Morgunblaðið - 17.08.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.08.1960, Qupperneq 11
Miðvik'udagur 17. ágúst 1^30 MORGVNBLÁÐ1Ð 11 2000 laxar NÆR 800 laxar eru komnir á land á þessu sumri úr Víðidalsá, en röskir 1200 úr Miðfjarðará. Laxveiði tíefur verið dágóð í sum- ar þrátt fyrir, þurrkatíð og árnar þar af leiðandi vatnsliclar sérstak lega fyrri hluta sumars. Hey- skapur hefur gengið vel, mena yfirleitt getað hirt eftir hendinni, og nýting heyja því góð. Þeir sem á sjó hafa farð héðan, hafa að eins og orðið var, en fiskurinn er vænn. Segja má að Miðfjörður hafi verið fiskilaus sl. 12—13 ár. Hvammstanga, 11/9 1960, Fréttaritari. Olíusvæði ú Svolboiða ý leið opnuð á reindýrasldðir Samfal við Jónas Pétursson alþ.m. JÓNAS PÉTURSSON, al- þingismaður og bústjóri á Skriðuklaustri í Fljótsdal, varð á vegi okkar hér í bæn- um á dögunuf. Við tókum tal saman. ★ — Ert þú ekki sjaldséður hér á þessum tíma? — Ég hef nú lítið gert að því að víkja mér frá búi á heyskapar- tímanum, en ég var ásamt tveim- ur öðrum skipaður í nefnd til að endurskoða lögin um ræktunar- samþykktirnar og fjárþörf rækt- unarsambandanna. Með mér eru í nefndinni þeir Haraldur Árna- son, verkfæraráðunautur, og Pét- ur Pétursson, fyrrum alþingismað ur. Við unnum að þessu í nokkra daga núna en munum svo koma saman síðar til að ljúka verkefn inu. Það er gott að hugleiða málið r.okkru betur eftir nokkurn tíma. V ið komum okkur þó niður á höf- uðlínurnar, en ekki meira um það. Júlí rigningasamur — Hvernig hefur heyskapurinn gengið í sumar? —• Júlímánuður var erfiður í Fljótsdal, mjög rigningasamur. Þó kom þurrkakafli eftir miðjan mánuð, sem nýttist allvel en síðan þornaði ekki fyrr en í ágústbyrj- un en þá náðust hey inn. Úrkom- an í júlí var meiri um ofanvert Hérað en utanvert, þar til þá ef til vill í síðustu vikunni. Talsvert var búið að heyja í júlíbyrjun en á Efri-Jökuldal spratt síðar og byrjaði sláttur þar ekki fyrr en kom fram í júlí. Þeir náðu engu inn fyrr en í ágúst en vonandi hefur lagazt vel fyrir þeim nú að undanförnu. Slægja í flóum — Grasvöxturinn var góður? — Já, með fádæmum mikii spretta. Sérstaklega held ég að heiðalöndin séu grösug. Þegar ég rak síðasta fjárrekstur frá Skriðuklaustri í Rana í byrjun júlí, var girnileg slægja í mörg- um flóanum á leiðinni og síðan hefur án efa mikið sprottið. Væri gaman að reyna heiðargróðurinn til vetrarfóðurs — afla hans að Jónas Pétursson sumri og gera fóðurtilraun að vetri — t. d. í samanburði við töðu, en það verður að bíða í þetta skiptið. Góð samgöngubót — Ég sá um daginn að vegur hefði verið lagður upp á Fljóts- dalsheiði hjá Bessastöðum. Varst það þú, sem stóðst fyrir þeirri ágætu samgöngbót? — Það má segja það. Það fengust 30 þús. kr. af'fjallvegafé til þessa verks, sem framkvæmt var í byrjun júlí. Gekk verkið ágætlega og hefur verið ekið á jeppum norðvestur undir Lamba- kíl. En júlí var eins og áður Framh. á bls. 12 Sporvagnaslysið í Vín HINN 2. ágúst s.l varð mikið slys í Vínarborg, er tveir spor- vagnar rákust á — eins og skýrt hefir verið frá í fréttum. í árekstri þessum, sem var af- skaplega harður, létu átján manns lífið, en um 80 manns slösuðust meira og minna — og mun þetta vera með meiri háttar sporvagnaslysum, sem um getur. ★ Ökumaður annars vagnsins, sá sem árekstrinum olli, beið bana í slysinu, en við líkskoð- un, sem fram fór í sambandi við rannsókn máisins, komust læknar að raun um það, að ökumaðurinn mundi hafa ver- ið undir áfengisáhrifum, er slysið varð. Töldu læknarnir, að hann hefði verið búinn að drekka rúman lítra af léttu víni skömmu áður en hann tók við stjórn vagnsins í þessari ferð, sem endaði með svo hörmulegum hætti. ★ Þessi mynd sýnir, hvernig úmhorfs var á slysstaðnum, eftir að búið var að flytja burt alla látna og særða. Má gera sér glögga hugmynd um, hve harður áreksturinn hefir verið, af brakinu, sem sést á myndinni. OSLÓ, 13. ágúst. — í sumai hefur mjög verið hert á olíu- leit á Svalbarða, en víst þyk- ir að olía finnist þar í jörð. Engar uppiýsingar hafa enn verið gefnar um hvað mikil olía hefur fundizt þar, en Caltex-olíufélagið sem leitaði á Svalbarða í fyrrasumar hefur nú sent fjölda leitar- manna novðureftir' og hafa þeir meðferðis öll hin full- komnustu tæki, borturna, tæki til jarðlagarannsókna og hóp af þyrilvængjum. Hefur norska námueftirlitið á Sval- barða ekki við að gefa út olíu- leitarleyfi. Caltex-félagið leggur nú aðaláherzlu á rannsóknir við Bullsund og Edgeeyju, en forráðamenn félagsins vilja enn ekki segja hver árangur- inn hafi orðið. Fara olíufélög oftast mjög leynilega með slíkt. íslendingur íann aóferðina með upp ve/ð/- rafmagni VEGNA hugvekju í Morgunblað- inu 11 þ. m., um það hver hafi fyrstur átt hugmyndina að því að veiða fisk með rafmagni, og' vegna ýmissa frásagna um raf- magnsveiðar, sem birtzt hafa í hérlendum blöðum, þar sem ýmist Þjóðverjum eða Rússum heifir verið veittur heiðurinn af því að hafa fundð upp rafmagns- aðferðina, þykir mér rétt að ekki liggi alveg í þagnargildi að ég sótti um einkaleyfi á aðferð til að veiða fisk með rafmagni bæði í gildrur og troll árið 1938 í Dan- mörku og framkvæmdi tilraunir og mældi áhrif rafmagns á fisk- í bæði fersku og söltu vatni. Ég var um þessar mundir for- stjóri fyrir stærstu fiskniður- suðuverksmiðju Dana, Esbjerg Hermetikfabrik og hafði tekizt að veiða sumarbrisling í Esbjerg- flóanum sem reyndist hin góm- sætasta vara, niðursoðinn, og eina danska fiskniðursuðan sem valin var til að hafa á boðstólum í dönsku pavillioninni á heims sýningunni í New York, sakir gæða. Vandinn var hins vegar sá, að vegna stmuma í flóanum var mjög erfitt að veiða brislinginn, því fiskigildrur stóðust ekki, en tilraun til að trolla síldina mis- tókst. Mér datt þá í hug að reyna að mynda einskonar ósýnilegan raf- magnsvegg með rafmagnsköpl- um. Væri annar liggjandi við botninn en hinn fljótandi, og skyldi fiskurinn leita meðfram straumsvæði rafmagnsins, inn í þar til gerðan háf eða gildru. Jafnframt hugsaði ég mér veið arfæri, er væri einskonar troll, sem myndað væri af köplum, er gerðu litla mótstöðu í sjónum og sem unnt væri að draga með mikl um hraða yfir fisktorfur, án þess að fiskurinn yrði þess var, en sem með rafmagnssviðum beindi síð- an fiskinum inn í pokann á enda troilsins. Ég ræddi þessar hugmyndir við einn helzta rafmagnssérfræðing Dana, prófessor Jörgensen við tækniháskólann í Kaupmanna- höfn og fleiri. Hafði hann aldrei heyrt þess getið að reynt hefði verið að veiða fisk með aðstoð rafmagns. Þá ræddi ég við Próf- essor Van Deurs, sem var góður vinur minn og forstjóri fyrir fisk- veiða og fiskiðnaðarrannsóknar- stofnun Dana, Fiskeriökonomisk Forsögslaboratorium. Hafði hann aldrei heyrt um fiskveiðar með rafmagni. Lét hann mér í té til- raunastofu og áhöld til að mæla áhrif rafmagns á fisk og viðbrögð fisksins og gerði ég þarna nokkr- ar tilraunir. Kom m. a. í ljós af þeim, að fiskurinn er því næmari fyrir rafmagni sem hann er stærri, vegna þess að með ákveðnu spennufalli á centimeter verður spennufallið meira á stór- um fiski en litlum. Spennufall þetta mældi ég. Ég kynnti mér nú öll þau gögn sem til voru í danska einkaleyfis safninu, um áhrif rafmagns á fisk og leitaði að umsóknum, er synnu að hafa borizt um einka- leyfiskröfur á rafmagnsveiðiað- ferðum, en þær fundust engar, hvorki danskar eða erlendar. Varð því úr að ég sótti um einka- leyfi á aðferðum þeim, er ég hugði að nota. Er mér ekki kunnugt um annað en að einka- leyfiskröfur þessar séu hinar fyrstu er nokkurs staðar hafa verið settar fram um rafmagns- veiðar. Áður en málum þessum væri komið lengra áleiðis skall á heims styrjöldin og fluttist ég til ís- lands um haustið 1939. Reyndi ég þá að vekja áhuga íslenzkra aðila á áframhaidandi tilraunum, en árangurslaust. Sjálfum var mér, af eigin rammleik, ofviða að gera slíkar tilraunir. Sambandið milli Danmerkur og íslands rofnaði nú um nokkurra ára skeið. En þegar viðskipti hóf- ust milli landanna á ný, barst mér bréf frá dönsku einkaleyfisr stofnuninni með fyrirspurn, um hvort ég vildi halda áfram einka- ieyfiskröfum mínum. Með því að ég hafði, að feng- inni reynslu, litla trú á því að ég myndi geta hagnýtt mér einka leyfisumsókn mína, nema með gífurlegri vinnu og tilkostnaði, ákvað ég að taka ekki á mig Framh. á Dls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.