Morgunblaðið - 17.08.1960, Síða 5
Miðvikudagur 17. águst 1960
MORCVIS BL 4ÐIÐ
5
MENN 06
= mL£FNI=
ÞETTA er Hayato Ikeda, hinn
nýi forsætisráðherra Japana,
sem tók við af Nobosuke Kishi
fyrir nokkru. Kishi sagði af
sér til þess að koma í veg fyr-
ir auknar óeirðir í Tokíó, eft-
ir að heimsókn Eisenhowers
hafði verið aflýst. Seinasta
verk hans var að ganga frá
staðfestingu hins nýja varnar-
sáttmála milli Japans og
Bandaríkjanna. ,
Kishi þótti harður í horn að
taka, en öllum ber saman um
það, að Ikeda sé enn ódeigari
í stjórnmálabaráttunni. Hann
er rammur íhaldsmaður upp á
gamlan máta og þekktur að
því að segja hug sinn allan
hvenær sem er, hvar sem er og
við hvern sem er, enda þykir
pólitískum vopnabræörum
hann stundum helzt til opin-
skár og hvassyrtur. Líkur er
hann Kishi að því leyti, að
báðir eru hlynntir samstarfi
við Vesturveldin, fylgjandi
frjálsu framtaki og frjálsri
verzlun. Ikeda þykir ákaflega
félagslyndur maður, heldur
frægar veizlur, þar sem þekkt
ustu „geishur“ landsins
skemmta gestum, og meðal
vina hans eru allir helztu
stjórnmálamenn, listamenn og
fræðimenn Japans.
Vegna óeirðanna í Tokió
héldu menn á Vesturlöndum,
að sú stefna stærstu flokkanna
i Japan að halda nánu sam-
starfi við Bandaríkin á alþjóða
vettvangi hefði beðið mikinn
hnekki og væri orðin óvin-
sæl meðal þjóðar.'imar. Það
mun þó reginmisskilningur.
Þeir, sem fyrir óeiröunum
stóðu, voru aldrei annað en
tiltölulega fámennur mintni-
hluti, þegar miðað er við íbúa-
tölu Tokíó, sem er nú rúmlega
átta milljónir. Þar að auki á
stjórnarflokkurinn aðalfylgi
sitt utan höfuðborgarinnar. —
Nýafstaðnar héraðskosningar í
Japan sýna Ijóslega, að meiri-
hluti þjóðarinnar styður
stefnu frjálslynda flokksins —
flokks Kishi og Ikeda — og
að óeirðirnar í Tokíó voru alls
ekki táknrænar fyrir afstöðu
þjóðarinnar, þótt þær vektu
mikla athygli erlendis og
spilltu áliti Japana, — nema í
augum kommúnista og e. t. v.
íslenzkra framsóknarmanna,
sem tala af fjálgleika um „al-
þingi götunnar“ og „japanskt
ástand“.
Það mun sönnu nær, að að-
dáun Japana á Bandaríkjun-
um og eftiröpun þeirra á ame-
rískum lífsháttum sé fullmik-
il. Japanir voru fyrstir aust-
rænna þjóða til að tileinka sér
vestræna jmenningu. Það þótti
einnig eftirtektarvert, að þeim
tókst að samræma hina að-
fluttu menningarhætti hinum
innlendu, án þess að glata
þjóðlegum erfðavenjum. Nú
þykir ýmsum aftur á móti, að
æskan kæri sig lítt um að
halda í þjóðlega siði en vilji
stæla allt eftir „fyrirmyndar-
ríkinu í austri handan við haf
morgunroðans“, eins og ungt
skáld nefnir Bandarikin. Sum-
ir halda því fram, að hvergi í
veröldinni sé æskan eins „ame
rísk“ og i Japan, — ekki einu
sinni í Kaliforníu. Svo mik-
ið er v'íst, að sta*rsti tyggi-
gúmmímarkaður lieims ei i (
Japan, og að Japanir drekka t
meira niagn af kóka kóla en /
Bandaríkjamenn sjálfir. Óvíða 1
mun dyikað \\ af jafnmikl I
um aiiuga og Japán Hljóm- í
skifuíalar segja, að allar teg-
undir jazztóntisia*- séu vin-
sæi star í Japan af öl 'am lönd
um. Klæðaburður æskunnar er
að verða amerískari en i
„guðs eigin land:“. Holly-
wood sendir kúrekamyndir í
tngatali á japanska markað-
inn árlega o s frFuiðu-
legast er þó að fretta af nýrri
t’zku, sem haldii hefur inn-
reið sína í landið Nú þykir
það „fínt“ að ba>’ i „vestrænt“
útliti og fólk lætur breyta and-
litsdráttum sínuin i því skyni.
Augnlæknar í Japai. hafa ekki
unJan að gera smáaðgerð á
fólki, sem vill fá „vestra'ii“
augu í stað hinna skásettu.
Hinsim vísu landsfeðrum
þykir nóg um þessi ósköp, en
viðurkenna þó, að hin banda-
rísku áhrif láti margt gott af
sér leiða. Aukaatriði eins og
rokk-og-ról-æði unglinga á
götum úti vegi ckki upp á
móti fullkominni tæknimenn-
ingu, lýðræöislöggjöf, vestræn
um hreinlætissiðum, heil-
brigðislöggjöf og öðru. Áhrif
bandarískra rithöfunda á jap-
anska skáldsagnagerð hafi
einnig verið mikilsverð, enda
er talið, að bandarískir rit-
höfundar skari fram úr öðrum
um þessar mundir, ekki sízt
á sviði smásagnagerðar.
Á þessum tínvurn, þegar
menning flestra þjóða er að
verða næsta svipuð, er fróð-
legt að fylgjast með samruna
fornrar, þjóðlegrar hámenning
ar og háþróaðrar nútímamenn-
ingar, einkum þegar önnur er
jafn „vestræn“ og hin banda-
ríska, en hin „austræn“ eins
og hin japanska.
— Þetta er í síðasta sinn sem ég
bið þig að renna upp rennilásnum
fyrir mig.
★
Ferðamaðui', sem var að keyra
bíl sínum gegnum lítið þorp,
lenti í árekstri.
Ferðamaðurinn: — Það er aug-
Ijóst að ég átti réttinn, þegar
þessi maður keyrði á mig og þó
segið þér að sökin sé mín.
Lögregluþjónninn: — Já, svo
sannarlega.
F.:— Hvers vægna?
L.: — Vegna þess að faðir hans
er borgarstjóri, bróðir hans lög-
reglustjóri og ég er trúlofaður
systur hans.
— Dómari, sagði fanginn, ég
veit ekki hvað ég á að gera.
— Nú, hvað er að, spurði dóm-
arinn.
— Ég sór að segja sannleikann,
en í hvert skipti, sem ég reyni
það, mótmælir lögfræðingurinn.
Arnað heilla
Sjötugur er í dag Sæmundur
Vilhjálmsson frá Smiðshúsum á
Hvalnesi. Hann var um fjölda
mörg ár sjómaður á brezkum tog
— Ég get ekki munað hvað
bókin heitir, en það er
ástarsaga.
Rcknetabátum
fjökar
SIGLUFIRÍÐI, 15. ágúst: — Rek-
netabátunum er að fjölga og hafa
tveir bátar frá Haraldi Böðvars-
syni, sem voru með snurpu, nú
tekið upp reknetaveiði.
í nótt var veiði treg, en vitað
er um einn bát, sem fékk 60 til
70 tunnur. Aðrir fengu minna.
Rússneskt tankskip lestar hér á
annað þúsund tonn af neyzlu-
vatni handa rússneska veiðiflot-
anum, sem fiskar úti fyrir Norð-
urlandi.
Hér er norðanátt, en frekar
hæg, og sæmilegt driftaveður.
— Guðjón.
urum og vöruflutningaskipum.
Til gamans má og geta þess að
hann er handhafi ökuskírteinis
númer eitt, útgefnu af sýslu-
mannsskrifstofunni í Hafnarfirði.
Han dvelst nú á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar, Hæðar-
garði 4, hér í bæ.
6. þ.m. voru gefin saman í
hjónaband af séra Sigurði Ein-
arssyni í Holti, ungfrú Ástrún
Svala Óskarsdóttir, Lambhúshóli
og Magnús Borgar Eyjólfsson,
Hrútafelli. Heimili ungu hjón-
anna verður í Vestmannaeyjum.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Árelíusi Níels-
syni, ungfrú Turid Jacobsen frá
Kristianssund, Noregi, og Sigur-
bjöm Bernódusson, sjómaður,
Reykjavík
Til sölu 3ja herb. hæð og kjallari með bílskúrsréttindum og fallegum trjágarði. — Skipti hugsanleg. Uppl. í síma 33179. Kona óskast til hreingerninga á stiga í fjölbýlishúsi við Hjarðar- haga. Upplýsingar i síma 16544 fyrir hádegi í dag og á morgun.
Starfsstúlka í þvottahús óskast strax. Sjúkrahús Hvítabandsins. Kominn lieim Stefán Pálsson tannlæknir Stýrimannastíg 14 Sími 14432.
2ja herb. íbúð óskast til leigu. Viljum kaupa tvíburakerru. Upp- lýsingar í síma 35571. Iðnaðarhúsnæði til leigu, ca. 60—80 ferm. Tilboð óskast merkt. „Iðn- aðarhúsnæði — 0760“.
íbúð óskast 6 herb. íbúð óskast 1. okt. Algjör reglusemi, örugg greiðsla. Tilboð, merkt: „758“, sendist afgr. Mbl. fyrir 31. 8. íbúð — Njarðvík Okkur vantar ibúð í Ytri- Njarðvík eða Keflavík. — Uppl. á staðnum, Ríóbar, Keflavíkurflugvelli.
Róleg og reglusöm hjón með eitt barn á fyrsta ári óska eftir 2 til 3 herbergja íbúð til leigu sem fyrst. — Uppl. í síma 19273. íbúð Óskum eftir 2ja—3ja her- bergja ibúð. Tvennt í heim ili. Fyrirframgreiðsla. — Uppl. í síma 33990.
Stúlka óskast í vist þar sem konan vinnur úti. Fátt í heimili. Upplýsingar í síma 11079 eftir kl. 8 á kvöldin. íbúð s Vantar 2ja herb. íbúð, 3 í heimili, 2 vinna úti. Fyrir- framgreiðsla óæskileg — kemur samt til greina. — Tilboð sendist Mbl. fyrir hádegi laugard., merkt: „Strax — 766“.
Reglusöm systkin óska eftir að leigja íbúð, 2—4 herb., frá 1. sept. nk. íbúðin þarf að vera í Vest- urbænum. Tilboð sendist Mbl, merkt: „757“.
Vasabók með peningum tapaðist við símaklefann við Granda- garð þ. 15. ágúst. Vinsaml. skilist til bryggjuvarðar.
Trillubátur 6—7 tonna til sölu. Upp- lýsingar í síma 30305 eftir kl. 4 í dag.
Stúlkur óskast í saumavinnu. Verksm. Skirnir h.f. Nökkvavogi 39.
Barngóð kona óskast til að gæta barns á daginn. Herbergi getur fylgt, ef óskað er. Sími 33544. — íbúð Tvær stúlkur óska eftir 2 herb. íbúð innan Hring- brautar frá 1. okt. nk. Til- boð sendist MbL, merkt: „Góð umgengni — 767“.
8TEIIMDÓR
vill sclja nokkrar fólksbifreiðar.
Sími 1-1588.
Vélstjórafélag íslands
heldur félagsíund að Bárugötu 11 miðvikudaginn
17. ágúst kl. 20.
Áríðandi mál á dagskrá.
STJÓRNIN.
Ford '57
4 dyra nýstandsett glæsileg bifreið til sölu. Til sýnis
að Þverholti 15. Sími 11515.
Vorulager — Vorulager
Er kaupandi að stórum vörulager, ýmsar vörur koma
til greina. lilboð sendist til blaðsins merkt:
„Vörulager — 763“.