötum,
skyrtu og fleira, og það hafði
kostað 3200 krónur.
Þegar svo kaupmaðurinn fram-
vísaði bréfinu kom í Ijós að það
var falsað.
★
HINN almenni verzlunarmáti í
bílaverzlun manna á milli í dag
er sá, að menn gefa út víxla fyrir
andvirði biisins.
Maður nokkur seldi bílinn sinn
fyrir nokkru með þessu greiðslu-
fyrirkomulagi, andviðri 26.000 kr.
var á víxlum. En þegar til átti
að taka kom í ljós að nafn út-
gefanda var hreinlega falsað. —
Bíllinn var þá kominn norður í
land og óökufær.
Skipfélagi hins látna, Gunnar
H. Olsen, situr enn í gæzluvarð-
haldj á Seyðisfirði. Hann er í
gestaherbergi í sjómannaheim-
ilinu norska og þar standa ís-
lenzkir lögregluþjónar yfir hon-
um dag og nótt.
Fluttur til Noregs?
Gunnar verður enn tekinn til
yfirheyrzlu fyrir hádegi í dag og
verður norska eftirlitsskipið
Garm þá væntanlega komið til
Seyðisfjarðar — og munu yfir-
menn skipsins verða viðstaddir.
Erléndur bæjarfógeti á Seyðis-
firði tjáði Mbl. í gærkvöldi, að
dómsmálaráðuneytið í Reykjavík
hefði ekki talið sig hafa neitt
við það að athuga, að Gunnar H.
Olsen yrði fluttur heim til Noregs
og Norðmenn tækju síðan málið
í sínar hendur. Taldi Erlendur
sig þá verða lausan allra mála, en
ekki taldi hann Norðmenn mundu
taka ákvörðun í málinu fyrr en
Garm yrði komið til Seyðisfjarð-
frá niðurstöðu prófessors Dung-
als og sagði:
„Hinn látni hefur hlotið mörg
högg, bæði á andlitið og eyrun.
Þung högg á bæði augun og líka
hafði blætt í bæði innri eyrun.
Dungal telur líklegast að þetta
hafí verið hnefahögg, enda er
loku fyrir það skotið, að maður-
inn hafi hlotið þessi meiðsli við
fall, eða byltu. Steinninn, sem
sendur var með líkinu suður,
kemur hér ekkert við sögu. Dung-
al telur, að steinvalan hafi legið
á gólfinu og lent í blóðpollinum.
Það er allt og sumt“, sagði Er-
endur.
Fjórir í klefanum
En ekki þykir neinn vafi leika
lengur á því, að Alfred Eltvig hef
ur hlotið áverkann, sem leiddi
og mun verða skýrt frá ferð
inni hér í blaðinu næstu
daga.
Þessi mynd sýnir Græn-
lending á þjóðarfleyi þar-
lendra, kajaknum og er
myndin tekin í Eiríksfirði,
skammt þar frá sem heitir
Eiði og farið er yfir að
biskupssetrinu að Görðum í
Einarsfirði. Ljósm. vig.).
hann til dauða, eftir að Sjannöy
var farin frá bryggjunni á Seyð-
isfirði á fimmtudagskvöldið.
„Það hefur komið fram við yf-
irheyrzluna, að þrír menn hafa
verið með Alfred Eltvig í klef-
anum neðanþilja eftir að látið'var
úr höfn þar til hann fannst þar
á gólfinu með litlu lífsmarki",
sagði Erlendur.
Framh. á bls. 19.
Síldarlegt í gœr
ar. —
Eftir hnefahögg
„Ef þeir flytja Olsen til Nor-
egs, þá verður sennilega farið
með hann um borð í skipið hans,
Sjannöy, og siglt með hann til
Álasunds undir gæzlu sjóliða af
Garm“, sagði Erlendur. „Ef ekki,
þá verður málinu haldið áfram
hér“, bætti hann við.
Bæjarfógetinn greindi nánar
LONDON, 8. ág. (Reuter).
— Eftir fund sinn með
Soames fiskimálaráðherra í
dag, þar sem utanríkisráð-
herrann, Home lávarður, var
einnig viðstaddur, gáfu full-
trúar fiskiðnaðarins út yfir-
lýsingu, þess efnis, að hafn-
ar myndu veiðar innan 12
mílna fiskilandhelgi ís-
lands á ný, ef ekki yrði náð
í GÆRKVÖLDI leit út fyrir að
síldveiðin yrði með allra bezta
móti í Seyðisfjarðardýpinu og
Norðfjarðardýpinu í nótt. Bát-
arnir voru að kasta þar og voru
sumir búnir að fá allt upp í 1000
tunnu köst. Um 10 leytið var vit-
að um 15 skip á leið til Raufar-
hafnar með síld í söltun, en þar
var saltað á öllum plönum í gær,
og einnig á Seyðisfirði, Norð-
firði og Vopnafirði.
samkomulagi í fiskveiðideil-
unni áður langt liði.
í tilkynningunni sagði, að
togaramenn hygðust „neyta
Iagalegs réttar síns til veiða
á úthafinu innan 12 mílna
iá íslandsströndum". Þá
.r tekið fram, að þeir gerðu
ráð fyrir, að ríkisstjórnin
„verndaði skip þeirra við að
neyta þess réttar“.
Níu skip höfðu í gær beðið
um að fá að koma inn til Vopna-
fjarðar með síld í söltun, en ekki
var hægt að anna svo miklu
magni.
Vonir um veiði á Vestur-
svæðinu
Fréttaritari blaðsins á Siglu-
firði símar:
Samkvæmt fréttum sem Síld-
arleitinni hafa borizt frá síldar-
leitarskipinu Ægi var töluvert
magn af rauðátu á beltinu milli
6 og 12 mílur norður af Siglu-
firði. Eins og kunnugt er, er
það rauðátan, sem verður til þess
að síldin þéttist og verður veið-
anlegri.
Gefur þetta vonir um að þarna
kunni að verða veiði.
Engár fregnir hafa enn borizt
af síld á þessum slóðum, en skv.
upplýsingum frá Síldarleitinni
verður nú leitað þar, bæði með
flugvél og skipi.
Margir hafa álitið að nóg síld
væri fyrir Norðurlandi, en svo
dreifð að hún veiðist ekki. Með
rauðátunni gera menn sér vonir
um að hún þéttist og hægt verið
að lóða á hana og veiða hana. —
Stefán.
, Brezkir togaramenn:
Inn fyrir 12 mílur, ef