Morgunblaðið - 17.08.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1960, Blaðsíða 2
2 MOJtr.THvnr, aðið Miðviltudagur 17. agúst 1960 Skin og skúrir í Skaftafellssýslu ■jœ, Kirkjubseiarklaustri, 15. ágúst. N Ú eru hér dýrðlegir dagar, glaða sólskin og stafalogn og heyskapurinn gengur eins og í sögu. Svona hefur ágúst verið, en júlí reyr.dist okkur ekki vel. Þá byrjuðu að vísu margir dag- ar með því, að sólin ljómaði frá sumarbláum himni og menn flýttu sér út að breiða og snúa. En Adarn var ekki lengi í Paradís. Upp úr hádegi komu kafþykkir skýjabólstrar siglandi upp á himimnn, svartir og ógn- andi, eins og stjórnarandstaðan. Og áður en varði helltist regnið niður í hálfþurrt, iðgrænt heyið oð fólkið flýð; inn í bæ og fékk sér aukasopa til að hressa upp á skapsmunina, sem ekki var van- þörf á, því að aldrei er sveita- maðurinn ergilegri en þegar hann fær ofan í. — Svona gekk þetta á hverjum degi í hálfan mánuð’ að skúr kom dag eftir dag, stundum fleiri en einn. Á milli þeirra ljómaði sólin, og í heitu skini hennar spratt grasið, utan túns og innan, líklega meira en nokkru sinni áður. — En nú hefur sem sagt verið bezti þurrkur á aðra viku. Hlöð- urnar eru að fyllast og háin að spretta til að fylla súrheysgryfj- urnar á sínum tíma. Jóhann — vertu viðbúinn! Þá lætur blessuð kartaflan ekki sinn hlut eftir liggja. Um vöxt hennar verður að vísu ekki fullyrt enn, því að miklu á hún eftir að bæta við sig. Margir eru farnir að taka upp í matinn og er spretta afbragðs góð. Og svo mikið er vist, að Jóhann í Græn- metinu þarf að vera viðbúinn miklu magni af jarðávöxtum á hausti komanda, og er ekki ólík- legt, að nú verði sprengdar allar kartöfluhlcður. Falieg lömb „Mér sýníst lömbin bara vera Biskup \ ísiterar fyrir vestan PATREKSFIRÐI, 13. ágúst. — í gær visiteraði herra biskupinn yfir íslandi Sigurbjörn Einarsson, Patreksfjarðarkirkju. Biskupinn og bisikupsfrú Magnea Þorkelsdóttir ásamt 2 sonum, höfðu komið til Patreks- fjarðar kvöldið fyrir. En þann dag hafði biskup visiterað þrjár kirkjur í Sauðlauksdalspresta- kalli. Kl. 10:30 á föstudagsmorg- un fór biskup ásamt sóknarpresti í heimsókn í sjúkrahúsið. Kl. 11:00 var barnaguðsþjónusta og var þar viðstaddur auk hinna fyrrnefndu prófasturinn séra Jón Kr. ísfeld. Kl. 14:00 var almenn messa í Patreksfjarðarkirkju. Sóknar- presturinn léra Tómas Guðmunds son þjónaði fyrir altari fyrir pré- dikun en biskup prédikaði og þjónaði fyrir altari eftir prédik- un ásamt prófasti. Kirkjukór Pat- reksfjarðar annaðist söng. Orgel- leikari var Guðbjartur Eggerts- son. Að lokinni guðsþjónustu bauð sóknarnefnd biskupi og föruneyti hans ásamt prófasti og sóknar- presti svo og öllu því fólki er starfar við kirkjuna til kaffi- drykkju. KL. 17.00 hófst fundur í kirkj- unni með sóknarnefnd, safnaðar- fulltrúa og meðhjálpara. Um kvöldið flutti biskup fyrirlestur í kirkjunni um hvemig lesa skyldi biblíuna. I Öll skiptin var kirkjan mjög vel sótt. Vinna var öll lögð niður frá hádegi hinn sama dag og heim- sókn biskups stóð yfir. — Trausti. stór. Ég trúi ekki öðru en dilk- amir verði vænir“, segja menn ef þeir mæta fé á förnum vegi. Og hvemig á líka annað að vera, þegar allt fer saman: vel framgengnar ær, samfeld blíða í allt heila vor og kafgras í sum- ar. Sá, sem þessa frétt sendir, var um daginn á ferð austur á Brunasandi. Þar er sauðland gott. Þar vom einlembingarnir orðnir svo stórir, að maður þekkti þá varla frá mæðrunum í nokkrum fjarska. Þetta kemur sér líka vel. Nú kvað dilkakjötið vera uppetið, og sumarslátrun senn hafin. — Fréttaritari. Lát Glíasar F. Hólm í FRÁSÖGN Mbl. í gær af láti Elísar Hólm, var sagt að lögregl- an hefði fyrst komið að honum. Það rétta í málinu er, að sonur Elíasar ætlaði að heimsækja föð ur sinn á sunnudagskvöldið, en kom þá að læstum dyrum. Þótti honum það grunsamlegt, þegar enginn svaraði, og kallaði hann því á lögregluna til að dýrka upp hurðina. Þegar hann hafði komizt inn með lögregluhjálp, fann hann föður sinn látinn í rúminu. Er líklegt að Elías hafi dáið síðdegis á laugardaginn. Matsalniun á Keflavíkur- flugvelli lokað á næturnar Lögfræðingarnir borðuðu í biðsal Alan Paton fær frelsisverðlaim RITHÖFUNDURINN Alan Paton hefur verið sæmdur Frelsisverð- iaununum 1960. Ein þekktasta bók hans er Grát ástkæra fóstur- mold, sem komið hefur út í ís- lenzkri þýðingu á vegúm Al- menna bókafélagsins. Félagið Freedom House veitir árlega Friðarverðlaun og meðai þeirra sem áður hafa hlotið þau eru sir Winston Ohurohil (1955), Eisenhower, sem þá var hers- höfðingi (1945), fyrrverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna George C. Marshall (1947) og ó- þekkta ungverska frelsishetjan (1957). Markmið Freedom House er að berjast gegn hverskonar einræðisstjórn og einræðisstefn- um. KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 16. ágúst: — Allt frá árinu 1951 hef- ur varnarliðið rekið mat- og veit ingasölu á flugvallarhótelinu á Keflavíkurflugvelli. Matur hefur bæði verið seldur í borðsal, þar sem þjónustustúlkur annast fram reiðslu og einnig hefur sjálfsaf- greiðsla verið í svokallaðri kaffi- teríu. Kaffiterían hefur verið op- in allan sólarhringinn nema á því tímabili sem ræsting hefur farið fram. Borðsalur hefur hins- vegar verið opinn að næturlagi aðeins fyrir flugfarþega. Hefur fyrirkomulag þetta þótt gefast vel og verðlagi verið stillt í hóf. Nú brá svo við að 1. ágúst sl. hækkuðu veitngar um 135% fyr- ir þá sem greiða fyrir sig með ís- Þorskurinn hverfur frá Grænlandsströndum KAUPMANNAHOFN, 16. ág. Einkaskeyti frá fréttaritara Morgbl. FI SKI F RÆÐI NGURI NN Jens Kreutzmann, sem stendur fyrir fiskirannsóknarstöðinni í Godt- háb og hefur í fjölda ára rann- sakað þorskmagnið við strendur Grænlands, skýrir frá því i Kaup mannahafnarblaðinu Dagens Ny heder að þorskurinn sé að hverfa frá Grænlandsströndum. Fækk- ar þorskinum þar örar en búizt hafði verið við. Aldursflokkur- inn frá 1957 er nú mest áber- andi, en þetta er smáfiskur sem ekki er söltunarhæfur. HEITUR SJÓR Áður hefir verið sannreynt að þorskurinn hverfur svo til sam- tímis frá ströndinni og af veiði svæðunum dýpra úti. Sjórinn er óvenju heitur í sumar á veiði- svæðunum, þar sem nú er aðal vertíð togaranna, og þar er eng- an þorsk að fá. Þorskurinn virð- ist farinn suðureftir, sem senni- lega á rót sína að rekja til breyttra hafstrauma við Græn- land, og er ýmislegt sem bendir til breytinga á strandlengjunni. Mikill hafís er við strendurn- ar í ár. Virðist hann ekki ætla að reka frá landi sem hanr. ann. ars hefur gert undanfarin ár, en þetta getur verið einstakt tilfelli. Ýmsum íshafs fisktegundum fer fjölgandi, svo sem flatfiski, ugak sem er fjarðaþorskur og síldar- tegundinni angmagssak. Nýlega kom ég til þorpsins Kapisigdlit við Góðrarvonarfjörð en þaðan er mikil þorskveiði stunduð. Nú er þar eingöngu stunduð hreindýraveiði og af- komu margra fjölskyldna hætta búin, því þorskurin er horfinn. Fliigmaðiirinn mætti ekki ÁÆTLUNARFERÐ Flugfélags Is lands til Glasgow og Kaupmanna- Jhafnar kl. 8 1 gærmorgun var frestað á síðustu stundu til kl. 9 í gærkvöldi. Farþegarnir 52 tals- ins höfðu þá fengið afgreiðslu útlendingaeftirlitsins og var ekki beðið eftir neinu öðru en farþeg- um yrði boðið að stíga út í flug- vélina. Ástæðan fyrir þessari 13 stunda töf var sú, að aðstoðarflugmaður- inn mætti ekki, en hafði ekki boð að forföll. Síðar bárust skilaboð tun að maðurinn væri veikur. Ekki kom til greina, að aðrir flugmenn hlypu í skarðið en þeir, sem komið höfðu heim kvöldið áður og var hvíldartími þeirra ekki útrunninn fyrr en í gær- kvöldi. Þetta er annar dagurinn í röð, að millilandavél Flugfélags Is- lands tefst af þessum sökum. lenzkum peningum. Við verð- hækkun þessa minnkuðu mjög viðskipti flugvallarstarfsmanna við greiðasöluna. Varnarliðið mun ætíð hafa talið sig reka greiðasöluna með halla og er við skipti minnkuðu, var gripið til þess örþrifaráðs að loka kaffi- teríunni og matalnum frá kl. 8 að kvöldi til 7 á morgni og var til- kynning send út um það í gær. Heitan mat er hægt að fá fyrir farþega, ef hann er pantaður með 5 stunda fyrirvara. Það þýðír að panta verður mat fyrir farþega af farþegaþotu, sem kemur frá París rúmum tveimur stundum áður en flugvélin leggur af stað þaðan og geta menn gert sér í hugarlund hvers slík þjónusta er metin nú á þessari þotuöld. Að næturþeli er opin kaffibar í bið- sal flugstöðvarbyggingarinnar og er þar selt kaffi og innpakkaðar samlokubrauðsneiðar. Sóttu matpakka í flugvélina Sl. nótt kom til Keflavíkur flug vél frá sænska flugfélaginu Trans Air, til að sækja 80 lögfræðinga, er setið hafa lögfræðingaráð- stefnu í Reykjavík. Flugstjórinn, sern ekki vissi um hina nýju tilskipun, vildi fá mat fyrir far- þegana áður en þeir legðu af stað frá Keflavík. Var honum bent á kaffibarinn og samlokurnar, en þær veitingar taldi flugstjórinn ekki boðlegar fyrir sína farþega. Varð það úr að flugstjórinn fékk leyfi hjá tollgæzlunni, til að sækja matarpakka um borð í flug vélina og var lögfræðingunum boðið til snæðings standandi í bið salnum. Telja menn að þessi fyrir- greiðsla verði lítt til að auka flugumferð um Keflavíkurflug- völl, en hún hefur mjög dregizt saman upp á síðkastið. — B. Þ. Utanríkísráðherrar Ame- ríkuþjóðcs á fundi San Jose, Costa Rica, 16. ágúst. —• (Reuter) —• I DAG hófst hér fundur utan- J Z' NA /S hnútar | SV 50 hnútar Snjókoma > 06/ \7 Slúrir K Þrumur 'W%& Ku/dash/ Hitaski/ H Ha» L Lagi „Freyr“ síglir heim um Iielgina UM NÆSTU helgi mun hin nýi 1000 tonna togari Freyr RE 7, sem fsbjörninn h.f. hefur látið byggja í Bremerhaven, sigla heim. Framkvæmdastjóri fyrirtæ'kis- ins, Ingvar Vilhjálmsson, mun formlega taka við togaranum 20. þessa mánaðar. f dag fara héðan flugleiðis ut- an átta menn af væntanlegrj á- höfn togarans, en þegar eru nokkr ir yfirmannanna komnir til Brem erhaven. Skipstjóri á Frey verð- ur Guðni Sigurðsson, en hann hefur verið skipstjóri á Ask. Fyrsti vélstjóri verður Aðalsteinn Jónsson. HÆÐ yfir Grænlandshafi og lægðarsvæði yfir Norðurlönd- um veldur norðanátt hér á landi. Kalsaveður er norðan- lands og víða rigning á annesj og New York en 17 í Stokk- hólmi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Breiðafjarðar, SV-mið til Breiðafjarðarmiða: um og miðum, en sums staðar Norðanátt. stinningskaldi með ) bjart í innsveitum. Sunnan- köflum, bjartviðri. lands er bjartviðri og þurrk- Vestfirðir: NA-gola eða ur. Vestan Grænlands er stórt kaldi, léttskýjað sunnan til. lægðarsvæði, sem veldur sunn Vestfjarðamið: NA-kaldi, anátt og rigningu á suður- og þokuloft norðan til. vesturströnd Grænlands. Norðuriand til Austfjarða, Austan hafs er yfirleitt vest- Norðurmið til Austfjarðam.: an- eða norðvestanátt og ber Norðankaldi eða stinnings- mikið á skúrum og þrumu- kaldi, þykkt loft víðast hvar veðri síðdegis. Hiti var 20 stig og rigning með köflum. í Kaupmannahöfn og París, 16 SA-land og SA-mið: Norðan stig í Lundúnum og 18 í Osló gola eða kaldi, léttskýjað. ríkisráðherra 21 lýðveldis í Ameríku. í rauninni er hér um að ræða tvær ráðstefn- ur. — Mun sú fyrri fjalla um þá ásökun að háttsettir embættismenn í Dominik- anska lýðveldinu hafi átt þátt í morðtilraun sem sýnd var Betancourt, forseta Venesu- ela, 24. júní sl., en sú síðari um Kúbuvandamálið. Hefur Fidel Castro lýst því yfir að Kúba muni ekki viður- kenna það sem skoðun íbúa land anna í Ameríku þótt einhver gagnrýni á Kúbu verði samþykkt í San Jose, og utanríkisráðherra Kúbu, Raul Roa, sagði við komu sína til San Jose í gær: „Við erum ekki komnir hingað til að sæta ákærum, heldur til að ákæra“. Aróður Tass-fréttastofan rússneska hefur uppi mikinn áróður til stuðnings Castro í sambandi við þessar ráðsteínur og segir meðal annars að Bandaríkin séu með nýjum fjárveitingum til Amer- íkuþjóða að reyna að skapa sam- eiginlega andstöðu gegn Castro. Bílslvs í Kopavogi UM klukkan 1 í gærdag varð lítil telpa fjrir bifreið í Kópa- vogi. Telpan, sem er um fimm ára gömul, skrámaðist á fótum og var flutt í Slysavarðstofuna, en fékk Dráðlega að fara heim til sin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.