Morgunblaðið - 13.08.1960, Síða 8
8
MORCVNBLAÐIÐ
I*augardagur 13. ágflst 1960
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavfk.
Fraínkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Árni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22130.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasöiu kr. 3.00 eintakið.
UTANRIKISMAL
^TJÓRNMÁLADEILUR
hérlendis eru oft
býsna harðvítugar og eru
menn ekki alltaf sem vand-
astir að meðulum. Þegar
um innanríkismál er að
ræða, má þó segja að þess-
ar áróðursaðferðir skipti ekki
meginmáli. Menn venjast
þeim og taka ekki alla hluti
of alvariega. En þegar um ut-
anríkismál er að ræða, horfir
málið nokkuð öðru vísi við.
Þá höfum við ekki lengur efni
á að reka pólitíkina sem nokk
urs konar sport.
Tilefni þess, að nú er að
þessu vikið, eru viðbrögð
stjómarandstæðinga við frett
inni af því, að íslenzka ríkis-
stjómin hefði ákveðið að
ræða við þá brezku í þeim til-
gangi að leitast við að koma
í veg fvrir frekari árekstra
á íslandsmiðum. Sérstaklega
er þó leitt til þess að vita, að
Framsóknarmenn og málgagn
þeirra Tíminn skuli ræða mál
þetta jafn strákslega og raun
ber vitni.
Afstaða ríkisstjómarinnar
hefur að sjálfsögðu vakið
mikla gremju í herbuðum
kommúnista í þessu máli
sem öllum öðrum vakir að-
eins eitt fyrir þeim; að reyna
að nota það til að spilla sam-
stöðu okkar með vestrænum
þjóðum og greiða þannig fyr-
ir útþenslustefnu alþjóða-
kommúnisn'ans. Öll afstaða
þeirra í iandhelgismálinu fyrr
og síðar hefur miðazt við það
eitt og skal ekki eytt að því
orðum nú.
En hvað er það sem Fram-
sóknarmenn ætla að reyna að
notfæra sér til pólitísks á-
vinnings? I fáum orðum sagt
er það þetta:
Íslendíngar eru einhuga um
rétt sinn í landhelgismálinu,
ekki eingögu til 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi heldur til land-
grunnsins alls. Sumar aðrar
þjóðir og þá fyrst og fremst
Bretar eru okkur andsúnir í
þessu máli. Þess vegna þarf
að beita í því í senn skynsemi
og festu Hér tjóa engin stor-
yrði, hótanir eða stráksskap-
ur. Allt þetta vita Framsókn-
armenn auðvitað fullvel en
engu að síður á að reyna að
nota þetta sjálfstæðismál ís-
lendinga til að ala á tor-
tryggni gegn þeim aðgerðum,
sem skynsamlegastar eru.
Þegar sakaruppgjöfin var
ákveðin, sem vafalaust er
eitthvað það skynsamlegasta
sem við höfum gert í þessari
deilu, var iitill fögnuður hjá
þeim Tímamönnum. Þeir
komust þó brátt að raun um,
að allur almenningur var
samþykKur þeim aðgerðum
og hafa síðan látið máliðkyrrt
liggja. En nú þegar íslenzka
ríkisstjórnin ákveður að
verða við formlegum tilmæl-
um hinnar brezku um við-
ræður, eru viðbrögð almenn-
ings mjóg svipuð og við saK-
aruppgjöfina. Framsóknar-
menn reyna engu að síður að
ala á tortryggninni nú fyrstu
dagana a. m. k., en vonandi
verður raunin sú, að þeir
sannfærist brátt um það, eins
og var við sakaruppgjöfina að
málflutmngur þeirra hafi
ekki hljómgrunn.
í fyrsta lagi hljóta íslend-
ingar að failast á þessar við-
ræður, vegna þess að þeir eru
meðal þeirra þjóða, sem kreíj
ast þess að alþjóðleg deilumál
séu leyst með viðræðum, en
ekki beitingu vonpavalds.
í öðru lagi er það alveg
Ijóst, að okkur íslending-
um er það kappsmál, að land-
helgisdeilan valdi ekki vin-
slitum við einn eða neinn og
sérstaklega hljótum við að
reyna að forðast, að það verði
til þess að veikja Atlantshafs-
bandalagið og rjúfa samstöðu
okkar með vestrænum þjóð-
um.
í þriðja lagi er það einnig
ljóst, að það mundi mjog
skaða málstað okkar og al-
menningsálit víða um heim,
ef við neituðum að verða við
tilmælum um að ræða málið.
Af öllum þesspm sökum er
ekki einungis skynsamlegt
heldur beinlínis bráðnauðsyn-
legt að fara að eins og ríkis-
stjórnin hetur ákveðið.
Á bað má benda, að það
hefur frá upphafi verið stefna
Sjálfstæðisfiokksins, að neica
ekki að ræða þetta mál, þótt
að sjálfsögðu felist ekkert
undanhald í slíkum viðræð-
um. Þannig lýsti Sjálfstæðis-
flokkurinn því yfir, þégar
sumarið 1958 að hann teldi
eðlilegt að viðræður færu
fram meðan nokkur von væri
til, að pær gætu borið árang-
ur.
Það er gamalkunnugt, að
sjálfstæðisbarátta smáþjóðar
er ævarandi. í utanríkismál-
um verður því á hverjum
tíma að gæta fyllstu skyn-
semdar og hófsemi. Þar verð-
ur að líta raunsætt á málin,
hugleiða þau rólega og um-
fram allt að forðast að láta
stjórnast at tilfinningum. —
Þess vegna er mjög áríðariai
að Iýðræðissinnar noti mál
þessi ekki til þess að leitast
við að ná pólitískum stund-
arhagnaði.
ii^BUTAN ÚR HEIMI
SOS, hjálpiö mér!
INiíu - sjö - Charlie kallar á Love flugvöll
EINKENNILEG hljóð heyrð-
ust í talstöðinni og milli
þeirra heyrðist óljóst rödd
konu, sem virtist í mikluin
taugaæsingi. En mennirnir í
flugturninum á Love-flug-
vellinum við Dallas í Texas
fengu enga merkingu út úr
orðunum.
En allt í einu he; rðist rödd-
in greinilega:
— Hjálp, Love-flugvöIIur,
SOS, SOS, hjáipið mér!
Reynt var árangurslaust að
ná samhandi við konuna.
Þegar það gekk ekki var gef-
in fyrirskiun um að reka all-
ar flugvélar af flugbrautun-
um, og stuttu síðar sást til
vélarinnar. Það var lítil einka
flugvél af Bonanza-gerð. Hún
kom úr norðri og vaggaði ein-
kennilega.
„Lyftið vélinni”
— Drottinn minn hún Plýgur
beint á húsin hrópaði einn mann
anna í flugturninum
Maðurinn við talstöðina hróp
aði inn í hljóðnemann: lyftið
vélinni, lyftið vélinni.
Litla einkavélin snar-hækkaði
flugið. Síðan flaug hún umhverfis
flugvöllinn og kom aftur. Hún
steyptist niður í bröbtu aðflugi,
lenti ramskökk á flugbrautinni,
hentist aftur í loft upp en datt
síðan niður á flugbrautina 300 m.
framar. Augnablikskyrrð ríkti á
flugvellinum síðan gullu við
sírenur björgunarbifreiðanna
Slag við stýrið
Hjónin Elisabet og Spencer
Black höfðu farið í sumarleyfi í
einkarflugvél sinni. Um kvöldið
hinn 14. maí voru þau á heimleið
til Dallas og fimm barna sinna.
Allt í einu þagnaði Spencer Black
Svo gaf hann frá sér hálf kæfða
stunu og valt upp að öxl konu
sinnar. Hendur hans misstu tak
á stýrisstönginni
Elisabeth hrópaði í mann sinn
en hann svaraði ekki. Hún reyndi
að rétta hann við í sætinu, en það
tóksc ekki. Tveimur árum áður
hafði hann fengið slag. Alt í einu
skildist henni að hann hefði
fengið slag. — að hann mundi
ef til vill deyja.
En hvað um vélina? Hún þaut
áfram gegnum næturmyrkrið í
700 metra hæð Frú Black varð
gripin örvæntingu. Hún hafði oft
Brúðkáííþsmynd af Elisabeth
og Spencer Black
farið með manni sínum í flugvél
þeirra, en aldrei stýrt vélinni
sjálf. Nú varð hún að lenda vél-
inni. Líf þeirra beggja var í
húfi.
s. o. s. *
Hún reyndi að muna hvað
Spencer hafði sagt henni um flug
stjórn. Svo teigði hún sig yfir
eiginmanninn og greip um stýrls-
stöngina. Hún ýtti stýrisstönginni
fram og vélin lækkaðí flugið. Hún
togaði í stýrisstöngina og vélin
hækkaði flugið. Allt í einu kom
hún auga á háhýsi, sem hún kann
aðist við. Hún var í nánd við
Dallas. Úti við sjóndeildarhring-
inn sá hún ljósin á Love flugvell-
inum.
Heyrnartæki tals'töðvarinnar
voru enn spennt um höfuð Spenc-
ers. Hún náði þeim af honum, en
gat ekki spennt þau um höfuð sitt
meðan hún stýrði vélinni, svo hún
lagði þau í kjöltu sína. Einhver
hljóð heyrðust í talstöðinni, en
hún greindi ekki orðin, Þess í
stað greip hún hijóðnemarm og
hrópaði: Hjálp, Love flugvöllur,
SOS, SOS, Hjáipið mér! Níu —
sjö — Charlie kallar á Love flug-
völl.
Fyrsta tilraun
Þegar hún nálgaðist flugvöll-
inn, sá hún björgunarbifreiðir á
leið að flugbrautunum. Og þegar
flugvöllurinn var allt í einu bað-
aður í ka.stljósum, vissi hún að
heyrzt hafði til hennar. Hún
reyndi að taka stefnu á flugbraut
ina. Hæðarmælirinn sýndi 350
metra, svo 300 metra, svo . . .
Þá heyrðist allt í einu hærra
í hlustunartækjunum í kjöltu
hennar. Hún gat greint orðin:
Lyftið vélinni . . . niður á húsin.
Hún kippti í stýrisstöngina, og
vélin tók stefnu. til himins, 'síðan
sveigði hún umhverfis flugvöU-
inn, ýtti aftur á stýrisatöngina
og starði á ljósin á flugbrautinni.
Lendingin
Hún vissi að hún beindi vét-
inni allt of bratt niður og að
hraðinn var allt of mikiil. En
hvernig átti að hægja ferðina?
Þá sá hún hnapp í mælaborðinu
merktan „lofthemlar". Hún þrýsti
á hnappinn og fann strax að dró
úr ferðinni. Annar hnappur í
mælaborðinu var merktur „Lend
ingarhjól“ og þrýsti hún einnig á
hann. Nú sýndi hraðamælirinn
160 km hraða, en einnig það var
of mikið. Þá datt henni í hug að
bezta leiðin til að minnka ferð-
ina væri að slökkva á hreyflin-
um, eins og hún væri í bifreið,
Vélaskröltið dó út. Flugvallar-
Ijósin komu þjótandi á móti
henni og hún lagðist yfir mana
sinn til að vernda hsuin.
Þegar björgunarmennirnir
komu að flugvélarbrakinu, sat
Elisabeth Black utan við sig á öðr
um vængstúf vélarinnar. Blóðið
rann niður kinn hennar og ann-
ar handleggur hennar lafði ein-
kennilega. Hún spurði björgun-
armennina um líðan eiginmanns-
ins. Enginn svaraði og hún vissi
að hann var látinn.
Varð að komast heim
Frú Spencer var handleggsbrot
in og kjálki hennar þríbrotinn.
En hún hafði lent flugvélinni án
þess nokkurntíma að hafa flogið
fyrr. Og hún komst heim til barn
anna sinna fimm. Þetta hefur ekk
ert með hetjudáð að gera, ég
varð að komast heim til barn-
anna, sagði hún í viðtali við
bandaríska tímaritið „Parade“.
Martin og
Mitchell
— sennilega
„austantjalds"
WASHINGTON. — Talsmað-
ur bandariska varnarmála-
ráðuneytisins hefir látið svo
ummælt, að líkur séu til þess,
að William Martin og Bernon
Mitchell, bandarísku ör-
yggisþjónustumennirnir, sem
hurfu sporlaust á dögunum,
hafi flúið land og séu komnir
austur fyrir „járntjaldið". —
Það var þó undirstrikað í
þessu sambandi, að hvorug-
ur þeirra hafi haft yfir að
ráða upplýsingum, sem Banda
ríkjunum gæti stafað hætta
af að Rússar kæmust yfir.
Lítið í reknetin
SIGLUFIRÐI, 10. ágúst: —
Nokkrir bátar frá Breiðafjarðar-
höfnum létu reka í nótt hér hjá
Grímsey. Fékk einn þeirra um
100 tunnur í netin. A Húnafióa
höfðu aðrir látið reka en þar vav
ekkert að hafa. Síldin er aðeins
að óverulegu leyti söltunarhæf.
— Guðjón,
til vinstrb