Morgunblaðið - 17.08.1960, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Míðvik'udagur 17. ágúst 1960
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eint'akið.
FRIÐARSTEFNA
TÍMANS
44
TyfORGUNBLAÐIÐ skýrði
frá því í gær að Þórarinn
JÞórarinsson, ritstjóri Tímans,
væri nú komin til Rússlands
í boði „Friðamefndar Ráð-
stjórnarríkjanna". Ekki veit
blaðið nánari deili á stofnun
þeirri, sem Rússar nefna
„Friðarnefnd Ráðstjómar-
ríkjanna“. Hitt vitum við, að
menn þurfa að hafa til að
bera ákveðna eiginleika og
liafa sýnt sérstaka þjónustu-
lipurð til þess að nafn þeirra
sé tengt orðinu „friður“ á
máli ráðamanna í Kreml.
I stuttu máli sagt er sá
,,friðarsinni“ á máli kommún-
Ista, sem berst gegn því að
viðnám sé veitt gegn út
þenslustefnu Ráðstjórnarríkj
anna. Sérstaklega þarf sá
maður að leggja sig fram um
að veikja vamir lýðræðis-
þjóða, leit.ast við að koma í
veg fyrir samstöðu þeirra og
reyna að efna til árekstra,
’hvenær sem færi gefst. Hann
þarf svo auk þess annað hvort
að vera kommúnisti eða ætíð
fús til samstarfs við þá.
Skal nú lauslega vikið að
því, hvort Þórarinn Þórarins-
son og blað hans Tíminn verð-
skuldi „friðar“-nafnbót komm
únista. Fyrst er þá spuming-
in um það, hvort blaðið vilji
veikja vamarmátt lýðræðis-
þjóðanna. I því efni er bezt
að láta Tímann svara sjálfan.
Um það segir blaðið sl. sunnu-
dag, er það ræðir um, hverju
svara hefði átt málaleitun
Breta um viðræður út af
landhelgisdeilunni:
„Ef þið byrjið á ofbeldi að
nýju, munum við snúa okkur
til stjórnar Bandaríkjanna og
heimtum þá vemd, sem við
eigum kröfu til, — samkvæmt
samningi. — Ef því er neitað,
ætti ekki að þurfa að tyggja
í þessar þjoðir, hvert hlyti að
verða okkar næsta skref“.
Þama er haldið fram þeirri
fáránlegu skoðun, að við eig-
um að krefjast þess af Banda-
ríkjamönnum að þeir segi
Bretum stríð á hendur. Ef
Bandaríkjamenn yrðu ekki
við þessari kröfu, virðist til-
ætlunin sú að við segðum
okkur úr Atlantshafsbanda-
laginu. Hefur raunar marg-
sinnis áður verið látið að því
liggja í Tímanum. Þannig
uppfyllir blaðið fyrsta skil-
yrði þess að geta á máli
kommúnista nefnzt „friðar-
blað“, enda neytir það vissu-
lega slóttugra ráða til þess að
vinna á móti vömúm gegn
kommúnisma.
Annað skilyrðið er að spilla
vináttu og samstöðu lýðræð-
isþjóða. Ákveðin fullnæging
þess skilvrðis felst í þeim
orðum, sem áður var vitnað
til, en auk þess segir blaðið:
„Það er talað um það að
miklu þurfi að fóma fyrir
vestrænt lýðræði og sam-
heldni. Lýðræðisþjóðimar
séu vinir okkar Islendinga.
En málið er nú ekki svo
einfalt, að við getum eða eig-
um að vera vinir eða óvinir
þjóða, eftir því hvaða stjórn-
skiplag þær hafa á hverjum
tíma“.
Ótvírætt er þannig gefið í
skyn, að við ættum eins að
halla okkui í austurátt og
treysta á vináttu og um-
hyggju einræðisríkjanna. Og
öll viðbrögð Tímans við á-
kvörðun ríkisstjórnarinnar
um að fallast á að reyna að
gera tilraun til að leysa fisk-
veiðideiluna friðsamlega,
hlýtur að vera fullgild sönn-
un þess fyrir Moskvumenn,
að Tíminn vilji spilla sam-
s'töðu lýðræðisþjóðanna. Þann
ig er þá öðru skilyrðinu full-
nægt.
Um þriðja skilyrðið, að
vera kommúnisti eða starfa
með kommúnistum, er það að
segja, að Þórarinn Þórarins-
son og blað hans verður varla
ehn með réttu kallað komm-
únistikst. Samt fer alls ekki
milli mála, að þriðja skilyrð-
inu fyrir „friðar“-nafnbótinni
er fullnægt. Hafa Framsókn-
armenn nú alls staðar mjög
nána samvinnu við kommún-
ista og engum dettur í hug að
þeir séu ekki reiðubúnir til
stjómarmyndunar með þeim,
ef þeim tækist sameiginlega
að ná meinhluta. Og með til-
liti til þess, að Framsóknar-
flokkurinn verður ekki nefnd
ur kommúnistaflokkur, er
hann Rússum miklu nytsalh-
legri en hinn eiginlegi ís-
lenzki kommúnistaflokkur.
Að öllu samanlögðu er því
ritstjóri Tímans velkominn að
nafnbótinni „Friðar-Þórar-
inn“. —1
Hins vegar getur varla hjá
því farið, að Magnúsi Kjart-
anssyni, ritstjóra Þjóðviljans,
finnist hann ólánsmaður í
þjónustusemi við erlend ríki,
því að einnig í þetta skipti er
honum vanþökkuð lipurð, þar
sem ritstjóri Tímans einn er
talinn verðugur viðurkenri-
ingar.
UTAN UR HEIMI
1
t átrúnaðargoð
— Jean-Paul
Belmondo heitir
hann — og er
nefndur „James
Dean Frakk-
lands
H A N N getur alls ekki tal-
izt fallegur eða glæsilegur
maður — og sennilega
munu flestir geta verið
sammála um, að hann sé
jafnvel fremur „óhugguleg-
ur“: — lotinn og mjór og
krangalegur — með úfið hár,
söðulbakað nef, stóran og ó-
lögulegan munn, og augun,
sem lýsa í senn frekju og
óljósum ótta. Þá er ekki held-
ur hægt að segja, að hann
klæðist snyrtilega. Venjulega
gengur hann í óhreinum, víð-
um skinnjakka, með skyrt-
unna fráhneppta í hálsinn —
og stundum ber hann kryppl-
aða skygnishúfu, sem er
greinilega búin að lifa sitt
fegursta. — Hann virðist ekki
hafa neitt sérstakt „við sig“,
eins og sagt er, — öllu frem-
ur sýnist hann fremur klunna
legur og klaufalegur, a. m. k.
við fyrstu sýn. — Fínir og
vel klæddir herramenn munu
vafalaust líta á hann sem ó-
uppdreginn götustrák.
— ★ —
En yfir eirihvers konar töfr-
um hlýtur þessi ungi maður að
búa, því að unglingsstúlkur
þyrpast um hann, hvar sem hann
fer og virðast hrífast af honum
í einu og öllu. — Hann virðist á
einhvern sérstæðan hátt tjá æsku
nútímans, tilfinningar hennar og '
ÁTRUNAÐARGOÐIÐ — Jean-Paul Belmondo.
sjá sjálfa sig „ganga aftur“ í
mynd Belmondos. Og auðvitað
hafa duglegir og framsýnir aug-
lýsingamenn gengið drjúgum á
það lagið.
— ¥ -
Sú kvikmynd, sem aflað hef-
ur honum mestra vinsælda og
frægðar, er hin umdeilda mynd
„A bout de souffle" (sem á ís-
lenzku gæti e. t. v. heitið „Á
heljarþröm“ eða eitthvað slíkt),
þar sem hann leikur á móti Jean
Seberg. — Hann fer þar með
hlutverk ungs bílþjófs, sem ekur
með æðingengnum hraða í átt
til Parísar og á leiðinni drep-
Ur lögreglumann, sem reynir að
stöðva hann. Takmark hans með
Hann túlkar viðhorf þeirrar æsku, sem segir:
— í eyrum okkar hljómar hávaði frá herflug-
vélum og loftvarnaflautum — og óp flemtraðs
fjöldans. Æskunnar, sem ber gróm gamals
ótta vð hjartarætur ....
viðhorf — og þá sérstaklega fólks
á aldrinum 20—25 ára, því að
það eru einkum stúlkur og pilt-
ar á þeim aldri, sem hrífast af
honum og fylla kvikmyndahús-
in, þar sem myndir harxs eru
sýndar.
• ANNAR JAMES DEAN
Ungi maðurinn heitir Jean-
Paul Belmondo — og hann hefir
þegar fengið viðurnefnið „James
Dean Frakklands”. Og vafalaust
er sú nafngift ekki alveg út í
loftið. Heil kynslóð bandarísks
æskufólks leit á James Dean sem
sérstæðan fulltrúa sinn, þóttist
sjá mynd sjálfs sín í honum —
og hefur síðan tilbeðið hann,
svo að næst gengur manndýrk-
un — þótt hann sé látinn fyrir
mörgum árum. Á sama hátt virð
ist nú æska Frakklands — eða
a. m. k.. mikill hluti hennar —
hinum ofsalega akstri er að ná
til ungrar, banadrískrar stúlku,
sem hann vill reyna að fá til
þess að flýja með sér. Hún leyn-
ir honum nokkurn tíma fyrir
lögreglunni, en síðan gefur hún
upp dvalarstað hans — og hann
er skotinn til bana.
• MYND ÆSKUNNAR
Menn hafa þótzt sjá svipmynd
af hinni vonsviknu æsku nútím-
ans í sambandi milli unga bíla-
þjófsins og bandarísku stúlkunn
ar í kvikmyndinni. — Nokkrir
gagnrýnendur hafa þótzt finna
mikla líkingu með aðalpersónu
myndarinnar — í túlkun Jean-
Paul Belmondos — og Meur-
sault í skáldsögu Alberts Cam-
us, „Hinn ókunni", en hann varð
fyrir einum 18 árum eins konar
samnefnari æsku þeirra tíma,
sem talin var sljó og innibyrgð.
— Hvað er hæft í þessu, skal
ósagt látið. Hitt er staðreynd, að
mikill hluti æskufólks í dag virð
ist sjá „spegilmynd“ sína í þess
ari persónu — og dásamar Bel.
mondo fyrir það. — Einn af vin-
um hans hefur sagt:
— ★ —
— Við erum öll hvert öðru
lík. Af því við erum á sama
aldri, lifum sömu aldahvörfin,
eigum sams konar foreldra,
sams kor.ar áhyggjur sömu gleði
— sömu sorgir. Hann venur kom
ur sínar á sams konar staði og
við hin, — og talar með sama
hætti og við. Han klæðir sig eins
og er haldinn sama uppburðar-
leysinu og viðkvæmninni í af-
stöðu sinni til ungra stúlkna
eins og við hinir. Líf okkar er
hið sama í aðaldráttum. Innst
inni erum við hræddir — og það
er ekkert til að skammast sín
fyrir. Lífið er harðleikið. Vand-
inn er sá, að fá skilið það, án
þess að lenda á allt of miklum
villigötum.
• FÍFLDJARFT — OG
HRÆTT.
Belmondo er 27 ára gamall.
Þótt hann sé þannig eilítið eldri
en flestir mestu aðdáendur hans
virðist hann „falla inn í“ þann
hóp og svara fullkomlega til
þeirra hugmynda sem þetta unga
fólk gerir sér um sig sjálft: Hart
á yfirborðinu, en undir niðri veik
lynt og viðkvæmt — kjaftfort,
en í raun og veru feimið og ó-
framfærið — ruddalegt en hald
ið niðurbældri þrá eftir blíðu
og ást. Fífldjarft og kærulausi —
og hrætt ....
— ★ —
Faðir Belmondos er mynd-
höggvari, móðir hans málari.
Þar til hann varð hinn „nýi,
ungi maður“ franskra kvik-
mynda, hafði hann ekki afrek-
að neitt í lífinu, utan það að
verða allgóður knattspyrnumað
ur — og mjög lélegur hnefaleik-
ari. Hann getur ekki skrifað
móðurmálið, svo að skammlaust
megi teljast — og rithönd hans
Framhald á bls. 12.